Morgunblaðið - 06.12.1961, Page 17

Morgunblaðið - 06.12.1961, Page 17
Miðvikudagur 6. des. 1961 MORCVNBLAÐIÐ 17 Eru skipatryggingar dýrari á íslandi en annars staðar? ÚR ÞINGSÖLUNUM berast þær fregnir að tryggingar fiskiskipa é fslandi væru 200% dýrari en samskonar tryggingar í Noregi. Dagblöðin hafa síðan tekið upp þessar fréttir og lagt út af þeim á þann hátt, sem hverju er tam- ast. í einu dag'blaðanna stendur þessi klausa: „9ú staðreynd, sem hinn norski sérfræðingur hefur ljóstrað upp, að tryggingar íslenzkra fiski- skipa skuli vera um 200% dýrari en í Noregi, er í raun réttri stór hneyksli. Hún gefur til kynna, að þeir menn, sem stjórna höfuðat- vinnuvegi þjóðarinnar, og þeir sem tryggja atvinnutæki þessa sama atvinnuvegar, annaðhvort kunni ekki sín störf eða hafi af einhiverjum ástæðum ekki haft áhuga á hagkvæmum trygging um skipanna. Hvort sem er verð ur að stinga á þessu kýli“. (ALþbl. 14. nóvember). Undir það vil ég taka, að þar sem kýli er að finna skuli stung ið á því. En hinu skal neitað, að tryggingafélög yfirleitt hafi ekki áhuga á hagkvæmum tryggingum skipanna. Fyrst er þó að finna kýlin, en jþað verður ?>kki gert með þeim handahófskenndu vinnubrögðum, sem virðast vera notuð í þessu al varlega máli. ' Fiskiskipaflofi landsins er ein stór fjölskylda, og það verður að greina meðlimi hennar í sundur, sjúkdómsgreina þá og lækna hvern í sínu lagi. Annað er vita- skuld kák. ■ Nú vita kunnir, þótt blaðið geri engan greinarmun, að hinn norski dómur á við fiskibátaflot- ann, og þó ekki óskorað hvar sem er í landinu. En með þetta mikil vœga atriði er farið á þann veg, að öll fiskiskip landsins eru tek- in undir sama hattinn. Þar sem ég hefi bæði aðstöðu og skyldu gagnvart því trygg- ingafélagi, sem ég hef með hönd Um, að upplýsa um tryggingakjör allmargra botnvörpuskipa, sem eru ein sér í félagsskap, hefi ég óskað eftir að fá birta eftir- farandi greinargerð. Botnvörpuskip landsins eru elzt og flest frá 1947—1948, næsti hópur frá 1951—1952 og þau yngstu frá 1960. Á vegum Samtryggingar ís- lenzkra botnvörpunga eru nú vá- tryggð 17 skip, meðal elztu og næstelztu skipanna, en ekkert hinna stærstu og yngstu. Á línuriti, sem fylgir greinar- gerð þessari, eru settar hlið við hlið upplýsingar um heildarið- gjöld (nettó) og heildartjón. Grunnlínan markar tímabilið frá 1947, ár fyrir ár, og eru skyggðu súlurnar iðgjöldin en hinar ská- strikuðu tjónin, hvorttveggja í jþúsundum sterlingspunda. Af þessu línuriti má lesa, að tímabilið skiftist í tvö fimm ára tímabil, fyrst og síðast, sem tjón og iðgjöld haldast nokkurn veg inn í hendur, en 1952 varð gífur legt brunatjón á skipi, og alger Skipstapi 1954. Línuritið tekur aðeins til húf trygginga (kaskó) skipanna. Heildariðgjöldin allt tímabilið, 13 ár, námu 697 þús. sterlings- pundum, en heildartjónin (með endurgreiðslu vegna hafnarlegu) 874 þús. sterlingspundum. Tap vátryggjenda á húftryggingunum var því 177 þús. sterlingspund. Fyrra fimm ára tímabilið, 1947 til 1951, voru meðaltjónsbætur á skipi á'ari 2000 sterlingspund, en hið síðara 1955 til 1959 4200 sterl ingspund. Hækkun tjónsbóta því rúmlega 100%. Meðal-ársiðgjöld voru 1947 til 1951 2,76%, en 19^5 til ’59 3,52%. Hækkun þeirra því aðeins 27%%. Aukatryggingar fyrir hækkuð skipsverðmæti, afla, veiðarfæri og muni skipverja kostuðu alls 118 þús. sterlingspund í iðgjöld 13 árin, en tjónsbætur slíkra skír teina urðu 62 þús sterlingspund, og hagnaður því 56 þús. £. Færir hann heildartjp vátryggj enda af viðskiptunum niður í 121 þús. £, eða um 15 millj. kr. á genginu í dag. Iðgjöldin sem talin eru fram eru þau, sem endurtryggjendur bera úr býtum. Nettóiðgjaldið er 80% af brúttóiðgjaldinu, sem boð ið er og samið um hverju sinni (árlega), en mismunurinn skift- ist þannig, að skipseigandi fær 10% afsíátt, til