Morgunblaðið - 06.12.1961, Síða 1
24 síðuii
48. árgangur
277. tbl. — Miðvikudagur 6. desember 1961
Prentsmiðja Mor.'runblaðsins
Bardagar í Katanga
Ekkert
eftirlit
segja Rússar
Genf, 5. des (NTB)
Á RÁÐSTEFNUNNI í Genf um
bann við tilraunum með kjarn-
orkuvopn, lýstu Sovétríkin því
yfir í dag að þau væru alls ekki
til viðtals um neinn samnings-
grundvöll, sem fæli í sér alþjóða
eítirlit, að því er áreiðanlegar
heimildir segja. í sömu fregnum
er sagt að Tsarapkin aðalfulltrúi
Sovétríkjanna hafi farið rudda-
legum og illskulegum orðum um
Vesturveldin.
Fundurinn í dag stóð yfir í
Framhald á bls. 23.
Aðfaranótt 4. desember sl.
hófu austur-þýzkir komm-
únistar að reisa enn einn
múr í Berlín, í þetta sinn
Elisabethville, 5. des.
— (AP-NTB) —
í D A G brutust út ákafir
bardagar í Elisabethville
milli herja SÞ og Katanga-
stjórnar. Telja báðir sig hafa
haft betur. SÞ telja að 38
Katangahermenn hafi fallið
og einn sænskur höfuðsmað-
ur úr her SÞ, auk tveggja
erlendra málaliða úr her
Katanga.
meðfram Heinrich-Heine
Strasse á landamærum
Austur- og Vestur-Berlín-
ar. Veggur þessi er um
2,15 metra hár og hálfs
annars meters þykkur. —
Þröng hlið eru á veggn-
um til að hleypa gang-
andi fólki um og önnur
hlið, rétt bílbreidd, fyrir
ökutæki. Sjást hlið þessi
á meðfylgjandi mynd. —
Fremst á myndinni má sjá
menn úr alþýðulögreglunni
og brynvarða sprautubif-
reið. Handan við múrinn
eru skriðdrekatálmanir úr
stáli. —
SÞ $enda liðsauka og orustu-
þotur til Elisabethville
Katangastjórn ber á móti
þessum fréttum og segir her-
menn sína hafa fellt „marga“
Úr liði SÞ.
Yfirstjórn SÞ hefur ákveð-
ið að senda liðsauka til Elisa
bethville og fela her sínum
öll völd í Katanga. Sendar
verða orustuþotur SÞ til
styrktar hernum.
Ríkisstjórn Katanga lýsti
því yfir í dag að her hennar
mundi verjast þar til yfir
lýkur og ásakaði SÞ um að
fórna Katanga til Sovétríkj-
anna.
Ræðismenn Breta og
Bandaríkjamanna hafa boð-
izt til að miðla mólum í El-
isabethville, en hvorugur
hernaðaraðili hefur svarað
þeim tilboðum.
SJÁLFSTÆÐI
í frétt frá aðalstöðvum SÞ í
New York er skýrt frá því að
S*8x<S>-
Sameiginleg dönsk-þýzk
herstjdrn á Eystrasalti
U Thanf, aðalframkvæmdastjóri,
hafi gefið dr. Sture Linner al-
gjört sjálfdæmi um það til
hvaða ráða skuli grípa til að
koma á friði í Katanga. Var U
Thant í stöðugu sambandi við
dr. Linner eftir að óeirðir hóf-
ust og með honum þeir dr.
Ralph Bunche, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri, og Indverjinn
Narasimhan, sem er formaður
framkvæmdanefndar SI>.
Þegar leið á bardagana gaf U
Thant fyrirskipun um að send-
ar yrðu orustuþotur til Elisa-
bethville, en á vegum SÞ eru í
Kongó orustuþotur frá Svíþjóð,
Eþíópíu og Indlandi. Eiga þot-
urnar að vera SÞ-hernum til
stuðnings.
Um sama leyti var Indverj-
anum K. A. S. Raja hershöfð-
ingja falin yfirstjóm aðgerða
SÞ í Katanga. Hingað til höfðu
borgaralegir fulltrúar SÞ haft
yfirstjórnina með höndum.
„VILLIMENN** •
Allir ráðherrár Katangastjórn
ar mættu á fundi með frétta-
mönnum 1 Elisabethville í dag.
Þar ávítaði Munongo, innan-
ríkisráðherra, fréttamennina fyr
ir það að hafa fyrr um dag-
inn sent út fregnir, sem þeir
höfðu eftir talsmanni SÞ, um
það að ráðherrarnir væru flún-
ir úr borginni. Við erum allir
hér, sagði Munongo, reiðubúnir
til að berj^st til dauða, ef þörf
krefur.
Þið megið gjarnan nefna
okkur villimenn og negra, sagði
ráðherrann. Og þá munum við
Framh. á bls. 2.
