Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 15
Sunnudagur 24. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 1 39 söng? Hvers vegna elskar íólk nóttina, blómin og allt, sem kring «m það er, án þess að reyna að skilj a það ? En listina þarf það fyrir 'hrvern mun að skilja.“ Þrátt fyrir þessa reiðigusu, á Picasso söfraunum mifclu meira að þakka, en hann vil'l vera láta, því að segja má, að hann hafi fyrst kom- izt á öruggan grund'völl einmitt fyrir tilverknað þýzikra, sviss- ineskra og skandinaviskxa safna, krinig iim 1910, en þessi söfn voru hin fyrstu, sem tóku að safna verkum hans að nokkru marki. GFjölskyldumyndin, sem hér birt- ist og nú er í eigu listasafnsins í 'Liége, var upphaflega keypt af safni í Köln áxið 1913. Þar hékk hún til ársins 1938, er Hitler hóf berför sína til að hreinsa landið af „úrkynjaðri list“ —• en það var sama sem mestöll ný list þá ■— og lét flytja hana til Múnchen S þeim tiligangi að hengja hana rupp í eins konar „hryllingssal", iásamt ýmsum öðrum myndum, er hann hafði pínt út úr þýzkum listasöfnum. Síðar var hún seld í Sviss og var áðurnefnt belgískt safn kaupandirm, fyrir fimmtán (þúsund dollara. Nú mundi hún seljast fyrir sjöfalt það verð. Hvergi er þó jaifnmikið til af Picassomyndum 1 söfnum og í Rússlandi — svo er fyrir að (þakka rússneskum stóriðjúhöld- um, sem keyptu í ríkurn mseli af listamanninum fyrir 1914. Eng- inn hefur enn getað skýrt til fulls þennan áhuga manna, sem virt- ust ekki vera annað en beinharð- ir kaupmenn fyrst og fremst — Shukin og Morosov — og það, hvernig þeir voru svona fljótir til að koma auga á snilligáfu Picassos, en sjón er sögu ríkari austur þar. Seinna lagði sovét- Btjórnin hald á allar þessar mynd ir og skipti þeirn bróðurlega milli safnanna í Moskvu og Leningrad. | Ef ti'l vill hefur Bláa timabilið náð hæst, ef reiknað er eftir markaðsverði, en í seinni tíð hafa |þó listdómarar — sökum tilhneig ingar nútímans til ahstraktlistar — hallazt meir að eldra búbisma- tímabilinu (1909—1912) og þykir Bláa tímabilið óþarflega gamal- dags og tilfinningasamt. Annars hafa myndir frá „Rósrauða tíma- hilinu (1905—1906) næstum náð hinu bláa hvað verð snertir. Aft- ur á móti eru hinar frá „Negia- tímaþilinu í miklu lægra verði, enda þótt þær væru hinar fyrstu, sem áunnu honuim almennt lof hinna nýtízkari listdómenda í Evrópu og Ameríku. Eiginlega var það Armorysýningin -1913, sem vaikti athygli amerískra mál ara, listdiómara og safnara á Picasso svo að nokkru næmi, en |þá hafði listamaðurinn um all- langt skeið verið á kafi í kúbisma ög tilraunum á því sviði. Eitt af fyrstu verkum hans í þeim bylt- ingarkennda stíl, „Stúika með mandólín“ frá 1909 var seld Nelson Rockefeller ríkisstjóra, fyrir nokkrum árum á hundrað þúsund dollara. Eins konar lykill að gervi- ■ 'y>r. •w1™-■ —- Eldra kúbisma-Umabilið 1909—1912. Gervi-kúbisma-tímabilió 1913—1921. _ Klassiska-timabilið 1920—1924. Myndbreytinga-tímabilið 1925—1930. kúbisma tlmabilinu er myndin af „Þremur hljómlistarmönnum“, sem Museum of Modem Art keypti — líklega fyrir svo sem nítíu þúsund dollara. Þetta er einhver allra vinsælasta mynd hans frá þessu tímabili. Ásamt hinni útgáfunni, sem Gallantin- deildin í listasafninu í Philadelpia á, er þetta talið hámarkið af teiknisnilld listamannsins, og