Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 24. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 29 ihækjur mínar og láta skíðin merkí um að rétta nú alveg Golfmeistarinn Helgi Skúlason augnlæknir, ofsalegri ferð og dregur á ^ eftir sér fallega, dökkhærða stúlku — á sjóskíðum. Hvern- ig skyldi vera að fara á sjó- skíðum? Mikið langaði mig til að reyna það. Og tilviljunin kom mér á sporið. Ég var einmitt að busla í sjónum rétt I þar sem stúlkan hafnaði við ströndina. Ég heyrði að báts- verjinn sagði við stúlk- una á góðri ensku, að á morg- Un skyldi hann kenna henni að fara á einu skíði, hún væri nú orðin svo fær. Ég vatt mér að honum og spurði hann íhvort hann gæti þá ekki kennt mér að fara á tveimur skíðum ef hann gæti kennt stúlkunni að fara á einu. Hann spurði mig strax hvort ég kynni á skíðum í snjó. Ég hélt það nú og sagðist meira að segja vera frá íslandi. Andlitið á þessum, annars greindarlega manni, varð gal- itómt og ég roðnaði svolítið. Auðvitað vissi hann ekkert hvar ísland var. Bn skítt með það. Hann ætiaði að kenna mér. Listin var aðeins að læra að fara af stað. Síðan tók skíðakunnáttan við. Fyrst þurfti hann að fara eina bunu með ungan Bandaríkjamann. Og heldur gekk það í brösum. Ungi maðurinn var ekki fyrr kominn af stað en hann steypt ist á hausinn og hvarf í hafið. Hann reyndi aftur en allt fór á sömu leið. Þetta var upp- örfandi fyrir mig eða hitt' þó heldur. Ég lötraði upp í sand- inn og horfði á skelfingu lost- inn. Hvernig ætli fari fyrir mér? Ég var kófsveittur en ískaldur af skelfingu þegar Ibáturinn rtnndi upp á sírönd- ina. eftir um það bil 10 mín- útur. —• f>ú ert næstur, sagði maðurinn. Mér lá við að segja nej takk. En svo herti ég upp hugann og fór að baslast við ®ð setja á mig skíðin. Þau voru fremur stutt en breið og é þeim voru gúmmískór, sem máðu vel upp á ristina. Ég komst loks á skíðin. Svo sagði maðurinn mér að vaða út á imeira dv.rvi aet.iácit har :’t Kroppasýning á Palma Nova. standa lóðrétt í sjónum. Síð- an setti hann bátinn á fulla ferð og ég ríghélt um rúmlega hálfs meters langa spýtu, sem dráttartaugin var fest í. Ég kýttaðist saman, missti skíðin í sundur og stakkst bein,t á hausinn fram á milli þeirra. Bátsverji stöðvaði bátinn þeg- ar í stað og kom til mín aftur. Ég sá að í bátnum hjá honum var ung stúlka, ljóshærð og brosleit. Ég skammaðist mín ‘fyrir klaufaskapinn og hét því að reyna á nýjan leik. Nú sagði maðurinn mér að halda vel saman hnjánum og rétta mig ekki upp fyir en hann gæfi mér merki. Ég böðlaðist á skíðin aftur og saup einhver ósköp af sjó því ég var af og til í kafi þegar ég var að troða mér í skóna. Loks var ég orð- inn svo vondur að skjálftinn og hræðslan voru gersamlega horfin. Ég gaf karli merki og hann brunaði af stað. Enn kýttist ég saman en nú gætti ég þess að hafa hnén vel sam- an og húka í keng þar til ég lyftist hægt og hægt upp úr sjónum. Ég var kominn á ofsa 1 ('oa fpri\ rvD H:tI D'Dr’ir::i p mér úr mér. Ég er viss um að við höfum farið með 70—80 km hraða. Og nú leið um mig þessi sæla öryggistilfinning. Ég fann að ég hafði fullt vald á skíðunum. Ég var alsæll. Sveif þarna eins og fugl á öldunum, sem mynduðust út frá bátnum. Svo tók ég beygjur til vinstri og hægri, hentist yfir öldu- faldana eins og ég væri kom- inn heim á Súlur eða upp á Mannshrygg, gamla góða skíðalandið fyrir ofan Akur- eyri. Þetta var unaðslegt. En nú tók ég að þreytast og ég . vissi ekkert hvernig ég átti að gefa bátsverja til kynna að ég vildi hætta. Mig verkjaði orðið í handleggina. Hann var líka búinn að rassskella með mig út um allan sjó og auð- vitað var það enn meiri á- reynsla að taka beygjumar. Ég gaf honum því merki með snöggu höfuðkasti í áttina til strandarinnar en athugaði ekki að ég var langt frá þeim stað, sem við höfðum lagt upp frá. Báturinn þurfti því að snarbeygja til þess að halda heim á leíð. Og