RÍKISÚTVARPIÐ skýrði frá því
í kvöldfréttum í gær að sam-
kvæmt einkaskeyti frá fréttarit-
ara bess í Kaupmannahöfn hafi
Radikali vinstri flokkurinn
danski nú samþykkt að styðja
ti'lögu um sameiginlega dansk-
þýzka herstjórn á Eystrasalti á
ve'gum Atlantshafsbandalagsins.
En Radikali flokkurinn stendur
ásamt jafnaðarmönnum að nú-
vcrandi ríkisstjórn í Danmörku.
I fréttinni segir að Radikali
flokkurinn sé annars andvígur
öllum hemaðarlegum ráðstöfun-
um og hafi til bessa verið á báð-
Iðjan ber ávöxt
FÖSTUDAGINN 24. nóv.
birti Moskvumálgagnið á
íslandi lygafrétt sína um,
að Þjóðverjar væru að
sækjast eftir herstöðvum
á íslandi. Fréttin var birt
daginn, sem viðræður
Kekkonens Finnlandsfor-
seta við Krúsjeff hófust,
og blandaðist engum hug-
ur um, að hún var birt
til þess að reyna að skaða
Finna og gefa Rússum ný
vopn í hendur. Birting
fréttarinnar var þannig
eitthvert mesta níðings-
bragð, sem um getur í ís-
lenzkum stjórnmálum.
Að sjálfsögðu sendu
kommúnistar svo fréttina
til útlanda, enda gat hún
ekkert gagn gert þeim hér
lendis. Daginn eftir var
hún svo birt í rússneska
blaðinu „Izvestía“ og þar
fullyrt að verið sé að
þreifa fyrir sér í málinu.
Fregnin í „Izvestía“ er
svohljóðandi:
„Reykjavík, 25. nóvember
(TASS). Dagblaðið Þjóðvilj-
inn skýrir frá því, að vestur-
þýzk yfirvöld hafi leitað hóf-
anna um að fá á íslandi
herstöðvar og svæði til her-
æfinga. Verið er að þreifa
fyrir sér í málinu og blaðið
telur, að formleg beiðni verði
ekki borin fram fyrr en
Vestur-Þjóðverjar séu nokk-
nð öruggir um jákvæð svör.
1 þessum tilgangi hafi Þjóð-
verjar upp á síðkastið kost-
að kapps um að hafa áhrif
á menn í valdastöðum á ís-
landi. Þjóðviljinn bendir á,
að V.-Þjóðverjum hafi ekki
tekizt að koma sér nógu vel
fyrir hernaðarlega í Vestur-
Evrópu, og þess vegna séu
hermálasérfræðingar þeirra
að leita eftir herstöðvum á
islandi, þar sem strjálbýli og
víðlent ónumið land veiti
tækifæri til heræfinga með
nýtízku vopnum."
Óþokkaiðja kommúnista _
bar þannig tilætlaðan
árangur og sjálfsagt verð-
ur þeim endurgoldin að-
stoðin ríkulega. A því er
heldur engin vanþörf, því
að ekki eru svo fáar
milljónirnar, sem komm-
únistar nota í byggingar-
framkvæmdir, áróður „her
námsandstæðinga“ og nú
síðast til að kaupa full-
komna . rotationspressu,
þó að blað þeirra sé rekið
með koltapi.
ur.i áttum um sameiginlega her-
stjórn. Þetta olli því að nærri lá
að stjórnarkreppa yrði í landinu,
en nú verður komizt hjá henni
og fengin vissa fyrir miklum
meirihluta með tillögunni í
danska þinginu.
Sovétstjórnin hafði áður mót-
mælt þessari hugmynd í orð-
sendingu til dönsku stjórnarinn-
ar og var hennar m. a. getið í
síðustu orðsendingu Sovétstjóm-
arinnar til hinnar finr.sk u.
N o r s k i forsætisráðherrann
sagði í dag að hótanir Sovét-
stjórnarinnar mundu engin áhrif
hafa á afstöðu Noregs.
Annars verður tillaga þessi til
umræðu í þjóðþinginu danska á
fimmtudag og búizt við því að
allir 11 þingmenn Radíkala
flokksins greiði henni atkvæði.
Ævisaga
Hafsteins
ÚT er komin desemberbók Al-
menna bókafélagsins, Hannes
Hafstein — ævisaga — fyrra
bindi. eftir Kristján Albertsson.
Er bókin gefin út í tilefni af
aldarafmæli Hannesar Hafsteins,
hinn 4. þ. m.
Hannes Hafstein var eins og
kunnugt er einn hinna fjolhaef-
ustu hæfileikamanna sem ís-
<s> Hannes Hafstein
Hannesar
komin út
land hefur alið. Hann var einn
af höfuðskáldum samtíðar sinnar
og einhver áhrifamesti forvigis-
maðurinn í sjálfstæðisbaráttu
landsins annar en Jón Sigurðs-
son. Rækileg ævisaga hans hefur
þó ekki verið skrifuð fýrr en nú.
Margt hefur verið ókunnugt um
ævi hans og störf í þágu þjóð-
Framhald á bls. 23.