Morgunblaðið - 30.12.1961, Blaðsíða 9
Laugardagur 30. des. 1961
MORGUNBLAÐIÐ
9
Guðmundur G. Hagalín
„Hafið og kletturinn
LÆKNIR, læknaðu sjálfan þig,
- sú krafa, sem felst í þessum,
orðum hefur löngum, svona eða
á annan veg orðuð, klingt af
vandlætingu og þó einkum mein-
fýsi í eyrurn þeirra, sem krafizt
hafa meira í lífi og list en þeir
hafa sjálfir virzt færir um að
uppfylla. í fljótu bragði getur
sýnzt sanngjarnt og jafnvel æski-
legt að gera þessa kröfu tiil slíkra
manna. En það er hvorugt. Segja
má, að mannlegt sé það, en
eigi að síður er það ósanngjarnt
og varhugavert. Engir miklir
sigrar vinnast, hvort sem er á
sviði lífs eða listar, án þess að
markið sé sett hátt, og maður sem
é opinberum vettvangi dæmir ár-
angur þeirra, sem sýna afrek sin
á torginu, þar sem leið alls al-
mennings liggur að Og frá, er
skyldur til að hafa í dómum sín-
um hliðsjón ai fordæmi þeirra,
sem bezt hefur tekizt, jafnvel
hafa í huga það mark, sem slík-
ir menn hafa sett sér, en ekki
náð. Án þess, að dómararnir geri
Iþetta, geta dómar þeirra leitt til
diáðleysis og hnignunar. Hins veg-
ar ber þeim að líta af sann-
girni á góða viðleitni og meta ár-
angur í samræmi við það mark,
sem þessi eða hinn virðist hafa
sett sér, og um fram allt: leitast
eklki við að hnekkja með sáryrð-
um dug og dáð' þess, sem hátt
Ihefur stefnt, auðsjáanlega lagt
sig allan fram og sýnir, að mik-
ið muni í honum búa, þó að
mistök hans séu mörg og auðsæ
.... Það liggur 1 hlutarins eðli,
að ritdómari í frjálsu þjóðfélagi
hefur sama rétt og aðrir til að
leggja undir annarra dóm þann
árangur sinn á sviði lífs og list-
ar, sem hann telur þess verðan,
og auðvitað á hann kröfu til
að á þann árangur sé lögð sama
mælistika og á árangur annarra
-— og án þess að hrópað sé:
Læknir, læknaðu sjálfan þig-
Sigurður A. Magnússon er einn
þeirra manna, sem ýmsir gætu
freistazt til að varpa að þessum
orðum, þegar þeir lesa skáldrit,
sem koma frá hans hendi. En
eins og ágallar á skáldskap Sig-
urðar mega ekki fella skugga á
mjög alvarlega rækta starfsemi
hans sem ritdómara, eins eiga
ekiki þær kröfur, sem hann ger-
ir, þegar hann dæmir bækur, að
kalla ósanngjarna dóma yfir
skáldrit hans.
„NÆTURGESTIR“
Skáldsagan Næturgestir, sem
út kom í haust á kootnað
ísafoldarprentsmiðju, er ekki ný
af nálinni. 1 bókarlok gefur höf-
undurinn þær upplýsingar, að
hún sé skrifuð 1956 til 1959. Mér
þykir trúlegt, að hann hafi lokið
við söguna 1956, verið óánægður
með árangurinn, en hins vegar
fundizt að í henni væri fjallað
um það veigamiklar athuganir
á eigindum og hvötum, sem réðu
ærið oft sköpum manna, að hún
ætti erindi fyrir sjónir almenn-
ings, og ennfremur, að hann hafi
haft á tilfinningunni, að hann
mundi sjá gerð hennar og áhrifa-
heild á annan og raunhæfari hátt,
þá er hún væri ekki lengur
einikaeign hans í skrifborðs-
skúffu, heldur afhent alþjóð og
þar með jafnt dómgirni og dutt-
lungum sem velviljaðri athugun
á kostum og göllum.
Sagan fjallar um draum manns
ins um fegrun lifsins til samræm-
is þ.ví, sem hann finnur, raunar
meira og minna óljóst, fegurst og
göfugast í eðli sínu. Þessi draum-
ur er misjafnlega ríkur hjá hin-
um ýmsu einstaklingum, en hjá
flestum persónunum í þessari
bók er hann mjög mikilvægur.
