Morgunblaðið - 10.12.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.12.1961, Blaðsíða 13
12 MORGV1SBLAÐIÐ Sunnudagur 10. des. 1961 Sunnudagur 10. des. 1961 MORGVN BLAÐIÐ 13 í nútíma hernaði veltur ekki á klukkustundum, heldur MÍNÚTUM og SE KiÚNDUM SCRAMBLE - og megatonnin þjóta áloft Tlundi hluti brezka þotuflofans gæti „þurrkab Rússland út ÞAÐ ER komið kvöld. Hann heldur áfram að rigna. Fjórar stóru Vulcan-sprengjuþoturnar eru hlaðnar sprengjum og áhafnir þeirra hafa staðið á verðinum á vöktum — viðhúnar, þegar kallið kemur. Þá verða. þær sendar á loft innan 15 mínptna. Frá yfirstjórn! sprengjuflugsveitanna í High Wycombe, Bucks, kem-* ur skipunin: VERIÐ VIÐBÚNIR. FIMM MÍNÚTUR. Þarna á Waddington flugvellinum í Lincolnshire eru hendur látnar standa fram úr ermum. Áhafnirnar hlaupa upp í þoturnar. Skipunin þýðir, að þeir eigi að vera komnir á loft innan fimm mínútna á leið til hins fyrirfram ákveðna skotmarks. Þá hljómar skyndilega eitt orð . . . SCRAMBLE um flugvöllinn. Stamstundis eru hinir fjórir hreyfl- ar hverrar þotu ræstir. Gnýrinn er geysilegur. ,ý< að og Þoturnar hurfu svo segja í reykjarmekki bleytu, ' sem þyrlaðisf upp af jörðinni, þegar þær ösl- uðu af stað eftir flugbbraut inni — hver á eftir annarri. Flugmennirnir tveir og þrí menningarnir, sem sátu fyrir aftan þá í stjórnklefanum, sáu varla í endann á næstu þötu fyrr framan þó bilið á milli þeirra væri æði stutt. Bftir áttatíu og fimm sek. fná því að Scramble-merkið var gefið voru allar þoturnar komnar á loft og „klifruðu“ hxatt á 300 mílna hraða. Þannig skrifar brezkur þingmaður, sem nýlega sagði löndum sínum frá einum þætti varnarviðbúnaðar landsins — í stuttri blaða grein, — og hann heldur á- fram: Davis marskálkur, yfir- maður Fyrstu sprengjuflug- sveitarinnar, sneri sér að mér og sagði: „Ég hef sagt þeim að fara ebki undir eina mínútu Og sautján sekúndur. Annar eru þoturnar svo nálægt hverri annarri að hættulegt má telj ast“. Tveim stundum síðar hefðu þessar fjórar sprengju þotur getað jafnað Moskvu, Kjharkov, Kiev og Lenin- grad við jörðu. í síðasta stríði vöru það hinir FÁU, sem björguðu Bretlandi. Núna eru það hin ir MJÖG FÁU, sem verja Bretland gegn árás. í>að er ekki aðeins reykur- inn frá þrýstilofthreyflun- um, sem var eins og þoka fyr ir augunum á mér, þegar þot urnar þutu eftir flugbraut- inni. Líka þessi ótrúlega staðreynd, 85 sekúndur. Og hún þýðir einfaldlega: -K. Enn sem bomið er geta Rússar ekki látið sig dreyma um að eyða öllum kjarn- ofkuvopnum Breta á jörðu niðri nema að nota flugvél- ar. Ef Krúsjeff yrði brjálaður í dag mundum við fá 40 mín. viðvörun áður en sprengju- flugvélar hans væru yfir Bretlandi. Áður en Rússar geta byggt allt á fjarstýrðum flugskeyt- um verður viðvörunarkerfið í Yórkshire fullbúið. Og það mun vara okkur við öllum flugskeytum,, sem hugsan- lega væri beint gegn Bret- landi, 8 mín. áður en skeytið væri komið yfir landið. Þar á ég við skeyti þau, sem nú eru til — og fullkomnari skeyti, sem framleidd verða á næstu árum. í versta til- felli, þ.e.a.s. ef um lágfleygt flugskeyti væri að ræða, þá fengjum við fjögurra mín- útna viðvörun. Svo að 85 sekúndur veita okkur ábveðna öryggistilfinn ingu. Undanfarna níu mánuði hafa 73 SCRAMBLE verið framkvæmd á skemmri tíma en tveim mínútum. Rússarnar búa ekki yfir þessum flýti, heldur ekki Bandaríkj amenn. landi allt frá Írlandshafi. En ef við höldum okkur við staðreyndir dagsins í dag, heraflann eins og hann er nú. Auðvitað mundu Rúss ar geta skotið niður þotur. En eftir allt það, sem ég hef heyrt og séð, allar þær upp- lýsingar, sem ég hef fengið, þá mundu 80% af okkar megatonnum komast í gegn um varnarmurinn, hversu