Morgunblaðið - 28.12.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.1961, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. des. 1961 Ein af myndum Grandma Moses Ohemju ölvun og skríls- læti á Þorláksmessu „ÞORLÁKSMESSA er a» verða cins og gamlárskvöld, ef ekki verri“ sagði lögreglan er Mbl, hafði samband viS hana í gær, Óhemju drykkjuskapur var á Þorláksmessu og daginn á undan Grandma Moses látin GRANDMA Moses er látin — 101 árs að aldri. — Hún var heimsþekkt fyrir málverk sín — byrjaði að mála 76 ára gömul, vissi ekk ert um listmálun, tók sér bara pensil í hönd og byrj- aði — og síðan hafa myndir hennar selzt fyrir tugþúsund- ir króna. Grandma Moses var til þess tíma ósköp venjuleg sveitakona í New York fylki — fræg í sinni sveit að vísu fyrir afbragðsgott sultutau. Hún varð að hætta búskap 76 ára og sá þá fram á, að einhvern veginn yrði hún að drepa tímann, sem framund- an var. Það hefur hún Iíka svikalaust gert, því að hún málaði allt fram á síðustu stund. Það var rétt fyrir 1940 að Louis Caldor, verkfræðingur New York og mikili lista- verkasafnari uppgötvaði gömlu konuna og sá um fyrstu sýningu á verkum hennar. Sú sýning vakti feikn lega athygli og Museum of Modern Art keypti þar þrjár myndir. Hún hefur síðan átt stöðugt vaxandi vinsældum að fagna, verið forsíðuefni tímaritanna Time og Life, sem og fleiri heimsblaða. — Hún hefur selt um það bil tvö þúsund myndir og jóla- kort með myndum hennar seldust í 70 milljónum ein- taka. Ljósum prýddur skipafloti í Reykjavíkurhöfn ! og telur lögreglan að aldrei fyrr hafi jafn margir menn verið „settir inu“ og þá. Á Þorláks- messukvöld léku strákar sér að því að varpa kiúf/erjum og ýlu- sprengjum að vegfarendum og segir fólk, sem leið átti um Aust- urstræti þetta kvöld að það hafi helzt líkst gamlárskvöldi fyrr á árum, þegar skrílslætin voru sem mest. Er Austurstræti var lokað um- ferð um kvöldið myndaðist þar gífurlegt mannhaf. Sættu strúkar þá lagi að sprengja kínverja sína og ýlusprengjur í mannfjöld anum. Varð að auka 'lögreglu- vörð í Austurstræti og tókst lög- reglumönnum að hafa hendur í hári nokkurra stráka. Voru þeir fluttir á lögreglustöðina, yfir- heyrðir og sendir heim. Óhemju ölvun Óhemju drykkjuskapur var á Þorláksmessu og daginn áður. Á föstudagskvöldið logaði allt í slagsmálum fyrir utan Þórscafé VEÐUR VAR ágætt í Reykjavík um jólin. Jólasnjórinn kom þó ekki að ráði fyrr en að kvöldi jóladags. Á jólanóttina var 7 st. frost, en verulega kólnaði ekki fyrr en síðdegis á annan jóladag og komst frostið upp í 10 stig um nóttina og í 11 stig í gær. í höfn í Reykjavík lágu fjöl- mörg skip um jólin og öll þau stærri prýdd ljósum- Þar voru Gullfoss, Goðafoss og Lagarfoss, Öll skip Skipaútgerðarinnar Hekla, Esja, Herjólfur, Þyrill, Herðubreið og Skjaldibreið. Þá voru í höfninni Litlafell, Hvassa- fell, Drangajökull, Katla, Helga- fell og Kyndill. Og af togurum lágu í höfn Jupiter, Neptunus, Uranus og Sirius, Jón Þorláks- son, Pétur Halldórsson, Skúli Magnússon, Fylkir, Hvalfell og Gylfi. í gær voru Drangajökull, Langajökull, Þyrill og Kyndill farnir og Fylkir af togurunum. Hinir lágu hér enn. Auk þess lágu allir síldarbát- arnir inni yfir jólin, en fóru út í gaer. Slökkviliðið, sem sér um sjúkra flutning, flutti engan slasaðan yfir jóladagana. Og ekki kviknaði neins staðar í út frá kertum eða jólatré. Aftur á móti var Slökkvi liðið 3 sinnum kvatt út vegna misskilnings, og einu sinni vegna bnma. ISnminjasýningin opin í 3 daga IÐNMINJASÝNÍNGIN, sem var í Bogasal Þjóðminjasafnsins fyrr í þessum mánuði. verður opin aftur 3 daga milli jóla og nýárs, á fimmtudag, föstudag og laugar- dag. Á sýningunni eru munir og myndir, er við koma þróun iðnað arins. Þar hefur verið sett upp eitt verkstæði. mikið af gömlum smíðatólum er þar og gamlir fal- legir miúnir er sýna vinnubrögð frumherja í ísl. iðnaði. Þokan tafði flugsamgöngur um jólin ÞOKAN, sem var í Reykjavík og nágrenni á aðfangadag, olli nokkrum töfum á flugsamgöng- um. Loftleiðavélarnar Leifur Eiríksson og Snorri Sturluson voru væntanlegar til Reykjavík- ur kl. 6.30 og 8.00 um morgun- inn frá New Yðrk, en urðu að lenda á Gander á Nýfundna- landi og bíða þar, unz þokunni létti hér og lendingarfært yrði. Kom Leifur ekki fyrr en kl. 12.48 og Snorri kl. 13.00. messukvöld með áhöfn, en kom ekki fyrr en kl. 13.15 