Hann má heita lítfsteinn Sveins,
aðalpersónu bokarinnar, en einn-
ig hefur hann verið það hjá Jóni
einstæðingi, jafnvel hjá mektar-
bokka þorpsins hefur hann verið
örlagavaldur, — Magnús trú-
smið hefur hann kostað ævilang-
an fjötur hverrar frjálsrar hugs-
unar, og það er veikur bjarmi
þessa draums, sem laðar Ástu
til að gefa sig að Sveini. Loks
finnur svo lesandinn, að höfund-
urinn ætlast til þess, að menn
eygi þennan draum sem bak-
grunn Valdísar, þess ósýtna full
trúa ögrandi kveneðlis, sem er
allfyrirferðamikill í sögunni. En
þær persónur, sem hafa ekki
annað tveggja brotið sína draum-
fleytu eða lagt henni við land-
festar, þegar sagan hefst, gera
það áður en henni lýkur.
Sveinn er uppalinn í úlfa-
kreppu ömurlegs umhverfis. Þar
er hann hrjáður, verður að gjalda
afbrýði fóstru sinnar, sem svipt-
ir hann umhyggju kúgaðs föður
og seyrir ástúð sektbitinnar
móður. • . . Og sá lífsdraumur,
sem hann loks flýr með að hekn-
an og er hans eina stoð, er næsta
óljós og loftkenndur, enda getur
hann hvergi fundið honum stað
í nöturlegum veruleika hins nýja
umhverfis.' Og svo er honum
hrundið sitt á hvað, unz harm
álpast á vit dauðans, sekkur í
djúpið með draumi sínum og
þeirri sektartilfinningu, sem
hann af eðlishvöt finnur að miuni
reynast honum ofviða.
Þverbrestur þessarar sögu er
sá, hve lítiillar gerðar þær per-
sónur eru, sem varða þar mestu
máli. Svo harmræn, sem þau eru
í eðli sínu, örlög Sveins, ná þau
ekki að hræra strengi samúðar,
hvað þá beiskju í brjósti les-
andans. Og svo fá þau þó ekki
neitt sammannlegt gildi. Sveinn
er gersamlega merglaus væfla,
svo að allt mikilvægt, sem fyrir
hann kemur, álpast hann út í,
án þess að eftirvæntinguþrung-
inn aðdragandi boði það. Hann
er of lágkúrulegur til að harm-
ræn reisn fylgi örlögum hans.
Þannig er þetta líka um einsetu-
manninn. Af forsögu hans verður
ráðið, að í rauninni hafi aldrei
búið í honum nein dáð, að
draumur hans hafi aldrei náð að
veikja hann af meðfæddri doða-
vimu, og nánari kynni okkar af
honum allt til loka hníga að
því sama. Hann hefur aldrei verið
sá ísmael, sem hrakinn hafi ver-
ið út í eyðimörkina. Hann hefur
væflazt þangað sjálfur. Og Guð-
mundur Strútfells . • . Það er al-
kunna, að menn, sem hafa orðið
að sjá á bak hjartfólgnustu
draumsýn lífs síns, leita sér tíð-
um svölunar með því móti að
pína samborigara sína í krafti
auðs og valda. Og þessi hvöt
er mönnum oft slíkur spori, að
þeim verður allt að fé. En Guð-
mundur Strútfells, sem átt hef-
ur sér drauminn um skapandi
mátt skáldsins, ef til vill þann
viðkvæmasta allra drauma, og
víkur inn á þá braut að leita sér
hefnda með því að skáka í hróks-
valdi fjár og valda, er ekki einu
sinni þess megnugur að tryggja
svo aðstöðu sína, að hún riði ekki
til falls við fyrsta áfall, svo að
hann verður að grípa til marg-
þvældra bjargráða ótíinds brask-
ara. Valdísi á okkur auðsýnilega
að gruna, að mikið hafi verið í
varið, en að öðrum þræði er hún
skækja, sem gengur blákalt að
verki, að hinum svo vergjörn, að
örlög hennar virðast vart hafa
getað orðið önnur en þeirrar at-
vinnukonu í ástum, sem skortir
lundfestu og sjálfsaga til að taka
skækjulifnað hagrænum tökum.
