Morgunblaðið - 05.12.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.12.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVISBL 4ÐIÐ Þriðjudagur 5. des. 1961 Otgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: íVðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: A-ðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ALDARMINNING HANNESAR HAFSTEINS að var vel til fallið, aðf stúdentar ásamt Almenna bókafélaginu, minntust þess, að 100 ár voru liðin frá fæð- ingu Hannesar Hafsteins. — Yfir fáum nöfnum er meiri ljómi í hugum hinna yngri manna en Hannésar Hafsteins, og kynnu þó sum- ir hinna kappsfyllri að hafa verið honum andstæðir 1908, ef þeir þá hefðu verið á stúd entsárum sínum. Hannes Hafstein heillaði samtímamenn sína með hinni einstöku glæsimennsku. Pét- ur Ottesen lýsir því í sam- tali í Mbl. sl. sunnudag, að fy-lgismenn Hannesar hafi beinlínis litið á hann sem forsjón og mjög litið upp til hans, en andstæðingar Hann esar gátu ekki annað en dáðst að glæsimennsku hans og mælskusnilld. Almenna bókafélagið hef- ur gefið út ævisögu Hann- esar Hafsteins eftir Kristján Albertsson í tilefni af ald- arafmælinu. 1 formálsorðum kemst höfundur m. a. svo að orði: „Kvæði hans komu sem heilnæmur, vermandi vor- þeyr í erfiðri tíð, forboði gróðrar og vaxtar. Hann var af þeirri skáldafylking, sem hófst rr\eð Jónasi Hallgríms- syni, einn karlmannlegasti andi af skáldum hins langa, kalda þjóðarvors. Með hon- um kom ný gleði og hreysti inn í hug þjóðarinnar, Nafn stjórnmálamannsins er tengt við þrjá af mestu sigrunum í frelsisbaráttu ís- lendinga. Það var hann sem 1901 fékk loforð útlenda valdsins fyrir því að æðsta stjórn Islands skyldi flytjast frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur. Sambandslaga- frumvarpið 1908 var hans sigur fremur en nokkurs annars, en með því hafði ís- land komizt meiri áfanga í átt til fulls frelsis en nokkru sinni áður. Hafði engum ís- lendingi eftir Jón Sigurðs- son tekizt að þoka dönskum stjórnmálamönnum viðlíka langt til skilnings á rétti og nauðsyn íslendinga til auk- ins sjálfstæðis.“ Með útkomu ævisögu Hann esar Hafsteins gefst mönnum betra færi en áður til að öðlast þekkingu á þessum stórbrotna persónuleika, og er þess að vænta að sem flestir, ekki áízt hinna yngri, noti nú tækifærið til að kynn ast Hannesi Hafstein. UGGVÆNLEG ÞRÖUN A llt frá því að íslendingar '*■ undirbjuggu þátttöku sína í Atlantshafsbandalaginu 1949, hefur verið lögð rík áherzla á að reyna að sam- eina lýðræðissinna um á- kveðna utanríkisstefnu, hvað sem ágreiningi liði um inn- anlandsmál. Tilraunir þessar hafa að vísu gengið misjafn- lega, en þó náðist full sam- staða allra þingmanna lýð- ræðisflokkanna 1951, þegar óskað var eftir hervernd Bandaríkj amanna. Aftur á móti rofnaði þessi samstaða árið 1956, þegar samþykkt var þingsláyktun- artillaga um uppsögn varn- arsamningsins, með atkvæð- um þeirra flokka, sem síð- ar stóðu að myndun vinstri stjórnarinnar, en í fullri and stöðu við Sjálfstæðisflokk- inn. Lýðræðissinnar í vinstri stjórninni sáu þó að sér og óskuðu áframhaldandi dval- ar varnarliðsins hér, enda var ástandið í alþjóðamálum mjög uggvænlegt. Að undanförnu hafa frið- arhorfurnar sízt verið betri en um það leyti, sem Fram- sóknarflokkurinn féll frá kröfu um að varnarliðið hyrfi af landinu. Engu að síður virðist sá flokkur nú vel geta hugsað sér að reka liðið í burtu. Það er þvímið- ur opinbert leyndarmál, að Framsóknarmenn hafa víða léð kommúnistum nöfn sín, er þeir þeystu um landið og söfnuðu undirskriftum undir siðferðisvottorð ’fyrir Krús- jeff og menn > hans. Og sér- staka athygli vekur riú sú áherzla, sem Framsóknar- menn leggja á það að skilja að dvöl varnarliðsins hér og þátttöku okkar í NATO. Fer ekki á milli mála, að með þessum öfluga áróðri eru Framsóknarmenn að undir- búa jarðveginn til að koma á nýrri vinstri