Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 13. des. 1961 M OTtr,Tnvrtr.-Z ÐIÐ 13 Nafn Skúla fögeta geymist „á meðan Viðey klýfur öldurót" í GÆR, 12. desember, voru 250 ár liðin frá fæðingu eins merk- asta íslendings, sem uppi hefur verið, Skúla landfógeta Magnús- sonar. Ekki þarf að kynna Skúla fyrir lesendum Morgun- blaðsins, því síður verður reynt að gefa heildarmynd af þeim afrekum, sem hann vann við hin erfiðustu skilyrði. Aðeins 22ja ára gamall var hann skip- aður sýslumaður Austur-Skaft- fellinga, en síðar varð hann sýslumaður Skagfirðinga og gegndi því starfi í 12 ár. Þótti hann mjög umsvifamikill og röggsamur sýslumaður og fram- ikvæmdasamari en Skagfirðingar áttu að venjast af sýslumönnum BÍnum. Sem viðurkenningu fyr- ir ágæt störf í Skagafirði, var hann skipaður landfógeti 1749, flestum að óvörum, og þóttu það mikil tíðindi, enda áttu menn ekki von á því, að jafn „illur djöfull sem landfógetinn“, eins og Skúli komst sjálfur að orði í einu bréfa sinna, gæti verið íslenzkur. Strax fyrsta ár hans sem landfógeta, fékk hann því framgengt, að honum yrði reist hús í Viðey og það yrði úr höggnum steini. Var það fyrsta steinhúsið, sem byggt var á íslandi. ' Ekki verða störf Skúla fógeta í landfógetaembættinu rakin hér, en þess getið, að þegar á árinu 1750 hóf hann undirbúning að Innréttingunum, sem svo hafa verið nefndar. í tillögum hans kennir margra grasa, m. a. hvet- ur hann til aukinnar ræktunar, svo sem akuryrkju og garð- ræktar, og vill að danskir bænd ur komi til íslands að kenna Islendingum þessi störf. Þá hvetur hann til aukinnar skóg- ræktar, bendir á að útgerðinni sé nauðsyn að fá nýja báta og veiðarfæri og síðast en ekki sízt vill hann koma hér á fót iðnaði, ekki sízt ullariðnaði. Skúli fór utan og lagði tillögur sínar fyrir stjórnina og fékk þær samþykktar. Var siðan haf- izt handa um framkvæmdir, keypt tvö fiskiskip, áhöld keypt til verksmiðjanna og bændur fengnir til að kenna íslending- um jarðrækt. Við Elliðaár var komið á fót þófaramyllu, ull- arverksmiðju, spuna og skinna- verkun í Reykjavík og brenni- steinsnám var hafið í Krýsuvík. Ekki verður þessi starfsemi Skúla Magnússonar frekar rak- in hér, en þess má að lokum geta, að Innréttingarnar fóru út um þúfur, þegar verzlunarfélag- ið tók við þeim 1764. Skúli Magnússon andaðist 9. nóvember 1794. Tveggja alda afmælis Skúla fógeta var minnzt hér í Reykja- vík 12. desember 1911, og segir ísafold m. a. svo frá þeim at- burði daginn eftir: „í gær var haldið hátiðlegt hér 1 bæ og víða um landið 2ja alda afmæli Skúla landfógeta Magnússonar. Veifur voru dregnar á stöng um allan bæ- inn og síðari hluta dags voru margar búðir bæjarins lokað- ar. Um kvöldið var haldið mjög fjölmenn kvöldveizla í Hótel Reykjavík. í henni tóku þátt nálega 200 manns. Aðalminn- ingarræðuna um Skúla fógeta flutti Jón Jónsson, sagnfræð- ingur.