Morgunblaðið - 28.12.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.12.1961, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 28. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 9 Ásgeir J. Jakobsson málarameistari — Minning Áramótafagnaður í Næturklúbbnum, Fríkirkjuvegi 7 Fóstbræður syngja inn nýárið. Franskur morgunverður innifalinn í aðgangseyri. Aðgöngumiðar seldir í Glaumbæ — Sími 22643 Karlakórinn Fóstbræður HANN lézt hinn 18. þ.m. éftir langa sjúkrahúsvist, liðlega 57 ára að aldri, því fæddur var hann 13. ágúst 1904, á Húsavík. Foreldrar hans voru sæmdar- hjónin Valgerður Pétursdóttir og Jón Ármann Jakobsson, Hálfdánarsonar, hins kunna frumherja samvinnuhreyfingar- innar hér á landi. Vann Jón um skeið við kaupfélagið með föð- ur sínum, unz hann stofnaði eigin verzlun á Húsavík, sem hann rak, ásamt nokkurri út- gerð, þar til hann fluttist til Vesturheims með fjölskyldu sína árið 1913. Hann hvarf svo aft- ur hingað árið 1920, og settist þá að hér í b^enum. Jón lézt árið 1939, þá 73 ára gamall, en .Valgerður lifir enn. Með Ásgeiri er til moldar genginn góður drengur og grandvar til orðs og æðis. Hans verður því sárlega saknað, ekki aðeins af nánustu skyldmenn- um, heldur og af stórum hópi vina og viöskiptamanna. í mál- arastéttinni er nú skarð fyrir skildi, þar sem Ásgeir stóð, því hann var á margan hátt til fyrirmyndar sem iðnaðarmaður. Er það einkum þrennt sem nefna mætti i því sambandi: ó- venjuleg reglusemi, snyrti- mennska í allri umgengni og heiðarleiki í viðskiptum. Málaraiðn lærði Ásgeir hjá Einari Gíslasyni, og hef ég heyrt það haft eftir honum, að Ásgeir hafi verið óvenjulega samvizkusamur og trúr yfir því, sem hontftn var trúað fyrir. Ásgeir byrjaði snemma að vinna sem meistari, og vann þá fyrst í félagi við Jón Björnsson, málarameistara. Unnu þeir síð- an saman fjöldamörg ár, en nú hin síðari árin, vann hann í fé- lagi við Hákon í. Jónsson, málarameistara. Ásgeir var maður félagslynd- ur og hafði góðan skilning á gildi félagssamtakanna. Hann gekk strax* í Málarameistarafé- lag Reykjavíkur eftir að hann fór að vinna sjálfstætt. Reynd- ist hann þar ágætur liðsmaður, og gegndi þar ýmsum störfum, m. a. var hann endurskoðandi félagsreikninga um mörg ár. Á yngri árum sínum tók hann mikinn þátt í skátahreyfing- unni. Stundaði hann þá mjög ferðalög, einkum á sumrum, en á vetrum iðkaði hann skíðaferð- ir. —• í daglegri umgengni var Ás- geir hinn prúðasti maður. Hann hafði gaman af að ræða hin ýmsu vandamál daglegs lífs, en gat líka tekið þátt í glensi og gamansemi, þegar svo bar und- ir. Hann var mikill tilfinninga- maður, gat verið nokkuð ör í skapi, en allra manna sáttfús- astur og honum leið ekki vel ef hann taldi sig hafa gert á hluta einhvers, og ekki átt þess kost að bæta þar um. Hann var góð- viljaður greiðamaður, sem vildi hvers manns vanda leysa. Ásgeir var alla tíð ókvæntur, en þó var hann hinn mesti heimilismaður. Sá eiginleiki hans fékk sérlega vel notið sín, þar sem hann var uppal- inn, og dvaldi alla tíð á heim- ili, sem orðlagt var fyrir gest- risni. Aldrei sá ég Ásgeir glað- ari en þegar eitthvað var um að vera þar heima og margt gesta. Var þetta kannske einna mest áberandi eftír að hann var einn orðinn eftir heima með móður sinni og systur. Hann lét sér mjög annt um að ekk- ert skorti, sem orðið gæti til gleði gestum hans, enda var hann hugsunarsamur í bezta lagi. Fyrir nokkrum árum keypti Ásgeir sér sumarbústað, á fögrum stað, skammt frá Reykjavík. f>ar var gott að koma og vera. Þangað hópuð- ust vinir hans tíðum. Þar var gleði og glaumur, þar var vel fyrir öllu séð. Ekki skorti þar söng og hljóðfæraleik, því söng- og tónlist unni Ásgeir mjög, eins og hann átti kyn til. Jleyrði ég það oft á Ásgeiri að hann hugði gott til dvalarinnar í bú- staðnum litla við vatnið, — það var áætlun gerð fram í tímann. En svona fer það oft, — og eitt sinn skal hver deyja. í gær var þessi mæti maður til mold- ar borinn; þá lagði hann af stað í ferðina miklu til fyrir- heitna iandsins. Við, vinir hans og stéttarbræður, kveðjum hann með þakklæti og söknuði. Aldraðri móður hans og systkin- um sendi ég alúðarkveðjur, full- viss um það, að góðar minning- ar um elskulegan son og ást- kæran bróður, megi vera þeim huggun gegn harmi sárum. Far þú í friði, góði vinur. Jökull Pétursson. Árni Guðjónsson hæstaréttarlögmaður Garðastræti 17 ÓLAFUR J. OLAFSSON löggiltur endurskoðandi Endurskoðunarskrifstofa Mjóstræti 6 — Reykjavík Sími 38050 — Pósthólf 1109 FORELDRAR ATHUGIÐ! Nú er rétti tíminn að mynda börnin í jólafötunum Passamyndir teknar í dag — tilbúnar á morgun Sími 3 - 56 - 40 Rjf' * «« M : V k f 1 k f '4 | STIÍDIÖ Guðmundur A. Erlendsson Garðastræti 8 ALLT Á SAMA STAÐ MERKI SEM ÞÉR GETIÐ TREYST Eigum GABRIEL-HÖGGDEYFA í eftirtaldar tegundir bifreiða: Einnig G ABRIEL LOFTNETS STEN GUR og VATNSHITASTILLA Væntanlegar margar aðrar gerðir Cadillac Buick Buick 1955—54 1955—54 1958—57 Chevrolet fólksbíla 1954—49 Chrysler 1956—38 Opel Kap. 1960—59 De Soto 1956—38 Skoda 1959—55 Plymouth 1956—38 Citroen 1956—38 Ford fólksbíl Ford Truck Ford Truck 1951—49 1960—57 1955—53 Fiat 1200 Fiat 1100 1959 1955—53 Fraser 1951—47 Land Rover Tr. 1953—56 Hudson 1954—48 Moskvitch 1958—56 Kaiser 1955—47 Oldsmobile 1953—51 Pontiac Willys-jepp 1957—49 Renaulth 1955—51 Willys-sendiferða Studebaker illy-Station Tr. % tn. 1959—50 SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU Egill Vilhjálmsson h.f. Laugavegi 118 — Sími 22240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.