Morgunblaðið - 06.12.1961, Qupperneq 3
Miðvikudagur 6. des. 1961
MORGVNBLAÐIÐ
3
SÍAKSÍEIMB
Tímanum sva: afátt
Börnín á hestbaki. von Beurden, yfirlögrregluþjónn og frú Vestral, kennari, eru fremst á myndinni.
Lömuð börn ríða ísienzkum
hestum í Hollandi
Þann 8. okt. sl. var haÆin í
Hollandi tilraun til að
styrkja og lækna börn, sem
lömuð eru í fótunum, með
því að kenna þeim að sitja
á hestbaki. Hestarnir, sem
notaðir eru við tilraunir
þessar, eru íslenzkir, og í
eigu hr. Gerzons, sem er
forstjóri reiðskólans „Hest-
ar h.f.“.
^ Tilraunin, sem gerð er í
samivinnu við háskóla-
sjúkrahúsið í Leiden í Hol-
landi, stendur yfir í þrjá
xnánuði, og ef hún gefur
góða raun, er ráðgert að
stofnaðir verði hestaklúbb-
ar víðs vegar um landið,
þar sem lömuð börn geta,
sér að kostnaðarlausu, farið
í reiðtúra með heilibrigð-
um börnum.
* Hollenzka blaðið „Libelle"
sendi blaðakonuna Mar-
greeth van Hoorn í heim-
sókn í reiðskólann „Hestar
h.f.“ einn sunnudag, en löm
uðu börnin mæta í r^jðskól
ann einmitt þann dag. Frá-
sögn hennar birtist í blað-
inu 2. desember sl. og fara
hér á eftir helztu atriðin
úr frásögn hennar.
SKOTTI OG BÖRNIN
Maður að nafni Gerzon, bú-
settur í Leidschendam, átti
mjög fallegan, íslenzkan hest,
sem hann nefndi „Skotta“. Öll
börnin í kringum Leidschen-
dam þekktu hestinn „Skotta“
og þeirra bezta skemmtun var,
þegar þau fengu leyfi til að
bregða sér á bak. Þar á meðal
var eitt lömunarveikisbarn,
sem spurði foreldra sína, hvort
það gæti ekki lært að ríða
hesti eins og hinir krakkarnir.
Hr. Gerzon stofnaði reið-
Skólann „Hestar h.f.“ og tók
hann opinberlega til starfa 4.
marz sl. Keyptir voru sex ís-
lenzkir hestar og sá sjöundi
bom fyrir stuttu. — Bæjar-
stjórn Leidsohendam veitti
reiðskólanum ókeypis leigu á
hesthúsum og graslendi.
Á SUNNUDÖGUM
Reiðskólinn gekk mjög vel
og hefur nú 150 nemendur.
Minnugur orða litla drengsins
lamaða og í samvinnu við yfir-
lækni háskólasjúkrahússins í
Leiden, • ákvað Gerzon að sex
börn, sem væru lömuð í fót-
um, fengju ókeypis reiðtíma á
sunnudögum. Yfirlögreglan í
Haag, L. C. vón Beurden, kenn
ari við hestadeild lögreglunn-
ar, var fenginn til að kenna
lömuðu börnunum. Þegar
hann var beðinn um að kenna
þessum börnum, svaraði hann
strax: „Já, það skal ég gera“.
Við' höfum séð Jan, Gretu,
Barböru, Maríu Ronny og
Freddy (en svo heita börnin)
á hestbaki IV2 klst. á sunnu-
dagsmorgni, þar sem þau
njóta aðstoðar kennara og ann
arra nemenda reiðskólans. Við
höfum séð þau fara á tölti og
stökki, með hjálp og hjálpar-
laust. Við höfum séð þau
hlæja og við höfum séð för-
eldra þeirra, þar sem þeir
standa utan við girðinguna og
fylgjast með börnum sínum.
Lítil stúlka var að bursta
hestinn sinn. Við spurðum
hana, hvort það væri elcki
. . . Við byrjum rólega, segir
von Beurden kennari, og það
er engin ástæða til að vera
hræddur ....
Hann er yfirhlaðinn störfum,
en samt gefur hann sér tíma til
að fara á hverjum sunnudegi
12 km leið, og enga borgun
vill hann taka fyrir kennsluna.
Bakker læknir við Háskóla-
sjúkrahúsið í Leiden, kemur
einnig á hverjum sunnudegi
til að fylgjast með börnunum.
Hann telur reiðmennsku vera
mjög góða æfingu fyrir fæt-
urna, þegar börnin reisa sig
upp og spyrna í ístaðið, og
einnig skei'pist jafnvægisskyn
ið við að sitja á hestbaki.
Hann segir ennfremur, að það
sé mjög mikilvægt fyrir sál-
arlega vellíðan barnanna að
geta gert eitthvað, sem vinir
þeirra og vinkonur í skólan-
um fá ekki að gera, því það
væru ekki margir foreldrar,
sem hafa efni á því að setja
börn sín á dýra reiðskóla.
FINNST ÞEIM GAMAN?
Margreeth von Hoorn segir
í grein sinni:
„En nú er spurningin: —
Finnst krökkunum gaman að
sitja á hestbaki?
. . . reistu þig upp og spyrntu
í ístaðið, það er góð æfing . . .
erfitt að sitja á hestbaki. „Nei,
nei“, svaraði hún, „það var
pínulítið erfitt í fyrstu, þá
fannst mér hesturinn svo hár.
En núna hlakka ég til sunnu-
daganna, það er dásamlegasti
dagur vikunnar“.