“ Síðan birtir blaðið ágrip af ræðu Jóns sagnfræðings, auk kvæðis eftir Guðmund Magnús- son, skáld, um Skúla Magnús- son, sem sungið var í hófinu. Þá er þess getið, að Sighvatur Bjarnason bankastjóri hefði flutt ræðu fyrir minni íslands og eftir henni hafi verið sung- ið „Eldgamla Isafold“. Loks tal- aði Ásgeir Sigurðsson, kaup- maður, formaður þeirrar nefnd- ar, er gekkst fyrir hátíðinni af hálfu verzlunarstéttarinnar, og er ræða hans birt í blaðinu. Enn töluðu Halldór Jónsson, fyrir minni Reykjavíkur, og Sveinn Björnsson fyrir minni íslenzku verzlunarstéttarinnar. „Þá voru borð upp tekin og skemmtu menn sér hið bezta við dans og annan gleðskap fram eftir nóttunni. Samsætið fór hið bezta fram, og var, svo sem önnur afskipti af þessari minningarhátíð, mjög til sóma verzlunarstétt höfuð- staðarins.“ Upphafið að ljóði Guðmundar Magnússonar er á þessa leið: Signet Skúla Magnússonar Við sjáum þig í sögu þinnar ljóma sem soninn bezta er land vort átti þá, og .tvennar aldir orð þín til vor hljóma, sem eggjan þínum snörpu senn- um frá. Vér finnum streyma styrk frá þínum boga, hans stál í gegnum aldar- skvaldrið hvín, og sái þín hrein, sem Hekla öll í loga, í hverri vorri framsókn síðan skín. Ljóði sínu lýkur skáldið með því að segja, að ævistarf Skúla fógeta muni aldrei gleymast, því það eigi djúpa rót í sálum vor- um, og nafn hans muni ætíð gleymast á „meðan Viðey klýfur öldurót“. Jón sagnfræðingur sagði m.a.: „Það er verzlunarstétt ís- lands, sem mest hefur gengizt fyrir því að rækja minningu Skúla fógeta, gengizt fyrir því m. a. með rausnarlegum sam- skotum til styrktar og þroska íslenzkri verzlunarstétt. Og þetta er óneitanlega vel til fallið, þvi Skúli fógeti hefur leyst verzlun íslendinga úr læðingi. Hann hefur fyrstur manna lagt grund völlinn undir islenzku verzlun- arstéttina, yngstu stéttina í land inu, áreiðanlega eina nytsöm- ustu í landinu, — og eftir ýms- um ummerkjum að dæma sýn- ist hún ætla að verða ein með nýtustu stéttunum.“ Ásgeir Sigurðsson sagði m. a. í sinni ræðu: „Það er líka eftirtektarvert, að það skuli vera verzlunarstétt landsins, sem nú gengst fyrir þessari minningarhátíð, þegar við hugsum til þess, hvern hug sama stétt landsins bar til Skúla á hans dögum. Þá vildu víst kaupmenn hafa séð hann hengd- an, nú safna kaupmenn fé til minningarsjóðs um hann. — Svona breytast tímamir.“ ROSATÍÐ AKRANESI, 12. des. — Eg átti tal við bóndakönu af bæ einuan utan Skarðsheiðar í dag. Sagði hiún að harðindi hefðu verið í sveitinni nú hátt á 3. viku. Fyrst gerði hann norðan rok með frosti, gekk síðan í SV átt með slyddu og þá í norðrið að nýju og hleypti í flemma, svo að afarslæmt var á högum. NA næðingar hafa hald ist síðan með 6—12 stiga frosti þar til í fyrrinótt að þýddi. í byrj un frostkastsins tóku flestir bænd ur á þessum slóðuan fé á gjöf. ■— Oddur. Ragnar í Smára skrifar Vettvanginn í dag. Hann f jallar m. a. um áskrifendur að heimsmenningunni. — Æskan þarf að verja sig fyrir hinum eldri. — Manns- sálin flóknari vél en útvarps — eða sjónvarpstæki. Greinina nefnir höfundur: HVAÐ ER ÞÁ ORÐIÐ OKKAR STARF? EG bið yður velvirðingar á því, hr. ritstjóri, að ég byrja á að kynna mig, þó ég hafi raunar nokkuð oft áður notið gestrisni yðar og þegið eftirsótt rúm í þessu blaði. 