Annar aðalgalli sögunnar er
lýsingarnar á athafnalífi fólks-
ins í þorpinu og á umihverfi þess.
Sigurður A. Magnússon er auð-
sjáanlaga ekki uppalinn í litlu
fiskiiþorpi og skortir tilfinningu
fyrir þeim mörgu smáatriðum,
sem gæða það lífi, gefa því yfir-
bragð, ilm og mál. Frásögnin af
venkalýðsmálunum í þorpinu er
eitt af þeim dæmum, sem sýna ó-
kunnugleika Sigurðar, — og þá
ekki síður sjóferð þeirra Bjart-
mars Og Sveins. Sveinn er alls-
óvanur ræðari, en kemst á fáum
mínútum svo vel upp á lagið með
að róa, að hann ber bátnum á
tvær árar gegn uppgangsveðri Og
vaxandi vindbáru. Jafnvel sagan
Sigurður A. Magnússon
af fýlnum, sem Bjartmar rotar,
sýnir ljóslega, að höfundur og
þessi víðkunni og skemmtilegi
fugl eru ekki nánir kunningjar
af sjónum, hvað sem vera kann á
landi- Loks er hin algera vöntun
á kímni. Hún gerir söguna grárri
og litlausari en hún hefði ella
orðið. Þá er og stíllinn dau.fur
og mun rislægð persónanna eiga
sinn þátt í því. Nokkurs er og
þeim annarlegrar merkingar og
jafnvel blæbrigða. Og þá virðist
mér lítt lýsa af listrænu svip-
móti margra þessara þýðinga.
Sérstaklega hef ég undrazt tor-
ræðni þeirra, ef svo vill til, að
ég hef lesið eitthvað eftir hina
víðfrægu höfunda á einhverju
framandi máli, sem ég er bók-
fær á, og mér heifur orðið á að
hugsa sem svo: Herra minn trúr
— hugsið ykkur nú, að ungæðis-
leg skáldefni, sem eiga sér ekki
því traustari rætur í íslenzkri
menningararfleifð og eru álí'ka
ginnkeypt fyrir því erlenda og á-
litlegur hundraðshluti krvemþjóð
arinnar, lesi þessi ljóð snilling-
anna, þýdd á sitt móðurmál. Þá fá
um við apaspil í að minnsta bosti
öðru veldi!
Ljóðin í þessari bók Sigurðar
A. Magnússonar eru mjög marg-
vísleg að viðfangsefnum, en yfir-
leitt eiga þau sér tvennt sam-
eiginlegt: Þau eru stappfuU ai
myndum og mörgum ærið tor-
ræðum, og yfir þeim hvílir lanig-
flestum þrúgandi sorti. Sigurður
A. Magnússon hefur, að mig
minnir, látið einhvers staðar í
ljós, að aðall ljóða — allt að því
ófráivíkjanlegt skilyrði þess, að
þau eigi skilið nafnið skáldskap-
ur, — sé það, að þau séu sem
myndrænust. Nú er það vitað,
að við og allar aðrar þjóðir eig-
um ljóðperlur, sem skarta fyrst
og fremst látleysinu og eru með
öllu ómyndræn. En hvað sem því
líður, er myndsköpun tíðum ærið
erfið viðfangs, enda margs að
gæta. Myndirnar verða að vera
hnitmiðaðar, í fyrsta lagi roeð til-
liti til þess ytri eða innri veru-
leika, sem þær eiga að túlka, í
öðru lági innbyrðis, og í þriðja
lagi með hliðsjón af heildarálhrif-
um ljóðsins. Og sú myndsköpun,
sem Skáld liggja yfir fyrst og
fremst í þeim tilgangi að uppfylla
tízíkukröfur í skáldskap, ber
gjarnan þann leiða árangur, að
myndirnar verða síður en svo
kyndill, sem varpi ljósi yfir eitt-
hvað athyglisvert og festi það í
minni lesandans.
