Morgunblaðið - 06.12.1961, Qupperneq 24
18
DAGAR
TIL JÓLA
18
DAGAR
TIL JÓLA
277. tbl. — Miðvikudagur 6. desember 1961
Það var mikið mn að vera við höfnina i gær; en þá landaði þar
fjöldi síldarbáta, sem fengið höfðu góða veiði í fyrrinótt. Ljós-
myndari Mbl. Ól. K. M. tók þessa mynd um borð í einum. bát-
anna í gærdag.
Mikil síldveiöi í
Faxaflóa í fyrrindtt
MIKIL síldveiði var í fyrrinótt
og fengu þá 26 skip samtals um
21400 tunnur af síld. Mikil og
góð síld veiddist út af Jökli, en
þeir bátar, sem voru út af Garðs-
skaga fengu rýrari síld. —
Bárust rúmlega 7800 tunnur af
síld til Akraness, og í Reykjavík
landaði fjöldi báta. Var líflegt við
höfnina í gær.
***•
AKRANESX, 5. des. — Hellings
síldveiði var hjá bátunum vestur
í Kolluál í nótt. 7802 tunnur bár-
ust hér á land í dag af 12 bátum.
Gæðamunur er á síldinni, þótt
bátarnir hafi verið á svipuðum
slóðum. Þótt mikið af síldinni
af sumu.r, bátunum reynist sölt-
unarhæf, er hún blandaðri af
öðrum.. Veðrið var sæmilegt á
uuðunum.
Aflahæstur var Haraldur með
1700 tunnur, þá Sigrún 900, Sig-
urfari 700, Sigurður AK 650,
Anna 620, Sæfari, Skírnir, Sig-
urður SI, Heimaskagi Og Höfr-
ungur II, hver þeirra 500 tunnur,
Skipaskagi 450, Böðvar. 82. Sagt
er að þetta sé síðasti söltunar-
dagurinn, en eitthvað má þó syk-
ursalta að auki handa Svíum.
Megnið af síldinni af Haraldi fór
í salt og hraðfrystingu, en eitt-
hvað í bræðslu. Fyrsta desember
mældist fitumagn síldarinnar
14—16%. — Oddur.
SANDGERÐI, 5. des. — Hingað
hafa komið í dag 4 bátar með
samtals 1995 tunnur af síld og
sá fimmti, Víðir II., er á leið-
inn með um 1000 tunnur. Þeir
sem eru komnir eru Jón Garðar
með 800 funnur, Jón Gunnlaugs
600, Guðbjörg 525 Og Grundfirð-
ingur II. með 70 tunnur. Samtals
verða þetta um 2995 tunnur. Jón
Gunnlaugs, Jón Garðar og Víðir
fengu síldina norð-vestur af
Garðsskaga, og er hún unnin í
frystingu og salt, en síld af hin-
um tvéimur fór beint í bræðslu.
Fjórir línubátar komu að landi
í gærkvöldi með frá 5,7 til 7
lestir, eða samtals 26,2 lestir. Afl-
inn var mestmegnis ýsa, en einn
ig töluvert ax þorski. — Páll.
HAFNARFIRÐI, 5. des. — Til
Hafnarfjarðar bárust í gær um
4100 tunnur síldar af sjö bátum.
Aflahæst var Eldborg með 1200
tunnur. Síldin var fremur góð
Og var öll söltuð og fryst nema af
einum bát, Þórkötlu, sem' land-
aði i gúano. — Fjarðaklettur kom
til Hafnaifjarðar í gær með rifna
nót og Gísli lóðs með bilað spil
og nótina litiisháttar.rifna.