skrifstofuhalds félagsins renna 5%, og erlendir miðlarar fá 5^>, sem er fastur lið ur. Þetta er tryggingasaga botrj- vörpuskipanna, sem eru meðlimir í gagnkvæma tryggingafélaginu Samtryggingu íslenzkra botn- vörpunga. Það blandast væntan lega engum hugur um það, að FIMMTUGUR er í dag Ólafur Kr. Magnússon, skólastjóri á Klébergi í Kjalarneshreppi. Ólafur er fæddur á Völlum í Kjalarnesnreppi, sonur Magnús- at Jónassonar bónda þar og konu hans Jórunnar Ólafsdóttur. Hann lauk prófi frá Kennara- skóla íslands 1934. Var kennari í Svínavatnsskólahverfi, A-Hún. á árunum 1934—’37. Kennari næstu þrjú ár í forföllum -við Austur- bæjarbarnaskólann, bárnaskól- ann að Þingborg í Hraungerðis- hreppi og unglingaskólann í Stykkishólmi. Kennari í Haga- nesskólahverfi í Skagafirði 1940 —’45, en varð þá kennari og skóla stjóri við heimvistarbarnaskólann að Klébergi. Olafur er kvæntur Björgu Jó- hannsdóttur, bónda í Holti í Svínadal, Guðmundssonar og konu hans Fannýjar Jónsdóttur. [ viðskifti hafa ekki verið skips- eigendum óhagstæð. Ekki er þvi kýlisins að leita í þeim viðskipt- um. Hinu munu væntanlega margir velta fyrir sér, hvernig standi á hinni miklu aukningu tjónanna úr 2000 í 4200 £ á ári, að meðal- tali á skip og eru þá ekki með- taldin stórtjón né skipstapi. Einn ig því, hvort jafnvel 2000 pund- in séu óhjákvæmilegur útgjalda liður. Hér er á ferðinni kýli, og máske fleiri en eitt, og væntanlega leggj ast allir á eitt, sem mál þessi varða, að reyna að finna þau kýli og lækna. Það mun ekki standa á samvinnu af hálfu tryggingafélag anna sé hennar óskað af þeim, sem hafa nú forustuna í þessum málum. Ásgeir Þorsteinsson. Eiga þau tvö mannvænleg börn: Jóhann, er lýkur stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri næsta vor og Sigrúnu um ferm- ingu. Ólafur skólastjóri er greindur maður, vel lesinn og heldur vel á málum sínum. Hann er frábær reglumaður, samvizkusamur og góður barnafræðari, sem lætur sér annt um uppfræðslu nemenda sinna. Þá verður þeim, sem honum og starfi nans kynnist, fljótlega ljóst, hve kært honum er að vinna starf sitt í heimasveit sinni. Ólafur skólastjóri gegnir fleiri störfum og hefur með höndum margskonar fyrirgreiðslu fyrir sveit sína, ma nefna gjaldkera- starf sjúkrasamlags, bókavörzlu við bókasafn Lestrarfélagsins og póstafgreiðslu. Hann á og sæti í hreppsnefnd. Vegna þessara margvíslegu starfa ber oft gesti að garði hjá þeim hjónum, sem njóta rómaðr- ar gestrisni þeirra. Því senda margir Ólafi skóla- stjóra og fjölskyldu hans heilla- óskir í dag. J. Ó. Ingi Ingimundarson héraðsdómslögmaður málflutningur — lögfraeðistörf Tjarnargötu 30 — Sími 24753. VALGARÐUR KRISTJÁNSSON héraðsdómslögmaður Eskihlið 20. Öll venjuleg lögfræðistörf — Fasteignasala. Viðtalstími kl- 18—19 alla daga nema laugardaga kl. 14—17. Sími 3-84-81. NÝJA LJÓSPRENTUNAR- STOFAN, Brautarholti 22 (geng ið inn frá Nóatúni) Sími 19222. , Góð bílastæði. Olafur Kr. Magnússon Skólasfjóri — Fimmtugur UIMGLIIMG vantar til að bera blaðið í eftirtalið hverfi KJARTANSGÖTU Vinnuvélar til sölu Stór jarðýta og vélskófla einnig tveir bíl- kranar. Hagstætt verð. Góðir greiðsluskil- málar. Sími 34333 næstu daga. - LAMIB Nýkomið: KANTLAMIR BLAÐLAMIR STANGALAMIR INNIHURÐALAMIR ÚTIHURÐALAMIR ALTANHURÐALAMIR SKÁPALAMIR nr. 333—34 UÚMKRKÆJUR 5” — 6” — 7” TEVAGNAHJÓL S KÁP ARENNIBRAUTIR SKOTHURÐALAMIR Einkaumboðsmenn: LUDVIG STORR & CO. sími 1-3333. Ódýr leikföng Miklatorgi við hliðina á ísborg. MONROE klakaleysir Fyrirliggjandi í 45 kg dúnkum. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO. Borgartúni 7 — Sími 22235 Hörpusilki Nú er rétti tíminn til þess að mála fyrir jólin. HELGI HÖRPU-SILKI HÖRPU LAKK PENSLAR MÁLNINGARRÚLLUR Lága verðið. * Hafnarstræti 19 — Sími 13184 og 12772.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.