skyndileg sem árás Rússa Þegar horfurnar í heims- málunum þykja slæmar eru sprengjuþotur okkar reiðu- búnar til flugtaks innan 15 mínútna — dag sem nótt. Þetta þýðir í rauninni, að þær geta verið á lofti eftir 7—8 mínútur. Ef alvara væri á ferðum mundu mennirnir bregða mun skjótar við — og þotuflotinn ökkar væri á lofti innan einnar og hálfrar mínútu, eða skemmri tíma. Og hafið það í huga, að ó- sennilegt er, að Rússar rnundu ráðast á Bretland eitt. — Ef Rússar gerðu érás, þá mundu þeir ekki geta eyðilagt allar ok'kar herstöðv ar á sömu stundu, heldur ekki allar bandarísku her- stöðvarnar í Bretlandi — og allar herstöðvar Vesturveld anna — um allari heim. Auk sprengjuþotnanna eru sextíu Thor-flugskeyti með eins megatonns sprengju staðsett í Bretlándi. Fimmtán miínútna frest þarf til þess að skjóta þeim á rússneskar stöðvar. Og áreiðanlegt er, að Rússar gætu ekki eytt þeim öllum samstundis, jafn. vel þó viðbrögð okkar hér í landi (Bretlandi) yrðu ekki alls staðar jafnsnögg. — En nægði ekki ein af þessum 100 megatonna sprengjum Krúsjéffs til þess að þurrka út öll Thor-flug skeytin? spurði ég marskálk inn. — „Nei“, svaraði hann. — „Þeir vita hvar þau er-l, en væri. Segjum svo, að ein- ungis 10% kæmust í gegn. Það væri samt nóg til pess að „þurrka Rússland út“. Þetta eru staðreyndirnar, sem liggja að baki þess, að Rússar þora ekki að ráðast á obkur. Þeir mundu jafnvel ekki voga það, enda þótt svo ólíklega vildi til, að vin- slit yrðu með okkur og Bandaríkj amönnum. Herstyrkur Breta er mjög mikilvægur í varnarsam- starfi Vesturveldanna. Eng inn hernaðarsérfræðingur í Rússlandi getur fullvissað Krúsjeff um að Rússar geti afmáð okkur án þess að fá borgað í sömu mynt. Við búum við frið af því að Rúss ar eru jafnhræddir við okk- ur Og við við þá. f því ligg- ur mikilvægi herafla ok'kar. — Aðeins, að eitthvert brjál æði í Kreml knýi okkur ekki til þess að beita bonum. Tshombe-æskan að æfingum: „Bardagamenn Katanga munu rísa upp“. þeir yrðu að skjóta a.m.k. þremur 100 megatonna- sprengjum nákvæmlega á rétta staði til þess „ð koma í veg fyrir að Thor-flug- skeytunum yrði skotið. •— En gerum ráð fyrir að í upphafi skyndiárásar yrði að setur forsætisróðherrans, Whitehall og þínar eigin að alstöðvar þurrkaðar út. — Yrði herstyrkur okkar lam- aður á þann hátt? Eg get ekki sagt frá þeim upplýsingum, sem ég fékk sem svar við þessari spurn- ingu. En ég var ánægður að heyra, að allt fjarskiptakerfi innan heraflans er margfalt og séð er fyrir því að allt gæti gengið samkvæmt áætl un, enda þóttWhitehall og yfirstjórn sprengjuþotanna í Wyoombe hyrfu af yfirborði jarðar. Auðvitað mundu Bretar ekki standa einir. En á Bret landi er kjarni sprengjuþotu flotans, sem gæti lagt Rúss- land í auðn. X- Ef gerð yrði skyndiárás mundu Bretar geta varað Bandaríkin við, gefið þejm 15 mínútna fyrirvara, ef flug skeytum að austan yrði skot ið að Bandaríkjunum. Yfirstjórn varnanna vestra er í Colorado Springs og okk ar á milli sagt er stöðugt sam band. Ef Colarodö Springs fær viðvörun, þá fáum við hana jafnframt sjálfkrafa. En hvernig vitum við, að brezku sprengjuþotunrar kæmust í gegn um varnar múr Rússa? — Eg sá þetta furðulega tæki í Vulcan-þot unum í notkun — og það er 100% öruggt. Um leið og Vulcan kemur inn í ratsjór- geisla Rússanna fer lítið tæki í gang — og þotan bverfur af ratsjárskermi Rússanna. Og það sama gerist, ef gegn þotunum er beitt flug- skeytum, sem eru ratsjár- stýrð, elta uppi skotmark ið með aðstoð ratsjár. Ciug- . skeytin mundu ekki finna Vulcan. Til þess að granda þotum okkar þyrftu Rússarnir að „girða“ hverja borg langt utan borgarmarkanna með „kjarnorku-skeytum í öllum hæðum“. Það mætti