1 Eg er sunnlenzkur sveitamað- ur í húð og hár, alinn upp á sjálf runnu lýsi, trosi, íslendingasög- um og Passíusálmum. Þó ofmælt sé að ég hafi brotizt til sjélfs- bjargar úr sárri fátækt, það er oflof, því miður, liggur mér við *ð segja. En ég vandist því strax og ég komst á legg, að ætlast var til að ég skilaði nokkru dags- verki, að ég mætti, þó í smáu væri, vera veitandi en ekki að- eins þiggjandi í heiminum. Eg er alinn upp við móral Björns í Brekkukoti, að maður eigi að vinna fyrir mat sínum. Og er íoreldrar mínir sendu mig hing- að á verzlunarskóla, var ekki að- eins hrver eyrir færður mér til reiknings og endurgjalds, heldur einnig gert skiljanlegt, að jafn- vel á skóla í kaupmennsku færi maður ekki til þess að læra að evindla sig gegnum lífið, fá mik- |ð fyrir lítið — eða ekkert, að guð hjálpaði þeim einum sem hjálpa sér sjálfir. Þá var kennt að á skóla væru menn sendir til þess að finna sjálfa sig, leita að trú og sannfæringu — stunda með eljusemi og einurð að leggja Gtein við stein í þá musteris- hyggingu. Það var litið svo á að én þessarra máttarviða í skap- gerð manneskjunnar, væri hún eem rekald á öldum lífsins, það vonarlausa fley, þó búið væri fullkomnustu öryggistækjum, ■þm hvorki hefði eldsneyti að knýja vélar, né stýri, en vindar og straumar réðu ferð þess og stjórn unz þeim þóknaðist að mola það í spón. Þó mér hafi sjálfum i flestu mistekist að fylgja fordæmi að heiman, misnotað gestrisni lands °g Þjóðar meira en orð fái lýst, hefir mér haldizt furðanlega á arfi úr foreldrahúsdm, vissunni um að eina stýrið, sem vísar leið- ina ti'l hafnar, sé sannfæringin, og eldsneytið sem öllum dugi að knýja skip sitt gegnum storma lífsins, trúin á almáttugan guð. Eg held ekki að menning nú- tímans og tækni hafi felt úr gildi neitt af því sem mér var kennt heima, og hér hefir verið reynt að lýsa. Og ég er jafnsannfærður um að hamingja mannsins er enn sem fyr fólgin í bví að njóta þess eins, sem unnið hefir verið fyrir í sveita síns andlits. Hin full- komna hamingja jafnvel ekki föl fyrir aainna en bá fórn að sveit- ast blóðL n Hin síauikna tækni nútímans hefir fært heiminum mikla bless- un á mörgum sviðum. Verðmæti hafa bókstaflega hlaðist upp og vonleysinu bægt frá dyrum milljóna manna. Kannske er vel- megun þo óvíða almennari en á þessu landi, þó flest megum við minnast erfiðrar færðar, og enn sé þungt undir fæti hjá mörgum. En jafnvel áður, er við vorum ein fátækasta þjóð veraldar, átt- um við traustan rnetnað, að vilja standa á eigin fótum en ekki ann- arra. Þessa stundina virðist okkur standa til böða að flá mikið fyr- ir lítið— kannske fyrir ekkert. Okkur býðst hvörki meira né minna en að gerast nokkurs kon- ar áskrifendur að heimsmenn- ingunni á einu bretti. Bara hringja — hreyfa takka á smó- tæki, og hún kemur fljúgandi í engilslíki innum gluggann til okkar, eða gegnum vegginn, með fullt fangið af dýrindis krásum, sem hér hafa á einskis manns borði sést, fyr né síðar. Við þurf- um aðeins að vera viðbúin að leggjast flöt á gólfið, en í þessum stellingum fáum við auðveldast handsamað ilminn af dýrðinni, sem hefir tiihneigingu að‘ gufa upp — og allt fyrir ekkert, nema kannske lítið brotabrot af sjálifs- virðingunni. Fáráðlingur af þess ari tegund hlaut í strákahópi í mínu ungdæmi auknefnið: stikk frí aukabiti. Nöldur þess efnis, á hverju þeir ólánsmenn