á aðfanga dag. Varð töfin til þess, að áhöfnin gat haldið jólin hátíðleg heima. Brezhnev styður IMehru Nýju Dehli, 27. des. (AP) LEONID Brezhnev forseti Sovétríkjanna hefur undan- farinn hálfan mánuð dvalizt í Indlandi. í dag sat hann síð- degisboð borgarstjórnar Dehli í Red Fort. Lýsti for- setinn þar yfir stuðningi sín- um við aðgerðir Indverja í portúgölsku nýlendunum Goa, Daman og Diu. og sagði að Indverjar ættu að láta sig engu skipta gagnrýni vest- rænna landa á þeim aðgerð- um. — Brezhnev sagði að Sovétríkin væru sammála Nehru forsætis- ráðherra um að ekkert væri athugavert við aðgerðir Ind- verja í Goa því þær hafi verið óhjákvæmilegar. Brezhne.v mun halda heimleiðis á föstudag. Nehru forsætisfáðherra ; flutti ræðu í hófinu og'þakkaði Sovét- ríkjunum stuðhihg við Indvérjá, í þessu máli. Sagði Nehru að hernám nýlendanna þýddi ekki neina breytingu á utanríkis- stefnu Indverja. Indverjar hafi hertekið nýlendurnar „í þágu friðarins.“ Þá kvaðst Nehru furða sig ,á þeim staðhæfingum sem fram hefðu komið um það að með innrásinni í portúgölsku nýlendurnar hefðu Indverjar tekið upp nýja stefnu. „Við höf- um í engu >reytt stefnu okkar uitv frið og. vináttu við öll ríki heims,“ sagði íor3æfisráðherr- ann. og bæði fangageymslan við Síðu- múla og kjallarinn í Pósthús- stræti fylltust. Á sömu leið fór á Þorláksmessukvöld, og aðfara- nótt aðfangadags gistu samtals 32 manns á Síðumúla Og í Pósthús- strætL Frá laugardegi og þar til í gær urðu 29 árekstrar í Reykjavík. Harður árekstur varð á mótum Hólavegs og Engjavegs í gær, 4 bílar lentu í árekstri á Suður- landsbraut á laugardaginn, en að þessum frátöldum voru flestir árekstranna smávægilegir. Þá bárust lögreglunni fjöl- margar kvartanir út af því að stolið hafði verið skrautperum af trjám eða perurnar hreinlega brotnar í mél. Á sumum stöðum voru perurnar bókstaflega „hreinsaðar“ af trjánum. Mikið annríki hefur verið hjá lögreglunni undanfarna daga, og eru dagbókanir frá hádegi á föstu degi til hádegis í gær 50 þéttskrif aðar fólíósíður. Bruni í Kópavogi ANAIShnútor / SV 50 hnútar X Snjöhomo • OSj V Skúrír 12 Þrumur 'Wz, KuUosht ^ Hitookit HíHm J 1 L L ao3j Á ANNAN jóladag var Slökkvi- liðið í Reykjavík kvatt suður í Kópavog, að Borgarhólsbraut 30. Var þar mikill eldur í bílskúr og logaði í Volkswagenbifreið í skúrnum. Þannig hagar til að gangur aðskilur bílskúrinn, þvottaherbergi, kyndiklefa o.fl. frá íbúðarhúsinu. Brann bílskúr inn alveg að innan, svo og þvotta húsið og komst ældurinn í and- dyrið í húsinu, en ekki lengra. Bíllinn gereyðilagðist. Innbrot á jólum. í fyrrinótt var brotizt inn í Trésmiðjuna Víði við Laugaveg. Var ekki að sjá að neinu hefði verið stolið, en þegar að var komið í gærmorgun voru tveir stólar fyrir utan trésmiðjuna. — Virtist sem ekkert annað hafi verið hreyft. Stolinn bíll fannst- Rannsóknarlögreglan auglýsti í gær eftir bíl, sem stolið var í fyrrinótt. Var hér um að ræða Skoda 1960, R-7003, sem stolið var fyrir utan Eiríksgötu 15. Um tvöleytið í gær barst rannsóknar lögreglunni tilkynning um að bíllinn væri á Aragötu. Reyndist hann óskemmdur en hafði verið ekið 11 mílur. Tónleikar i Kristskirkju Á TÓNLEIKUM, sem haldnir voru í Kristskirkju í Landakoti á annan dag jóla söng Polyfon- kórinn undir stjóm Ingólfis Guð- brandssonar, og dr. Páll ísólfsson lék á orgel bæði einleik og I nokkrum lögum með kórnum. Á efnisskránni voru jólalög og önn ur helgitónlist mest eftir 16. og 17. aldar höfunda. Viðfangsefnin voru vel vaiin og smekklega nið- ur raðað. Var ánægjulegt að heyra þessi gömlu lög með sínum sanna og ótilgerða helgisvip í svo vönduðum flutningi og í þessu umhverfi, sem svo vel hæf- ir þeim. Kirkjan var þéttskipuð þakklátum áheyrendum. Jón Þórarinssonu 1 GÆR var N-átt og frost um land allt, um 10 stig yið sjóinn, en um 15 víða í inn- sveitum. Dálítil él voru um norðurhluta landsins, en létt skýjað um suðurhlutann. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi: SV-land og miðin: NA gola og víðá bjartviðri. Faxaflói, Breiðafjörður og miðin: Hægviðrl, sums staðar snjómugga með morgninum. Vestfirðir, Norðurland og miðin: NA gola eða kaldi, smáél. NA-land, Austfirðir og mið- in: Nörðan kaldi, sums staðar stinningskaidi, snjókoma með köflum. SA-Iand og miðin: Norðan kaldi, ójártviðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.