Morgunblaðið - 06.12.1961, Page 8
8
MORCIJTS BL AÐIÐ
Miðvikudagur 6. des. 1961
Háskdlinn byggir
raunvísindastofn-
un í áföngum
Skýrt frci hinum veglegu gjöfum, er skól-
inn fékk d 50 dra afmæli sínu
FYRIR skömmu bauð rektor Há-
skóla íslands, Ármann Snævarr,
að skoða hluta hinna veglegu
gjafa, er Háskólanum voru færð-
*r á 50 ára afmæli hans s.l.
haust.
Fyrst var fréttamönnum boð-
ið til kaffidrykkju í hinni vist-
legu kaffistofu stúdenta í suður-
álmu skólans. Sjá mátti, að hún
er vel sótt af stúdentum, og einn
ig bregða prófessorar sér gjarn-
an þangað inn til að fá sér
kaffisopa.
Einnig vár fréttamönnum sýnd
bóksala stúdenta, sem hefur hús
næði við hlið kaffistofunnar, en
þar geta stúdentar fengið keypt-
ar þær bækur. er þeir barfnast
við nám sitt.
Norðmannsgjöf og Raun-
vísindastofnun
Munir þeir og ávörp, er Há-
skólanum bárust í tilefni afmæl-
isins eru nú á borði í skrifstofu
rektors, en gert er ráð fyrir, að
smíðaður verði sérstakur skáp-
ur, þar sem það verður geymt í
framtíðinni.
Rektor skýrði fréttamönnum
frá gjöfunum og nefndi fyrst
peningagjöf að upphæð 2 millj.
ísl. króna frá Norðmanni, sem
ekki vill láta nafn síns getið. Af
fé þessu hefur verið stofnaður
sjóðurinn Norðmannsgjöf til
stuðnings málvísindum, sagn-
fræði og handritaútgáfum og
handritafræðum og verður fyrst
úthlutað úr honum á næsta ári.
Einnig barst Háskólanum pen-
ingagjöf frá Bandaríkjastjórn að
upphæð 5 millj. ísl. króna, og
skal henni varið til aðstoðar við
að koma á fót rannsóknarstofum
í eðlisfræði, efnafræði, stærð-
fræði og jarðeðlisfræði samkv.
áætlunum, sém samdar hafa ver
ið af Háskólans hálfu, til efling-
ar raunvísindarannsóknum við
Háskólann. í vor skipaði Há-
skólinn nefnd, sem gera skyldi
tillögur um eflingu raunvísinda-
rannsókna og raunvísinda-
kennslu við Háskólann. Var
nefndin skipuð 4 prófessorum
við verkfræðideild, beim Leifi
Ásgeirssyni, Trausta Einarssyni,
Þorbirni Sigurgeirssyni og
Magnúsi Magnússyni. Enn frem-
ur prófessor Steingrími Baldurs-
syni, sem kennir efnafræði við
Læknadeild og einum manni ut-
an Háskólans, dr. Gunnari Böðv-
arssyni. Lögðu þeir það til, að
sett yrði á stofn raunvísinda-
stofnun jvið Háskóla íslands. f
tillögunni var gert grein fyrir
því, hver stofnkostnaður og rekst
urskostnaður slíkrar stofnunar
yrði. Var áætlaður stofnkostn-
aður 15 millj. króna, en gert er
ráð fyrir að gjöfinni frá Banda-
rikjunum verði varið til að
hefja byggingu slíkrar stofnun-
ar, sem verði þá byggð í áföng-
um. Er gert ráð fyrir, að ekki
líði á löngu, þar til hafizt verð-
ur handa um bygginguna.
Á afmælishátíðinni 6. okt. af-
henti vestur-þýzka ríkisstjómin
tæki til að frystiþurrka blóðefni.
Hefur tækið verið afhent til-
raunastöðinni á Keldum. Einnig
barst Háskólanum mikil bóka-
gjöf frá Deutsche Forschungsge-
meinschaft 17. júní s.l.
Rektorsskikkja
Að morgni 6. okt. færðu rekt-
orar háskólanna í Osló, Björg-
vin og Þrándheimi Háskóla fs-
lands rektorsskikkju að gjöf frá
háskólum sínum. Er það venja
flestra háskóla á Norðurlöndum,
að rektorar skrýðist skikkjum
við hátíðleg tækifæri Er Kaup-
mannahafnarháskóli nú sá eini,
I
|g§
amCHT
VCWCSÖ&tSK CSA«t vrtsxt);
Yíl,- rfí* gHkikK »»S
fcw
X&. &&&&&KQHÍr'
iJíp UAfí «ff vf»V»' <«**>
Vfrt <>«
tte >«. f-ixw. tiftíxvJtyot- tritf -Wfí
WS&«fW ÁVS {^ÍÍÍWÍ.
