Morgunblaðið - 28.12.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.12.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 28. des. 1961 MORCVNBLAÐIÐ 11 Jólin úti á landi Rauð jól urðu livít — IVEis- jafnt veður — Fyrsta nátt- messa á íslandi síðan 1744 Veð'ur var misjafnt mjög á landinu yfir hátíðadagana. Víða gekk á með éljum, og jólin sem byrjuðu rauð voru orðin hvít víðast hvar áður en lauk. Mbl. hafði samband við fréttaritara sína víðsvegar á landinu og fara fréttir af jólahaldinu þar hér á eftir. Á Selfossi SelfossL — Á Þorláksmessu ivar kveikt á stóru jólatré, sem Kotaryklúbburinn í Arendal í iNoregi sendi Rotaryklúbb Sel- ifoss, sem síðan afhenti tréð sókn- arnefnd Selfosskirkju. Trénu var valinn staður fyrir framan Ikirkjuna. Arendal í NOregi er vinabær Selfoss. Er þetta í Iþriðja sinn, sem Rotaryklúbbur- inn í Arendal sýnir það vináttu- [bragð að senda okkur jólatré. Á aðfangadag var aftansöngur I kirkjunni klukkan sex. Var sú guðsþjónusta mjög hátíðleg og frábrugðin venju að því leyti að 85 börn höfðu á hendi helgifram eögn á jólaguðspjallinu. Gengu jþau klædd hvítum kyrtlum í prósessíu inn kirkjugólfið, en fyrir þeim fóru tveir ljósberar og biblíuberi. Er börnin höfðu gengið inn að altarinu hófst lest- ur jólaguðspjallsins, sem eitt Ibarnanna las en inn á milli söng ibarnakórinn, ýmist einn eða með ikirkjukórnum og með aðstoð lúð- lirblásara. Söfnuðinum var einnig falin þátttaka með sálmínum „Heiðra ekulum vér herrann Krist“. Organisti kirkjunnar, Guð- mundur Gilsson, hafði undirbúið jþennan helgiþátt ásamt söngkenn ara barnaskólans, Jóni Sigur- jnundssyni. Kirkjan var yfirfull, og varð fjöldi fólks frá að hverfa. Er það mál manna, að sjaldan hafi verið hátíðlegri stund í Selfoss- Ikirkju. Kl. 11:30 á aðfangadagskvöld hófst önnur messa, svokölluð nátt xnessa, sem sungin var að forn lútherskum sið. Þetta er fyrsta messan með þessu sniði, sem sungin er hér á landi síðan 1744 er Danakonungur bannaði nátt- tnessur með lagaboði. í þeirri messu barst kirkjunni vegleg gjöf. Var það forkunnarfagur prósessíukross, sem frú Kristín Halldórsdóttir frá öndverðarnesi Og börn hennar gáfu til minning- sr um tvö börn Kristínar. — Páll. A Þorlákshöfn. Þórshöfn — Hér hefur allt gengið vel yfir hátíðina. Veður var ebki sem bezt á jóladag, en þá gekk á með hríðaréljum af íiorðaustri. Þorpið er skreytt ljós wm í gluggum og annars.sitaðar þar sem hægt er að koma því við. Einar. * f Borgarnesl. Borgarnesi — Veður var hér ágætt ytfir jólin, rauð jól þar ti‘l síðari hluta dags á jóladag en þá Bnjóaði dálítið. • Bærinn var mibið og fallega Bbreyttur með ljósum, verzlan- irnar sérlega vel skreyttar og mjög víða í görðum voru jóla- Hjós á trjám. Klubkan fjögur á Þorláks- messu lcveikt á jólatré, sem er gjöf frá vinabæ Borgarness í Svíþjóð, Fagerstad, en vinabær- inn hefur undanfarin 4 ár sent Borgaresl mjög glæsileg jólatré. >— Almennur dansleibur var hald Inn í samkomuhúsinu að kvöildi annars dags jóla. — Höirður. f Stykklshólml. Stykkishólmi — Á aðfanga- 'dagskvöld var fremur kalt í veðri Ibér. norðan sex vindstig, heið- Bkírt og froet um 8 stig. Messa var vol sótt og kirkjan troðfull. XJm miðneettið var guðsþjónusta 1 baþólsku kirkjunni við sjúkra- húsið og var hún einnig vel sótt Á jóladag var vindur hægari, en þó enn að norðan. Á öðrum degi jóla snjóaði, og þá var mjög hvasst, og frost átta og upp í tíu stig. Bærinn var aliur meira skreytt ur en verið hefur áður. Fjöl- margir einstabldngar settu upp falieg Xjós fyrir utan íbúðir sín ar og fallegar jólastjörnur. Auk þess var komið fyrir fjórum jóla trjám á almannafæri, öll falleg- um Ijósum prýdd. Stærsta jóla- tréð var á Hreppstúninu, á veg- um Stykbishólmshrepps. Allir vegir í héraðinu eru fær- ir. — Á Þingeyrl. Þingeyri — Jólahaldið hér var líkt og venjulega. Á jóladag var hér gott veður og lenti þá Björn Pálsson hér og flutti sjúkan dreng til Reykjavíkur. Á öðrum degi jóla snjóaði þannig að þetta urðu þá hvít jól eftir alllt. — Magniis. Á ísafirði ísafirði. — Á aðfangadag var hér norðan hraglandi en á jóla- dag stillilogn og gott veður en kalt. Á öðrum degi jóla gerði él af norðri en í dag hefur verið stillilogn, bjartviðri og 10 stiga frost. Kvikmyndasýningar og jóladansleikir hafa verið hér og í dag er haldin jólatrésskemmtun fyrir börn á vegum stéttarfélag- anna. Nokku fyrr jól náðist samkomu lag í deilu lögregluþjónanna og bæjaryfirvaldanna. Fá lögreglu- þjónarnir nú greitt eftir taxta þeim, sem greiddur er í Reykja- vík. Samkomuhald hefur því verið með eðlilegum hætti hér um jólin. — AKS. Á Sauðárkróki. Sauðarkróki — Veðrið var igott hér yfir jólin og hefur veð- ur hér í Skagafirði verið ágætt eftir 26. nóvember. Hér gerði nokkra föl þannig að hægt er að segja að jólin hafi ekki verið rauð. Bærinn var skreyttur og upplýstur að vanda og allir í jólaskapi. Á öðrum degi jóla gekkst Ung mannafélagið Tindastóil fyrir barnaskemmtun og um kvöldið var sýndur sjónleikurinn „Biðlar og brjóstahöld“ og á eftir stiginn dans. Voru saimikomur þessar rnjög vel sóttar. — Spilakvöld og dansleikir á vegum sj:jórnmála- flokka og félaga verða hér milli jóla og nýárs. — Jón. Á Höfðaströnd Bæ. — Síðan á jóladag hefur gengið hér á með éljum. Mikið frost hefur verið og fáförult í byggðinni, jafnvel messuföll. Fært er þó á bílum um allt, því snjóa hefur ekki sett niður enn. — Björn. Á Siglufirði Siglufirði — Veðrið var ekki gott hér yfir jóladagana, en á Þorláksmessu var hinsvegar á- gætt veður og var þá kveikt á jólatré, sem vinabær Siglufjarðar í Danmörku Herning á Jótlands- skaga, gaf. Var tréð reist á Ráð- hústorgi og afhenti það formaður Norræna félagsins. Baldur Ei- ríksson, en bæjarstjóri, Sigurjón Sæmundsson, veitti því móttöku. Kirkjukór Siglufjarðar söng við þetta tækifæri og einriig lék lúðrasveit Siglufjarðar nokkur lög. Mikið var um skipakomur um jólin, en hingað komu Gullfoss, Hekla, Esja, Herðubreið og Drangur. Kom margt manna með skipunum til að halda jólin heima. aðallega skólafólk. — Stefán. Akureyri AKUREYRI, 