Myndsköpun Sigurðar uppfyll
ir hinar þrennu og þríeinu kröf-
ur yfirleitt mun betur í þessari
bók en í hinni fyrri, en sums
staðar haltrar smekkvísi hans ög
rökvísi — hann notar orð, sem
Framtiald greinar til Sig. A. Magnussonar
vant um orðfæri á stöku stað,
en ekki hirði ég um að tína slíkt
til.
En sagan á sér einnig kosti.
f henni er djúp undiralda alvar-
legs vilja til að brjóta til mergjar
efni, sem er harmrænt og mann-
legt, og auðsætt er, aS höfundur
leggur sig fram um fyllstu hrein-
skilni, vill sneiða hjá hvers kon-
ar svikagyllingu, samtimis því,
sem samúð hans fylgir þeim af
persónunum, sem lífið hefur leik-
ið gráast. Og ýmsu er lýst af inn-
sæi og allmikilli mannþekkingu
og margt vel og viturlega sagt.
Loks er atburðaþráðurinn yfir-
leitt eðlilega spunninn. Allt þetta
bendir til þess, að höfundur sög-
unnar muni eiga hæfileika til
sagnaskáldskapar, ef hann gætir
þess, að láta ekki fyrirfram
ákveðin viðhorf sníða sögufólk-
inu of þröngan stakk, leggur á-
herzlu á að gæða umhverfi þeirra
sem lífrænustum blæ og er þess
minnugur, að hvert skáldriit
þarfnast áberandi andstæðna.
„HAFIÐ OG KLETTURINN"
. . . í hinni nýju ljóðabók Sig-
urðar, Hafið og kletturinn, eru
aðeins. frumsamin ljóð, og þegar
ég varð þess vús, brá svo við, að
ég varð feginn- Ég komst þá að
raun um, að ég hafði opnað bók-
ina með hálfgildings kvíða- fyrir
þýddum ljóðum. Hin ungu skáld
hafa mér sem sé virzt hafa ærna
tilhneigingu til að þýða ljóð, sem
eru svo torræð, að mér veitist
örðugt að meta gildi þeirra, enda
leiða þau stundum þýðandann út
í þá freistni að misþyrma ís-
lenzkum orðum eða krefjast af
koma illa við Ijóðheildina og les-
andann — og orðasambönd, sem
misbjóða málinu. Og stundum
varð mér á við lestur þessarar
bókar, minnugur ljóða annarra
skálda, sem leggjá sig fram um
að gæða rímleysuna áhrifamagni
djúpsæis og þeirra töfra, sem
felast í þvi, að andann gruni enn-
þá meira en augað sér, að hugsa
með framtíðarvon til þessa smá-
ljóðs, sem birt er á bls. lö í hinni
nýju bók Sigurðar:
„Fáið mér dýnamft .
til að sprengja í loft upp
öll þessi orð
sem eru að drepa okkur
með lygi og leiðindum.
Gröfum úr rústunum
orð einfaldleikans
um liljur vallarins
fugla himinsins
og um brauðin og fiskana/
>á hefði ég óskað þess, að
stundum hefði hann hugsað til
landa sinna, þegar hann valdi sér
samlíkingar. í ástarkvæðinu Til
þín, sem er gott kvæði og rök-
rænt, segir hann:
Einog þjáður klögusöngur
sigauna
sem kremiur hjarta sitt með
flamenco
skjálfa orðin á vörum mér. . •
(Leturbr. eftir mig G. G. H.)
Leggja frá sér lúðurinn, lang-
spilið af hillu taka, sagði Kletta-
fjallaskáldið, vitandi það, að lúð-
ur og langspil könnuðust þeir
við, sem lásu ljóð hans.
Út af því, hve Sigurði er svart
fyrir augum í ljóðum sínum, geit
ég ekki látið hjá líða að segja
þetta: Mikil hetja má hann vera,
maður, sem gengur kéikur til
starfa Og stríðs, ef lífið er hon-
um raunverulega aðeins „blóð-
rás og logandi und, sem læknast
ekki fyrr en á aldurtilastund.“ . .
En ég býst við, að hann sjái eins
og flestir aðrir ekki svo fáa „sól-
skinsbletti í heiði“, þótt þeir
verði lítt eða ekki að yrkisefni.
