Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 16
40 MORGUlSbL AÐIÐ Sunnudagur 24. des. 1961 FORNAR SÖGUR herma, að mörgum öldum fyrir Krists burð, hafi bóndi nokkur í Frygiu, Gord íus að nafni, verið kallaður til konungs af landsmönnum sínum. Hafði Seifur mælt svo fyrir, að þeir skyldu 'til konungs taka þann mann, er fyrstur æki í vagni heim að hofi hans. Þessi bóndi, Gordíus er sagður stofnandi borg arinnar Gordíon, sem einkum hef ur geymzt í manna minnum sakir sögunnar um Gordíon-hnútinn, þann er Alexander mikli hjó sund ur, er liann fékk ekki leyst með öðru móti. Er Gordíus bóndi var orðinn konungur, gaf hann guð- inum Seifi vagn sinn og segir sagan, að oki hafi verið fest við vagninn með haglegum og ramm- gerum hnút — og skyldi sá fá sigrað alla Asíu, er tækist að leysa þann hnút. í annarri bók Alexanderssögu, sem Brándur Jónsson, ábóti, sneri á íslenzka tungu á þrettándu öld, segir frá því, er Dario, Konungi í Serklandi, barst til eyrna sá kvittur, að Alexander konungur var kominn í riki hans með her- skildi. Er til orrustu kom þeirra í millum segir Alexanderssaga, að hin fyrsta borg, er Alexander sigraði var Sardis. Segir síðan örðrétt í Alexanderssögu: — í borg þessi var Þórshof í miklu haldi, og í hofinu stóð vagn einn, hann var með nokkurskon ar vél svo festur við ok eða sila, ævintýri af syni Gordios, konungi Fryga — syninum Midasi, -em verið hafi konungur eftir föðux sinn. En móðir hans á að hafa verið frjósemdargyðjan Kybele, sem Frygar tignuðu. Þar segir til dæmis, að eitt sinn er Silenus, fylgismaður Dyomsus, guðs víns og gleðskapar, villtist, reyndist Midas honum vel. Að launum gaf Dyonisus honum ósk. Midas óskaði að allt er hann snerti við yrði að gulli. Óskin ■. ar svo rækilega uppfyllt, að allur matur og drykkur varð samstund is að gulli í munni Midasar og vofðí yfir honum nungurdauði. Hann bað þá að óskin yrði tekin frá honum. Og honum var skipað að lauga sig í ánni Paktolus. — Þar losnaði hann við þá kvöð, að allt er hann snerti, yrði að gulli, en sandurinn á árbotninum | breyttist í gull. brúnum hvers hinna stóru bronzkera brjóst myndir. voru fjórar slíkar BORG MIDASAR önnur saga er sögð af viðsíkipt um þeirra Midasar og Silenus. Midas blandaði víni í uppsprettu, sem Silenus teigaði úr og varð drukkinn af. Taldi Midas hann á að miðla sér af þekkingu sirmi og sagði Silenus honum þá m.a. Drykkjarskál úr bronzi. Með letri greyptu í vaxplötu, sem fest hefur verið við brúnina hjá handfanginu til hægri á myndinni. að engi kunni frá leysa. Vagninn hafði þar lengi staðið í hofinu, og sá var átrúnaður borgarmanna, að engi mundi leyst fá sköklana frá okinu, nema sá, er síðan fengi sigrað allt Asiam. Og er Alexander kónungur spurði þetta, þá var honum mikið um að reyna, hvort hann fengi leyst knútana, og, því að hann vildi gjarna fyrir sig láta fyllast örlaganna skipan, þá tekur hann upp okið og vill frá leysa skökl- ana og fær engi leyst. En að eigi þætti þeim svo, er hjá stóðu, sem þetta værj konunginum illt heill þá segir hann svo til sinna manna: — Hvórt hyggið þér manni nokkurs auðnara, að hann fái knúta þessa leyst eða viti með hverri list þeir eru saman riðn- ir. Mikill hégómi, segir hann að trúa slíku, bregðu síðan sverði og heggur í sundur knútana. Og hér var nú annað hvort, að Alexander konungur fyllti það, er örlögin höfðu fyrir skipað, þótt hann leysti knútana heldur með sverði en með höndum sér, ella sýndi hann það, að þessi á- trúnaður hafði hégómlegur verið. Hér er komu Alexanders mikla til borgarinnar Gordíon flækt saman við bardagann um Sardis, sem var höfuðborg hins forna konungsdæmis Lydiu — en milli þessara tveggja borga er langur vegur. Samkvæmt tímatali Plútarks, var það veturinn 334—333 fyrir Krists burð, sem Alexander kom tii Gordion. Hefur borgin þá að eins verið svipur hjá sjón miðað við fyrri glæsitímabiL jlr Sögur af Midasi. i_ í griskri goðafræði eru sögð þann sannleik, að sérhverjum manni væri bezt að hafa aldrei fæðzt — en þeir sem hefðu verið svo óheppnir, ættu aö reyna að deyja sem fyrst. Loks er hér sagan af þvi, er Midas var dómari í tónlistar- keppni þeirra Apollos og Pans. Midas dæmdi Pan í vil Og í hefnd arskyni lét Apollo honum vaxa asnaeyru. Midas leyndi eyrunum fyrir öllum nema rakara sínum. Eins og skiljanlegt er um rakara, átti sá ákaflega erfitt með að þegja yfir þessu. Hann tók því til bragðs