líkja því við við flugeldasýningu. En það er svo kostnaðar- samt, að engin þjóð hefur bolmagn til þess að koma upp slíkum vörnum umhverf is allar helztu borgir. Auk þess væri mikil hætta á að geislavirknin frá sprengin.ga múrnum í loftinu dræpi fólk á stóru svæði. Og flugskeytin, sem stjórn ast af infra-rauðu geislunum ógna Vulcan-þotunum held- ur ekki. Þetta eru skeyti, sem útbúin eru þannig, að þau elta eldinn í útblásturs- opi þrýstiloftshreyflanna. Bretar hafa fundið ráð til að koma þessum skeytum líka fyrir kattarnef — og Krú- sjeff veit það. Blue Steel-flugskeytið verður fullbúið næsta ár. Það þýðir einfaldlega, að þot urnar geta skotið skeytum sínum úr 200 mílna meiri fjarlægð en óður, en samt með sömu nákvæmni. Og innan fárra ára vercía þot- urnar búnar S'kybolt-skeyt inu. Það getur borið eins megatonns kjarnorku- sprengju -£- og það er hægt að skjóta þvi með mikilli nákvæmni í mark í Rúss- Þegar mjólkur- báturinn kemur ÞEGAR mjólkurbáturinn Má sín fer frá Klakksvik og þræðir byggðina á Fugloy kemur hann í Hattarvík, þar er«engin bryggja og flytja verður farþega og varning milli skips og lands í litlum árabáti. Þannig er það víða í Fær- eyjum — og að vetrinum er það ekki nema með höppum og glöppum, að hægt er að setja árabátinn á flot, eða leggjast að Másín, því veð- ur eru oft válynd Færey- ingum. — En þrautseigir, eljusamir og nægjusamir una Færeyingar glaðir við sitt Þeir eiga mikið stanf fyrir höndum, en þeir eru bjart- sýnir við uppbyggingarstarf ið. Eftir nokkur ár verður e.t.v. kominn bryggja í Hatt arvík og þá tekur bóndinn á móti mjóikurbátnum á jeppanum sínum. Þetta bylt ingarskeið í samgöngum og atvinnuháttum, sem liðið er á íslandi, er nú að hefjast í Færeyjum. Tshomhe byggír allt „U THANT ætlar að hef ja styrjöld í landi okkar. — Þegar sá tími kemur munu bardagamenn Kat- anga rísa upp á hverju stræti, á öllum gangstíg- um og þjóðvegum — og í hverju þorpi“, hrópaði Moise Tshombe til fjöld- ans á útifundi í Elisabeth- ville. Skammt utan við borgina voru 400 drengir úr Tshombe æskunni að æfingum — í heimatilbúnum einkennis- búningum með heimatilbúna trériffla, dæmigert fyrir hrenaðarandann í Katanga. Margir tóku ræðu Tshom- be svo bókstaflega, að hundr uð Tshombe-hollra borgara fóru um götur vopnaðir örv um, rifflum — og öllu, sem tiltækt var. Eldur brann í augum þeirra. Það var viss ara að byrja strax. Og her Tshombe sýndi, að hann er undir jafnlitlum aga og her sambandsstjórnarinn ar í Leopoldville — og her Gizenga, sem menn kenna morðin á ítölunum 13. Síðar sama dag var boðið til síðdegisdrykkju í banda- ríska ræðismannsbústanum í Elisabthville til þess að bjóða Thomas Todd, öldunga deildanþingmann og einn af fáum aðdáendum Tshombe, velkominn til borgarinnar. Meðal gestanna voru Tshom- be og Munóngö; innanríkis- ráðherra hans, tveir af æðstu fulltrúum SÞ i land Bóndinn í Hattarvík flytur farþega og timhur- sendingu í land úr mjólkurbátnum Másín. — Ljósmynd: Peter Kidson). inu, þeir Urquhart og Ivan Smith. Þar var mikið m.asað og allir beztu vinir. Urquhart og Smith yfir- gáfu samkvæmið kl. 8:30 um kvöldið og héldu áleiðis til heimilis bandarísks kaup- sýslumanns, sem boðið hafði til kvöldverðar Todd til heið urs. Þeir óku í bifreið, sem merkt var SÞ — beinustu leið til kaupsýslumannsins. Þegar þeir komu að húsinu var þar fyrir fjöldi Katanga hermanna úr eins konar líf verði Muke, yfirmanns Kat anga-hers, en hann býr þar rétt hjá. Hermennirnir gerðu hróp að starfsmönnum SÞ, þegar þeir óku upp að húsinu og varla voru þeir komnir inn úr dyrunum, þegar um 30 hermenn þustu inn á eftir þeim. Hermennirnir gripu þá Urquhart og Smith, byssu- skefti var slegið