eigi að lifa, sem svo eru útundan í tilverunni, að þeir eigi ekki betri kosta völ, en að taka nokkra þóknun fyrir störf sín, á kannske varla heima, enn sem komið er, í þessum umræðum, fremur en þau bannorð tungu okkar: Heiðarleg samkeppni. III í blöð ofckar er mikið skrifað um vaxandi glæpahneigð, ný vandamál æskunnar á atómöld, rótleysi hennar og skort á trú og virðingu fyrir hollu starfi, og það þrátt fyrir síaukin framlög, næst um fjáraustur, til menntamála Og skemmtana. Síðasta skrefið í þá átt að siða mannfól'kið: byggja handa því fangageymslu áfasta konsert- og leikihúsum þess. Næsta óljúgfrótt tímanna tákn. Þó skrif þessi séu flest brennd marki áróðurs frá hægri eða vinstri, og sanni næst muni vera að æskan þurfi fremur að verja sig fyrir hinum eldri Og reyndari, en við séum í hættu frá henni. Er mjög undarlegt þó einn flá- vís sveitamaður spyrji hvort allt þetta stafi af hættulegri fast heldni viþ flornar dyiggðir. Mundi ekki sanni nær að hér væri að koma í ljós ein afleiðing þess að komist hefir maðkur í rnysuna í hinum stórvirku efnasmiðjum heimsmenningarinnar, útvörpum og sjónvörpum, sem mala bæði malt og salt ofan í fólkið, í sín- um óðu kvörnum, sömu vél- strokkuðu prógrömin, sömu andlausu plöturnar, ár og síð, allan liðlangan sólarhringinn, unz ofraun er mannlegum taug- um. Mundi ekki líka skaðlaust að renna auga að þeirri bless- aðri staðreynd, að mannsálin er flóknari vél en útvarps- og sjónvarpstæki, er svitsa má af einni öldulengd á aðra með léttu handtaki. Hefir okkur ef til vill láðst að taka eitt og annað með í reikninginn, er við fluttumst úr gömlum heimi í nýjan, þegar vlð fólum útvarp- inu að annast uppeldi okkar t.d., og foreldrar að mestu óþarfir á heimilunum, nema sem vinnu- dýr, en pólitískir fulltrúar mat- reiða okkur allt andlegt fóður, og Hallgrími og Jónasi stungið ofaní kistu að gleymast þar. Hefir kannske það lífsseiga [ andlega samband, sem tíð- um komst á milli hinna skap- andi meistara í gröfum sínum og almennings í landinu, undir flutn ingi húslestra og skáldiskapar á lokuðum beimilum, konsertsölum og leikihúsum, rofnað að veru- legu leyti á leið sinni um slitrótt- an bláþráð hins mekaniska end- urflutnings. Hin steindauða per- fektsjón og lágkúrulega fræðsla um allt milli himins og jarðar, þessir hundleiðinlegu glamrarar sem vita 'allt, en hafa þó eimhvernveginn efckert að segja, liggur ekkert á hjarta, er típ- ísfct afsprengi útvarps og sjón- varpsmenningar nútímans. Þetta þrádauða fólk er að leggjast eins og kal yfir lönd og lýð. Og það þrúgar okkur æ meir, unz ung kynslóð gerir uppreisn gegn þessari deyfandi andlausu gervimenningu, þessari gengdar- lausu útþynningu á andlegu kapítali mannkynsins, og krefst næðis að rækta hug sinn og hjarta. IV Hér verður ekki rætt um nauðsyn þess að hafa starfs- menn samtaka okkar, Nató- samtakanna, í Keflavík. En þau voru stofnuð á sínum tíma til að vernda sérkenni og sjálf- stæða menningu þjóða, lika smáþjóða, eins og okkar. Ég er einn þeirra sem hef beðið þá að vera hér, ef svo slysalega skyldi fara að nýr fjöldamorð- ingi, Stalín eða Hitler, fengi Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.