Ste* Si>v>ft- fn» fwtowwr'
ite CwkH* >*< *vo<< >.<*&■ K<\>.
v<« j£»*>j>>íf<<f w>f Sf»< Y.'fh ffío <<o
ífcáiifci
oiojf.cAov.' f»\év" ««<v^þpl A<lf $>'; Kofjþ-
^ rf'í.íop. ff«<<« WSí>; víxu tfof»> ÍaW Uuföp, A-W <ÍA<ttf> áÍ< x<x»S
W <»« VuíK«<> rfxh Í<W*h«W*« «ft W
f þýzka vikublaðinu „Stern“ frá 3. desember er grein um Suður Atlantshafseyjuna Tristan
da Cunha, sem íbúarnir urðu að yfirgefa vegna eldgosa. Segir blaðið ítarlega frá afdrifum
íbúanna, sent. nú eru flestir komnir til Englands. Með greininni er fjöldi ljósmynda og
birtist hér mynd af upphafi greinarinnar. Ýmsir lesendur Mbi. munu kannast við mynd-
ina neðst til vinstri, sem á að vera frá Tristan da Cunha, en er í rauninni af Öskju, tekin
27. okt. s.l., þegar gosið var sem mest.
sem ekki hefur þetta fyrirkomu-
lag.
Frá Háskólanum í Björgvin
barst einnig eftirmynd af frægri
tréskurðarmynd frá miðöldum.
Frá Tækniháskóla Danmerkur
barst bréf, þar sem skýrt var
frá, að stofnað hefði verið til
styrks, að fjárhæð d. kr. 500. er
veita skyldi íslenzkum stúdent,
er stundaði nám við skólann
þetta háskólaér. Að tillögu Há-
skóla íslands var styrkurinn
veittur stud. polyt. Sigurjóni
Helgasyni.
Frá Háskólanum i Greifswald
barst ágæt bókagjöf, mes>megnis
um stærðfræði, eðlifræði og
efnafræði.
Forlag háskólanna í Björgvin
og Osló afhenti Háskóla íslands
eitt eintak af öllum bókum, sem
komið hafa út á vegum þess
hingað til. Jafnframt var því
lýst í gjafabréfi, að forlagið
myndi gefa Háskólanum eintök
af öllum bókum er það gæfi út
fram til ársins 1970.
Tveir kristalsvasar bárust,
annar frá Tæknilháskólanum í
1 Prag, og er í hann greypt inn-
I sigli Háskóla fslands. Hinn vas-
inn er frá Sambandi finnskra
stúdentafélaga Þá afhentu há-
skólarnir í Uppsölum, Lundi,
Gautaborg og Stokkhólmi silf-
urbikar, sem á er greypt inn-
sigli Háskóia fslands og þessar
lióðlinur Jónasar Hallgrímsson-
ar:
„Landið var fagurt og frítt
og fannhvítir jöklanna tindar.
Himininn heiður og blár,
hafið var skínandi bjart“.
Bækur bárust frá háskólanum
í Wales og silfurpeningur frá
Lyfjafræðingaskóla Danmerkur.
Handritastofnun
og úrlausn í lóðamálum
Háskóli íslands hafði borið
fram, sem afmælisósk til ríkis-
stjórnarinnar, að handritastofn»
un yrði komið á fót. Er það
mikið áhugamál Háskólans, að
slík stofnun rísi, og á afmælis-
hátíðinni skýrði menntamálaráð-
herra frá þeirri ékvörðun ríkis-
stjórnarinnar að beita sér fyrir
því nauðsynjamáli. Einnig hef-
ur nú verið tekin í fjárlava-
frumvarp nokkur fjárveiting til
bókasafns Háskólans, en sioati
1920 hefur bókasafrjið ekki feng
ið neitt af ríkisfé til bóka-
Frh. á bls. 23
1. vélstjóra
vantar á 250 tonna mótorskip. — Umsókn-
ir sendist afgr. Mbl. fyrir 8. þ.m. merkt:
„194“.
SCANBRIT
efnir til 3ja mánaða námskeiða í enskum skólum næsta
sumar, og verða allar lerðir til og frá Reykjavík ásamt
fæði og húsnæði á enskum heimilum innifalið í verðinu.
Forstöðukona Scanbrit Miss T. Vane — Tempest er
stödd hér á landi og verður til viðtals á Hótel Borg í
dag og á morgun 6. og 7. des. kl. 4—6 e.h. Frekari upp-
lýsingar gefur Sölvi Eysteinsson sími 14029.