Morgunblaðið - 22.12.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.12.1961, Blaðsíða 5
t Föstudagur 22. des. 1961 MORCDTSBLÁÐIÐ 5 MÁXTUR ÁSTARINNAR heitir fyrsta bók reykvískrar húsmóður, Ingfibjarffar Jóns- dóttur.....er það ek'ki svona, sem auglýsingar hafa hljóðað síðustu daga. Maður gerizt for- vitinn. Hvað er þetta? Eru reykvískar húsmæður að und- irbúa sókn á þéttumsetnum ritvelli vOrrar þjóðar — eða eru þær bara að byggja? Ingi- björg Jónsdóttir hefur látið að því liggja í viðtölum, að hún væri að byggja, en gagnrýn- endur segja hana gott efni í skáldkonu — hvað viltu segja okkur um þetta Ingibjörg, tókstu til við sagnaigerð, af því að þið hjónin voruð að byggja, eða vilfcu flytja heiminum ein- hver ný sannindi? — Nei — mér er engin laun- ung á því, að ég seldi þessa sögu af því að mig vantaði peninga og sá ekki betur en menn væru að selja ritsmíðar í stórum stíl, sem ekki eru all- ar jafn mikill skáldskapur. Ég sýndi Gunnari í Leiftri söguna og hann vildi strax gefa hana út. Annars hef ég þýtt fram- haldssögur í nokkurn tíma — óskaplega lélegar — og skrif- aði söguna aðallega til þess að sýna bóndanum, að ég gæti gert eins vel, eða betur, sjálf. Annars finnst mér ekkert eins ómerkilegt og ástarsögur. — Er önnur saga X bígerð? — Já, önnur kemur út á næsta ári og hugmyndin að hinni þriðju er í fæðingu. Yið vitum sem sagt, að Ingi- hjörg Jónsdóttir er gift kona, fjögurra barna móðir, vinnur úti hálfan daginn við bók- haldsstörf og þýðir framhalds- sögur í frístundum- Hún saum- ar mikið á börn sín, sezt gjarna með prjóna í höndum og les góða bók á meðan — og svo skrifar hún skáldsögur. Einhverntíma hefði þetta ver- ið talið ærið verkefni fyrir eina konu — það væri fróðlegt að heyra sköðun Ingibjargar á því, hvort húsmæður hafi nú orðið svo miklu rninna að gera á heimilum sínum, eða hvort kröfurnar séu mjög að minnka. — Þetta er aðeins skipu- lagningaratriði, segir Ingi- björg, Fari konur á fætur á morgnana það snemma, að þær geti gefið manninum og börnunum morgunkaffi, ja — þá ættu flestar að hafa lokið sínum algengustu húsverkum kl. tíu til ellefu. Títt er, að konur fari í morgunkaffi hver til annarar — síðan í eftirmið- dagskaffi, eða að verzla, ramba búð úr búð — hefurðu séð allar húsmæðurnar, sem sitja á Hressingarskálanum í kaffitímanum, dauðleiðar og dauðþreyttar á að drepa tím- ann? Auðvitað er þetta ekki algilt, en afar algengt. Og það vita konur — þær vilja bara eklki viðurkenna það — vilja auðvitað láta mennina sína halda, að heimilisstörfin séu afskaplega erfið og „full time jöb“, sem þau vitaskuld eru stundum. — Hefurðu börnin á barna- heimili? — Já, tvö yngstu börnin, 4 og 6 ára strákar eru í Tjarnar- borg. Þar er ótrúlega margt gert fyrir börnin og aðhlynn- ing framúrSkarandi góð. Ég er sannfærð um, að engin mamma mundi endast til þess að gera allt það fyrir þau, sem fóstrumar gera. Mér finnst, að sérhver kona ætti að eiga þess kost, — hvort sem hún þarf þess eða ekki —, að hafa börn sín á barnaheim- ili einhvern hluta dagsins, þó ekki sé nema þeirra vegna. Það væri