stjórn hér- lendis. HVERS ÞARFN- AST NATO? F'RAMSÓKNARFORINGJ- -*• ARNIR segja um þess- ar mundir, að þeir séu ein- lægir stuðningsmenn Atlants hafsbandalagsins. Með þeim fullyrðingum ætla þeir að friða þá ábyrgu lýðræðis- >að gengur oft illa að halda uppi röð og reglu í fióttamannabúðum SÞ við Elisabethville, þegar hinum nauma fæðuskammti er úthlutað. Á þessari mynd, sem. tekin var fyrir nokkru við slíkt tækifæri, sjást sænskir hermenn SÞ í brynvarinni bifreið halda vörð, er <S> hundruð Baluba-flóttamanna bíða matarskammts síns í búðunum. | ,Loftbrú“ Katanga-flóttamanna AÐALSTÖÐVAR Sameinuðu þjóðanna í Leopoldville skýrðu frá því fyrir nokkru, að sett hefði verið upp „mat- væla-loftbrú“ til Katanga. A hún að flytja þeim flóttamönn úm hjálp, sem nú eru undir vernd S. Þ. í búðum fyrir utan Elisabethville. Flóttamennirn- ir, sem eru kringum 45.000 talsins, eru flestir af Baluba- ættflokknum. Um 30.000 þeirra eru konur og börn. Starfsmenn Sameinuðu þjóð anna hafa þriðja hvern dag gefið flóttafólkinu matar- skammt, sem nemur 500 grömmum af hinum allra brýnustu nauðþurftum á hvern einstakling. Fram að 21. nóvember munu hafa verið flutt til búðanna um 400 tonn af kjöti, hris- grjónum, grænmetisolíu og mjólkurdufti handa börnum og mæðrum. A það að nægja til nánaðarneyzlu, eða fram til jóla. Matvælaskömmtunin til flóttafólksins er byggð á vísindalegum útreikningum, sem Alþjoðaheilbrigðisstofn- unin (WHO) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunin (FAO) hafa látið gera. Oll matvæli, sem búðunum berast, koma frá neyðarbirgða stöðvum, sem Sameinuðu þjóð irnar hafa í Leopoldville í þessu skyni. Nokkuð af birgð- unum er beinar gjafir frá að- I V ildarnikjum S.Þ., en hitt er keypt á staðnum fyrir fé, sem X S.Þ. leggja fram. ' Fréttir fra SÞ í stuttu múli JAPANIR, sem verið hafa ’í* helzta fiskveiðaþjóð heims •:• síðan 1948. voru fyrsta þjóð *t* veraldarinnar. sem landaði 6 milljónum lesta af fiski úr £ heimshöfunum á einu ári •:• (1960), segir í skýrslu Mat- % væla- og landbúnaðarstofnun- •:• Frh. á bls. 23 X s x sinna, sem í flokknum eru. Á hinn bóginn sést því aldrei haldið fram í málgagni þeirra nú orðið, að nauðsyn sé öflugra varna á íslandi. Þvert á móti eru flest tæki- færi notuð til að áfellast þá, sem gera sér grein fyrir nauðsyn varnanna. Enda þótt heimsástandið sé nú ískyggi- legra en nokkru sinni fyrr, er algjörlega horfið af síð- um Tímans það sjónarmið, að brýn nauðsyn sé til að hafa hér öruggar varnir. Sérhver sá, sem á annað borð er einlægur stuðnings- maður Atlantshafsbandalags- ins, hlýtur að játa, að því beri að veita þá aðstöðu hér á landi, sem því hverju sinni er nauðsynlegt. Yfirlýsingar okkar um það, að við stæð- um með Atlantshafsbanda- laginu á sama tíma, sem við krefðumst þess, að heildar- varnirnar væru minnkaðar með brottflutningi varnar- liðsins af íslandi, væru auð- vitað haldlitlar fyrir NATO. Aðeins með því að styrkja þessi mikilvægu samtök get- um við í verkinu sýnt, að við séum stuðningsmenn þess. Framsóknarmenn virðast hins vegar hugsa á þessa leið: Við erum samnings- bundnir til að vera í At- lantshafsbandalaginu til 1969. Þess vegna er það meina- laust fyrir nýja vinstri sam- fylkingu að við þykjumst stuðningsmenn Atlantshafs- bandalagsins. Hins vegar get- um við sagt varnarsamningn um upp með íVz árs fyrir. vara og veikt þannig varnir NATO á þann veg, sem kommúnistar krefjast. Þeir munu þess vegna fúslega taka upp samstarfið við okk- ur, þótt við segjumst áfram styðja. NATO. Þar að auki er hægt að halda því fram, að við viljum ekki rifta al. þjóðlegum samningum og hljótum þar af leiðancji að vera í NATO til loka samn- ingstímabilsins. Þessi nýja stefna Fram- sóknarflokksins er sannar- lega uggvekjandi og brýn nauðsyn, að menn veiti þess um fyrirætlunum glögga at- hygli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.