Morgunblaðið - 24.12.1961, Síða 22

Morgunblaðið - 24.12.1961, Síða 22
QQP RÓMABORG er „borgin ei- lífa“ — en man þó tíma tvenna. Olympíuleikar eiga klassiska sögu, en hafa þó fall ið fyrir mannlegan veikleika og risið í mannlegum styrk- leika. Þeim, sem stóð á Capi- tol og sá olympiskan eld tendr aðan á rómversku eldstaeði, rómverska hermenn gæta báls ins og dætur Rómar og syni flykkjast þúsundum saman að einmitt þessum eldi, varð ó- sjálfrátt hugsað til eilífrar sögu um rómverskt veldi og olympiskan eld. Samsiáttur ör laga og mikilla atvika er ein- kennilega mikill milli þessara „eilífu" nafna. Þau áttu svo vel saman við eldbiarma á Frá „borginni eilífu“ til „lands sólarinnar“ Capitol „rómversk olympía" eða „olympisk Róm“. Já, Olympíuleikar sveiflast' upp í hugarfylgsnunum. Hlað in fornum og eilífum minning um og svipmyndum, en þó full af gáskasömu lífi, tók Róma- borg við Olympíuleikunum. Þangað söfnuðust hundruð þús unda manna og kvenna og hlutu neista þess elds, sem Olympíuleikar hafa megnað að kveikja í brjóstum manna, burtséð frá þjóðerni. Róm hefur áður verið yfirfull að- komufólks, en samt munu þess ir leikar eiga sinn kafla í sögu borgarinnar eilífu. Það er skemmtileg tilviljun, að einmitt á leikvangi í borg- inni eilífu, var hinn fyrsti fáni nútíma olympíu- leika afhentur fulltrum hins rísandi lands — lands sólarinn ar í austri. Frá Tokíó komu skáeygðir, velbúnir, kurteisir og stífgreiddir menn og tóku Olympíufánann í vörzlu sína. Austur þar vinna nú þúsund ir manna að undirbúningi næstu Olympíuleika. Skáeyg augu þeirra fylgdust með hverri athöfn í Róm, í Mel- börne, í Helsingfors (ög reynd ar áður) í þehn eina tilgangi að allt yrði bezt í Tokíó, þegar þar að kæmi. Og draumur hinna kurteisu og lágvöxnu Japana rættist- Eftir mikinn áróður hlutu þeir meirihluta samþykki alþjóða Olympítmefndarinnar til þess að standa fyrir Olympíuleik- unum 1964. Þeir lofuðu öllum þjóðum öllu. Og hafa sjálf- sagt ætlað að efna það allt. En enginn er almáttugur — jafn- vel ekki „land sólarinnar" í austri. , Hinir brosandi Japanir, sem unnu að því að Japan fengi tækifærið til að sína mátt sinn og megin á skipulagssviði mikilla Olympíuleiika urðu að lofa einni þjóð þessu og ann- arri hitt. Þegar til fram- kvæmda og athafna dró varð ekki óskum allra sinnt, jafnvel engar óskir uppfylltar — því milliveginn varð að fara. En þeir sjálfir fengu ósk sína uppfyllta og nú puða lág- vaxnir, skáeygðir Japanar þúsundum saman að undir- búningi Olympíuleikanna. Hinn olympiski eldur mua tendraður í landi sólarinn- ar. Fáninn og æskan flytur sig frá umhverfi sögufrægra högg og myndlistaverka í borginni eilífu til „land sólarinnar". Hinn olympiski andi er á rísandi vegi. Íslenzík íþróttahreyfing geng ur betlandi milli ráðamanna og jafnvel almennings til að geta haft örfáa keppendur og fána landsins meðal æsku- fólks og fána frjálsra þjóða á vettvangi æskunnar — Olym píuleikum. Samtímis rífast í- þróttaleiðtögar annarra landa um að fá að halda Olympíu- leika en slíkt fyrirtæki kost- ar hvert land hundruð millj. ísl. króna. Q8P Eftir hverju er þá að sækj- ast? Til hvers er að halda Olympíuleika? Eftirsóknin er aðallega fólg in í landkynningu- Megin á- góði íþróttahreyfingar þess lands, sem leikana heldur, er fólgin í því, að sé slíkt mót haldið, sameinast öll þjóðin um að byggja vegleg og ný- tízkuleg íþróttamannvirki, sem koma ókomnum kynslóð um að gagni. Sagt er að ítalir hafi tapað um 90 millj. ísl. kr. á vetrarleikunum í Cortina 1956. En án Vetrarleiikanna þá væri ekki fullkomin aðstaða til skíðaiðkunar né fullkomin hótel á staðnum, né heldur full komnar samgönguleiðir til og frá staðnum. Þetta hefur síðan gefið milljónir kr. í tekjur ár- lega og á eftir að sikila, kannski milljörðum áður en lýkur, fyrir utan það að Ítalía er síðaft í röð fremstu landa varðandi móttöku og aðbúnað erlendra sem innlendra sikíða hótelgesta: