Morgunblaðið - 05.12.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.12.1961, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 5. des. 1961 MORGVHBLAÐIÐ 15 — Ææða Bjarna Benediktssonar Framhald af bls. 13. kalla, um verndun fornminja, um stjórn landsbóikasafnsins, um bændaskóla, um fræðslu barna, um kennaraskóla, um skógrækt og . varnir gegn úppblæstri á landi, um vegi, um bygging vita, um stofnun brunabótafélags ís- lands, um eignarrétt á fossum, um námur, um forkaupsrétt leigu liða, um lausamenn og þurrbúð- armenn, um sveitarstjórn, um fátæktarmál, um útgáfu lögbirt- ingablaðs, u|n skilorðsbundna hegningardóma og ýmis könar réttarfarsmál, um stofnun bygg- ingarsjóðs og bygging opinberra bygginga, um ritsíma og talsíma, auk nobkurra hagsmunamála landibúnaðar og sjávarútvegs. Loks má minnast frv. um stofnun háskóla ísland’s, sem Hannes lagði fyrir Alþingi 1909 sikv. á- lyktun þingsins 1907. Þessi dæmi læt ég nægja en þau sýna, að víða var komið við og hygg ég, að hvorki fyrr né síð- ar hafi fleiri nytöm mál verið lög fest á 'jafn skömmum tíma að undirlagi ríkisstjórnarinnar né hún undirbúið mál betur fyrir Alþingi. >á má ekki gleyrna því, að Hannes reyndi að fá lögtfesta nýja kjördæmaskipan, sem hon- um tókst þó ebki, því að hann reyndist þar hálfri öld á undan samtíðarmönnum sínum. Hið nýja fsland Hið fyrstá af stórvinkjum Hann esar Hafstein var ábvörðunin um lagningu sæsíma til fslands og landssíma um landið. Framgang- ur málsins var tryggður með samningum við Stóra norræna en vakti mikla ólgu. Voru mörg stór orð höfð til áfellis þeirri samningsgerð. Eftirminnilegast er, að bændur riðu til Reýkjavík- ur úr nágrannasveitum um há- sláttinn til að mótmæla þeirri ógæfu, er af símalagningunni mundi leiða. Fundarhaldið lýsti áróðursdug þeirra, sem á móti Hannesi voru, en sjálfur lét hann þann þyt ekki á sig fá. Vert er þó að geta þess, svo að á engan sé hallað, að andstæðingar sæsíma- lagnarinnar bentu á aðra leið, sem þeir töldu hagkvæmari, loft- skeyti landa á milli. ^Jjoftskeyta- sendingar voru þá enn í bernsku og veit ég eigi, hvört þær hefðu tryggt jafngott samband og sæ- síminn gerði. Hitt er víst, að eng- inn sá ófarnaður rættist, sem sagður var, að myndi leiða af símalagningunni. Þvert á móti urðu með henni aldaskipti í tengslum landsins við útlönd. Þá var verulegt skarð brotið í þann einangrunarmúr, sem nærriJiafði gengið af þjóðinni dauðri. Með hinni margvíslegu lög- gjöf, sem Hannes Hafstein beitti sér fyrir, og framkvæmd- um samfara eða í kjölfar henn- ar, sýndi hann í verki, að hon- um var full alvara, er hann hélt því fram, að á engu riði þjóðinni meira en alhliða fram- kvæmdum og framförum. Á skömmum tíma gerðist allt í senn: Síminn var lagður, íslenzk stórútgerð hófst, verzlunin varð í ríkara mæli innlend en áður, m. a. með stofnun heildsölu hér- lendis, fslandsbanki færði nýtt fjármagn inn í landið, sam- göngubótum með lagningu vega og brúa var hraðað, lærða skól- anum var komið í nýtízku horf, landsbókasafnshúsið byggt, al- þýðufræðsla skipulögð og ýms mannréttindi