Snjóbíll færði leitarmönn-
um vistir til Péturskirkju
Hofðu rekið allmargt fé samon og graf-
ið samtals 23 kindur úr fonn í gær
FYRIR átta dögum fóru tíu menn t
úr Mývatnssveit austur fyrir
Nýjahraun til aS smala fé, sem
þar er. Hefur smölunán gengið
erfiSlega vegna stöðugra stór-
hríða og ófyrirsjáanlegt er hve
lengi leitarmenn kunna að þurfa
að dveljast þarna, en þeir hafa
bækistöð í Péturskirkju, í jaðri
Nýjahrauns. Snjóbíll var send-
ur tii þeirra síðdegis á mánu-
dagin<n mcð vistir, en leitarmenn
voru orðnir matarlitlir. Höfðu
þeir grafið nokkuð af fé úr fönn
og var sumt af því dautt, en leit-
aimenn hafa lítið sem ekkert
gevað smalað vegna illviðra. Þá
flutti snjobiilinn einnig mokkuð
af heyi handa kindum, sem
þyrftu hjúkrunar við. Talið er að
á annað þúsund fjár sé á svæð-
inu austan Nýjahraunis.
Snjóbíllinn, sem er frá Húsa-
vík, lagði upp um fjögurleytið
síðdegis á mánudag, og tók fimm
klukkustundir að Jcomast að Pét-
urskirkju, en þangað eru 26
kílómetrar frá Reynihlíð. Hríð og
þung færð tafði fyrir snjóbíln-
um og var Námaskarð hvað erf-
iðast yfirferðar.
Hafa grafið upp 17 kindur
Leitarmennirnir tíu höfðu graf
ið 17 kindur úr fönn umhverfis
Péturskirkju og voru sex af þeim
dauðar er að var komið. Sumt
af því fé ,sem þeir grófu úr fönn
á mánudag hafði fennt á sunnu-
daginn. Þær kindur, sem náðust
lifandi, eru geymdar í hesthúsinu
við Péturskirkju.
Eins og fyrr getur hafa leitar-
menn ekki getað athafnað sig
vegna veðurs og ófærðar þá átta
daga, sem þeir hafa legið við í
Péturskirkju. Erfitt er að segja
um hversu ástatt er fyrir fé því,
sem er á svæðinu, en talið er að
það sé á annað þúsund. Leitar-
menn héldu út til leitar snemma
í gærmorgun.
Snjóbíllinn tróð slóð
Búið var að smala fé, sem var
á svæðinu vestan Nýjahrauns og
koma því vestur að Búrfelli en
þar strandaði sá rekstur vegna
ófærðar. í gærmorgun fór snjg-
bíllinn til að troða slóð fyrir
féð til byggða og gekk sú för
ágáetlega. Var búizt við rekstrar-
mönnum og fénu til byggða í
gærkvöldi eða nótt.
Mikið fannfergi er nú í Mý-
vatnssveit og Mývatnsöræfum, en
þar hefur verið sleitulaus bylur
í hartnær hálfan mánuð.
Geir Hallgrímsson
Síðustu fréttir:
Leitarmenn höfðu samband
við byggð í gærkvöldi. Höfðu
þeir þá náð allmiklu fé saman
á þrjá staði, en ekki vissu þeir
hversu margt fjár það var, né
heldur nákvæmlega hve mikið
fé er á svæðinu. Grófu þeir um
sex kindur úr fönn, og voru
þær ekki mjög illa, á sig komn-
ar. Ekki eru leitarmenn komnir
með neitt af því sem þeir fundu
til Péturskirkju og bjuggust þeir
við að þurfa allan daginn í dag
til að ná saman fénu, og síðan
yrði lagt af stað til byggða með-
reksturinn á fimmtudag, ef veð-
ur leyfir. í gær gekk á með
hríðaréljum og miklu frosti, og
sögðu leitarmenn að erfitt væri
að reka féð vegna ófærðar og
að það væri orðið nokkuð mátt-
farið af volkinu.
f gærkvöldi kom reksturinn frá
Búrfellshrauni vestan Nýja-
hrauns til byggða. Gekik hann
ágætlega og fundu leitarmenn
þar 40 kindur til viðbótar og
komu með alls um 200 til bygigðá.
