Morgunblaðið - 05.12.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.12.1961, Blaðsíða 6
M O R C TJ N Tt T 4 fí 1 Ð Þriðjudagur 5. des. 1961 Ásmundarbók komin út „Listín þolir engan húsbóndc.46 segir Ásmundur ÁSMUNDARBÓKIN, sem Ragn- ar Jónsson, forstjóri Helgafells, hefur láíið gera, er komin út. Þéssi mikla bók geymir nær því hundrað myndir af listaverkum Ásmundar Sveinssonar. Af þeim eru 30—40 í litum. Ljósmyndirn- ar hefur Hermann Schlenker tekið. Halldór Laxness hefur skrifað allítarlega ritgerð um Ásmucid, sem prentuð er á dönsku, ensku og frönsku — auk íslenzku. • 4 ára undirbúningur Fréttamenn blaða og útvarps höfðu í gær tal af þeim Ragnari Og Ásmundi í tilefni af útkomu listaverkabókarinnar. — Undir- búningur að útgáfu Ásmundar- bókar hefur staðið í tæp fjög ár, því ljósmyndun „skúlptúrs“ mikið vandaverk. Hafa ven teknar alls á annað þúsund myik. ir af verkum Ásmundar fynr bókina. Hermann Schlenker, sem tók allar myndirilar, kom þrisvar hingað til lands, á þeim tíma sem birta er hagstæðust, til að myr la listaverkin, og tók nýjar og j- ar myndir, oft aftur og aftur af sömu verkunum, unz hann var fullkomlega ánægður. • Allt unnið hér Prentmót h.f. sem gert hefur öll myndamót, hefur líka fengið góðan tíma til verksins. En það er ekki sízt endurljósmyndun myndanna og önnur vinna í prent myndagerð, sem er þýðingar- mikil. Má vart gera á milli hvort verkið er þýðingarmeira, frum- ljósmyndun, gerð myndamótanna og prentunin sjálf. Bókin er að öllu leyti prentuð í Víkingsprenti Og myndamót öll úr Prentmótum h.f. Er þettd í fyrsta sinn, sem listaverkabók er að öllu leyti unnin hér heima. • Aðstoð sérfræðinga Ragnar kvaðst hafa farið með allar myndirnar til Hollands og Danmerkur og notið aðstoðar sérfræðinga við að undirbúa bók- ina, ákveða hvernig myndir stæðu saman, stærð þeirra og niðurröðun á síður Og prentun grunna í ýmsum litum. Það væri að ýmsu leyti vandasamara að undirbúa bók um „skúlptúr" en málaralist. Kvaðst hann að lok- um vona, að enginn þreyttist á að fletta bók Ásmundar, meðal annars vegna þess að reynt hefði verið eftir mætti að forðast að bókin yrði einhæf, fylgt of föst- um reglum um stærð mynda og staðsetningu á síðum, en allt haft sem frjálsleggst. • 5. listaverkabókin. Þetta er fimmta listaverkabók- in, sem Helgafell gefur út. Hin- ar eru málverkabækur með mynd um eftir Kjarval, Ásgrím, Jón Stefánsson og Mugg. — Ásmund- arbók er einmg ætluð á markað erlendis og ritgerð Laxness því prentuð á þremur erlendum tung um. í bókinni eru 150 myndir svartar og 30—40 í litum. Lit- myndunum, sem flestar eru af listamanninum sjálfum og fjöl- skyldu hans, er dreift innan um textann. Fjórar litmyndasíður eru þó aftast í bókinni, prentað- ar eftir að bókin var að mestu tilbúin, enda sum verkin orðin til meðan bókin var í prentun. Bókin er bundin í Bókfelli og kápa gerð af Gísla Björnssyni. Myndunum er yfirleitt, þar sem því var við komið, raðað eftir aldri. Ákveðið hefur verið að bókin komi einnig út á næsta ári með sænskum og þýzkum texta. • List og „anarkismi“ Ásmundur sagði fréttamönnun- um, að hann væri mjög ánægður með alla gerð þessarar bókar, því höggmyndirnar gætu vart notið sín betur á ljósmyndum en í þessari bók. — „Skúlptúrinn" hefði sl. 50—60 ár verið settur Isvert til hliðar, en það væri kil óhamingja fyrir heiminn. . að hefði aldrei verið grafið ei’is mikið efni upp úr jörðinni og á þessum tíma, en það hafði svo til eingöngu verið falið verk- fræðingum og arkitektum að vinna úr því. En það væri trú sín, að í framtíðinni yrðu lista- menn kallaðir til að forma þetta „skúlptúrmaterial“. „Skúlptúr- inn“ væri stöðugt að nálgast stór iðnaðinn, „eins og við Steingrím- ur gerðum við Sogið.