aukin, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Allt sigldi þetta í kjölfar heima- stjórnarinnar, þó að ekki væri það allt afleiðing hennar. Sumt af þessu hafði ekki áhrif fyrr en síðar, en þarna var í fæð- ingu hið nýja ísland, sem við nú njótum. Jafnræði konungs og ráðherra En enn sem fyrr var um það deilt. á hvort bæri að leggja meiri áherzlu, hinar formlegu kröfur gegn Dönum eða verk- legar framkvæmdir og framfar- ir. Þegar heimastjórnin var lög- fest trúðu Danir og ýmsir ís- lendingar, að með henni væri fundið viðhlítandi form fyrir sambúð landanna, ef ekki að eilífu, þá a. m. k. um ófyrir- sjáanlega framtíð. Ríkisráðs- ákvæðið kveikti þann ófrið, sem skjótlega gerði þær vonir að engu. Skilnaður Norðmanna og Svía hafði og djúp áhrif hér á landi. Aukið sjálfstraust með vaxandi velmegun hneig í sömu átt. Heimsókn Friðriks 8. til Is- lands árið 1907 dró sízt úr sjólf- stæðishug Islendinga, enda hélt konungur ágæta ræðu að Kol- viðarhól, þar sem hann talaði um „begge rigene" (bæði rík- in eða ríkin tvö). Sagt var, að danskir stjórnmálamenn hefðu tekið þessi orð óstinnt upp, og reynt að eyða þeim eftir á. Ekki veit ég, hvaðan konungur hefur haft hvatningu til að tála á þennan veg, en víst er, að í ferð inni var hann mest samvistum við Hannes Hafstein, enda voru þeir mjög samrýmdir. Enginn konungur hefur verið vinsælli á íslandi en Friðrik 8., og enginn innlendur maður hefur betur kunnað að taka á móti konungi en Hannes Hafstein. Eru mér í barnsminni orðræður manna nokkrum árum síðar um það, hversu þá hafi verið höfðing- lega á móti konungi tekið, og hvílíkt jafnræði hafi verið á milli komrngs og ráðherra. „Uppkastið“ Árið 1907 var ákveðið að reyna að semja um frambúðar- samband Danmerkur og fslands. Árangur þeirra samninga var „uppkastið“ svokallaða, sem all ir íslenzku samningsnefndar- mennirnir undir forystu Hann esar Hafstein samþykktu, nema einn, og hefur því þó löngum verið haldið fram, að hann hafi ekki hrokkið frá fyrr en á síð- ustu stundu. Á móti þessu frum varpi reis hins vegar þegár mik ill andblástur á meðal stúdenta í Kaupmannahöfn og síðar víðs vegar hér á landi. Úrslitin urðu þau, að Hannes beið ósigur í kosningunum 1908, hinum fyrstu sem háðar voru, eftir að hann tók við völdum. Þingmannatap hans varð að vísu meira vegna einmenningskjördæma en svar- aði til raunverulegs fylgismun- ar meðal þjóðafinnar. Engu að síður var dómur hennar ótví- ræður. Ekki fer á milli mála, að þessi ósigur hefur orðið Hann- esi Hafstein mikil vonbrigði. Hann hefur með vissu talið sig vfnna þjóðinni þarft verk' með þeim tilslökunum af hálfu Dana, sem fengust með „uppkastinu". Þar sem hann hafði fengið nær alla foringja stjórnarandstöðunn- ar, þá, sem á þingi voru, til að fallast á tillögurnar, hefur hann talið sér sigurinn vísan. Ástæð- ur til andstöðu meirihluta þjóð- arinnar voru margháttaðar. Þá, eins og nú, hafa sennilega" verið ýmsir, er voru á móti hverju því, sem andstæðingur þeirra stakk upp á. Andstæðingarnir höfðu yfir meiri blaðakosti að ráða, og áttu í sínum hópi ýmsa frábæra áróðursmenn. Sjálft varð „uppkastið“ þegar tortryggilegt