Morgunblaðið - 23.11.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.11.1961, Qupperneq 10
10 MORCVNVLAÐIB Fimmtudagur 23. nór. 1961* i Stokkseyri. — T>að er ágætt að halda sambandi við kenn- arana, sagði húri. Eg er að íorvitnast um frammistöðu uppeldissorar míns; mín börn fimm að tölu eru öll komin a legg. Það er gaman að því, að kennari hans er sami kenn- arinn og kenndi föður hans á Stokkseyri, og hlakka ég til að heilsa upp á hann. Við hlið hennar stóð dönsk kona, Guðrun Frederiksen. Hún hefur verið búsett á Is- landi í fimmtán ár og á fimm börn, og þar af eru þrjú í Miðbæjarbarnaskólanum. Hún kvað þetta fyrirkomulag, að kennarinn og foreldrarnir ræddust við um börnin, tíðk- ast einnig í sínu heimalandi og gæfist mjög vel. Fanney Long: — Sambandið milli heimila og skóla er ot lítið. að vinnubækur barnanna liggja frammi, og geta for- eldrarnir skoðað þær og bor- ið þær saman við bækur ann- arra barna í bekknum). § Gott að tala við foreldrana Að siðustu ræddum við stundarkorn við einn kennar- ann, Hjalta Jónasson. Hann sagði, að yfirleitt væri gott að tala við foreldrana og tækju þeir það ekki óstinnt upp, þó eitthvað væri fundið að börn- unum. Venjulega væru það gallar, sem foreldrarnir hefðu þegar fundið, því framkoma barna væri sú sama á heim- ilinu og í skólanum. — En verst þykir rnér, sagði Hjalti að þeir foreldrar, sem við þyrftum helzt að tala við, láta sjaldnast sjá sig, af einhverj- um ástæðum. Taka ber með í reikninginn, að margar hús- mæður eiga ekki heimangengt á þessum tíma og feðurnir að vinna — en foreldradagur er nú ekki nema einu sinni á ári, og þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með námi barna sinna ættu að geta séð af þessari st.und. ♦ Okkur var ekki Iengur til setunnar boðið í kennslustof- unni, því úti á ganginum biðu foreldrar eftir viðtali við kennarann. Sumar konurnar höfðu tekið tal saman, meðan þær biðu, og voru orðnar mál- kunnugar. Aðrar voru þögul- ar, sumar kviðnar, nokkrar ó- þolinmóðar og fannst viðtölin óþarflega löng o. s. frv. Fá- einum karlmönnum sást voru í miklum meirihluta, bregða íyrir, en konurnar sem eðliiegt er. Og erindi allra var hið sama — að fylgjast með frammistöðu barna sinna í skólanum. — Hg. • Móðirin brosti En þó þessi dagur væri helg aður foreldrunum, sáum við nokkrum börnum bregða fyr- ir við og við. Sum voru í fylgd með foreldrunum, aðrir komu í forvitmsskyni. — Er mamma þín að tala við kennarann? spurðum við einn, Gísla Garð- arsson að nafni, sem er í 11 ára E. — Hún er farin, sagði hann, búin að skoðá krotið. — Hvernig var hún á svipinn, þegar hún kom út? — Apægð, sýndist mér, hún var brosandi. (Þess má geta til skýringar, „Foreldrarnir, sem viö þyrftum helzt að tala við, koma sjaldnast" I GÆR var hlutunum snúið við í Miðbæjarbarnaskólanum. Börnin fengu frí, en foreldr- arnir streymdu í skólann til fundar við kennarana. Þar var svonefndur foreldradagur. — Miðbæjarbarnaskólinn var fyrstur skóla til að efna til foreldradags og hafa flestir barnaskólar í bænum fylgt hans foraæmi. Þegar biaðamaður og ljós- myndan Morgunblaðsins komu i skólann laust fyrir ellefu um morguninn, voru gangarmr þéttsetnir fullorðnu fólki, mr.stmegnis konum, sem biðu eftir að