Morgunblaðið - 03.01.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.01.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. jan. 1962 Útgelandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Krisíinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. NÝR OG HRESSANDI ANDBLÆR Áramótin eru liðin hjá. — Þjóðinni hefur enn einu sinni gefizt taskifæri til þess að hlusta á ræður og ávörp leiðtoga sinna, taka afstöðu til þeirra og draga af þeim ályktanir. Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, flutti á gaml- árskvöld útvarpsræðu, sem áreiðanlega hefur vakið mikla athygli. I henni var af hófsemi og raunsæi rætt um helztu vandamál þjóðarinnar og þá fyrst og fremst á sviði efnahagsmála hennar. Lýsti hann m.a. glímu allra ríkis- stj 'rna við verðbólgudraug- inn og rakti þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið mörg undanfarin ár til þess að ráða niðurlögum hans. Hann kvað ástæðulaust að leggja megináherzlu á, hverjum væri um að kenna hverja einstaka ráðstöfun. Bolla- leggingar um það dyldu ein- ungis hitt, sem mestu máli skipti, að hér væri komið í algeran vítahring og sjálf- heldu, sem brjótast yrði út úr. Ef nú yrði enn efnt til nýrra kauphækkana umfram það, sem þegar er samið um að verða skuli á árinu, mætti enginn láta sér til hugar koma að afleiðingamar yrðu ekki svipaðar og við hefðum nú um skeið nógsamlega reynt. Bjarni Benediktsson lagði áherzlu á, að við þyrftum að rjúfa þennan vítahring og taka upp árangursríkari starfshætti. „Við verðum“, sagði forsætisráðherann, „for dómalaust að leita nýrra leiða og megum sízt af öllu setja fyrir okkur, þó að and- stæðingur eigi tillöguna. að því, sem til bóta horfir“ ★ Þetta er vissulega vel mælt og viturlega. Til þess ber brýna nauðsyn að Is- lendingar hefji sig upp úr hinni þröngu og návígis- kenndu flokkabaráttu og láti stjómmálabaráttu sína mót- ast meir af víðsýni og þroska en hún oft hefur gert und- anfarin ár. Við verðum að fara nýjar leiðir til þess að tryggja þjóðinni raunveru- legar kjarabætur og treysta grundvöll hins efnahagslega sjálfstæðis hennar. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðárinnar mun taka undir eftirfarandi niðurlagsorð úr áramótaræðu Bjarna Bene- diktssonar: „Hættum þrátefli og þeirri gagnslausu kjarabaráttu, sem allir flokkar hafa þegar þeir báru ábyrgð á stjórn landsins, neyðzt til að gera ráðstafanir gegn. Tökum í þess stað upp heilshugar bar áttu fyrir kjarabótum, sem eins og nú til háttar, einar megna að verða að gagni og allir hafa lýst sig samþykka. Engin hætta er á að ekki verði nóg samt um að deila. En deilum ekki einungis til að deila, heldur þar sem raunverulegur málefnaágrein ingur er fyrir hendi. Látum ekki persónulegar væringar eða flokkastreitur ráða gerðum okkar. Sýnum í verki, að þrátt fyrir smæð þjóðarinnar kunnum við að hugsa stórt“. Allir hugsandi íslendingar hljóta að fagna þessum um- mælum forsætisráðherra. 1 þeim er nýr og hressandi andblær. DAUF STJÓRN- ARANDSTAÐA Formenn stjórnarandstöð- *■ unnar, Hermann Jónas- son, formaður Framsóknar- flokksins, og Einar Olgeirs- son, formaður kommúnista- flokksins, rituðu að venju áramótagreinar í málgögn sín. Var það sammerkt með greinum þeirra, að báðar voru þær heldur bragðdauf- ar og þunglyndislegar. Hermann Jónasson ræddi um „samdráttarstefnuna“ og hefur sýnilega ekki athugað, að tal Framsóknarmanna um „samdrátt11 og „kreppu“, þeg ar full atvinna er um allt land og hið mesta góðæri, er að gera Framsóknarforingj- ana að hreinu viðundri. — Greinarhöfundur lét þess þó getið, að hann vildi „ekki að öllu leyti líkja stjórnarfari hér á landi við stjórnarfar í ýmsum ríkjum Suður-Amer- íku“! Væntanlega hafa menn mestan áhuga á að kynnast því, sem formaður Fram- sóknarflokksins segir um utanríkismál og samskipti okkar við aðrar þjóðir, því mjög er stefna flokks hans á reiki í því efni. Þess er helzt að geta úr grein hans, að hann leggur ríka áherzlu á að skilja í sundur aðild okkar að Atlantshafsbanda- laginu og dvöld varnarliðs- ins hér. Segir hann réttilega, að við séum samningsbundn- ir til þátttöku í NATO til ársins 1969, en á hinn bóg- inn undirstrikar hann, að við getum sagt upp varnarsamn- ingnum með 1% árs fyrir- vara. Áherzla sú/ sem Her- mann Jónasson leggur á að undirstrika þetta, er í sam- J! STEFNUMOT kk ( HINN 23. ofetóber sl. tjáffi gríska sigurgyðjan). Nýjasta Rodion Malinovsky marskálk- flaugin í þessari „fjölskyldu“ ur, landvarnaráffherra Sovét- er Nike-Zeus. Henni er setlað ríkjanna, flokksþingi komm- að „þreifa sig áfram“ að óvina únista í Moskvu: „Nú hefir eldflaugum og sprengja hina tekizt aff leysa þaff vandamál, litlu kjarnasprengju í trjónu hvernig á aff eyffileggja eld- sinni nógu nærri til þess að flaugar i lofti.