vegna ónákvæmni í þýðingu. Úrslitum hefur vafa- laust ráðið, að þjóðin var þá orðin sannfærð um, að ekki væri rétt að binda sig til fram- búðar með samningum við Dani um meðferð þeirra á nokkrum málum íslendinga. Menn voru að vísu alls ekki reiðubúnir til þess að skilja við Dani þegar í stað, en þeir vildu ekki sjálf- ir semja á sig skuldbindingar um að breyta aldrei til um nokkur meginatriði, nema með samþykki Dana, jafnvel þótt þeir treystust ekki til að taka þau mál þegar í eigin hend- ur. Raunar gerðu fæstir sér vísvitandi grein fyrir þessu. En réði, og varð þyngri á metun- um en hitt, þótt hægt væri að benda á, að skipunin, sem ráð- gerð var með „uppkastinu“, væri íslendingum að ýmsu hag- kvæmari en sú, sem í gildi var. konungkjörs, kosningarréttur kvenna og rýmkun hans til ann- arra, ráðgerðar. Á þessu ári fékk Hannes einnig samþykki Dana fyrir löggildingu íslenzks sérfána. Var það spor í rétta játt, og rtiá nærri geta að dönsk- Ráðherra í annað skipti um stjórnarvöldum hafi ekki 1 venð mikið um. Atti hann þo nú frekar undir högg að sækja , . í Danmörku en áður, þar sem 1908 hefst timabil rmgulreiðar .látinn var Friðrik konungur 8 í íslenzkum stjornmalum. Eftir ósigur Hannesar Haf- stein og Heimastjórnarmanna Hannes sagði ekki af sér fyrr en á þinginu 1909, eftir að á hann hafði verið samþykkt vantraust. Sjálfstæðismenn, sem við tóku, höfðu hvorki nógu styrka forystu né samheldni til að fylgja sigri sínum eftir. Þeir splundruðust þegar á öðru pingi, en áður hafði Hannes Hannes Hafstein að °g við unnið það sér til ágætis, hann aðvaraði manna mest af drengilegri hreinskilni setningu bannlaganna 1909. Seint á þessu sama ári var Tryggvi Gunnarsson settur frá bankastjóm, mjög af rasandi ráði rétt áður en hann hvort eð er skyldi láta af störfum. Sú aðför verður ætíð torskilin en þó helzt skýrð með þvi, að henni hafi ekki síður verið beint gegn Hannesi en Tryggva, móðurbróður háns. Hnekkja hafi átt áhrjfum Hannesar með því að eyða virðingu Tryggva. Bein afleiðing þessa varð hins vegar þveröfug, sú, að Hannes náði úr- slitaráðum á Alþingi 1911 og réði því, að Kristján Jónssön varð ráð herra eftir Björn Jónsson. Við kosningar sama ár unnu Heima- stjórnarmená meirihluta á ný og varð Hannes ráðherra aftur 1912. Mynduðust þá samtök, eða jafnvel nýr flokkur, flestra þing manna um að reyna að leysa deiluna við Dani með nokkrum breytingum á „uppkastinu“ frá 1908. En sú tilraun strandaði á óaðgengilegum skilyrðum Dana, og óx nú enn ringulreið í ís- lenzkri flokkaskipan. Urðu Og hin seinni valdaár Hannesar, 1912 til 1914, honum að ýmsu leyti örðug. Sumarið 1913, er hann stóð í hörðum stjórnmáladeil um, syrti skyndilega að, er frú Ragnheiður andaðist. Alveg um sömu mundir skarst á Alþingi mjög í odda milli þeirra máganna, Hannesar Haf- stein og Lárusar H. Bjarnason Þá báru þeir ekki lengur gæfu til samlyndis, eða e.t.v. logaði upp gamall metnaður þeirra í milli. Lárus lét Hannes ögra sér til þess að halda áfram fyrir- hugaðri árás í stað þess að draga sig í hlé, eins og á stóð Eftir það varð Lárus, sem verið hafði einn atkvæðamesti