að grafa holu í jörðina og hvísla leyndarmálinu ofan í hana. Síðan mokaði hann mold yfir leyndarmálið Upp af því spratt reyr Og þegar vindurinn næddi um reyrinn mátti heyra hann hvísla: — Midas hefur asna eyru-asnaeyru. Þótt Midasar-ævintýrin séu sögð vera um son Gordios, er það alsendis óvíst. Á 8. öld og 7. öld er vitað, að konungar í Frygiu báru ýmist nafnið „Gordios" eða „Midas“ og hinn seinasti og vold ugasti konungur með nafninu Midas, ríkti síðari hluta 8. ald- ar og fyrri hluta 7. aldar. Sumar heimildir segja það hafi verið á árunum 738-695. Herodotus sagna ritari segir, að Midas könungur Frygiu hafi verið hinn fyrsti er- lendi konungur, sem viðurkenndi véfréttina í Delfí og mun það vera þessi síðasti Midas. Fornleifafundir á 19. öld færðu þegar stoðir að tilvist Midasar konungs. Á leirtöflum hins kon unglega bókasafns Assýríu- manna, er getið um Midas kon- ung — eða MITA — sem hafi verið framgjarn andstæðingur Sargons konungs, er ríkti í Ass- yríu á árunum 722—702 f. Kr. Segir á töflum Assyriumanna, að Midas hafi staðið að myndun bandalags konunga í Austur- og Vestur-Anatólíu, sem beint var gegn Assyríu. Voru þessir banda- menn í þann veginn að hefja á- rás á Assyríu, þegar villtur þjóð flokkur kom úr norðri, fór her- skildi um Frygiu og eyddi höfuð börg ríkisins, Gordion. Grískar heimildir segja, að þá hafi Midas konungur framið sjálfsmorð. Þessi þjóðflokkur var Kimmerar, er fóru yfir Kákasus á undan- haldi undan Skýþum. Hinir reiðkænu Frygar. Frygar komu til Litlu-Asiu frá Þrakíu eða Makedoníu, eftir því sem segir í grískum heim- ildum. Það er talið rétt vera, því að mál þeirra var áreiðanlega indó-evrópskt. í Illionskviðu Hómers, er sagt frá því, að Fryg- ar veittu Priam konungi í Troju fylgi, þegar Grikkir herjuðu á borgina — og launuðu þeir honum þar með liðveizlu í átökum þeirra við Hittíta. Hittítar höfðu um langan aldur verið ráðandi 1 Litlu-Asíu, en misstu veldi sitt i hendur Frygum. í Illionskviðu segir, að fyrir Frygum í Troju hafi farið þeir Forkunnur og Askaníus — „þeir voru langt að, frá Askaníu, — og ólmir bardaga menn“. Er vitað að Frygar voru komnir til Litlu-Asíu alllöngu fyrir 1200 f. Kr. Hómer segir, að Frygar hafi haft aðalstöðvar sín ar í Sangaríusdal — en þar er borgin Gordion — og á háslétt- unni suðvestur af dalnum. Þó er líklegt talið að veldi Fryga hafi náð allt véstur að Eyjahafi og austur að Efrat-fljóti. Um 1000 f. Kr. var ríki Fryga víðlendast, en fór eftir það að dragast saman, því þeir gátu ekki treyst yfirráð sín. Um 800 er ríkið orðið mun minna. en þá mjög öflugt og velmegun mikiL í Frygiu var mikið og gott graa lendi og einkum lögð stund á sauð fjárrækt. Einnig áttu þeir hesta svo góða, að þeir voru jafnvel fluttir til Rómaborgar til sýn- inga í hringleikum, enda er f IllionskviSu talað um hina „reið kænu Fryga“. ^ ★ Gordion-borg 8. aldar, f. Kr, Um aldamótin síðustu fóru fram fyrstu fornleifarannsóknir í borginni Gordion sjálfri. Það, sem þá fannst var lagt til grund- vallar síðari skoðunum og rann- sóknum á frygiskri menningu. Nú er vitað, að þessar rannsóknir voru aðeins byrjunarstigið. Menn höfðu aðeins getað rakið sögu borgarinnar til 6. aldar f. Kr. NiðurstöðUr fornleifafræðinga af rannsóknunum voru þær, að hin ir fornu Frygar hefðu verið frið samir bændur, lítt miegandi að veraldlegum gæðum óg væri vart að vænta merkilegra funda frá Gordion. t Síðan hafa verið gerðar margar og merkar uppgötvanir í sögu Grikklands og Litlu-Asíu. Þær hafa m.a. skýrt hnignun hinnar fórnu Eyjahafsmenningar vegna árása indó-evrópskra þjóðflokka. Þessi menning leið undir lok urn 1200 og á næstu fjórum öldum verða hinir lítt siðuðu indó- evrópsku menn fyrir áhrifum að austan — frá Fönikiu, Sýrlandi og víðar — og til þeirra áhrifa er upphaf hinnar hellenzku menn ingar rakið. Minjar hafa fundizt frá þessu fjögurra alda tímabili, sem gefa nokkra vísbendingu um hvert stefndi, en hin sögulega þróun er enn ókunn, báðum meg- in Eyjahafs. Af þessu vaknaði forvitnl fræðimanna á því, bver hefði verið staða Frygiu, — hvórt hún hefði beinlínis stuðlað að sköpun þessarar nýju menningar, eða hvort hún hefðj eingöngu verið Þannig var umhorfs í einu horni haugsherbergis konungs, er það fannst. Fjöldi muna úr bronzi. stórt brouzker á þrifæti lengst til hægri. Á gólfinu liggur hrunið borð. y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.