Morgunblaðið - 03.01.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.1962, Blaðsíða 16
16 MORGUNIiLAÐlÐ Miðvikudagur 3. jan. 1962 Margaret Summerton HÚSIÐ VIÐ SJÚINN Skáldsaga Til J>ess að þurfa ekki að horfa á hana, kom ég mér fram úr rúminu. Ég vildi alls ekki láta hana vita, hversu mjög hún faafði sært mig. Ef þú ert í nokkrum vafa um viðbrögð Marks gegn þessu ætt- irðu að tala við hann tafarlaust, sagði hún. Hanclleggimir á mér vom hálf- ir út úr morgunsloppnum. þegar hatur mitt á henni fékk snögga útrás. Þú skalt ekki fara að setja mér neina skilmáia. Þig varðar ekki nokkum skapaðan hlut um, favað ég segi við Mark eða hann við mig. Víst varðar mig um það svar- aði hún grimmdarlega. Og Es- mond varðar líka um það. Líf hans getur oltið á því, hvort þú faeldur aftur af Mark, svo að hann fari ekki til lögreglunnar; að minnsta kosti veltur frelsi faans á því. Mark þegir ekki nema því aðeins hann viti sig munu faafa meira upp úr því en að tala. Og þú ert það. sem hann vili faafa upp úr því. Ég skalf af reiði og blygðun. Ég hefði helzt viljað læsa fingr- unum í þetta slétta bak hennar og hrinda henni út úr dymnum. Ef þú ert í vafa um fyrirætlanir Marks, hvæsti ég, þá er hann í álíka vafa um þinar! Hvað? Hvað sagði hann? Hvað áttu við? Hún skaut út hendi og greip fantataki í öxlina á mér. Hann sagði.... Ég þagnaði og spurði sjálfa mig, hverjum ég tryði. Og í fljótum hasti hafði ég ekkert fast undir fótum, um það hvernig þeirri spurningu yrði svarað. Þessvegna hætti ég við ásökunina, sem var komin fram á varirnar. Til dæmis er það hún Fóstra. Ekkert ykkar þorir að slepoa henni lausri. Er það allt og sumt? Hún lét höndina falla og brosti til mín. Það sýnir bezt, hvað Mark er dómgreindárlaus. Fóstra gengur laus. Sonarsonur hennar sótii hana í bíl klukkan hálfníu í morgun, og fór með hana beim til sín. Ég sat á rúmstokknum. í gær- kvöldi hafði hún enga hugmynd um. að hún ætlaði neitt að fara. Hvernig getið þið sent gamla konu út í buskann, svona gjör- samlega fyrirvaralaust? Þetta bar ekkert brátt að. Hún vissi, að hún var að fara, en bara ekki daginn, sem sonar- sonur hennar myndi sjá hana. Hann hefur bílaverkstæði rétt hjá Torquay og veit aldrei fyrir- fram hvenær hann getur verið laus. Hún var alveg tilbúin nema hvað hún átti eftir að láta niður í litla tösku. Og ég get fulivissað þig um, að hún sýndi engan mót- þróa. Er hún þá alfarin, án þess að segja um það eitt orð við Ed- vinu? Lísa hló. Þú virðist heldur ófróð um gömlu konurnar. Charlotte. Á þessari stundu nýr Fóstra saman höndum af gleði yfir því að vera sloppin frá Ed- vinu. Og þegar Edvina heyrir um þetta, skríkir hún við til- hugsunina um', hvemig Fóstra mundi kunna við sig í tveggja herbergja kofa með vatnspóst úti fyrir dyrum. Þú býst þá við, að hún leiti heim aftur? spurði ég. Áður en lýkur, gerir hún það sagði Lísa. Eftir svo sem mánuð. Kannske gæti hún þolað við í tvo mánuði. Og svo hvað? sagði ég. Þú átt við, að hún fari að tala um Esmond? Sennilega gerir hún það, en þá gerir það bara ekkert til. dTóstra gamla