Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 19
Sunnudagur 24. des. >961 MORCTJNBLAftlÐ '43 PÁLL V. G. KOLKA A LÆKNiSHEIMSLI HJÁ fjölskyldu sjómannsins er öndvegið við arin heimilisins stundum autt á jólum, en með þeim konum, sem giftar eru læknum, lög regluþ j ónum eða slökkviliðsmönnum leynist líka oft bak við jólagleðina uggur um það, að heimilisfaðirinn verði enögglega kallaður til skyldu- starfa, sem ek'ki enu alitaf hættu laus. Hvergi var meiri ástæða til hans en í Ver tmannaeyjum, einkum fyrsta áratuginn eftir spænsku veifcina 1918, þegar fyr- irskipuð var læknisskoðun allra eðkomusikipa. Eg gegndi að visu ekki hénaðslæknisstörfum þar nema ein jól, því að rúmri viku éður haifði starfsbróðir minn og vinur, Halldór Gunnlaugsson ihéraðsiæknir, drukknað við framkvæmd skyldustarfa sinna og með honum sex menn aðrir, en aðeins einn komst af. Litlu munaði, að bátur, sem eg var á í læknisíerð við áttunda mann eeinna þann sama dag, færist einnig og áttum við þá snarræði Jðhanns f>. Jósefssonar alþingis- manns líf að launa, en hann sat undir stýri. Sú saga verður að þíða annars tíma. ,f Blönduóshéraði, sem ég bjón- eði í meira en aldarfjórðimg, voru vetrarferðir oft erfiðar, einkum fyrstu árin, og ekki með öllu hættulausar, eins og þegar farið var um hávetur á opnum triMubát til Kálfshamarsvífeur, tafið þar yfir erfiðri fæðingu fram i myrkur og síðan farið í fcappsiglingu við yfirskellándi norðanstórveður til þess að kom. ast hjá því að verða hríðarfast- ur þar úti á fjarlægum hjara héraðsins. Þetta gerðist á af- mælisdegi mínum, en á sjálfri jólahátiðinni man ég ekki til þess, að eg lenti nokkurntima í eögulegri ferð, þótt fæðingar eða aðkallandi skurðaðgerðir kæmu oft fyrir á hátíðisdögum. Síðari érin hafði eg líka að jafnaði að- stoðarlækna, sem alltaf voru Iboðnir og búnir til að létta af mér ferðum, einkum þeim erf- iðarl. Læknisferðir, sem að sum- arlagi taka efeki nema eina fclúkkustund, geta í ófærð og illri tíð tekið hálfan eða heiian sól- arhring, en siðan símar, bílveg- ir og snjóýtur komu um allt, mega þær undantekningarlítið teljast leikur einn í samanburði við það, sem áður var. Bg kveið stundum fyrir því að leggja í vetrarferðirnar, en eg naut þeirra alltaf eftir á og því meira, sem þær voru erfiðari. Á 1 Blönduósi var læknishúsið áfast sjúkraskýlinu og innan- gengt á milli. Þegar nýi spítalinn var reistur þar, réði ég því, að læknisíbúðin var höfð undir sama þaki. Þetta er til mikilla þæginda fyrir lækni og öryggi fyrir sjúklinga, enda bjargaði það mannslífi a. m. k. tvisvár sinnurn. Dagskrá jólakvöldsins var á þessa leið: Kveikt á jóla- trénu og hlýtt útvarpsmessu, síðan borðaður jólamaturinn og svo jólagjafirnar afhentar heim- ilisfólkinu. Að því búnu fór öll fjölskyldan inn á spítala til þess að óska gleðilegra jóla og höfð meðferðis karfa með jólagjöf- um handa öllu starfsfólki og sjúklingum, en þær afhentu dæt- ur mínar venjulega. Mín góða kona skoðaði í raun og veru allt starfsfólk mitt og sjúklingana á spítalanum sem heimilisfólk sitt og lét eg það gott heita. Það er einn af kostunum við að vera héraðslæknir í sveita- héraði og nokfeuð lengi á sama stað, að sambánd læknisins við sitt fólk verður nánara en það getur orðið £ stóru bæjunum. Maður kynnist því með kostuan þess og ágöllum, andlegum og ilíkamlegum, heimilisháttum þess og ættartengslum, en þetta er þýðingarmikið fyrir lækni að þekkja. Læknirinn verður að veita því ýmiskonar forsjá og finna úrræði við ýmsum vanda, sem ekki er á annarra færi að leysa. Hann má ekki líta á sig sem vikadreng, er sinni öllum keipum og kvafobi, en vera hins vegar áyallt reiðubúinn að spara hvorki tíma, orku né áreynslu, þegar mikið liggur við. Við það eykst hann að manngildi í eigin meðvitund og annarra, finnur gleði í því starfi, sem annars fylgja oft þungár áhyggjiur og sár vonbrigði. Og fórnfýsin vegna þeirra, sem kvöl og kyíði hrellir, hvenær ætti hún að vera veitt með glaðara geði og ljúf- ari huga heldur en á blessuðum jólunum? ♦♦♦♦< f f T t T t f f f f * f f f f ENSKUSKÖLI LEO MUNRO Skólavörðustíg 30 Sími 19456 setidir öllum nemendum sínum ósltir um GLEÐILEG JÓL GÆFURÍKS KOMANDI ÁRS með þökk fyrir árið sem er að líða. Kennsla hefst 8. og 9. janúar. Upplýsingar í snna 19456. Geymið auglýsinguna. f f f Y *J» «£♦ <£r ♦♦♦ ♦*♦ ♦♦♦ «♦♦ ♦♦♦ <>♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦Jf ♦£♦ ♦*♦ ♦$► ♦Jt ♦$* ♦$► Félags IVI e ð I i m i r íslenzkra stórkaupmanna Óska viðskipiavinum land allt smum um e<£rci .j jolci og þakka viöskiptin liðna ári mjaró hinu é (jlectilecf jót! Cjlekteq jól! le<j foi Earsælt komandi ár, með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. VÉLAVERKSTÆÐIÐ ' Þungavinnuvélar. !(( 3 Cj(e!i(ej jó(! Úrsmiðir Björn & Ingvar Austurstræti 8. S) V Í CjLMecj fóll F Ö T h.f. I I í I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.