Morgunblaðið - 28.12.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.12.1961, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 28. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 Guðrún Jónsdóttir Petersen F. 8. júni 1892. D. 16. des. 1961. Hinn 16. þ.m. lézt í Landakots- spítala hér í bæ, frú Guðrún Pet- ersen, Skólastræti 3, eftir þunga og erfiða sjúkdómslegu, 69 ára að aldri. Guðrún var fædd að Erún í Svartárdal í A.-Húnavatns sýslu þann 8. júní 1892, dóttir Jóns Hannessonar bónda þar og ikonu hans Sigurbjargar Frí- mannsdóttur, ættaðri úr Húna- vatnssýslu. Jón faðir Guðrúnar var albróðir Guðmundar Hannes- sonar prófessors og Páls bónda Hannessonar á Guðlaugsstöðum. Jón dó ungur, árið 1897, frá fjór- um dætrum, kornungum. Móðir Guðrúnar fluttist, eftir andlát manns síns, til Kanada og settist að í Winnepeg með tveim dætr- um sínum, þeim Halldóru og Ingi björgu, sem báðar eru á lífi fyrir vestan. Hinar tvær, Guðrún og Pálína, urðu eftir hei-ma. Pálína ólst upp hjá föðurafa' -sínum, Hannesi Guðmundssyni á Eiðs- stöðum í Blöndudal, og er nú hús tfrú að Auðkúlu í Svínavatns- (hrep-pi. Guðrún var þá aðeins tfimm ára gömul og fór hún í fóstur til föðurbróður síns Guð- mundar og konu hans Karólínu, þar sem hún ólst upp til fullorð- insára. í æsku fékk Guðrún góða menntun, fyrst og fremst á sínu Sheimili, hjá hinu-m góðu og gáf- uðu fósturforeldrum, og síðar naut hún margvíslegrar kennslu, bæði í Kvennaskóla og víðar. Hún var því ágætlega vel að sér og undir lífið búin, sem kom sér vel fyrir hana síðar meir á lífs- leiðinni. Árið 1915 giftist Guðrún úr fósturforeldrahúsu-m, Hans P. Petersen kaupmanni, hinum m-est-a dugnaðar- og atorkumanni. Reistu þau bú að Skólastræti 3, hér í bæ, og átti hún þar heima til æviloka. Þau hjón eignuðust sex mannvænleg böm, fjórar dætur og tvo syni, sem öll eru á lífi, gift og búsett hér í bæ. í>au eru: Hans kaupmaður, k-vænt ur Helgu Kristinsdóttur, Birna, gift Agnari GuðmundsSyni skip- stjóra, Búi kaupmaður, kvæntur Þuríði Guðmundsdóttur, Una, gift Þorsteini Thorarensen f-ull- trúa, Lilja læknir, gift Jóni Sig- urðssyni bifreiðarstjóra og Mar- grét, gift Gunnari Ormslev hljóð færaleikara. f ársbyrjun 1938 grútfði sorg yfir -heimili Guðrúnar, er eigin- maður hennar tók þann sjúkdóm, sem dró hann til dauða það sama ár. Börnin sex voru þá öll í æsku og kom þá í ljós dugnaður henn- ar og kjark-ur, sem einkenndi hana alla ævi. Hún ól upp barna hópinn sinn og kom þeim öllum vel til mennta, rak áfram um- fangsmikla verzlun og ljósmynda stofu með aðstoð elztu barna sinna af þei-m dugnaði, að nú er þetta eitt hið elzta og þekktasta verzlunarfyrirtæki hér í bæ. Fest-a, dugnaður og drenglyndi voru höfuðska-pgerðareinkenni ■ Guðrúnar. Hún var kona, sem 1 tók æðrula-ust því, sem að hönd- um bar og skipti lítt skapi, hvort sem vel gekk eða á móti blés. | Börnurn sínum var hún hin traustasta og bezta móðir, og þó að þau hafi nú um 1-angt skeið [ átt' sitt eigið heimili var heim- ili móður þeirra í Skólastræti 3 ávallt þeirra annað heimili. Slíikt er aðalsmerki mikilla og góðra mæðra. I Guðrún hélt reisn sinni og Húspláss til iðnaðar ó götuhæð ca. 140 ferm. óskast. — Tilboð sendist í pósthólf 1324, merkt: „Strax“. Kínversk riT á e n s k u Lækkað áskriftarverð til áramóta. China Pictorial, 1 árg. kr. 64.00. 2 árg. kr. 112.00 Chinese Literature, 1. árg. kr. 64.00. 