er meira og minna utan við heiminn og helm- ingurinn af tali hennar tilheyrir grárri forneskju. Ég skyldi veðja á hana, að hún gæti ruglað fyrir hvaða leynilögreglumanni sem væri. En nú þegar hún er alveg ný- búin að sjá Esmond — talar hún þá ekki um hann við hann sonar- son sinn? Kann að vera, en hann tekur bara ekkert mark á því. Þú skil- ur, að Ivor hefur undirbúið þetta og sagt honum, að fráfail Es- monds hefði verið svo mikið áfall fyrir hana, að hún sé alls ekki með sjálfri sér.... haldi að hann sé enn á lífi. Og þau eiga heima það langt héðan. að þau grunar áreiðanlega ekki neitt. Ég svaraði gremjulega. Mér finnst þið heldur betur örugg um sjálf ykkur, eða hvað finnst þér? Það verðurn við að vera sagði Lísa og lét sér hvergi bregða. Þessi leikur er ekki fyrir neina veikgeðja bjána. Ög þú ert með í leiknum, Charlotte. Og að eigin ósk, mundu það! Jæja. vertu nú góða stúlkan og klæddu þig og náðu svo í Mark. Hvað segirðu, ef ég neita því algjörlega, eftir það, sem ég er búin að heyra? Ef það er satt. sem þú segir... .ég píndi mig tií að koma upp orðunum... .,að'ég sé ekki í hans augum annað en meðal ti'l að ná í reiturnar henn- ar Edvinu, gætf þér þá heldur ekki dottið í hug, að sómatil- finning mín.... ? Hlustaðu nú á mig, Charlotte. Breytingin, sem varð á rödd hennar róaði mig dálítið. Hún var allt i einu orðin djúp og ró- 1eg, og virtist alveg hreinskilin. Mér þykir leitt ef ég hef sært þig eða móðgað. Það var alls ekki ætlun mín. Ég veit ekki um til- finningar þínar til Marks, eða hvort það stendur þér á nokkru hvemig maður hann er. En merg urinn málsins er sá, að ég varð að segja þér þetta. Þú verður að vita það til þess að geta spiiað rétt úr spilunum. Líf Esmonds, framtíð mín og Timmys og Ivors veltur ölil á því, hvort þú getur fengið Mark til að standa við loforð sitt eða ekki. Allt í einu _var allri stillingu hennar lokið. Ég sá fyrst ofurlitla taug titra á hálsinum á henni, en þá greip hún höndum fyrir augu og axlirnar skulfu. Ég horfði á, dauðskelfd. v. Hún tók nú hendurnar frá aug unum og safírlitu augun horfðu á mig. full af tárum. Og þegar tárin ætluðu að falla, strauk hún þau af með höndunum og grét eins og krakki, sem orðið hefur fyrir vonbrigðum. Þú veizt ekki, hvar þetta getur endað.... Þú veizt vel, að mér er ekki sama. hvað um ykkur verður, sagði ég hreinskilnislega. Mér er jafnsárt 'um það og ef ég sjálf ætti í hlut. Er þér nú það? Er þér nú full- komin aivara? Ég kinkaði kolli Hún brosti. Tárin voru horfin. Þá skaltu fara til Marks. vera eins mikið með honum og þú get ur og halda honum við loforðið sitt. Ég skal gera mitt bezta, lofaði ég. Þegar hún kvaddi mig var hún glaðleg og eins og áhygjulaus. Vertu blessuð, Charlotte. Ég hitti þig við hádegisverðinn. Tilhugsunin um matinn fékk mér velgju, og ég held ekki. að ég hafi verið með neina greini- lega hugsun í höfðinu aðra en þá að ná í Mark. Jafnskjótt sem ég liti framan í hann mundi ég sjá hvort nokkur fótur væri fyrir þessu baktali Lísu um hann. Það var ágætis veður þennan morgun. Mér fannst líklegast