fá viðtal við Kennarana, Og i emni kennslustofunni urðum við áheyrendur að sam trli mil!i foreldra og kenn- ara. • Dálitið masgefin — Það er allt í ágætislagi með telpuna, sagði kennarinn, það eina sem að henni má finna er að hún er dálítið masgefm, en það er víst kven- legur eiginleiki, bætti hann við brosandi. Þetta er kurteis og goður krakki og ég hugsa að hún sé ekki í hættu í vor. Reikningurinn og islenzkan eru einu fallfögin og hún stendur sig vel í reikningnum. — Svo langar mig til að minnast á það, að börnin eiga að hafa með sér nesti í skól- ann. Þau verða svöng af að sitja svona, og ef þau fá sér ekki bita í löngu frímínútun- um, veröur siöasti tíminn þeim ónýtur. • Þá ei eitthvað í ólagi A ganginum tókum við tali nokkrar konur, sem biðu eft- ir að röðin kæmi að þeim. Fanney Long sagói, að sér fyndist sambandið milli skól- anna og htimilanna of lítið, og væri þvi kærkomið tækifæri að fá að ræða ofurlitla stund við kennara barna sinna einu sinni á ári. Frú Fanney kvaðst eiga einn son hér í skólan- um sem væri í 2. bekk C. — Hvort það væri ekki leiðin- legt að heyra að börnin stæðu sig illa? — Nei, nei, alls ekki svaraði frúin, þá veit maður að eitthvað er i ólagi og reyn- ir að bæta úr þvi. A efri g&nginum hittum við Aðalheiði Eyjólfsdóttur frá — Ég tolli ekki á filmu, sagði Aðalheiður Eyjólfsdóttir frá Stokkseyri (t.v.), þegar ljósmyndarinn bjó sig undir að taka af henni mynd. Við hlið hennar stendur Guðrún Frederiksen, ásamt syni sínum. (Ljósm. tók Hjalti Jónasson, kennari, gefur upplýsingar um námsfranr-mistöðu barns. Sveinn Þormóðsson). Atvinnurekstur án verkstjóra GREIN sú sem hér birtist er skrifuð til umhugsunar fyrir þá menn er nú sitja og ráðsk ast um hve langt skuli geng- ið til móts við kröfur verk- stjóra um bætt kjör. Og til þess að kynna almenningi þýðingu verkstjóranis fyrir Þjóðarbúið. Atvinnurekstur án verkstjóra? 1 TIL skamms tíma hefir það viljað brenna við að í orðinu verkstjóri fælist sú merking að þar væri um að ræða mann sem hefði það gott, mann sem hefði komizt í þá að- stöðu að geta helst setið á stól, og látið aðra vinna störfin. Og eftir þessarri hugsun virðast atvinnu- rekendur að miklum meirihluta starfa þegar þeir sín á milli og í viðræðum við fulltrúa frá sam- tökum Verkstjóra ræða um og ákveða laun verkstjórans. I þess- arri hugsun felst mikill misskiln- ingur: sem þarf að breytast, ef ekki á illa aö" fara í framtíðinni. Við skuium nú athuga þetta mál lítillega og sjá hvað felst í orðinu Verkstjóri. Og athuga hvað er stari hans og hver er ábyrgð hans. Verkstjóri sér um daglegan rekstur þeirrar deildar fyrirtækis þcss er hann starfar fyrir. Deild su getur verið stór eða lítil eftir atvikum. Hann hefir með hendi umsjón með þeim mönnum, véium og vörum sem undir hans deild heyra. Hann er tengiliður milli æðstu stjórnar fyrirtækis síns og þeirra manna sem hann á að stjórna. Hann er talsmaður atvinnurekandans. Hann er maður sem út á við er fulltrúi fyrirtækis síns gagnvart þeim aðilurn sem þurfa við hann að skipta. Undir honum getur venð komið hvort þjónusta sú er fyrirtækiö veitir sé til fyrir- myndar eða ekki, en mikið er iagt upp úr því nú á tímum. Verkstjóriiin er uppalandi, i gegn um sitt