En hvað sem er uim þetta, þá er
auðsætt af sumum ynnilegustu
ljóðunum í þejssari bók, og þá
ekki sízt í kvæðaflok’kunum
Dauði Baldurs og Hafið og klett-
urinn, að Sigurður er raunrveru-
lega þungt fyrir brjósti og myrkt
fyrir augum, þegar hann virðir
fyrir sér vegferð mannanna og
rögn lífsins þröngva upp á hann
gátum- Honum er greinilega eng-
inn leikur að fást við þær getraun
ir, heldur þung þörf og knýjandi
skylda. í Hafinu og klettinum er
margt skarpt séð og skáldlega, og
ljóðaflokkurinn sem heild skilur
eitthvað varanlegt eftir hjé les-
andanum, þótt skáldið hafi stund-
lun ætlað sér of mikinn hlut,
rökvísi hans svíki stund-
um þar, sem mest reynir á um
hnitmiðun myndsköpunar og
táknmáls. En í Dauða Baldurs
hefur honum lánazt betur. Efnið
er ekki nýtt, en hvað af þvi, sem
mennirnir hugsa í dag, hefur
ekki verið hugsað fyrir æiva-
löngu? Hafa ekki kynslóð eftir
kynslóð strítt við að ráða svip-
rúnir hinnar miklu Dular mann-
lífsins, hafa fleygt henni í nýja
deiglu, steypan raunar orðið á
annan veig en. áður, nema hvað í
áisýnd hinnar miklu Dular hefur
getið að ISta hiina gömlu og
gamalkunnu, þöglu og svo sem
stirnuðu leynd . . .
Það þarf engum að koma A
óvart, sem gerir sér grein fyri*1
þeim persónuleilka og þeirrf
ská’ldgáfu, sem birtist óvilhöll-
um og ekki mjög vaniþroska les-
anda í snjöllustu Ijóðimum í
Iþessarf bók, þótt Sigurði yrði að
því, áður en lýkur, sem hann
óskar sér til handa í lök ljóða-
flokksins Hafið Og kletturinn.
j
OG ENN KVAÐ HANN . . .
En hvað sem öðru líður, legg
ég til, að Kartagóborg verði
lögð í eyði, sagði Cató, svo sem
frægt er orðið. Og nú vífc ég
þangað, sem fyrr var frá horfið.
Þegar ég hitti þann mœta
mann, Júlíus Bomholt, núver-
andi menntamálaráðherra Dana,
árið 1936, minntist ég á þau við-
horf, sem koma fram i bók hans
um danskar samtíðarbókmennt-
ir, en viðhorf harvs var það, að
skáldunum bæri fyrst og fremst
að fjalla um Hf verkalýðsins,
baráttu hans fyrir bættum kjör-
um og um leið hans til vegs og
gengis. Eg hafði ekki á móti þvi,
að þau skáld, sem fyndu eink-
um hjá sér köllun til að fjalla
um þessi mál, gerðu það, en ég
var eins og ég hef verið allt frá
því ég tók að gera mér grein fyr
ir menningarlegum viðhorfum
andstæður þvi, að skáldum og
rithöfundum væri safnað í hóp
og sagt fyrir verkum. Þrettán ár
un síðar hitti ég þennan danska
menningarfrömuð á ný. Þá höfðu
Þýzkaland nazismans og Ráð-
stjórnarrífcin gert hann sammála
mér, og þótt hann oé djarfur mað
ur og sjálfstæður, virtist hann
sem minnst vilja tala um sín
fyrri viðhorf. Mörgum vitruin)
mönnum víðsvegar um heim hef
ur farið sem honum, þeir hafa
látið lífið og söguna fræða sig
og skipazt við fræðsluna. En á
Bomholt minnist ég sakir þess,
að ég hef nýlega frétt. að á sama
veg hafi nú reyndin orðið um
einn af merkum löndum har>s,
Sven Möller Kristensen, bók-
menntaprófessor og áhrifaríkan
ritdómara, sem ungur tók kom-
múnistíska trú. en hefur nú snú-
ið til þjóðlegrar og lýðræðislegr
ar afstöðu.
Nú vildi ég gjarnan víkja þvi
að Sigurði A. Magnússyni til vin
t samlegrar athugunar, hvort það
Framh. á 1 ls. 12,