Án Olympíuleika yrði minna talað um Japan á þeim árum sem nú fara í hönd, held ur en raun mun á verða. Ol- ympíuleikar hafa ótrúlegt seið magn, ótrúlegt aðdráttarafl, ótrúlegt gildi fyrir allan al- múga manna, fyrir allar þjóð ir — og ekki sízt fyxir þá þjóð, sem stendur vel í stykk- inu um framkvæmd þeirra. Það er hægt að vinna alþjóð- legan stórsigur með því að sjá vel um Olympíuleika — stór- sigur sem ekki er stundarsig- ur, heldur „eilífur sem Róm“. Það gerði Berlín 1936, það gerði Róm 1960. Þetta ætla Japanir að gera 1964. En „land sólarinnar" með sína Tókió sem miðdepil leik- anna er dálítið öðruvisi en „borgin eilífa“. Það m,unu án efa koma upp fjölmörg vanda- mál milli gesta og búándi manna. Eg sat fund Sþróttafrétta- manna þar sem fulltrúi Svía í alþjóða Olympíunefnd inni drap á ýmislegt varðandi þessi vandamál. Hann taldi að Hærra, hraðar, lengra. erfiðast myndi reynast að leysa tungumálavandann. Og hann tók sem lítið dæmi: Evrópubúi kemur til Tókíó flugleiðis. Hann kemst á af- greiðslu flugfélagsins vanda- lítið. Þar er veifað í leigubif- reið og hann sezt uppí. Leigu bílstjórinn segir einhver óskilj anleg orð. (Meinar auðvitað: Hvert á að aka?). Evrópubú- inn svarar á sínu máli eða segj um ensku, og nefnir hótelið, er ólíkt fyrra landnámi hans. bergi. Bílstjórinn skilur ekkert. Segir eitthvað — líkast ,gelti‘, patar höndum Og blínir sínum skásettu augum á manninn í aftursætinu. Evrópubúanum dettur snjall ræði í hug. Leitar blaðsnepils og blýants og skrifar nafn hótelsins og réttir ökumannin um sigri hrósándi. Hinn lítur á þetta furðupár og gjóir augunum aftur á ská afturí- (Það getur verið að hann hugsi: Hvern fjandann er hann að leika sér að mér?). Aðeins 1 af hverjum 10 Jap önum — og jafnvel ekki það — skilja ensku. Og mun færri skilja enskt lesmál. Þeir búa við sína japönsku — sitt „gelt“ að dómi Svíians og þeir eiga sitt japanska letur. Ann að kemur þeim ekki við á þvi sviði, þó þeir gjarnan vilji vinna sér inn pening með flutn ingi á aðskotadýrum o.fl. Þetta er kannski ekki ýkja mikið vandamál dags daglega í Japan. En þegar þangað storma 1—200 þúsundir er- lendra gesta, þá verður vand- inn meiri. Þá þarf stóran hóp þjónustuliðs á öllum sviðum — í bílum, á veitingahúsum, í búðum, á götum, í lögreglu, á leikvöngum o.s.frv. o.s.frv. En á íþróttalega sviðinu hafa Japanir sýnt mikinn dugnað- Íþróttamannvirki þeirra eru fullkomin, hlaupa- brautir, sundlaugar, knatt- leikjávellir. Og þeir eiga þraut þjálfaða íþróttamenn — af- reksmenn á fjölmörgum svið- um, sundi, fimleikum og jafn vel skíða og skautaíþróttum. Það mun samt án efa bera mest á nýju keppnisgrein leik anna, judoglímunni. í henni liggur hugur og hjarta Japana, þó þeir unni öðrum greinum Hinn olympiski andi og eld trr nemur nýtt land, þegar hann flytzt til Toikíó, land, sem þar sem hann á pantað her- Tokíó og Japan er land and- stæðanna miklu fremur en í öðru landnámi eldsins — auð- legð og ævaforn austurlenzk menning móti sárustu fátækt og fávizku, nýir siðir á banda rískan máta móti gömlum venj um og óbreyttum um þúsund ár, tækni og hæfileikar menntamanna munu speglast í öllu skipulagi leiikjanna, en í nálægð verður að finna hin frumstæðu hús og atvinnu- hætti. En eitt er víst, að sá Evrópubúi, sem situr á jap- önskum leikvangi undir hvíta fánanum með rauðu sólinni í, ásamt olympska fánanum, mun finna að hann er meðal þjóðar, sem vildi sýna stolt sitt og mátt í því að halda Olympíuleika svo eftirminni- legt yrði. Sá sem sveiflar japönskum blævæng, til að kæla andlit sitt undir steikj- andi geislum „sólarlandsins", verður sennilega að einhverju leyti landnám austurlenzks anda á sama hátt og Japan verður lanidnám hins olym- píska elds, sem síðast gisti borgina eilífu. — A. St. QPP Ólympíufáninn borinn af leikvanginum í Róm, — næst blaktir hann á leikvanginum í Tókíó.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.