27. des. — Á jóla- dag gerði föl hér yfir allt og yfir jólin hefur verið allmikið frost, allt upp í 12—13 gráður. Mjólkurbílar hafa komizt óhindr að til bæjarins, en í morgun voru orðnir nokkrir erfiðleikar á veginum frá Dalvík til Akureyr ar. Einnig mun hafa rennt all- mikið í hina ýttu slóð yfir Öxna dalsheiði og mun það eitthvað tefja fyrir bifreiðum á leiðinni Akureyri— Reykjavík. Á annan jóladag var áætlað að fljúga milli Akureyrar og Reykjavíkur, en sökum dimm- viðris varð ekki af því. Síð- degis í dag var flogið milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur með þá sem biðu eftir fari. Jólin á Akureyri voru kaflega róleg. Ekki voru nein slys og engir bílaárekstrar og nær eng- in drykkjuskapur, að sögn lög- reglunnar. St. E. Sig. Á Húsavík. Húsavík — Með jólaföstunni hefur breytt um tíðarfar, og var hér blíðviðri alla föstuna og fram á jóladag. Á Þorláksdag gerði að- eins snjóföl svo heita má að hér hafi verið hvít jól. Á öðrum degi jóla fór að snjóa og hvessa af norðvestri og hefur verið hér leið inda élaveður í nótt og í dag. Bærinn var skreyttur með meira móti bæði í görðum og húsin sjálf. Bærinn reisti eitt stórt jólatré sunnan við sam- komuhúsið. Skemmtanir voru méð venju- legum hætti yfir jólin. — Fréttaritari. mannafærl, en aub þess eru Ijós víða í görðum. Jólahaíldið hefur gengið vel, en veðrið hefux verið fremur leiðinlegt. Hér er dansbt flutningaskip, Kim, og lestar það 2400 tunnur af síld til Rússlands. — Sveinn Á Neskaupstað. Neskaupstað — Á cðrum degi jóíla gerði hér dálitla fann- komu og nokkurn vind. Á jóla- dag var gott veður en 8 stiga frost gerði um kvöldið. Bærinn er skreyttur með meira móti og er talið að 7—800 skrautperur hafi bætzt við frá . fyrra. Oddssk-arðsvegur befur nú Xok- ast aftur. — I nótt minnkaði rennslið í Grírpsá og varð að girípa til dieselrafvélanna. Annan»jóladag var systrabrúð- kaup í kirkjunni hér en þá voru gefin saman HaObjöng Eyþórs- dóttir oig Stefán Pálmason raf- virki og EíliiTborg Eyjólfsc’óttir og Sigfús Guðmundisson bókari. J akob. Á Höfn í Hornafirði. Höfn — Hér á Hornafirði voru jóladagarnir hreinlegir. Sá fyrri verðu-r að teljast rauður en sá síð ari hvítur. Aldrei hefur verið eins mibið um ljósaskreytinigar í kauptún- iniu og nú og auk þess voru götu- ljósin komin allilvíða í þorpið rétt fyrir jcjlin svo segja má að það hafi verið uppljómað af jólaljós- um. Guðsþjónusta vá-r í barnaskól- anum á jóladag. Við það tæki- færi afhenti sóknarpresturinn tvo altarisstjaka til safnaðarins. Er hér um að ræða gjöf frá pró- fastinum, Sváfni Sveinbjarnor- syni og fyrrverandi sóknarpresti Rögnvaldi Finnbogasyni, til minn >SKOMMU fyrir jólin komu< >heim til Svíþjóðar 150 sænsk< £ir hermenn, sem höfðu dvaI-< >izt marga mánuði í Kongó og < >nú síðast tekið þátt í bar-< Jdögunum í Katanga. Það síð- >asta, sem þeir heyrðu í Elsa- >bethville, er þeir stigu upp< >í flugvélarnar sem fluttu þá< >heim, var gnýrinn af bar- < >dögum og sprengjukasti í< Jborginni. Þessir sænsku hermenn < >flytja