Morgunblaðið - 10.12.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. des. 1961 Stjóm Lögmannafélags íslands, talið frá vinstri: Þorvaldur Lúðvíksson, Gisli Einarsson, Ágúst Fjeldsted, Egill Sigurgeirsson og Jón N. Sigurðssön, Páll S. Pálsson, hrl.: Lögmannaféiag fslands 50 ára ÁRIÐ 1911, hinn 11. dag des- embermánaðar stöfnuðu 17 lög- mannafélag íslands". Félagið hefur ávallt starfað síðan sem málsvari íslenzkra lögmanna. Frá árslokum 1944 hefur heiti þess verið „Lögmannafélag ís- lands.“ Heiðursfélagar. — Aldursforseti 1 tilefni af 50 ára afmælinu efndi stjórn félagsins til hófs fyr- ir lögmenn að Hótel Borg í gær- kvöldi. Við það tækifæri til- kynnti félagsstjórnin, að félagið hefði samþykkt að gera Lárus Jóhannesson hæstaréttardómara, að heiðurfélaga Lögmannafélags íslands, fyrir frábær störf í þágu félagsins, sem formaður þess um langt árabil, unz hann var kvaddur til dómarasætis í Hæstarétti. Tveir félagsmenn hafa áður verið sæmdir þessum heiðurs- titli. Það var á 40 ára afmæli félagsins og voru það Sveinn Björnsson, þáverandi forseti Is- lands. og Lárus Fjeldsted, hæsta- réttarlögmaður, sem báðir voru meðal stofnenda félagsins,, og hlutu fyrstir lögmanna löggild- ingu til málflutnings við Hæsta- rétt íslands, er hann tók til starfa í ársbyrjun 1920. Lárus Fjeldsted er „Nestor“ íslenzkra lögmanna sem nú eru starfandi. Hann hóf ,störf sem málflutningsmaður í Reykjavík árið 1908, sama árið og til varð Lagaskóli íslands, er síðar sam- einaðist Háskóla íslands við stofnun hans 1911. Lárus Fjeld- sted hefur einn núlifandi lög- manna verið óslitið í félaginu | frá stofnun þess. Félagsstjómir Stjórn „Málflutningsmannafé- lags íslands“ var þannig skipuð, fyrsta áfangann eftir 11. des. 1911, að formaður var Eggert Claessen, en gjaldkeri var Oddur Gíslason og ritari Sveinn Björns- son. , ........ Þegar Eggert Claessen lét af formannsstörfum að eigin ósk á árinu 1918, tók Sveinn Björnsson við af honum og gegndi for- mannsstarfi um t\ ^ggja ára skeið. Formenn hafa síðan verið, og í þessari röð: Jón Ásbjörns- son, fyrrveraridi hæstaréttardóm- ari; Guðm. Clafsson, hrl.; Theó- dór B. Líndi-1 prófessor; Einar B. Guðmundsson, hrl.; Magrrús Thorlacius, hrl.; Kristján Guð- laugsson, hrl.; Lárus Jóhannes- son, hæstaréttardómari, og Ágúst Fjeldsted hrl. núverandi formað- ur félagsins. . Aðalstjórn félagsins skipa nú, auk formanns: Egill Sigurgeirs- son, hrl.; Jón N. Sigurðsson, hrl.; Gísli Einarsson, hrl. og Þorvaldur Lúðvíksson, hrl. Hafa þeir Ágúst Fjeldsted og Egill Sigurgeirsson átt sæti í aðalstjórn félagsins í samfleytt 14 ár. Tilgangur og starf Samkvæmt lögum félagsins er sett voru á stofnfundi fyrir 50 árum, skyldi tilgangur fé- lagsins vera „að gæta hagsmuna félagsmanna, efla góða sam- vinnu milli þeirra, og stuðla til þess, að þeir fýlgi sömu reglum um borgun fyrir störf sín.“ 1962 RENAULT er bifreiðin, sem öll Evrópa hefir þekkt um áraraðir fyrir gæði og sparneytni. Bifreiðin er • öll ryðvarin úr hinu fræga franska stáli, og eyðslan er aðeins 5,6 lítra á 100 km. Mótorinn er vatnskældur, ' hávaðalaus og staðsettur aftan í bifreiðinni. Vatns- miðstöðin er kraftmikil og gefur þegar í stað öflugan hita á framrúðu og með tvennsskonar auð- veldri stillingu, notalegan stofuhita um alla bif- reiðina. Bifreiðarnar eru tii afgreiðslu strax. Columbus h.f. Brautarholti 20 — Símar 22116 — 22118. Félagið starfar enn á líkum grundvelli og lagður var í upp- hafi. Þannig hefur félagið ávallt haft samræmda gjaldskrá handa lögmonnum til