þing- maður langa hríð og ýmsir héldu vænlegastan til forystu næstan Hannesi, áhrifalaus í ís lenzkum stjórnmálum. Síðustu árin Á þingi 1913 var samþykkt stjórnarskrárbreyting, þar sem reynt var að komast fram hjá ríkisráðsfleyg Albertis og ýmsar það var sú þjóðartilfinning semréttarbætur, svo sem afnám sem haft hafði á Hannesi óvenju miklar mætur, en í hans stað kominn Kristján 10., sem virðist hafa sýnt Hannesi jafnlítinn skilning og velvild sem flestum öðrum íslenzkum mönnum og málefnum. Heimastjórnarmenn töpuðu kosningunum 1914 og sagði Hannes því af sér, en var þó að nýju kvaddur til ráðuneytis af dönsku stjórninni, eftir að Sigurður Eggerz hafði sagt af sér strax sama ár vegna ágrein- ings hans við konung og dönsku stjórnina út af fyrirvara í sam- bandi við ríkisráðsákvæðið. Síð- an voru þeir kvaddir utan, Ein- ar Arnórsson, Guðmundur Hannessön og Sveinn Björns- son, og sömdu um „fyrirvar- ann“ svokallaða, og þar með staðfestingu stjórnarskrárinnar gegn vilja meirihluta síns eigin flokks en hlutu fylgi meiri- hluta á Alþingi fyrir atbeina Hannesar og virðist hann mestu hafa ráðið bæði um aðferð og úrslit. Eftir þetta fór mjög að draga úr afskiptum Hannesar af stjórnmálum. Var hann samt kosinn fyrsti landkjörinn þing- maður við landkjörið, er fram fór 1916. En þegar flokkur hans myndaði stjórn um áramótin 1916—17, var Jóni Magnússyni falin stjórnarforystan, því að kraftar Hannesar voru á þrot- um. Hann sat síðast á þingi 1917 og andaðist í Reykjavík 13. desember 1922. Flokksforingi með yfirburðum Ég var ekki alinn upp við neina aðdáun á Hannesi Haf- stein. Faðir minn var ætíð ein- dreginn andstæðingur hans frá því að ríkisráðsfleygurinn var samþykktur 1902 og voru því litl-ir kunnugleikar með þeim. Til marks um það er, að þótt ég væri orðinn 14 ára, þegar Hannes dó og muni flesta stjórnmálamenn allt frá bernsku, ýmist vegna heimsókna þeirra á heimili foreldra minna eða af því að ég sá þá í sölum Alþingis, þá minnist ég ekki að hafa séð Hannes. Eftir Tryggva móðurbróður hans man ég aft- ur á móti vel, og fannst mér svo mikið til um hann, að í mínum augum fyllti s hann nærri stofuna heima, er hann kom að tala við pabba. Eins þótti mér frú Jónassen, systir Hannesar, bera af öðrum kon- um vegna höfðingslegs yfir- bragðs, en hana sá ég oft. Þó að faðir minn væri ein- dreginn andstæðingur Hannesar kunni hann að meta yfirburða foringjahæfileika hans, eins og sjá má af þessum orðum, sem hann skrifaði um Hannes ný- látinn: „Hannes Hafstein var mikill vexti og gildlegur, manna föngulegastur á velli, aðsóps- mikill, glæsimenni og gervileg- ur í allri framkomu, vel máli farinn, gleðimaður mikill og inn skemmtilegasti að mann- fagnaði. Hann var flokksforingi með yfirburðum, kunni ágætt lag á sínum mönnum, hafði lengstum fullt vald yfir flest- um þeim; hélt og vel vini sína“. En ég rifja þessa lýsingu nú upp af því að hver sá, sem kynnir sér stjórnmálasögu fýrsta hluta aldarinnar, hlýtur að veita því athygli, hversu for- ingjar Heimastjórnarmanna, og þá einkum Hannes Hafstein, en raunar einnigy þótt með mjög ólíkum hætti