Morgunblaðið - 22.12.1961, Side 13

Morgunblaðið - 22.12.1961, Side 13
Föstudagur 22. des. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 13 heims og annars Guðm.undur Gíslason Hagalín: ÞAÐ ER ENGIN ÞÖRF AÐ KVARTA. Skuggsjá. 1961. ^ í>etta er saga Kristínar Helga- öóttur Kristjánsson, sem er merk kona og hefur lifað lífi sínu í tveimur heimsálfum og tveimur heimum. Bókina hefur Hagalín að mestu ritað eftir frásögn Kristínar sjálfrar. Engum mönnum er Bagalín lík ur, liggur mér nú við að segja, eins og Flosi sagði einu sinni um Kára. Tveim og þrem sögubókum slöngvar hann inn í bókmenntirn er á hverju einasta ári, hvat- skeyttur, óþreytandi, engum lík- ur nema sjálfum sér, alltaf að verða sjálfum sér líkari, meiri og meiri Hagalín. Þjóðlífið er orð ið fullt af anda hans og krafti. Vestfirzkan hans margorð og ein- kennileg kyeður við eins og brim hljóð gegnum fjölraddaðan klið daganna og áranna. Söguhetjur hans fyrirfreðarmiklar, háværar og kjarnmeiri en annað fólk, sitja til borðs með okkur inn á sérhverju heimili landsins, allt frá Sæmundi skipstjóra Og Eld- eyjar-Hjalta til Móniku á Merki- gili, Jóns Oddssonar bretajarls og Kristínar hinnar skyggnu 'He’wadóttur frá Skarðshömrum. Með Virkum dögurn, ævisögu Sæmundar Sæmundssonar, hóf Hagalín að rita nýjar íslendinga- sögur, sem eru aldarspegill þjóð- arinnar á mótum sérkennilegrar fortíðar og umsvifamikillar nú- tíðar. Þar með varð hann upphafs maður þeirrar fyrirfreðarmiklu bókmenntagreina hélendis, sem byggð er á þeirri aðferð, að láta sö'mhetjuna sjálfa leggja til efni- viðinn með eigin frásögn, en rii- höfundurinn hleður siðan úr efn inu listræna byggingu, mótar, fellir saman og fágar. Með fyrstu verkum sínum af þessari gerð vakti Hagalín strax upp herskara af rithöfundum, sem tóku upp aðferð hans eða aðrar henni skyldar. Enn í dag er hann þó stórvirkastur þeirra allra og jafnsnjallastur, og má |>ví með sanni nefna hann ókrýnd an konung íslezkrar ævisagnarit- unar um síðastliðið þrjátíu ára skeið. Kristín Helgadóttir Kristjáns- son, sem frá er sagt í bókinni „Það er engin þörf að kvarta" er Borgfirðingur að ætt og upp- runa, fædd og uppalin á Skarðs- hömrum í Norðurárdal. Ekki læt ur Hagalín það þó nægja að byrja bók sína við fæðingu Kristánar. JSTei, hann byrjar á búskaparsögu langafa hennar og langömmu, eem bjuggu á Hraunsnefi í Borg arfirði frá 1837—1875. Þau hétu Guðmundur Sturlaugsson og Oddný Þorgilsdóttir. Þeirra dótt- ir var Kristín sem fyrst eignaðist barn í foreldrahúsum með manni, eem hún fékk ekki að giftast, en varð síðar kona Bjarna bónda á Skarðshömrum. Þeirra dóttir var Helga, sem varð kona Helga fÁrnasonar. Þau bjuggu allan sinn búsikap á Hreimsstöðum í Norðurárdal og eignuðust 14 börn. Eitt þeirra var Kristín sögukona Hagalíns. Hún ólst ekki upp í foreldraihúsum, heldur eins Og fyrr segir hjá afa og ömrnu á Skarðshömrum. Af öllum þess- um forfeðrum, formæðrum og fræridgarði Kristínar segir Haga lín langar sögur og fróðlegar, eft- ir mánum smekk að vísu of lang- ar og fróðlegar, en þó eru það einkum kaflarnir um bernsku Kristínar, sem mér þykja lang- dregnir um of. Mikið er þar um skyggnilýsingar barnsins, . en „dulargáfu" sína sækir hún til ýmissa forfeðra sinna, sem frá er sagt í bókinni. En þó að ég, se mlhvorki er trúaður né van- trúaður á annað líf og dúlarfull fyrirbæri, hafi takmarkaðan áhuga fyrif lestri um slíka hluti, þá er ég handviss um að þessi bók er sannkallaður skemmtilest ur og fagnaðarboðskapur fyrir mikinn fjölda fólks hér á landi, og víðsfjarri fer því að ég vilji gera lítið úr eða varpa rýrð á trú þess og bókmenntasmekk. Áður en Kristín Helgadóttir er orðin tvítug að aldri flyzt hún alfarin úr Borgarfirði og sezt að í Reykjavík. Hún gerist vinnu- kona á ýmsum beztu heimilum í bænum. Fyrst hjá apótekarahjón unum dönsku Miohael Lund og konu hans, sem var systir frú Ueorgiu bonu Sveins Björnsson- ar forseta íslands. Söngkonan Gagga Lund er dóttir apótekara- hjónanna. Þegar þau fluttu af landi burt til Danmerkur, réðist Kristín Helgadóttir til frú Þor- bjargar og Thors Jensens. Auk Bezta jólagjöfin: Pottasett Sn. ÍS: * ’ Til að ©Ida maitinn og bera hann