mundi fara fyrir hálfa milljón dala ef falt væri. Næsta tímaibil — hið svokall- aða klassiska — hefur, þótt tmd- arlegt megi virðast, aldrei fal’lið verulega í smekk safna eða list- d'ómara, líklega vegna þess, að verkin eru of auðskilin. Metro- politan Museum keypti, um 1951, „Hvítklæddu konuna“ fyrir fknmtíu þúsund dollara, en það er sennilega það hæsta, sem myndir frá þessu tímabili verða nokkurntíma seldar. Mýndir Picassos frá árunum eftir 1930 — sumar byggðar á til- raunum með litað gler og fárán- lega samanslugnar að formi, eru talsvert erfiðar viðureignar. Þess ar myndir eru sennilega óað- gengilegastar allra, bœði áhorf- andanum og listdómaranum. Hér er listamaðurinn sýnilega að berj ast gegn löngun fólks til að „skilja“ listaverk Valentine Dudensing, einhver slyngasti lista verkasa'li New Yorkborgar og sem sjálfur seldi safninu þar „Stúlfcu við spegil" hefur líklega talað fyrir munn Picassos, er hann sagði: „Ég get aldrei selt mynd, sem ég skil. Ef ég skil hana til fullnusitu, finn ég, að dagur hennar er liðinn — að við erum þegar búnir að melta þær hugmyndir, sem í henni felast og hún á sér enga framtíð Iengur.“ Málverk Picassos eftir 1940 er ekki hægt að flokka eins og hin sem gerð eru fyrir þann tíma. Þetta getur verið annað hvort vagna þess, að þau eru okkur of nálæg í tímanum, eða þá af 'hinu, að hin gífurlega frægð eldri mynda, hans getur haft ó- sjálfráð áhrif á mat okkar á þeim, sem nýjar eru. Síð- an síðari styrjöldinni lauk hef- ur engin mynd birzt frá hendi listamannisins án þess að Mjóta einróma lof allra helztu listdóm ara — enginn hefur viljað eiga það á hættu síðar meir, að hafa látið sér skj átlast, eins og fyrir- rennarar þeirra urðu að gera sér að góðu, fyrr meir. Enda hefur engin ný mynd Picassos selzt fyr ir minna en tólf þúsund dollara til tuttugu og fimm þúsund doll ara, miðað við sæmilega stærð. Samt sýna þessar tölur, að þrátt fyrir hina grunnmúruðu frægð listamannsins, hafa nýjustu verk hans ekki komizt í neitt svipað verð og sum hinna eldri. Þessi síðari málverk minna okk ur á það, hve breytt bil Picasso brúar I listsö'gunni — og jafnvel veraldarsögunni. Bláa tímabilið hiá honum, hefst með fyrstu komu hans til Parísar um 1900, rétt í kjölfar Toulouse-Lauitrec, og tilurð þess er sprottin úr jarð vegi vígorðsins „listin listarinn- ar vegna“, sem var trúarjátning impressjónistanna og postimpres sjcnistanna. En þessari list listar- innar vegna varpaði Picasso fyr- ir borð, í allra síðasta lagi við upphaf tímabilsins, sem hefst með Guernica, 1937. Frá þeirri stundu er Þjóðverjar létu flug- vélar sínar kasta sprengjum yfir þessa óvörðu borg, varð Picasso „háður“ listamaður. Viðfangs- efni heimsins urðu viðtfangsefni listar hans, alveg á sama háitt og átti sér stað um átrúnaðargoð hans, Goya á tíma Napóleons- styrja'ldanna: ekki aðeins morð af himni ofan, þótt það sé annars furðu táknrænt fyrir okkar tíma, heldur einnig grimmd mannsins gagnvart öðrum lífverum, sem kemur í ljós, þar sem hann lætur stúlkur kyrkja hænuunga og bændur sveifla blóðugum sverð- um nautertingamannanna. Það er ótrúlegt, að þessar myndir geti nokburntíma keppt um hylli safn ara við óperuloddarana frá Bláa tímaþilinu eða ryðbrúnu lág- myndirnar, með glefsum úr dæg urlögum frá fyrsta kúbistatíma- bilinu. Samt