Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. des. 1961 Það er engin þörf að kvarta Endurmmningar frú Kristínar Kristjánsson, skráðar af Guðmundi G. Hagalín Saga af lífi merkrar konu í tveimur heimsálfum og tveimur heimum. Kristín Helgadóttir Kristjánsson er Borgfirðingur að ætt og uppruna Hún fluttist til Reykjavíkur innan við tvít- ugs aldur, og var þar í vistum í nokkur ár á myndar- heimilum, m. a. hjá I.und apótekara, Thor Jensen og Birni Jónssyni ritstjóra. Fluttist síðan til Kanada, giftist þar og bjó þar í þrem íslendingabyggðum í 17 ar. Fluttist síðan aftur til fslands og er nú búsett í Reykja- vík. Þeir eru margir, bæði hér heima og vestan hafs, sem þekkja Kristínu. Kinkum eru það dulrænir hæfileikar herma og hjúkrunarstörf, sem hún er kunn, fyrir en hún ei ekki einvörðungu merk fyrir þær sakir, heldur engu síður sakir þess að hún er stórbrotin kona, sem hefur til að bera marga þá kcsti, sem löngum hafa verið mest metnir í fari íslenzkra kvenna, svo sem dugnað, áræðl, þrautseigju og skörungs- skap. Auk J>ess er hún göfug kona, sem líf í tveimur heimum og tveimur heimsálfum og mikil og margvísleg reynsla hefur ekki rnegnað að beygja eða brjóta, heldur þroskað og gætt óvenju ríkri og frjórri ábyrgðartil- finningu, fórnfýsi og kærleika til alls sem lifir og þjáist. Þetta er stórbrotin og hrífandi saga um sérstæða konu, sem er svo mikillar gerðar, að allt, sem fram við hana hefur komið, engu síður illt en gott, hefur aukið á reysn hennar og styrkt hana. SKUGGSJÁ Sœnskir snjóbílar SNOW TRAC Frá umbjóðendum vorum í Svíþjóð, Westeraasmaskiner, getum vér útvegað með stuttum fyrirvara þessa hagkvæmu snjóbíla. Bílornir eru fluttir til Ameríku í stórum stíl, sérstaklega til Alaska, og eru notaðir af flughernum. strandgæzlusveitum, raf- veitum, símaþjónustu o. fl. Bíllinn er með loftkæídri Volkswagen vél, húsi fyrir sex farþega, auk bílstjóra, miðstöð o. fl. Nanari upplýsingar á skrifstofunni. CESTS6QN Vatnsstíg 3 — Sími 17930 Attræð i dag: Frú Marie Ellingsen ÁRIÐ 1903 fluttust frá Noregi búferlum til íslands ung hjón, þau Marie og O. Ellingsen. Hafði hann ráSizt hér til starfa í þágu vaknandi atvinnulífs. Ef til vill hafa þau hjónin eigi ráðgert að staðfestast hér á landi til fram- búðar. En sú varð raunin, að ís- land varð þeim nýtt fósturland. Enn varð nýtt landnám af Nor- egi, og enn hlaut ísland „norskan arf“. Ellingsenshjónin voru óvenju- lega glæsileg í sjón og reynd og búin fágætum mannkostum. Þau voru mjög samhent, eigi aðeins um heill fjölskyldu sinnar og heimilis, sem einkenndist af rausn og þokka, heldur einnig og engu síður í almennu líknarstarfi, sem lítt var flíkað. Og ótaldir eru þeir einstaklingar, er á einn eða annan veg nutu hjálpar þeirra og fyrirgreiðslu, sumir í svo rík- um mæli, að úrslitum réð um framtíð þeirra. Hinn mikli öðlingsmaður O. Ellingsen er látinn fyrir allmörg- um árum, en frú Ellingsen verð- ur áttræð í dag. í minningunni eru svo samstæðar myndir þeirra hjóna, að annars verður eigi get- ið, án þess að hins sé minnzt. Frú Ellingsen er hámenntuð gáfukona, sem í kyrrþey hefur unnið mikið starf að mannúðar- og félagsmálum. Veit ég engan, sem svo undantekningarlaust sem hún hefur viljað gott eitt leggja til manna og málefna. Hún hef- Stykkishólmsbúar Jólaskreytingar, krossar og kransar Pantið tímanlega Steinunn Bókhlööurtíg 9 — Stykkishólmi Atvinna Höfum atvinnu fyrir duglegar reglusamar stúlkur við ýmíss störf. Vinnumiðlunin Laugavegi 58 — Sími 23627 Þurrbatferí Fyrir VASALJÓS — LUKTIR — TRANSISTOR VIÐTÆKI — LJÓSMYNDALAMPA Ávallt fyrirliggjandi. Heildsala — Smásala BRÆÐURNIR ORMSSON H.F. Vesturgötu 3 — Sími 11467 ur látið sér mjög annt um góð samskipti Norðmanna og íslend- inga og á heillaríkan hátt stuðlað að vináttu og samhug þessara frændþjóða. Hefur konungur Noregs af þessu efni sæmt hana Sct. Ólavsorðunni, en áður hafði maður hennar hlotið það heiðurs- merki. Á þessum degi á frú Ellingsen margs að minnast, og mörgum mun verða til hennar hugsað með þakklæti fyrir liðna tíð. Láf henn ar hefur verið fagurt. Um hana hefur ávallt verið heiðríkt og bjart, jafnt á gleðistundum sem þá, er harmur var í húsi. Heill og hamingja fylgi henni og fjöl- skyldu hennar um ókomin ár. Jónatan Hallvarðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.