leiðbeiningar um, hvað hæfijegt sé, að þeir taki fyrir störf sín, og samkvæmt landslögum skal félagsstjórnin hafa úrskurðarvald um endur- gjald fyrir málflutningsstörf, ef ágreiningi um þau mál er skotið til hennar, en hægt er að kæra úrskurði félagsstjórnar til end- anlegs úrskurðar Hæstaréttar. Ennfremur er nú svo fyrir mælt í lögum um málflytjendur, að félagsstjórnin skuli koma fram fyrir hönd héraðsdóms- og hæstaréttarlögmarma, gagnvart dómurum og stjórnarvöldum í málum, er stéttina varða. Sam- þykktir félagsins eru háðar stað- festingu dómsmálaráðuney.tisins. Áður en dómsmálaráðuneytið veitir leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi, ber ráðuneytinu að leita umsagnar stjórnar - Lög- mannafélagsins. Félagsstjórninnni ber skv. landslögum að hafa eftirlit með, að félagsmerm fari að lögum í starfi sínu og ræki skyldur sín- ar með trúmennsku og samvizku- semi. Af þessu sést, að starf fé- lagsstjórnar Lögmarinafélags ís- land er umfangssamt og ábyrgð- armikið. Gerðabækur sýna, að mörg mál koma á ári hverju til úrskurðar félagsstjórnar, og hef- ur hvergi heyrzt annars getið, en að úrskurðir hennar hafi verið óhlutdrægir, enda ágætir lög- menn valizt til stjórnarstarfanna. Af störfum félagsins á sl. hálfri öld mætti margt upp telja, svo sem afskipti félagsins af löggjaf- armálum einkum þeim, er snerta réttarfarið í landinu. Félagið hef ur tekið til umræðu á fundum og sent umsagnir til Alþingis og ríkisstjórnar um fram komin lagafrumvörp. og einnig hefur það átt frumkvæði að því, að endurbætur hafa verið gerðar á íslenzkri löggjöf. Nefna má sem dæmi, að á ár- inu, sem nú er að líða, hafa verið tekin til umræðu lög um með- ferð opinberra mála og frumvörp til breytinga á einkamálalögum, lögum um Hæstarétt og lögum um dómsmálastjórn. Fræðilegir fyrirlestrar hafa verið fluttir á fundum félagsins um löggjafarmálefni o. fl., og frá árinu 1951—1958 var Lög- mannafélag íslands útgefandi að „Tímariti lögfræðinga." Almennt félag. Stéttarfélag liigmanna Lengi vel var þetta félag. sem nú er hálfrai aldar gamalt, svo til hið eina almenna félag lög- fræðinga í landinu. Þó að svo væri til ætlazt, að félagið væri einvörðungu vettvangur starf- andi héraðsdóms- og hæstaréttar- lögmanna, var ekki farið strangt út í þær sakir, og reynslan varð sú, að margir lögfræðingar urðu félagsmenn og héldu áfram að vera það, þó að þeir stunduðu aðra aðalatvinnu en málflutn- ingsstörf. Segja má, að stofnun almenns félags allra lögfræðinga í land- inu, „Lögfræðingafélags tslands", hinn 1. apríl 1958. hafi skapað grundvöll fyrir breyttu viðhorfi í þessum efnum, enda hefur það Tösku & hanzkabúðin Brúnar og svartar leður skjalatöskur og möppur fyrri herra. ■— Mikið úrval af kventöskum. # TÖSKU- og HANZKABÚÐIN á horninu á Bergstaðarstræti og Skóla- vörðustíg. \ ULJÓDFÆIUVFItZLDN POUL BLRNBURC H.F. Vitastíg 10 PREMIER: trommur og allskonar varahlutir. GÍTARAR: lækkað verð, gítar- ólar o.fl. PÍRASTRO: strengir. FRAMUS: pick-up. HOFFNER: rafmagnsgítarar bassagítarar — Sími 38211 SELMER: saxafónpúðar o.fl. HARMONIKUR: allar stærðir Einkaumboð á íslandi fyrir: SELMER og PREMIER Mikið úrval af leikföngum. Sendum um allt land Sími 38211 komið fram í umræðum á al- mennum félagsfundum. Leiddu þær umræður m. a. til þess, að á árinu 1960 samþykkti aðal- fundur Lögmannafélags íslands að fela félagsstjórninni að fara þess á leit, að dómsmálaráðherra notfærði sér heimild í lögum um málflytjendur til þess að setja reglur er ákveði að málflytjanda starf sé ekki