Morgunblaðið - 24.12.1961, Side 10

Morgunblaðið - 24.12.1961, Side 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. des. 1961 »^><!S>«>W<í*í><s><!*$><SxSx*^SxS><SSxíS«@x5fx@xSxg><®>^ & EINS og venja er til verður dagskrá útvarpsins sérstaklega fjölbreytt um jólin. Langar okkur til að kynna hér nokk- ur atriði hennar, en dagskráin í heild birtist á venjulegum stað í blaðinu. Klukkan eitt hefst lestur jólakveðja til sjómanna á hafi úti. Sigríður Hagalín, leikkona les kveðjurnar og velur lög- in, sem leikin verða á milli. Eins og kunnugt er, sér Sigríð 11 messa í Hallgrimskirkju, prestur séra Sigurjón Þ. Árna son, organleikari Páll Hall- dórsson. Tónlist Fjölbreytt tónlist verður flutt í útvarpið um jóiin og eru flytjendur bæði innlendir og erlendir. Af því sem tekið var upp sérstaklega fyrir jóla dagskrána má nefna orgel- leik og einsöng í Dómkirkjunni sem fluttur verður kl. 8 e.h. í kvöld. Flytjendur eru dr. Páll Sigríður Hagalín, Ieikkona, Ies jólakveðjur til sjómanna á hafi úti. (Ljósm.: Ól. K. M.) $ ur um sjómannaþáttinn „Á frívaktinni“. Sigríður sagði okkur, að hún myndi aðallega velja létt jólalög til að leika á milli kveðjanna; Jólakveðjur frá íslendingum erlendis verða fluttar á jóla- dag Og annan jóladag og hefst flutningur þeirra kl. 1 e.h. báða dagana. Messur í kvöld kl. 6 verður útvarp- að aftansöng úr Neskirkju, prestur er séra Jón Thoraren- sen. Jón ísleifsson leikur á orgelið. Við spurðum séra Jón Thor- arensen hvort prestar hefðu nokkurn annan hátt við flutn- ing messa, þegar þeim væri útvarpað. Hann kvað það ekki vera og sagði að aftansöngur- Séra Jón Thorarensen Séra Magnús Guðmuncsson inn í kvöld yrði venjulegur hátíðaaftansöngur og nn myndi tóna hátíðaljóð séra Bjarna Þorsteinssonar eins og venja væri til við hátíðamess- ur í Reykjavík. \ Kl. 20,30 í kvöld flytur séra Magnús Guðmundsson í Olafs- vík jólahugvekju. Aðrar guðsþjónustur, sem útvarpað verður um jólin eru: Messa í Dómkirkjunni á jóla- dag kl. 11 f.h., séra Óskar J. Þorláksson. Dr. Páll ísólfs- son leikur á orgelið. Kl. 2 e.h. á jóladag messa í Réttarholts- skóla séra Gunnar Árnason, á orgelið leikur Jón G. Þórar- insson. Á annan jóladag kl. Kæra María, kem ég senn_ kem að vagga drengnum enn, sem mun frelsa marga menn, það Maríu-barnið indæla og Ijúfa. , ■ - ► “ ★ Jólaópera útvarpsins. barna óperan ,.Hans og Gréta“ eftir þýzka tónskáldið Engelbert Humperdinch, verður flutt fimmtudaginn 28. desember. Þjóðverjinn L. Andersen bjó óperuna í söngleikaform og flytur útvarpið hana í því formi. Jakob Jóh. Smári þýddi söngleikinn úr þýzku. Flytjendur eru: Flokkur úr Sinfóníuhljómsveitinni undir stjórn Jindrichs Rohan, söng- fólk úr Þjóðleikhússkómum, einsöngvarar Og leikarar. Barnaóperan ,.Hans og Gréta“ er byggð á hinu þekkta ævintýri um Hans og Grétu úr Grimmsævintýrum. Systir tónskáldsins gerði jólaleik úr ævintýrinu fyrir börn sín. Síðar tók Humper- dinch saman nokkur þekkt þýzk barnalög, samdi sjálfur nokkur lög og bætti þeim inn í jólaleikinn. Upp úr þessu samdi hann svo barnaóperuna „Hans og Gretu“ og var hún frumflutt í Weimar 23. desem-ber 1893. Óperan gerist 1 skógi í Þýzkalandi á timum galdranorna og álfa. Persónur og leikendur eru: Pétur, sóflasali (Guðmundur Jóns- son). Geirþrúður kona hans (Helga Valtýsdóttir) Hans og Gréta, börn þeirra (Sigurveig Hjaltested og Þuríður Páls- dóttir) Galdranornin (Guð- ísólfsson og söngvararnir Hanna Bjarnadóttir og Sigurð ur Bjömsson. Dr. Páll leikur jólatónlist eftir Bach og söngv ararnir syngja jólasálma, með undirleik hans. ★ Á jóladag kl. 8 e.h. verður flutt hljómsveitarverkið „Jóla- saga“ eftir Carl Orff. Þýzka tónskáldið Carl Orff var tónlistarkennari í Munch- en. Tók hann upp þann hátt við kennslu barna, að semja verk við þeirra hæfi og or „Jólasagan" eitt þeirra. Sam- kennari Orff, Gunil Keetman, aðstoðaði hann við samningu verksins. Gerði hún textann. Verkið er samið fyrir barna- hljómsveit og barnakór og í því er einnig framsögn og ein- söngur. Flutning verksins í útvarpið annast hljóðfæraleikarar úr sinfóníuhljómsveitinni og Kvennakór Slysavarnafélags- ins undir stjórn Herberts Hriberschek. Einsöngvarar eru Snæbjörg Snæbjarnardóttir og Erlingur Vigfússon. Hið talaða orð flytja Þorsteinn Ö. Steph- ensen, Helgi Skúlason, Gestur Pálsson, Guðmundur Pálsson og Helga Bachmann. Sem dæmí um hljóðfæri-n, er notuð verða víð flutning „Jólasögunnar" má nefna klukkuspil, tréspil. paukur og b'j öllubumbur. „Jólasagan" segir frá fæð- ingu Jesús Krist.