“ Það ætti að færa listina nær vinnustéttum veraldarinnar, reisa upp abstrakt höggmyndir í sambandi við iðn- að og gera hann lifandi. íslend- ingar ættu að fylgjast með, hvar þær væri að gerast. „En það er eitthvað að gerast í Evrópu, sem mig grunar að við þurfum að vara okkur á, eitthvert „fiff“, en ég' hef ekki komið mér að því að fara til De Gaulle, vegna þess að ég er hræddur við bíla- umferðina á meginlandinu“. • Þolir ekki húsbónda Ásmundur sagði að lokum við fréttamennina: — Listin þolir engan húsbónda. Hið gamla orð „anarkisti" á vel við, listamaður er „anarkisti“ í verkum sínum Og listin er „anarkismi", frjáls óháð list, sem lýtur aðeins eigin lögum og boðum. Þessi glæsilega bók, sem Helgafell hefur gefið út, staðfestir orð Ásmundar. Hvers vegna þennan hamagang út af sjónvarpi? Sigurður A. Magnússon skrifar: Mig grunar að kumpáninn, sem nefnir sig „Sigurð gamla“ í Velvakanda á laugardaginn og segir óbeinum orðum að hann sé „mörgum áratugum" eldri en ég, veifi fölskum eða lituðum hærum, og þykir mér nokkur ungæðiskeimur af skrifum hans. Eg held nefni lega að gamlir menn geti bókstaflega ekki verið eins jafnvægislausir og téður „öld- ungur“ — og það út af máli sem hlýtur að mega ræða ró- lega og öfgalaust, án allra gífuryrða, uppnefna og útúr- snúninga. Mér er spurn, ef blessaður maðurinn er svona handviss um óvéfengjanléga yfirburði sjónvarpsins og óhjákvæmilega innreið þess til Islands, hvers vegna þá all- án þennan hamagang? Væri ekki eðlilegast að þessi „sjálf- sagði hlutur“ kæmi virðulega og hávaðalaust, úr því menn- ingin er dauðadæmd án hans og engin öfl í heiminum fá stöðvað framrás hans? • „Prísið ykkur sæla“ 1 trausti þess að ég verði ekki talinn óalandi og óferjandi í samfélag; siðaðra nútíma manna vildi ég gera tilraun til að árétta nokkur atriði, sem ég vék að í margumtöluðum útvarpsumræðum um sjón- varp ekki alls fyrir löngu. Eg kvaðst hafa 3% árs reynslu af 'bandarísku sjónvarpi, og hef auk þess talsverða reynslu af sjónvarpi í Danmörku, Þýzka landi og Bretlandi. Á þeirri reynslu byggi ég afstöðu mína til sjónvarps á íslandi. Eg við- urkenndi gildi þess til frétta- flutnings og kennslu, en taldi kostina ekki vega upp á móti löstunum, sem eru margir. Ég benti á að margfalt -auðugri og mannfleiri þjóðum en Is- lendingum hefur reynzt nær ókleift að halda uppi sæmi- legri sjónvarpsdagskrá, hvað þá meira. Þessu til staðfest- ingar skal ég geta þess rétt til gamans, að fjölmargir Bandaríkjamenn sem hafa spurt mig um sjónvarp á Is- landi og fengið þau svör að hér væri ekki sjónvarp, hafa sagt við mig í römmustu al- vöru: „Prísið ykkur sæla. Þið hljótið að búa í hreinni para- dís“. Eg man ekki til að ég hafi Sheyrt áþekk ummæli um kvikmyndir, síma eða útvarp, og geta þó tvö síðastnefndu tækin vissulega stundum orðið jþreyttum taugum hvimleið. Samanburður á þessu þrennu og sjónvarpi finnst mér vera út í hött, og yfirlýsing, „Sig- urðar gamla" um að sjónvarp ið sé ,,mesta menningartæki, sem fundið hefur verið upp, næst leturgerð", stappar nærri því að vera fjarstæða, að ekki sé meira sagt. Sjónvarpið er sennilega áhrifamesta áróð- urs- og útbreiðslutæki sem til er, en það er ekki fremur menningartæki en ómenning- artæki, og hefur því miður gegnt seinna hlutverkinu að langmestu leyti hingað til, hvað sem verða kann. • Og svo er það þróunin „Nei, það þýðir ekkert að berjast gegn þróuninni, mínir herrar", segir „Sigurður gamli“ og ber sér á brjóst. Þá vitum við þáð! Kannski er þeim mæta manni ókunnugt' um, að á undanförnum árum hefur þróun heimsins stefnt í átt kjarnorkustyrjaldar? Er þá bara að leggja hendur í skaut og láta þróunina hafa sinn gang? Eða er kannski menni- legra að gera sitt til að tefja fyrir henni? Er „Sigurði gamla“ ljóst, að þróunin í ís- lenzku þjóðlífi hefur legið i átt til æ meira ábyrgðarleysis og óráðvendni á öllum svið- um? Þýðir ekkert að sporna við slíku, herra minn? „Þró- un“ er nefnilega ákaflega tví- bent hugtak og merkir nánast ekki annað það sem maðurinn kallar yfir sig á hverjum tíma, bæði illt og gott. Meginástæðan fyrir andúð minni á sjónvarpi er hin nei- kvæðu áhrif sem það hefur á börn og unglinga, og er ég fjarri því að vera einn um þá skoðun. Eg hef sjálfur, séð hvernig börnin ánetjast sjón- varpinu, límast bókstaflega við þennan dárakassa og týna öllum áhuga á lífinu í kring- um sig, leikjum, námi og jafn- vel nánustu ástvinum. • Kynlegt fyrirbæri Sjónvarpið er nefnilega afarkynlegt fyrirbæri í menn- ingunni. Það flytur efni hvað- anæva úr heiminum inn a heimilin, en það stuðlar jafn- fn, trT~fnr7&r~©piB framt að flótta einstaklingsins bæði frá sjálfum sér og sinum nánustu. Þegar sjónvarpið er orðið partur af heimilislífinu, þurfa menn hvorki né vilja 'hugsa fyxir sjálfa sig eða um aðra. Þeir þjóta bara á bylgj- um ljósvakans til fjarlægra staða og gleyma sér. Þetta sama gerist að sjálfsögðu líka í kvikmyndahúsum og jafnvel leikhúsum, og það er nauðsyn leg hvíld þegar það er í hófi. en á því er himinvíður munur að fara í þar til gerð hús úti í bæ einu sinni eða tvisvar í viku, tvo tíma í senn, til að horfa á kvikmynd eða leikrit, og að hafa sjónvarp opið inni á heimilinu sjö tíma eða leng. ur hvert einasta kvöld vik- unnar. Fullorðna fólkið ætti þá bara að geta haft hemil á því hvenær opnað er fyrir sjón- varp á heimilum, segja menn. Hræddur er ég um, að þannig mæli ekki aðrir en þeir sem litla eða enga reynslu hafa af börnum og áhrifavaldi þeirra í heimilislífinu nú til dags. Enda er ólygnust _ reynsla þeirra þjóða sem búið hafa við sjónvarp um árabil, og hún er hreint ekki uppörv- andi, ef trúa má uppeldis- fræðingum. • Rösum ekki um ráð fram Það sem ég hef sagt um sjón varp almennt á auðvitað líka við um sjónvarp varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Ég tel ekki heppilegt, að það nái inn í íslenzka menningarhelgi, svo notað sé ágætt nýyrði, enda var það sjónarmið íslenzku ríkisstjórnarinnar þegar sjón- varpsleyfið var veitt á sínum tíma. Ég hef aldrei ætlað mér þá dul að beina þróuninni marg- nefndu inn á aðra braut, hvað þá að stöðvla hana, en ég vildi gera mitt til að vara við af- leiðingum hennar á ákveðnu sviði og benda á reynslu ann- arra. Kannski er vonlaust að reyna að tefja fyrir því óhjákvæmilega, en hvað ger- ir maður ekki samvizkunnar vegna? Að sjálfsögðu kemur sjón- varp hingað eins og annað, strax og það er óhjákvæmi- legt, þ.e.a.s. þegar alheims- Sjónvarp með gervihnöttum kemst á. Hins vegar sé ég enga ástæðu til að fara að ana út í að reisa íslenzka sjón- varpsstöð eða stækka erlenda stöð, sem er óæskileg, fyrr en ljóst er hvaða skilyrði alheims sjónvarp útheimtir hér. Fram að þeim tíma væri kannski ekki úr vegi að leitast við að hafa ögn bætandi áhrif á smekk landsmanna, t.d. með hóglátari og rólegri blaðaskrif um, „Sigurður" minn góður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.