væri, Jón Magnús- son, báru um flokksforystu af Sjálfstæðismönnum. Hinir síðar- töldu sundruðust hvað eftir annað, jafnskjótt og þeir höfðu sigrað í kosningum og nutu sín þegar af þeirri óstæðu verr en hinir. E.t,v. hefur munur á raun sæi ráðið úrslitum. Kunni betur að stjórna en nolikur annar Á sínum beztu á_um kunni Hannes Hafstein betur að stjórna en nokkur annar. Hann hafði þá foringjahæfileika, sem engum öðrum voru gefnir. — Fylgismönnum hans þótti meira til um hann en aðra menn. Ó- venjuleg glæsimennska réði miklu um, en hann skorti ekki heldur hörku, þegar á þurfti að halda. Hannes hafði umfram allt þor og vilja, hæfileikann til að taka ákvörðun og dug til að fylgja henni fram, þótt á móti blési. Hann ávann sér traust þeirra, sem hann hafði samskipti við. Slíkt traust er ó- metanlegt fyrir málssvara lítill- ar þjóðar, sem á að sækja rétt sinn í hendur erlendra aðila. Danir eru sanngjörn þjóð, en enginn skyldi ætla, að þeir * hafi verið óðfúsir að sleppa völdum á Islandi. Eindregin kröfugerð af hálfu íslendinga og samheldni um þær var for- senda þess að nokkuð fengist. En kröfugerðin ein hér heima á íslandi nægði ekki til að fá Dönum umþokað. Sumir hörð- ustu kröfumennirnir urðu og furðu linir í sókn, þegar út fyr- ir landsteinana kom og þurfti þó þar í senn að sýna festu og lægni. Staðreyndin er, að á með- ian Hannesar naut við var hann eini stjórnmálamaðurinn, sem fékk Dani til að fallast á nokkr ar réttarbætur íslendingum til handa og hinn fyrsti allt frá Jóni Sigurðssyni sem það tókst. Sannfæring Hannesar var sú, að framfarir innanlands væru undirstaða stjórnarfarslegs frels is, með eflingu þeirra mundi hitt koma á eftir. Og í innan- landsmálunum verður ekki deilt um framsýni hans og frábær af- rek. Enginn eftirmanna jafn langt komist Enginn stjórnmálamaður hef- ur á okkar öld fengið þar meiru áorkað en hann. Það er hinsveg ar ein af hinum kynlegu mót- setningum eða harmsögum, ef menn vilja orða það svo, í mannlegu Htfi, að eftir að Hannes hafði sjálfur reynt og sannað öðrum, hve miklu varð áorkað vegna þeirrar frelsisaukningar, sem hann hafði einn aflað, þá skyldi hann í blóma manndóms síns missa meirihlutann vegna þess, að þjóðin taldi hann ekki hafa nægan skilning á gildi hins formlega frelsis. Eðlilegt er, að ýmsir efist um, að sá dómur hafi verið réttlátur. Mitt er ekki að' kveða á um það. Hitt er víst, að Hannes Hafstein komst eins langt í að knýja fram frelsisviðurkenningu þjóðinni til handa eins og þá varð lengst bomizt. Hvað verður að bíða síns tíma. Ósigur er oft óhjá- kvæmilegur undanfari sigurs. Aðeins má kjarkurinn aldrei bila. Á Hannesi Hafstein sannað- ist það, sem Bjarni Thoraren- sen kvað: Ekki er holt að hafa ból hefðar upp á jökultindi af því þar er ekkert skjól uppi fyrir frosti, snjó né vindi. En ungur að aldri sagði Hannes sjálfur: Eg elska þig stormur, sem geisar um grund og um sama leyti kvað hann: Ef kaldur stormur um karl- mann ber og kinnar bítur og reynir fót þá finnur hann hitann í sjálfum sér og sjálfs sín kraft til að standa mót. Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.