starf þarf verkstjóri að taka á móti geysilegum fjölda ungra marna. sem eru að fara sínu fyrstu íerð í starf hjá óvið- kom&ndi aðiJa, í flestum tilfellum óharðnaöir unglingar, tilfinninga- næmir og veikir fyrir mótlæti svo veikir fyrir því, að ef ekki er rétt á haldið þá gæti svo farið að æskumaðurinn bíði þess aldreí bætur og yrði aldrei jafn góður þjóðfélagsþegn og ella hefði orðið. Og fámenn þjóð sem við rslendingar höfum ekki efni a því að missa neinn af okkar sonum frá starfi fyrir hand- vömm. Verkstjóri þarf að vera mann- þekkjari. Hann þarf á sem styttst- um tíma að geta komist til botns í hvern mann nýr starfsmaður hefir að geyrr.a og hvaða tökum á að taka hann svo hann verði fyrirtækinu og þjóð sinni að eins miklu gagm og hægt er. Verkstjóri þarf að vera stjórn- samur án pess þó að vera vinnu- harður. Veriístjóri þarf að vera hagsynn bæöi hvað snertir með- ferð i vinnusíli, vélum, verkfær- um og óðru því sem að starfi hans iýtur. Starf verkstjórans krefur í flest um tilfellurn ef ekki öllum, að nann sé skóiaður, hann þarf að annast vinnuskýrslur, útreikning á launum og ýmsar aðrar skýrsl- ur og reikmr.gsfærslur og útreikn inga, sem starfimf fylgja. Og síð- ast en ekki sízt, verkstjórinn þarf að vera áhugasamur. Þar komum við að kjarna málsins. Víðkunnur erlendur sálfræðingur hefir sagt: maður sem hefir misst áhugann fyrir að bæta sín kjör eða hefir fengið neitun um að fá bætt léleg kjör sín hjá vmnuveitanda sínum missir smátt og smátt áhugann fyrir starfinu Þetta mun vera rétt að miklu ieyti og ef svo færi er illa farið. Hér á okkar landi virðist mikið af því gert að hossa hinum og þessum menntamönn- um, og virðist þar í engu skifta hvort þeir hafa slampast í gegn- um skóla og náð prófi með lítil- fjörlegum úrangri, eða hvort um er að ræða hæfileikamann sem hefir staðið sig með prýði. Þeir hinir lélegri hafa staðizt próf að visu og náð því að geta kallað sig eitt og annað sem getur lyft þeim til emhverra metorða. Aliar skriístofur, bankar og önnur slík fyrirtæki svo ekki sé minnSt á opinberu skrifstomrnar allt er orðið uppfullt af slíkum mönnum. Stór hluti þessara manna vinaur óhagnýt störf í þjóðfélaginu þar sem afrakstur starfs þeirra nægir vart til að greiða laun þeirra. Þetta fólk þarf ekki að skila nema hluta af þeim starfstíma serr. verkstjóri þarf að skila á viku hverri. En samt er það betur launað og allur aðbún- aður betri en hjá verkstjórástétt- inni í heild. Verkstjóri sem legg- ur sig fram í' starfi skilar ekki aðeins þeim vinnustundum er hann telur sér fram til launa heldur á starfið stóran hluta af frístundum nans, er hann skipu- leggur starfið fyrir næsta dag jafnvel fyrir viku eða mánuð írarr í tímarm. Verkstjórar þeir sem nú eru í starfi hafa almennt ekki mikla sérskólamenntun til síns starfs, en peir hafa aðra menntun ekki síðri, þeir eru aldir upp og próf- aðir í skóla lífsins og reynslunn- ar. Allflestir verkstjórar hafa unnið sig upp í starfi frá þvi að starfa undir annars stjórn þar til að lokum þeir sjálfir tóku við verkstjórn á vinnustaðnum og þá einkum vegna hæfileika sinna og reynslu sem að dómi atvinnuveit- enda hljóta að hafa verið fyrir hendi. Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.