nær fyrir þjóð'félag- ið að nýta vinnukraft þeirra kvenna, sem sitja á kaffihús- um og ramba um í búðum svo klukkustundum skiptir — burt séð frá því, að ég er „prinsi- pielt“, á rrjóti því að kvenfólk vinni úti? — Hversvegna? — Mér finnst sjálfri ég vera að svíkja eitthvað, veit ekki hvað — finnst það bara stund- um. Annars hefur það fjöl- marga kosti, að konur vinni úti. Þær halda sér yfirleitt meira til, gera meira fyrir börn sín þær stundir, sem þær eiga með þeim — en er það þá ekki vegna þess að þær vilja bæta þeim eitthvað upp? — Þær kunna líka oft betur að meta óskir manna sinna um að að afloknum vinnudegi. Þær njóta hvíldar á sínu heimili, að afloknum vinudegi. Þær eru oftast lausar við þær grill- ur margra húsmæðra, að eig- inmennirnir séu allan daginn að skemmta sér í vinnunni, meðan þær sjálfar sitji heima með sveitt enni, pússi gólf og stjani við börn. En þrátt fyrir það er ég þeirrar skoðunar að megin skilyrði fyrir góðu hjónabandi sé, að konan sé á sínu heimili, geri það að þægi- legum dvalarstað fyrir fjöl- skylduna, noti frístundirnar sér til gagns og sé góð við manninn sinn. — Hvernig góð? Alla vega góð, aðallega inn- an í sér. Það þýðir ekert að vera góð. og elskuleg á ytra borðinu, ef það kemur ekki innan frá. Áramútin í Glaumbæ Gamlárskvöld 1961 Hátíðamatur framreiddur frá ki. 18—23.30 2 : 2 í> ij Áramótafagnaður í Næturklúbbnum J | I ‘J 2 ((, Fóstbræður syngja inn nýjá árið ((, 2 } ((, „Franskur morgunverður“ innifalinn (í, Nýársdagur 1962 NÝÁRSFAGNAÐUR Húsið opnað kl. 19 — Dansað til kl. 2. 2rALA DJNER DE LA St. SYLVESTER Framreiddur kl. 20—23 < í aðgangseyri Aðgöngumiðar seldir í Glaumbæ. 2 | ! 2 CONSOMMÉ St. SYLVESTRE ★ PATÉ DE VEAU AU JAMBON TRUFFÉ OU BRIOSHE DE SAUMON MAITRE PIERRE OU CRLSTADE LUCULUS FOIE GRAS GELEPORTO ★ LA SURPRISE DU CHEF ★ | 'OIE DU PAYS FARCIE RÖTIE PALAIS Borðapantanir í síma 2-26-43. 'J ROYAL FLANQUÉ DE SES LÉGUMES 1 2 Karlakórinn Fóstbræður. ^ 1 ALMANACH 1962 EDITION DU CHEF Café et petits-fours Viðskiptavinir, sem eiga pöntuð borð vinsamlega sæki kvöldverðarkort fyrir kl. 18.00 fimmtudaginn 29. desember. Claumbœr FrÍKÍrkjuvegi 7. PÖLÝFONKÖRINN JÓLATÓNLEIKAR í Kristskirkju, Landakoti, annan jóladag kl. 5 e.h. Söngstjóri: íngólfur Guðbrandsson. Einieikur a orgel: Dr: Páll Isólfsson. Á efnisskránni eru m. a. ýmis jólalög og þættir úr verkum eítii Beriioz og J. S. Bach. Aðgöngumiðar í bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar og Hljóðfæraverzluninni Vesturveri. Tónleikarnir verða ekki endurteknir. Hinir vinsælu almennu Jófatrésfaqnaðir verða haldnir í SII.FURTUNGLINU dagan 28., 2«. og 30. des. kl. 3 e.h. Tvær 13 ára stúlkur syngja með hljómsveit. Magnúsar Randrup Skyrgámur kemur í heimsókn. Sala aðgöngumiða hefst annan jóladag kl. 2 e.h. Verð aðgöngumiða aðeins kr. 30.00. ^ Pantanir teknar í sima 19611. SILFURTUN GLIÐ. Handurmir leirmunir til jólagjafa LISTVINAHÚSIÐ Skólavörðuholti. HEINZ ÓLÍpU r HEINZ fjeLLji WTO ö SERVINQ8 .... aííir Heildsölubirgðir: O. JÍOHINiSOIM & KAÁBER HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.