í andlit hins fyrrnefnda en í bringu hins síðarnefnda. Katanga-menn irnir héldu hinum gestunum í skefjum með ógnunum og drógu tvíjnenningana út úr húsinu með mikilli barsmíð. „Varaðu þig, Brian“, hróp aði Smith, er einn Katanga- mannanna réðst. aftan að Urquhart. Sá gekk berseks gang. Katangamennirnir voru greinilega sannfærðir um að þeir hefðu þarna handsamað frann O’Brien — og með mik illi barsmíð drógu þeir tvl menningana í áttina að her- bíl, sem stóð skammt frá hús inu. | þann mund komu Todd þingmaður og kona hans ak- andi í fólksbíl — oig með þeim var bandaríski ræðis- maðurinn. Þau sáu strax hvað þarna var að gerast, ræðismaðurinn stök'k út úr bílnum, ruddist í gegn um hermannaþvöguna, tókst að draga Smith út úr hermanna bílnum og hálfbar hann að fólksbílnum. Slengdi hanum í framsætið og stökk svo sjálfur upp í bílinn. „Fljótur, við skulum, kom ast í burtu“, hrópaði hann til bílstjórans. Katangamenn irnir miðuðu rifflunum — og ræðismaðurinn öskráði til ferðafélaganna: „Leggizt niður í gólfið!" — Þegar þau brunuðu af stað heyrðist til Urquhart: „Hjálp, hjálp“, hrópaði hann. Og það var ekið beirit til heimilis Tshombe. Ræðis- maðurinn og Todd vildu freista þess að fá Urquhart leystan úr haldi áður en það væri of seint. Tshombe var ekki heima. Það var ekki fyrr en hálfri stundu fyrir miðnætti, þremur stundum eftir at- burðinn, að Smith tókst að hafa upp á Munongo, innan- ríkisráðherra. „Ef Urquhart verður ekki leystur úr haldi innan 30 mínútna munu her sveitir SÞ snúa öllu við í Elisabethville“, sagði Smith og var stuttur í spuna. Urquhart, sem blæddi mjög, hafði verið fluttur til herbúða utan við borgina. „Þá greindi á“, sagði hann síðar. „Helmingurinn vildi drepa mig, hinir ekki“. — Byssuhlaupinu var þrýst að höfði hans og Urquhart tal- aði og talaði, reyndi að draga tímann. Talaði um allt milli himins og jarðar. Hann hélt að sín síðasta stund væri runnin upp. Um miðnætti birtist Mun- ongo í herbúðunum. Hann var skelfdur og krafðist þess að fanginn yrði látinn laus þegar í stað. Hermennirnir leystu Urquhart þá úr haldi og voru hinir rólegustu. Ráðherrann hjálpaði Urqu hart inn í bíl sinn og síðan var haldið til heimils banda ríska ræðismannsins. Tshom- be fylgdi í hurnátt á eftir I bíl sínum. Hjá ræðismannin um fengu þeir sér allir glas af skozku wiskyi áður en farið var með Smith og Urqu hart til sjúkrahússins. Báðir mennirnir hlutu mik il meiðsl. Urquhart var hand ar- og nefbrotinn, Smith með bráikuð rifbein auk smá sára eftir ryskingarnar. Eftir þetta hélt Tshombe áleiðis til Brasilíu þar sem hann ætlaði að sitja fund Siðvæðirvganhreyflingarnnar. En hann komst aldrei lengra en til Parísar. Þar hitti hann 17 ára son sinn, sem var að ganga undir botlangaskurð, og sneri síðan aftur heim í ofboði. Bardagar höfðu bloss að upp. Áhrifin af ræðunni hans á dögunum voru nú að koma betur í ljós. Her Tshombe. telur um 12 þús. manns, en auk þess treystir hann á alla, sem beitt geta boga og örvum eða öðrum álíka frumstæð um vopnum. En kjarni hers ins eru 200 hvítir menn, menntaðir foringjar, höfuð hersins. Um þessa menn stendur stríðið í Katanga, þvl samkvæmt saroþykkt Ör yggisráðsins er það hlut- verk hersveita SÞ að fjar- lægja hina hvítu foringja úr her Tshombes. Aginn er lítill í hernum og kunnugir segja, að nyti Tshombe ekki hinna hvítu, þá hyrfi sá litli agi, sem skap aður hefur verið. Tshombe gæti þá alveg eins vel átt von á því, að hermenn hans ynnu honum og hans mönn um tjón — á þeim hvítu .... ;• .* 0 . .. ’ m ’ j Tshombe í París (t.v.) ásaft Diur, efnahags- og menningarmálafulltrúi sendi- nefndar Katanga í París.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.