Morgunblaðið - 06.12.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.12.1961, Qupperneq 10
10 MORGUNltLAÐtÐ Miðvikudagur 6. des. 196i tti****i**w' Einstætt tækifæri til kaupa á nytsömum vörum til jólagjafa. Leggið leið yðar í Listamannaskálann og gerið jóla- innkaupin timanlega. Það marg borgar sig. Nærfataverksmiðjan LILLA H.F. Listamannaskálanum. úr kJvjkku.^ Sfcttiuöl'uf' Sigufþóí Jór\sso*\ * co itciWjw^sfcvarti k. lifiarkaðurinn í Listamannaskálanum UisU Hugsanlegt að Japanir kaupi ís- lenzka síld í skiptum fyrir vörur FYRIR fáum dögum var hér á landi staddur japanskur verzlun- arfulltrúi Mr. Sugiyama, en hann er aðstoðaríramkvæmdastjóri í útflutningsdeild stærsta firma Japans, Bridgestone verksmiðj- anna. Þetta firma selur hingað allmikið af hjólbörðum og við- sk.pti við það aukast jafnt og þétt. Sugiyama hafði ásamt um- eru á mjög hagstæðu verði. Hinn japanski aðstoðarfram- kvæmdastjóri hafði hér aðeins 214 sólarhrings viðdvöl. En hann hafði tækifæri til að litast um hér í bænum og í nágrenni. Lét hann í ljós aðdáun sína yfir þeim miklu og margháttuðu fram- kvæmdum sem allsstaðar blöktu við augum hans og sagði það merkilegt át.ak hjá svo fámennri höfuðborg Og svo fámennri þjóð. Hrifnastur var mr. Sugiyama áf nitaveitunni og fór einnig mörg- um orðum um hið óvenjulega tæra og hreina loft hér. Viðskipti við Island síðan 1956 Mr. Sugiyama sagði að Bridge- stone hefði haft viðskiptasam- band við Island síðan 1956 og hefðu viðskiptin fyrir milligöngu umboðsmannsins Rölf Johanson aukizt stöðugt, en þó aðallega síðustu tvör árin eftir að við- skiptin urðu frjálsari. Rolf Jo- hanson sagði að Bridgestone hjól barðar hefðu líkað hér sérlega vel. Þeir væru fáanlegir í öllum stærðum og af öllum gerðum og væru 20—40% ódýrari en aðrar tegundir. Stórfyrirtæki Mr. Sugiyama sagði að Bridge- stone-firmað hefði verið stofnsett 1931 af Shojjro Ishjbashi. Þá var eingöngu um hjólbarðafram- ieiðslu að ræða, en fram að til- komu firmans fluttu Japanir inn alla sína hjólbarða. I ljós kom að Bridgestone gat framleitt hjól- barða á mun lægra verði en var á heimsmarkaðnum Og náði því Ishibashi eigandi Bridgestone í listasafninu er hann stofnsettL Sugiyama verzlunarfulltrúi hoðsmanni Bridgestone hér, Roíf Johanssyni, stutt samtal við blaða menn og skýrði frá ýmsu varð- andi viðskipti Islands og Japans. Það sem athyglisverðast við viðskipti Islendinga og þessa japanska firma er það, að í at- hugun er nú hvort firmað vill ekki kaupa hér síld og síldar- afurðir í skiptum fyrir hjólbarða. Eru verðtilboð síldar nú í athug- un hjá hinu japanska firma, sem hefur viðskiptasambönd um allan heim. I fljótu bragði virðist sem að þarna geti orðið um hagkvæm viðskipti fyrir Islendinga að ræða, því hjólbarðar frá Bridgestone Séð yfir hluta verks^^ójunnar Bridgestone. firmað fljótt örum vexti og geysi- legum útflutningi, sem fór ört og fer enn vaxandi. Er nú svo kom- ið að Bridgestone hjólbarðar eru seldir til ailra heimsálfa. Eru framleiðsluvörur Bridgestone í hjólbörðum, sem nú eru orðnar fjölbreyttari en í fyrstu, seldar í 91 landi. Bridgestone firmað hefur vaxið ótrúlega hratt. Það er nú stærsta útflutningsfyrirtæki Japana og framleiðir meira en helming af útflutningsvörum Japans í sínum greinum og selur fyrir meira en 15 millj dollara til annarra landa. Hefur firmaö þannig lagt drjúg- an skerf til endurreisnar efnahags legrar velgengni Japana. Firmað stendur á möigum sviðum fremst allra iðnfyrirtækja í Asíu.* Firmað hetur hafið framleiðslu á ýmsum öðrum gúmvarningi en hjólbörðum. Það hefur einnig tek ið upp bílaframleiðslu. Er mjög vel látið af bifreiðunum, en hér reynast þeir of dýrir einungis vegna farmgjaldsins sem nemur verulegum upphæðum á svona langri leið. Þá framleiðir firmað einnig skellinöðrur og eru þær að koma á ísl. markað. Þetta stór.firma hefuf á fjöl- mörgum sviðum látið gott af sér leiða. Stofnandi þess, Ishibashi, hefur beitt sér fyrir ýmsum vel- ferðarmálum. M. a. opnaði hann fyrir 8 árum mjög glæsilegt lista- safn i hjarta Tokióborgar. Þar eru nú um 600 málverk, endurprent- anir, höggmyndir og aðrir list- munir. Uppistaða þessa safns var margra ára einkasöfnun Ishi- bashis en hann er mikill list- unnandi. Til gamans má svo geta þess að hann er tekjuhæsti einstaklingur í Japan, hafði eitt árið 860 þús- und dollara tekjur. tö.í-aó é oaðú xzð vbg vb vgg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.