í á borðið. — Heldur matnum heitum. Ge/r Zoega hf. Vesturgötu 6. — Sími 13132. skyggnilýsinganna eru nokkrar allglöggar myndir dregnar upp af heimilisháttum og dagfari á þessum merku heimilum. Áttundi kafli bókarinnar ber titilinn „Man ' ég þá stund er hinzta sinn ég sá hann“. Hann fjallar um dvöl Kristínar í hús- inu Vinaminni hjá þeim frú Elísa betu Sveinsdóttu rog Birni Jóns- syni ritstjóra ísafoldar og ráð- herra. Þetta er mjög góður kafli. Margir landsbunnir menn koma við sögu, gestir í þessu húsi, en eftirminnilegust er lýsingin á húsbóndanum, bæði fögur og áhrifamikil. Banagrunur og hel- för bera uppi frásögnina, eru butðarásar hennar, en reyndar mætti eins segja að það væri manngöfgi og vongleði. Hagalín skiptir bók sinni í fjóra hluta, Þriðji hlutinn er langstyttstur og heitir Landið handan hafsins. Efni hans er lýsing á vesturför Kristínar, ferð inni til Kanada og fyxstu kynn- um þar. Ástæðan fyrir brottför hennar var þrálát og illkynjuð liðagigt, sem læknar í Reykja- vík töldu að ekki myndi lækn- ast nema sjúklingurinn kæmist í þurrara loftslag. Hún var tuttugu og fjögra ára þegar hún kom til Ameríku. Þar giftist hún Sigtryggi Kristjánsssyni verka- manni og átti með honum mörg börn. Síðar skildu hún við mann sinn, og eftir 17 ára dvöl í Kanada flutti hún heim til ís- lands ásamt sumum af börnum sínum og settist að í Reykjavík. Bókinni lýkur að vísu áður en Kristín flytzt heim, en ferð- in er ráðin. Gert er ráð fyrir öðru bindi sögunnar síðar. í eftirmála bókarinnar: „Sögu konan og höfundurinn“ segir Guðmundur Hagalín meðal ann- ars: „Það er alkunna að fólk sem gætt er sérgáfum, sker sig oft að ýmsu leyti úr fjöldanum í háttum, venjum og framkomu, — er talið sérlegt og sérviturt. Hafa til dæmis margir listamenn verið sagðir hálfgildings kynja- kindur og farið af þeim margar og oft skrýtnar sögur. Svo þyrfti þá engan að undra, þótt karlar og konur, sem gædd eru dulrænum hæfileikum í rik- um mæli, væru að ýmsu leyti á annan veg en fólk flest. Sum- ir menn fara hamförum til ó- sýnilegra heima og furðustranda, falla einnig í dásvefn, eru í vöku skyggnir á ekki aðeins svipi lát- mna manna, heldur og ýmsar kynjaverur, sjá fyrir óorðna hluti, geta sagt til um það, hvar þetta ,eða hitt, sem glatazt hefur, er niður komið, sjá at- burði sem eru að gerast langt í burtu — og enn fremur atvik, sem gerzt hafa fyrir mörgum árum eða jafnvel öldum. Hefur mér jafnan virzt með miklum ólíkindum, að skyggni á dular- heima og duldar reyndir tilver- unnar hefði ekki áhrif á mótun og þroska þeirra kynjakvista, sem hafa þegið slíkt vegamesti, og oft hefur mér dottið í hug, að mjög hljóti það að fara eft- ir skapgerð og vitsmunum ein- staklinganna, hvorf þetta vegar- nesti verði þeim hollur heiman- búnaður eða baggi, sem smátt og smátt sligi þá á þeirra jarð- reisu og meini þeim eðlilega lífsnautn. — — — Vinur minn, manndóms- og mannkostamaður mikill, mæltist til þess við mig, að hann mætti stofna til samfunda með okkur frú Kristínu Kristjánsson. Þá er hann lét mig ráða í, að dulræn- ir hæfileikar frú Kristínar, samfara manndómi hennar, vöndun og hjálpfýsi, hefðu haft gildi fyrir hann og hans nán- ustu á harmrænni örlagastund, vaknaði hjá mér áhugi fyrir að hitta hana í þeim tilgangi að kynnast, hvort hún mundi gædd slíkri athugunargáfu, einlægni og frásagnargleði, að hún hent- aði mér sem sögukona. Þessi bók - er ávöxtur þeirra kynna---------- Bókin „Það er engin þörf aS kvarta“ er rúmar 300 blaðsíður. Guðmundur Daníelsson. Jólagjöf fyrir unga og gamla málað eftir númerum Félagslíf Skíðakennzla í Skíðasbálanum í Hveradölum byrjar annan í jól- um kl. 10 f.h. Kennarar Stefán Kri&tj ánsson og Steinþór Jakobsson. Skíðafólk fylgist með æfing- unni frá byrjun. Væntanleg mót verða haldin á Nýársdag eftir hádegi. Allar upplýsinigar hjá B.S.R. í síma 11720 Skíðaráð Reykjavíkur skemmtileg dægradvöl MALARINN Vil ©J Eatoix. Enskir karímannaskór Spoi tskór — Kuldaskór SPARISKÓR GÖTUSKÓR EINUNGIS ÚRVALS VÖRUR f/V/VV Austurstræti 22. CÓÐAR BÆKUR TIL JÓLACJAFA Draumar og Dulrúnir — Guðspekin og gátur lifsins HLÍÐSKJÁLF v

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.