Morgunblaðið - 28.12.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.12.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. des. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 í rétta átt ITm langt skeið hefur Morgun- blaðið, sem kunnugt er, barizt fyrir því, að launþegasamtök færu skynsamlegar og öfgalausar leiðir til að bæta kjörin. Blaðið hefur bent á, að koma þyrfti á fót samstarfsnefndum launþega og vinmxveitenda. ákvæðisvinnu- fyrirkomulagi, vikulaunagreiðsl- um, samstarfi til að kanna greiðslugetu atvinnuveganna o. s. frv. Lengi þverskölluðust komm- únistar við því að fara þessar sjálfsögðu leiðir. Þeir vildu verkföll án kjarabóta, en alls ekki kjarabætur án verkfalla. Nú hefur þó farið svo, að allir flokkar þingsins hafa staðið að samþykkt þingsályktunartillögu, sem hnígur að bví að gera gang- skör að rannsókn og framkvæmd þeirrar leiðar, sem Morgunblaðið hefur svo oft bent á. Einnig hef- ur nú verið gengið frá samning- um um vikulaunagreiðslur milli Vinnuveitendasambands fslands Og Dagsbrúnar. Þessu hvoru tveggja ber að fagna og vonandi að nú sé timi hinnar röngu stefnu i kjaramálum liðinn. STAKSTEINAR „Samdráttarstefna“ Framsóknarflokksins Framsóknarmenn hafa notað mörg heiti um viðreisnina. Má þa.r nefna ,,kreppu“, „móðuharð- indi“ og nú síðast „samdráttar- stefnu“, en um hana hefur þeim orðið tíðrætt á haustmánuðun- um. Mbl. hefur spurt að því hvar samdráttarins gætti hvar hið mikla atvinnuleysi væri í ís- lenzku þjóðfélagi. Sem betur fer, er blaðinu ókunnugt um. að þessi óskhyggja Framsóknarmanna nái til veruleikans. Þvert á móti ber- ast hvaðanæva fréttir af mikilli atvinnu og vaxandi tekjum, sem auðvitað byggjast á því að hver maður getur haft nægt að starfa, ekki einungis við venjulega dag- vinnu, heldur þá aukavinnu, sem hann vill á sig leggja. Allt sam- dráttartalið er út í bláinn, sem betur fer og því litlar vonir til þess, að Tíminn fáist til að svara spumingunni um það. hvar sam- dráttarins gæti. Nehru heilsar gestum skömmu eftir að tilkynnt var í Nýju Dehli, að Portúgalir í ný- Iendunum Diu, Daman og Góa hefðu gefizt upp. Svo sem kunnugt er, höfðu Indverjar vart hafið aðgerð- irnar í Góa, þegar Súkarno forseti Indónesíu tilkynnti, að nú skyldu íbúar Indónesíu og herinn vera viðbúinn fyr- irskipunum um að hef ja inn- rás í hollenzku Nýja Guineu — eða Irian eins óg Indónes- ar kalla venjulega þennan hluta eyjarinnar. Myndin er tekin þegar Súkarno hélt ræðu sína á fjöldafundi 19. des. sl. og sagði m. a.: „Eg mun gefa yður fyrir- skipun um að berja niður allar tilraunir HoIIendinga til þess að koma á fót leppríki Papúa í Irian — og ég mun fyrirkipa að hinn rauði og hvíti fáni Indónesíu verði dreginn að sérhverjum hún í Irian.“ Landvarnaráðherra Indlands, Krishna Menon, hélt til New York þegar er hernaðarað- gerðum var lokið í Góa — kvaðst vilja skýra mál Ind- verja fyrir þingmönnum Sam einuðu þjóðanna, ef innrásin í Góa yrði tekið þar til um- ræðu. Myndin er tekin á flugvell inum í New Yorkf 30. des. Larry Nathan, blaðamaður, hefur beðið Menon að svara nokkrum spurningum, en Iandvarnaráðherrann neitar að svara án þess að sjá fyrst skirteini blaðamannsins. Yið hlið Menons stendur H. S. Vahali, starfsmaður upplýs- ingadeildar utanríkisráðuneyt is Indlands. Innrás MYNDIRNAR hér á síðunni eru allar teknar dagana 18. —20. des. sl., er innrásin var gerð í Góa. Fáar ljósmynd- ir hafa borizt frá atburðum í Góa — utan sú sem hér fylgir af indverskum her- mönnum fyrir utan portú- galskt virki, er þeir höfðu þá nýlega hertekið, — enda mun hafa verið ^ fátt um fréttamenn og ljósmyndara, þar sem helztu átökin urðu. Árangurinn kemur | l|ós Viðreisnarstjórnin gerði lands- mönnum grein fyrir því þegar liún hóf endurreisnarstarf sitt, að allir yrðu að axla nokkrar byrðar til þess að treysta fjár- hag landsins að ný ju ef tir óstjórn „vinstri stefnunnar“. Þessar byrð ar hafa í entru efni verið meiri en fyrirfram var grcint frá. Þeg- ar fram í sótti varð áróður stjóm arandstæðinga hins vegar til þess, að mönnum fundust byrð- arnar miklu minni en þeir höfðu gert ráð fyrir og jók það vin- sældir Viðreisnarstjómarinnar. Þannig má segja, að hinn ofsa- fengni áróður kommúnista og framsóknarmanna hafi beinlínis treyst viðreisnina. Hinu er ekki að neita. að byrðamar voru nokkrar. En árangurinn er Itka byrjaður að koma i ljós, þótt í litlu sé. miðað við það, sem verða mun á næstu árum, þegar UfS* kjör batna jafnt og bétt á'sama hátt og er í nágrannalöndum okkar, þar sem eins er stjómað og nú er gert hérlendis. Þegar stuðningsmenn Viðreisnarstjóm- arinnar því líta yfir feril hennar geta þeir með sanni sagt. að henni hafi betur tekizt að fram- fylgja meginstefnu sinni en menn þorðu í uppliafi að vona, og það þrátt fyrir hatrammar tilraunir til að eyðileggja efnahag landsins á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.