2. árg. kr. 112,00 VVomen of China — China’s Sports — Evergreen E1 Popolo Cinio (á esperanto) 1 árg. kr. 20,00. 2 árg. kr. 35,00 hvert rit. Peking Review, vikul. í flugpósti, kr. 130,00. China Reconstructs kr. 60.00 1 árg. kr. 108,00 2 árg. Áskriftarverð fylgi pöntun. KÍNVERSK RIT Pósthólf 1272 Reykjavík. Pöntunarseðíll Ég undirritaður óska að gerast áskrifandi að tímaritinu..................*........... Áskriftarverð fylgir í póstávísun kr. Nafn Heimilisfang glæsileik til síðu-stu stundar, en síðustu vikurnar lá hún þungt h-aldin á heimili Lilj-u dóttur sinnar og Jóns tengdasonar síns, þar til tveim dögum, áður en hún andaðist, að hún var flutt á Landakotsspítala. Að endingu þakka ég þér, kæra vinkona, alla vináttu og tryggð mér og minu-m auðsýnda. Um leið votta ég og fjölskylda mín börnum, tengda-börnum, barn-a- 'börnum, systrum, fóstursystur og öðrum ættingjum hinnar látn-u dýpstu hluttekningu. Útförin fór fram miðvikudag- inn 27. þ. m. að Kapellunni í Fossvogi. Friður sé með henni. Valgerður Björnsdóttir. Kveðjuorð Kæra fóstursystir og frænka. Gott er að hugsa til þess tíma, þegar við vorum að alast upp á Hverfisgötu 12, þú, ég og 4 bræður. Það voru góðir tímar, ! — öryggi í kringum okkur og friðsæld, þá var ekkert kalt stríð og engar helsprengjur til. Nú er þessi hópur horfinn til hins ókunna lands, allir nema ég. Oft var kátt og glatt og húsið fullt af ungu fólki. Eg man daginn þegar þið Hans giftust, þá varst þú rúmlega tví- tug. Það var mikill dagur í mán- um augum. Þið fluttust í nýtt hús í Skólastræti 3 — og áður en mörg ár voru liðin voru þar líka komin 6 börn, sem fylltu húsið af lífi og gleði. Eg man líka þann sorgarda-g, þegar Hans dó og þú stóðst ein eftir með öll börnin þín, það yngsta ekki garnalt. Þá reyndi á 'hvað í þér bjó — þú stóðst þig eins og hetja. Allt þitt lítf hefur mótast atf dugnaði, sterkum vilja og vinnugleði. Mesta unun þín var þó sú, að yrkja jörðina og dytta að trján- um og gróðrin-um í sumarbústaðn um í Fossvogi. Þaðan eigum við öll góðar endurminningar og blessuð bamabörnin þin 17 að tölu, hópuðust um ömmu sína í Fossvoginum. Mætti ísland eiga margar slík- ar dætur sem þig, sem þekkja kjarna lísfins — ekki hégóma og prjál — heldur vinnugleði, kjark og dug. Að síðustu kveð ég þig, góða frænka, með þökk fyrir allt, sem þú varst mér. - Blessuð sé minning þín. Anna Guðmundsdóttir. I DAG KL. 3 JÓLATRÉSSKEMMTUN verður haldin í íþróttasal félagsins við Kaplaskjólsveg í dag, fimmtudaginn 28. des. 1961 og hefst kl. 3 síðdegis. HAUKUR MORTHENS og hljómsveit Árna Elfars syngja og spila Aðgöngumiðar verða seldir á Sameinaða, í Skósölunni, Lauga- vegi 1 og í KR-húsinu. K R Bátalón h.f (Bátasmíðastöð Breiðfirðinga) Hafnarfirði — Sími 50520 Útgerðarmenn! Sjómenn! Sparið gjaldeyri og látið innlendar bátasmíðastöðvar smíða fiskibáta yðar. Reynslan hefur sýnt, að bátar smíðaðir innan- lands eru fyllilega sambærilegir við erlenda báta, hvað styrkleika, endingu og sjóhæfni snertir. Verðið er einnig sambærilegt. Talið við oss, ef þér þurfið að láta smiða báta. — Vér getum smíðað ínni í húsi allar stærðir og gerðir af bátnum úr eik og furu, upp í 150 rúmlestir. Framkvæmum margskonar skipa- og bátaviðgerðir. S m í ð u m : Þilfarsbáta Opna vélbáta Skemmtibáta Björgunarbáta Kappróðrabáta AJLÓN Hafnaríirði — Sími 50520

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.