Létu rekstrarmenn vel af því
að reka féð eftir snjóbílsslóð-
inni og eru leitarmenn í Péturs-
kirkju að íhuga að taka sama
ráð og fá snjóbílinn til að troða
slóð, ef unnt reynist að fá hann
til Mývatnssveitar aftur.
Borgarstjóri ræðir
fjármál og fram-
kvæmdir bæjar-
ins i 1
kvöld
LANDSMÁLAFELAGIÐ
Vörður heldur almennan fé-
lagsfund í Sjálfstæðishúsinu
Athuganir varðandi
orkuírekan iðnað
Á SUNNUD AGSK V ÖLD komu
til landsins fjórir norskir verk-
fnæðingar frá tveimur stórfyrir-
tækjum í Noregi, sem hafa orku-
Vörubíll féll niður ■ vélbát
U M sexleytiff sl. Iaugardags-
kvöld lá viff slysi í Keflavíkur-
höfn er vörubill féll út af
bryggju og hafnaffi ofan á vél-
báti, sem þar lá.
Verið var að skipa upp fiski
úr mb. Ólafi, sem lá fyrir
bryggjuendanum, en stór vöru-
bíll stóð á endanum og námu
hjól hans við planka þar. Var
skipstjórinn á pallinum að taka
á móti fiski.
í þeim svifum bar að annan
vörubíl, sem ekið var afturábak
út á bryggjuna, og mun bilstjór
inn ekki hafa haft nægilegt
skyggni, og lenti bíll hans á
þeim, sem fyrir var með þeim
afleiðingum að sá síðarnefndi
kastaðist yfir plankann og ofan
í bátinn, en þar gátu menn á
þilfari með naumindum forðað
sér. Skipstjórinn, Þórður Jó-
hannesson, féll af pallinum og
lenti á línuvindunni. Meiddist
hann furðu lítið, og má telja
furðulegt að ekki skyldi verra
hljótast af þessu óhappi.
frekan iðnað, alhminiumiðnað,
köfnunarefnisframleiðslu o. fl.
Komu þeir hingað að beiðni ríkis
stjórnarinnar, til að gera athug-
anir og vera til ráðuneytis í sam-
bandi við framkvæmdaáætlun-
ina.
Svo sem fyrr hefur verið getið
í blaðinu fóru Jóhannes Nordal,
bankastjóri og Eiríkur Briem,
rafmagnsvéitustjóri . nýlega til
Sviss, ásamt bandarískum verk-
fræðingi sem hér hefur unnið
að raforkumálum, og ræddu þeir
við fyrirtæki það, sem áhuga
hefur haft á aluminiumiðnaði á
íslandi. Eru þeir nú komnir
heim frá þeim viðræðum.
TILKYNNT var í Washington í
dag að Kennedy forseti og frú
hans færu í opinbera heimsókn
til Venezuela og Colombíu 16. og
17. desember n.k.
í kvöld kl. 20,30. Þar mun
Geir Hallgrímsson, borgar-
stjóri, flytja framsögu um
fjármál og framkvæmdir
Reykjavíkurborgar.
Fjárhagsáætlun Reykjavík-
ur fyrir 1962 mun verða
lögð fyrir bæjarstjórn næst
komandi fimmtudag og mun
borgarstjórinn gera grein
fyrir henni á Varðarfundin-
um. Hann mun ræða um
fyrirhugaðar framkvæmdir
bæjarins, útsvarsmál og
fjárhagsafkomu.
Að lokinni ræðu Geirs
Hallgrímssonar, borgarstjóra,
verða frjálsar umræður og
er öllu Sjálfstæðisfólki
heimil fundarseta.
Bílvelta í Kjós
AKRANESI 5. des. — Sl. föstu-
dag fyrsta desember fór fólksbíll
af Akranesi eina veltu á hlið út
af veginum hjá Kiðabergi í Kjós.
Bíllinn var af gerðinni Ford
Consul, árgerð 1955. Aðeins ek-
illinn var í bílnum og slapp
hann við meiðsl. Skemmdir urðu
á bílþekjunni og framrúðan fór
í mola. — Oddur.