hann gerði það sannarlega. Hann kúventi alveg í þveröfuga átt og ég varð of sei-nn að átta mig, reyndi þó ^ð kreppa mig vel og snarbeygja en átakið varð of mikið. Ég missti jafnvægið en hélt eins og kjáni krampa- taki í prikið og stakkst ó-. þyrmilega á höfuðið og lenti á bólakaf því þarna var hyl- dýpi. En þetta reyndist allt í lagi. Ég losnaði við skíðin á samri stundu og eftir andar- tak var báturinn kominn til mín og bátsmaðurinn og stúlkan kipptu mér um borð. Maðurinn sagðist hafa skilið bendingu mína svo að hann ætti að snarbeygja. sér hefði virzt mér ganga svo vel að hann hefði naldið að ég vildi reyna enn vandasamari þraut- ir. Hvað um það. Þetta var unaðsleg stund og fyrata verk mitt daginn eftir var að fara út á baðströnd og demba mér á skíðin á ný. Og nú gekk allt eins og í sögu. Maðurinn sagði mér að ég skyldi bara hrista höfuðið þegar ég vildi Lætta og þá mun li 'hann bruna með mig upp í fjöru. Ég var nú stutt í ferðinni. Gætti þess að þreyta mig ekki um of. Þó lenti ég í miklum öldugangi frá ferju, sem við brunuðum framhjá. Og nú sigldi ég eins og sá sem sigrað hefir heim- inn og hafnaði upp í fjöru- borði. í fyrra skiptið borgaði ég 100 peseta en í það seinna ekki nema 50. Því miður komst ég of seint upp á þessa íþrótt, ekki fyrr en næstsein- asta daginn sem við dvöldum á eyjunni svo ferðirnar urðu þennan bölvaðan grodda, sem ekki hefði verið gefandi úti- gangshesti. En auðvitað skild- um við ekki stakt orð þegar skammirnar dundu á okkur. Þá var gaman að vera íslend- ingur. áldrei nema tvær, en þessar stundir vorú einhverjar þser skemmtilegustu sem ég litfði þarna. Við Helgi Skúlason höfðum Síðasta ferðin, sem við fór- um á Mallorca var farin til Valdemosa og Sóller. í Valde- mosa er. klaustrið La Cartuja þar sem þau dvöldust Chopin og George Sand unnust og sömdu ódauðleg verk, hún í rituðu máli, en hann í tónlist. Þarna er nú safn fyrst og fremst ætlað ferðamönn- um. Dansflokkurinn E1 Par- ado sýndi okkur þjóðdansa og sölukerlingarnar reyndu að pranga í okkur mynjagripum. Frá Valdmosa héldum við með bílnum lengra norður í fjöllin en stigum þar út og gengum upp í klaustrið La Ermita. Þar sungu munkam- ir fyrir okkur messu en vildu ekki láta taka myndir af sér. Mér tókst þó að stela myndum af einum meðan hann stóð og talaði við fararstjórann okkar, Guðna Þórðarson. í klausturgarðinum snæddum við skrínukost, sem við höfð- um haft með okkur heiman frá hótelinu og nutum unaðs- legs útsýnis til strandarinnar Stolin mynd af munki og fararstjora. haft af því spurnir að golf- völlur væri skammt frá bað- ströndinni og eir.n daginn ákváðum við að bregða okkur þangað. En okkur brá heldur í brún þegar þetta reyndist vera „minigolf“, sem okkur fannst fullorðnum mönnum vart samboðið. Þó ákváðum við að fara einn „round“ og reyna þetta. Það reyndist líka skemmtilegt, enda völlurinn fjölbreyttur þótt ekki væri hann stór. Auðvitað sigraði Helgi mig glæsilega. enda er hann gamalreyndur golfmeist- ari. Ég náði mér þó ofurlítið niðri á honum með því að fara þrisvar sinnum holu í einu höggi, en sá vinningur var fljótur að fara þegar ég þurfti 32 högg á eina holuna. Seint gleymum við því h\ að vallar- stjórinn var vondur er Helga varð á að stíga út á grásið, og út á spegilslétt Miðjarðar- hafið. Á leiðinni heim aftur kom- um við á einhvern dýrðleg- asta stað, sem ég hef augum litið. Það er forn Márahöll með stórfenglegum garði um- hverfis og ber nafnið Alfabia. Þar voru fagrir gosbrunnar og pálmalundir. vínviðargöng og svanatjarnir. Fegurðin og hinn forni Ijómi, sem hvíldi yfir þessum stað er ógleyman- Ieg. Inni í höllinni var stóll sem sagnir segja að hafi til að bera þá töfranáttúru að setjist ógift stúlka í hann á hún að vera föstnuð manni áður en ár er liðið. Það settist ein ung stúlka úr okkar hópi í stólinn. Hún um það. vig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.