“ gera þær óvirkar. Nike-Zeus þarf sem sagt ekki að hitta • „Nike-Zeus“ eldflaugina til þess að vinna í tilefni þessara ummæla sitt verk. sagði baudaríska stórblaðið Nú gerðist það rétt fyrir „New York Herald Tribune": hátíðarnar, að Nike-Zeus — Ef hér er rétt frá skýrt, gagnflaug tókst að eyðileggja ættu Rússar að geta eyðilagt „óvina“-eldflaug á flugi. Var allar bandarískar eldflaugar, það í fyrsta sinn sem slík til- sem beint væri að skotmörk- raun heppnaðist fullkomlega. um í Rússiandi — Og máttur Meðfylgjandi myndir voru vor til gagnárásar væri að teknar við þetta tækifæri. Til engu gerður, fyrir utan vinstri sést er „óvina-eldflaug- . sprengjuflugvélar, sem auð- inni var skotið, frá White vitað er miklu auðveldara að Sands í Nýja-Mexíkó — en granda. — Bandaríski herinn til hægri sést, hvar Nike-fiaug hefir undanfarin fimm ár gert in fer á loft til þess að hindra tilraunir með gagnflaugar för hinnar fyrrnefndu. („anti-missile missiles) af svo miðju sést svo hinn „heiti nefndri Níke-gerð. (Nike var koss“ stefnumótsins . . . ******+**** Jg ra « ræmi við þá skýringu Morg- unblaðsins, að Framsóknar- flokkurinn hyggist friða heil- brigða kjósendur sína með því að lýsa yfir eindregnum stuðningi við Atlantshafs- bandalagið. Ef færi gæfist á samvinnu við kommúnista, gæti hann hinsvegar fallizt á að reka vamarliðið úr landi. Það mundu kommún- istar líka telja fullan árang- ur, með tilliti til þess að við erum bundnir til að vera í Atlantshafsbandalaginu til 1969. ALLT Á REIKI A fstaða forra<wans Framsókn arflokksins til aðaildar að Efnahagsbandalaginu er mjög á reiki. Hann segir orð rétt: „Okkur Islendingum er eðlilegt og nauðsynlegt að skipta mikið við Vestur-Ev- rópu. Til þess þurfum við að ná skynsamlegum samning- um við bandalagið — án að- ildar af því tagi, sem lög bandalagsins gera ráð fyrir“. Nánar er þetta sjónarmið ekki skýrt. Einar Olgeirsson er hinsvegar ekki myrkur í máli, þegar hann talar um Efnahagsbandalagið. Hann telur örlög íslands nú hvíla á sínum herðum og „Sósíal- istaflokksins"! Annars er grein kommún- istaforingjans að mestu leyti Hongkong, 2. jan. (NTB) FLÓÐ og óveður ul'lu á síðasta ári gífurlegu tjóni á uppskerunni í Fukienhéraði í suðurhluta K'na að því er fréttastofan Nýja Kína skýrir frá. Segir fréttastofan árið 19-61 hafa verið hið versta fyrir bænd- ur. í 44. af 65 fylkjuim Fukien- héraðs eyðilagðist 65% uppsker- unnar og hefur um 20 milljón- um yen (360 millj. kr.) verið varið til aðstoðar bágstöddum á þessum svæðum. VIENTIANE, 30. des. — Söuv- anna Phouma, einn prinsanna þriggja, fór í dag frá Vientiane til Khang Khay í Norður-Laos eftir að viðræður prinsanna höfðu farið algerlega út um þúf ur. Sagðist hann hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum, en sa-mt ekki vera vonlaus um að sam- komulag mætti takast. . Kommar gefast upp RANGOON, 30. des. — Yfirfor- ingi skæruliðasveita og neðan- jarðarhreyfingar kommúnista í Burma gaf sig fram við stjórnar völdin í dag. Sagðist hann vera orðinn þreyttur á þessum bar- áttuaðferðum, sem einkum mið- uðu að því að hræða almenning og koma á upplausn í landinu. — Sagðist hann nú vera orðinn sann færður um að ekkert þýddi fyrir kommúnista að reyna að fella hina löglegu stjórn landsins með ofbeldi- Kommúnistaforingjanum verður ekki refsað. gamla þvælan, sem nútíma- menn lesa yfirleitt ekki ótil- neyddir, en skemmtilegur kafli fjallar samt um það, að kommúnistar á Islandi séu í rauninni alls ekki kommún- istar. Þeir dái þó kommún- ista hvarvetna „í Sovétríkj- unum og í Kína og í öðrum ríkjum alþýðunnar, þar með töldum Júgóslavíu og Al- baníu“!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.