-. og hinni fyrstu jólanótt í Bethlehem. Er ■ mikið af textanum úr Bibíí- unni. Elísabet Guðjohnsen og Herbert Hriberschek þýddu textann, nema þrjú ljóð. er Jakob Jóh. Smári þýddi. Birtum við hér eitt þeirra: Kæri Jósep komdu senn, kom að vagga drengnum enn. Hann mun frelsa marga menn, það Maríu-barnið indæla og Ijúfa. Sigurður Björnsson. Hanna Bjarnadóttir. björg Þorbjarnardóttir), Sand krílið og Dafgarkrílið (Eygló Viktorsdóttir). Við birtum hér part eins ljóðsins úr óperunni, en það syngur Gréta, þegar hún og Han-s hafa verið skilin eftir í skóginum. Sviðið er: Skógur, bakatil er Nornhóll umkringd ur þéttum grenitrjám. Til hægri er stórt grenitré. undir því situr Gréta á mosavax- inni rót og bindur festar úr rauðum blómum með svartan koll. Til vinstri er Hans að tína ber. Kvöldroði. Gréta: (raular lágt fyrir munni sér) Sjá mann, í skógi stendur, svo stillt og kyrrt, og hefur rauðan möttulinn um sig gyr.t. Blessuð, segið, segið mór. hver sá maður, maður er, sem þann mjúka rauða möttul ber. Þessi maður, sem Gréta sér er Sandkrílið, en það er eins konar Óli lokbrá. Hann setur sitt sandkornið í hvert auga barnanna og þá sofna þau. Barnatímar Tveir barnatímar verða fluttir um jólin, annar á jóladag kl. 5,30 í umsjón Önnu Snorradóttur og hinn á annan jóladag á sama tíma í umsjón Skeggja Ásbjarnar- sonar, kennara. Barnatímanum á jóladag verður útvarpað beint úr út- varpssal, en þá verða þar samankomin börn starfs- manna útvarpsins og fleiri. — Frú Anna Snorradóttir stjórnaði slíkum barnatíma á sl. jólum og þótti hann tak- ast mjög vel. Barnatíminn nefnist „Við jólatréð", og sagði frú Anna, að hún skipti ‘ honum í tvo hluta. Þann fyrri nefnir hún „messuna". Þar talar séra Árelíus Níels- son við börnin um jólaboð- skapinn. Hljómsveit Magnús- ar Péturssonar leikur jóla- sálma og jólalög og telpur úr Melaskólanum syngja. — Hulda Runólfsdóttir segir jólasögu, er það sagan um litlu stúlkuna með eldspýt- urnar, eftir H. C. Andersen. Frú Anna Snorradóttir hefur í barnatímum þeim, sem hún hefur séð um í vetur, lesið ævintýri eftir H. C. Ander- sen og sagt börnunum frá lífi hans. Síðari hluti barnatímans á jóladag kallar frú Anna „Léttara hjal“, þá kemur jólasveinninn Hurðaskellir, en hann þekkja bömin frá því í fyrra, þá kom hann líka og skemmti þeim. Hann syngur nokkra bragi eftir Sigríði Ingimarsdóttur og gengur kringum jólatréð með börnunum. Við birtum hérna viðlagið við einn braginn, sem Hurða- skellir syngur: Nei! Sko, karlinn! Kominn er hann! Kominn ofan úr fjöllunum! Ungfrú Jólagjöf (Anna Guðm«ndsdóttir) Haldið þið hann hafi eitthvað handa okkur í pokanum? Einnig kemur „ungfrú jóla- gjöf“ í heimsókn í barna- tímann og segir börnunum fréttir úr Leikfangalandi. — „Ungfrú Jólagjöf“ er ein af persónunum úr barnaleikriti Þjóðleikhússins, „Ferðin til tunglsins“ og er það Anna Guðmundsdóttir, sem leikur hana. Jólaleikrit útvarpsins er „Þjóðníðingurinn" eftir Ib- sen. Leikritið verður ekki flutt í sinni upprunalegu mynd, heldur dálítið stytt og breitt af Arthur Miller. —■ Þýðinguna gerði Árni Guðna son magister. Leikritið verð- ur flutt laugardaginn 30. des. og tekur flutningur þess um 2 klukkustundir. Leik- stjóri er Helgi Skúlason. Aðalhutverkið, lækni við heilsustöð, leikur Þorsteinn Ö. Stephensen og báðum við hann um að segja okkur frá leikritinu: — Ibsen skrifaði leikritið 1882, sagði Þorsteinn, — og gerist það á þeim tíma. I því er tekin til meðferðar spurn- ingin um það, hvOrt meiri hlutinn hafi alltaf rétt fyrir sér. Leikritið fjallar um lækni, við heilsustöð, sem kemst að því, að vatnið, sem notað er við böðin er sýkt. Sjónarmið hans er sjónarmið vísinda- mannsins, sem vill að sann- leikurinn komi fram. En hann mætir andstöðu yfir- Framhald á bls. 17. Flytjendur Ieikþáttarins „Jólakvöld í sveit“ eftir Ragnar Jóhannesson: Frá vinstri: Bryn- jólfur Jóhannesson, Sigrún Kvaran, Guðrún Ásmundsdóttir, Anna Guðmundsdóttir og Halldór Karlsson. (Ljósm.: Ól. K. M.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.