heim með sér sögur af< >hörmungum og ótta. Þeirtaiaj >ekki um hatur og ekki um < >hugrekki — en mikinn ótta. >— Ástandið hefur verið ger- < >samlega óþolandi, segja þeir. < >— Báðir aðilar berjast ör-< >væntingarfullri baráttu, knúðj >ir af óttanum einum. Myndin sýnir fyrstu 30 < >hermennina stíga úr flugvéP >sinni á Arlanda flugvellinum< >við Stokkhólm. in-gar um þá, sem fórust með mb. Helga. — Gunnar. í Vestmannaeyjum. Vtstmannaeyjum — Hér var Ijómandi gott veður um jólin. Má heita að jólin hafi verið rauð en þó byrjaði að snjóa á öðrum degi jóla. en þá gerði föl, dálítið frost og norðan kalda. — Engin slys urðu á mönnum og málieysinigj- um yfir hátíðina. Að kvöldi annars jóladags voroi dansleikir haldnir í báðum sam- komuhúsun-um. Var þar mjög fjöl menmt og hefi ég ekki annað h-eyrt en allt liafi þar farið fram með prýði Síldarbátamiir voru aillir í höfn um jólin, og munu róa dræmt millli jólia og nýárs. — Innbrot á jólanótt Á Raufarhöfn Raufarhöfn. — Á aðfangadag var bezta veður hér, en gekk þó á með snjóéljum. Hefur verið éljagangur síðan en snjóa hefur ekki sett niður enn og er vel bílfært um allar sveitir. Þörpið er ljósum prýtt. Við fengum jóla póstinn og Morgunblaðið á Þor- láksdag en pósturinn kom flug- leiðis til Akureyrar en var flutt- ur þaðan á bíl. Skipakomur hafa verið nokkr- ar. Á Þorláksmessu voru afgreidd 2 skip og á mi’lli jóla og nýárs er von á 3 skipum til þess að taka afurðir, — Einar.. Á Seyðisfirði. Seyðisfirði — Hér hefur verið frost og kuldi yfir jóladagana, NA kuldasteita með 10 stiga frosti. Bærinn er aXlur Ijósum prýddur. Fjögur jólatré eru á al- AKRANESI, 27. des. — Kl. 1.30 á jóladaginn átti Pétur Elísson, smiður, leið um Hafnarbraut. Verzlunarhús Axels Sveinlbjörns- sonar standa í vestur hyrningi við Suðurgötu og Hafnarbraut. Pétur er glöggur og athugull maður og snarstanzaði við einn búðargluggann. Þar var stórt skilti brotið úr rúðunni neðst. Þarna höfðu þjófar verið að verki á sjálfa jölanóttina. Það fór ekki framhjá auga smiðsins að byrjað hafði verið á að taka burtu gluggalistana að neðan, sennilega til að taka rúðuna úr í heilu lagi, en gefist upp við það. Rúðan síðan spennt út að neðan, svo úr henni brotnaði nógu mikið til að hægt væri að smjúga inn í búðina. Pétur gerði Axel aðvart og Axel hringdi í lögregluna. Hún kom á vettvang og fann pæn ingakassa, sem staðið hafði uppi á búðarborði, opinn á gólfinu, •búið að hirða úr honum 1—2 þús. kr. Skrifstofan var brotin upp með kúbeini og teknar nokkrar krónur er lágu á belck, en kúbeinið skilið eftir á skriflborð- inu. í verzluninni hafði verið stol ið sjónauka, 6 skota riffli og skotfærum fyrir kr. 4.000,00. Lög- reglan biður þá sem orðið hafa varir mannaferða á jólanóttina að gera sér aðvart. — Oddur. Happdrættisbíll Krabbameinsfél. DREGIÐ hefur verið í happ- drætti Krabbameinsfélags Reytkja víkur. Vinningurinn Volkswagen bifreið km á nr. 1754, og er því einhver heppinn maður bílnum ríkari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.