samrýmanlegt störf um þeirra manna er gegni sem aðalstarfi lögreglu- eðr dóm- störfum, og að starfsmenn ríkis- bæjar- eða sveitarfélaga, svo og stofnana, sem reknar eru af opin berri hálfu, megi aðeins stunda málflutning fyrir þær stjórnar- deildir, bæjar- og sveitarfélög eða stofnanir. er þeir starfa við. í samræmi við þessa stefnu hefur í framkvæmd verið hert á inntökuskilyrðum í félagið, og Lögfræðingafélagi íslands var falin útgáfa „Tímarits lögfræð- inga“, þar eð svo var litið á, að það væri vettvangur allra ís- lenzkra lögfræðinga. Þátttaka í samíökum norrænna lögmanna Á árinu 1956 var samþykkt að Lögmannafélag íslands tæki þátt í samtökum norrænna lögmanna, og árið 1960 stóð félagið að því, ásamt fleiri samtökum ísl. lög- fræðinga. að tekiö var á móti fjölda erlendra lögfræðinga á norrænt lögfræðingamót í Reykja vík, hið fyrsta sem hér hefur verið háð. Merkir áfangar í sögu félagsins Ýmsar ástæður liggja til þess, vegna hins sérstæða starfs lög- manna. er mál flytja af kappi hver og einn vegna skjólstæðings síns, að úfar kunna að rísa með þeim, en þó er það svo, að á fundum í Lögmannafélagi Is- lands ríkir málefnaleg eining. og fundarsköp eru mjög í heiðri höfð, eins og að líkum lætur. Undir markvissri leiðsögn fé- lagsstjórnar hefur félagslífið mjög þróazt í þá átt, að Lög- mannafélag íslands verði hreint stéttarfélag, er efli hag og heið- ur stéttarinnar í hvívetna, og skulu hér tilgreind tvö dæmi. Lögmannastéttinni hefur á síð- ari árum bætzt verulegur liðs- auki ungra manna, er sumir hverjir hafa horfið til þessa erf- iða starfs þegar frá prófborði. og því lítt við efni. Einnig ber þess að minnast, að er lögmaður legg- ur niður störf vegna aldurs. nýt'- ur hann engra eftirlauna. Nú hefur svo giftusamlega skipazt, fyrir atbeina félagsstjórnar og nokkurra áhugasamra félags- manna annarra, að Lögmanna- félag Islands hefur gengizt fyrir stofnun Lífeyrissjóðs lögmanna, sem þegar er tekinn til starfa og farinn að veita lánsfé til félags- manna til íbúðabygginga. Þá var og starfi félagsins að undanförnu reistur veglegur og varanlegur minnisvarði með samþykkt reglugerðar á árinu 1960 um ,„Codex Ethicus" Lög- mannafélags íslands, saminn að beztu manna yfirsýn og sam- þykktur af almennum félags- fundi. Segir þar um skyldur lög- manna gagnvart skjólstæðingum sínum, dómstólum og stéttar- bræðrum. Siðareglur þessar, samdar af nokkru eftir erlendum fyrirmyndum. eru mjög ítarleg- ar. Munu þær i framtíð eiga slnn þátt í því að efla velfarnað i starfj íslenzkra lögmanna Lokaorð Réttilega kvað Gunnar Þor- steinsson, hæstaréttarlögmaður, svo að orði í fróðlegri og ágætri grein í Mbl. hinn 16 des. 1951, í tilefni af 40 ára afmæli félags- ins: „Loks hefur það (þ. e. félag- ið) með starfi sínu haft holl og heilbrigð og hvetjandi áhrif 4 félagsmenn um að inna jafnan starfsskyldur sínar svo vel af hendi sem efni stæðu frekast tiL í því sambandi má vissulega ekki gleyma því, að málflutnings- starfið er með allra vandasöm- ustu störfum. í fáum eða jafnvel engum starfa öðrum verður oft á tíðum komizt nær hinum al- varlegustu örlagaþráðum mann- legs _lífs.“ Ég tek af heilum hug undir þessi ummæli, um leið og ég óska Lögmannafélagi Xslanda fimmtugu allra heilla. Megi starf þess og áhrif stuðla að því að upphafsorðin í Codex Ethicus eigi ávallt við um sér- hvern félagsmann: „Lögmaður skal svo tll allra manna mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinnl samvizku." PáU S. Pálsson. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.