hefur, á allra siðustu ár- um, matið á nýjustu verkum Picassos tekið breytingum — og til hins betra. Árið 1958 seldist „Sitjandi kona“, frá 1941 á átta þúsund sterlingspund, sem var að minnsta koisti 50% hærra verð en hún hafði verið seld fyrir á styrjaldarárunum heima í Frakk landi. En hvað svo um framtíðina? Er það rétt spáð hjá listaverkabrösk urum, sem eru svo fjölomennir í Erakklandi, að síðari rflfálverk Picassos — segjum eftir 1928 muni hækka í verði, svó að sam- bærifegit sé við hin' eldri? Því er erfitt að svara — þessar mýnd ir virðast vera eins miikil lista- verk, þótt ef til vill séu þau ekki eins nýstárfeg og hinar bylting arkenndu nýjungar frá árunum 1900—1925. Afstaða aðdáendanna til lista- mannsins getur oft komið fram annarsstaðar en í uppboðssalnum eða listaverkabúðinni. Líiklega kemst það næst sannleikanum að segja, að að hið sanna mat Picasso — eins og'é flestum mál- urum eftir 1850 — kom frá starfs bræðrum þeirra, en þeir eru eðli fega ströngustu dómararnir verk annarra listamanija. Það er góð samtímalist, sem hefur skap að hið rétta skyggni fyrir málara fortíðarinnar, jafnvel þá sem era skömmu liðnir. , En hvað þá um framtíðina? Fáir áittræðir listamenn (að Tizi- an ef til vill undanteknum) hafa lifað það að sjá sínar eigin hug- myndir vera enn gjaldgenga vöru meðal yngri listamanna. Jafnvel Renoir, sem var leiðarstjarna im- pressjónismans til 1919, er hann lézt, 78 ára að aldri, var búinn að sjá halastjörnu Picassos leiftra á himni fyrir tuttugu árum og ógilda flest það, er hann sjálfur hatfði sagt um\dagana. En enginn yngri eftirmaður Picassos er enn kominn nægifega hátt á loft til þess að orð sé á gerandi. Þó hef- ur þessi stetfna, sem kölluð hefur verið „abstrakt expressjónismi“, fædd fyrir fimmtán árum í New isse heldur en til formifestu og York, hteypt af stað flóðbylgju af íormfrjálsri málaralist,. sem hefur flætt heiminn og þá ekki hvað sízt París og Spán Pioassos. Formjeysi hennar og skortur á efni hefur sótt miklu meira til expressjónisma-tilhneiginga Mat- efnisauðgi Pieassos. Út úr slíkri ringulreið verður oft jarðskjálfti Og hrærigrautur. Efckert slíkt er enn orðið. Hitt er gott að hafa hugfast, að kóngurinn ríkir aldrei nema þangað til eftirmaðiur hans er seztur í hásætið. (JidíLcf fót.! Farsælt komandi ár. Cj(efi(e<j jól! Jón Símonarson Bræðraborgarstíg 16. (£ 1 Radíó- og raftækjastofan Óðinsgötu 2. SIDKERMESIREIEs Iræ- & Finerskæreri A[S., Kaupmannahöfn óskar öllum viðskiptamönnum sínum á íslandi GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS Þakkar viðskiptin á árinu, sem er að líða. ©Q=*C^Q=*aQ=<ff^Q=*C=KQ=*<ff^Q=<C^<i=<C^l=*<ai^=*CT*l= Qtektey fót! I I Vinnuheimilið að Reykjalundi, g Vöruhappdrætti S.Í.B.S. *j) Samband íslenzkra berklasjúklinga. ® i- (jteÍitecj fót! Raftækjaverkstæði og hílaraftækjaverzlun c? HALLDÓRS ÓLAFSSONAR | |[l Rauðarárstíg 20. c? •T^O^.Cr^Q^ú^Q^ú^Q^Cr^Q^.Cr^Q^O^Q^O^Q^ij^Q^OQ Cjfefiiecj jód Fafsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. if Raftækjastöðin s.f. J R Laugavegi 48 B. A <S> (? '<&Q^,Cr^Q=^.Cs^Q=^.Cj^Q^.Cj^Q^.CF<Q^.CF^Q^p^Q^CF^Q=si'.(j^<Q=i Cjtekteq fót! | Farsælt nýtt ár. jj; * Sælgætisgerð Kristins Árnasonar. (jf I ©Q^ff^Q^aQ^C^Qr^aQ^ff^Q^ff^Q^C^C^ta'Q^ff^Qa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.