Lítill drengur, veikbyggður,
sagði: „Eg er sá eini í skól-
anum, sem kann að sitja á
hestbaki, en alla vini mína
langar til að læra það líka“.
Foreldrarnir segja líka, að
sunnudagarnir séu skemmtileg
ustu dagar vikunnar, og börn
in tali ekki úm neitt annað en
hesta og hesthús, á leiðinni
til og frá spítalanum“.
Tvö kínversk ríki
£inn drengjanua kveður hestinn og segir:
sunnudag.
Sé hig næsta
SÞ, New York, 5. des (AP)
UTANRÍKISRÁÐHERRA Níger-
íu, Jaja Wachuku, skoraði í dag
á Sameinuðu þjóðirnar að viður-
kenna tilveru tveggja kínverskra
ríkja og veita bæði Formósu og
kommúniska Kína aðild að sam-
tökunum. Sagði Wachuku að
þetta væri eina lausnin á þessu
mikla deilumáli „kalda stríðsins".
Wachuku skoraði einnig á
Peiping-stjórnina að falla frá
kröfu sinni um brottrekstur
Formósu og sækja þess í stað um
aðild sem nýtt ríki. Lagði hann
til að nefnd yrði skipuð til að
rannsaka möguleika á aðild Kína
á þessum grundvelli.
Þetta er í fyrsta sinn sem hug-
myndin um tvö kínversk ríki
er rædd frá því umræður um að-
ild Kína hófust á Allsherjarþing-
inu sl. föstudag. En ýmis ríki í
Afríku eru hlynnt þeirri hug-
mynd.
í ritstjórnargrein segir Tíminn
í gær:
„Rétta stefnan væri vitanlega
sú að reyna að færa fiskveiði-
landhelgina meira út og tryggja
afkomu togaranna á þann hátt.
Þei.rri leið lokaði stjórnin hina
vegar ura ótiltekinn tíma. með
samningunum, sem hún gerði við
Breta s.l. vetur. Þetta er lítið
dæmi þess. hvílíkt óhappaverk
sá samningur var og er.“
Að vísu er nú ólíklegt, að ís-
lenzka togaraútgerðin teldi hag
sínum borgið með því að land-
helgin væri færð frekar út, án
þess að íslenzkir togarar fengju
að einhverju Ieyti að veiða inn-
an hennar. En látum það liggja
milli hluta. Hitt er athyglisvert.
að Tíminn hefur ekki, þrátt fyrir
margitrekaðar spurningar Morg-
unblað’sins, fengizt til að svara
því, hvort hann vildi nú styðja þá
stefnu. sem við stóðum að á
tveimur Genfarráðstefnum, þ.e.
a. s. að fá lögbundnar 12 mílur
sem fiskveiðitakmörk. Morgun-
blaðið telur augljóst, að sam-
komulagið við Breta hafi verið
miklum mun hagkvæmara. Með
því vitnuðum við beinlínis til
ályktunar Alþingis um það, að
við mundum halda áfram að færa
út landhelgina. en í Genf vorum
við reiðubúnir til að samþykkja
alþjóðalög um að slikt væri
óheimilt. Tíminn fæst ekki til að
svara spurningu Morgunblaðsins,
en japlar áfram á því. að sam-
komulagið við Breta hafi verið
„óhappaverk".
„Hversu mjög sem . . .“
Moskvumálgagnið ræðir í gær
í ritstjórnargrein um hin gagn*
kvæmu bónorð Framsóknar og
komm.únista og skilyrði þau, sem
hvort hjónaefnið um sig setur
fyrir væntanlegri vígslu. Þar
segir:
„Eigi að setja slík skilyrði fyr-
ir vinstra sapistarfi. eins og Tím-
inn virðist krefjast að allir séu
sama sinnis um atburði, sem hafa
gerzt og gerast á bökkum Volgu.
er vitandi vits verið að koma í
veg fyrir slíkt samstarf.“
Moskvumenn benda þannig á
það. sem raunar var vitað fyrir,
að þeir mundu ekki ganga af
trúnni, þótt þeir tækju upp sam-
starf við Framsóknarflokkinn.
Og á öðrum stað undirstrika þeir
þetta. Þar segir:
^ ..Hversn^ nviö.
Tigna Kommúnista-
Stalín enn. deildin á íslandi
er þannig ekkert
af baki dottin, þrátt fyrir upp-
ljóstranirnar í Kreml. Málpípur
hennar segja umbúðalaust, að
hversu mikil glæpaverk, sem
framin séu, hversu mikil ódæði.
fláræði og svik, sem viðgangist í
aðalstöðvum heimskomm.únism-
ans, þá muni hún samt halda
áfram að berjast fyrir framgangi
„hugsjónarinnar" um undirokun
alheimsins undir heimskommún-
ismann. Þeir hafa að einkunnar-
orði ljóðlínu hins kommúnistíska
skálds. sem vottaði kúgurunum
hollustu sína „þrátt fyrir þetta
allt“.
Vitið þér enn?
Spurningin er aðeins um það
hvort Framsóknarmenn gera sér
grein fyrir eðli kommúnismans,
hvort þeir skilja fyrr en skellur
í tönnum. Ætti þó raunar ekki
að vera vandi að sjá hvert stefnt
er. Kommúnistar breytast auð-
vitað ekkert við það að taka upp
samstarf við Framsóknarflokk-
inn. Þeir segja sjálfir svo skýrt
að skiljast ætti, að þeir muni
áfram verða Stalímstar.