að finna hann í garðinum, og stytzta leið þangað var gegn um setu- stofu Edvinu. Þegar ég kom út á garðþrepið leit ég kring um mig og gáði um það sem ég gat séð af gerðinum. En þegar ég varð þess vör, að Mark mundi ekki finnanlegur inn an kallfæris fylltist ég örvænt- ingu. Ég gekk niður þrepin af brúninni. Eftir óveðrið kvöldinu áður fannst mér sólskinið og kyrrðin, sem þarna var núna hafa algjörlega ummyndað garð- inn. Ég lyngdi aftur augu-n móti sólinni og marglitu blettunum þar sem jurtirnar voru enn í blóma. Mark? Lísa? Ef Mark segði satt gat Lísa verið vel tit með að myrða manninn sinn, og Ivor Tarrand var þegar sekur um hræðilegan glæp. Og ef Lísa segði satt? Þá var Mark einhver fyrirlit'legasta teg- und ævintýramanns. Ég opnaði augun aftur og gekk áfram. Ég vissi alLs ekki lengur hvar raunveruleikanum sleppti og sjónhverfingarnar tóku við. Ég settisf niður á steinbekk spöl- korn frá tjöminni og horfði á sefið hjá garðhúsinu. Brátt varð ég þess vör, að ég var farin að tala við sjálfa mig og endurtaka orðin aftur og aft- ur: Nei, enginn ska-1 deyja. Allt kring um mig virtist ríkja friður. En í ekki nema mílu fjar lægð hírðist Esmond í Sjávarhóli og frelsi hans va-lt á manni, sem ég var innilega bundin og loforði hans. Og svo treysti ég ekki þeim loforðum. Ég stóð upp og gekk í áttina að húsinu. Hinumegin við tjö-rn- ina var eitthvað, sem hafði einu sinni verið tennisvöllur, en nú var þetta ekki annað en yfirgef- inn blettur, umgirtur vírneti. Lengst burtu takmarkaðist hann af girðingunni um aldingarðinn og þar voru dyr, sem viss-u út að tanganum. Ósjálfrátt hafði ég ekki augun af þessum dyrurn á göngu minni. Það var hugsanlegt, að í svona góðu veðri, hefði Mark farið nið- ur að sjó og mundi þá koma þessa leið til baka. Þarna var einhver á gangi, hratt en þó með fullri gát Ég starði bar hönd fyrir augu gegn birtunni. og var reiðubúin að hlaupa og kalla nafn hans, en þá kom al.lt í einu aftur yfir mig þessi óttalega vonbrigðakennd. Þessi maður var of iágvaxinn til að geta verið Mark og hann var í frakka, með linan hatt.. mér fannst einhvemveginn ég kann- ast við hann. Ég stóð kyrr og horfði á hann ganga eftir stígnum handan við tennisvöllinn, lyfta lokunni á garðhliðinu og — hverfa. Ég tók ti'l fótanna heím að húsinu. Fyrir neðan þrepin stanzaði ég — Já, ég er ákveðin í því að hugsa ekki um neinn nr.egrunar- kúr í kvöld. GEISLI GEIMFARI í gamalmennaklúbbnum .... — Klimmer foringi hefur sjálfur komið til að aðstoða við handtöku Péturs! Ágætt! — Gar læknir, ég sé Pétur hvergi — Pétur er farinn ungfrú Fox. í kvöld. Ég er hræddur um að hann sé frek- tu: óáreiðanlegur náungi! og lagði höndina á steinhandrið- ið. svo að mig kitLaði í lófann. Þetta hafði verið hugarburður. Eða kannske hafði einhver mað ur gengið eftir stígnum lengra SHtltvarpiö Miðvikurdagur 3. janúar 8:00 Morgunútvarp. (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi: Valdimar Örn- ólfsson stjórnar og Magnús Pét- ursson leikur undir. — 8:15 Tón leikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar — 9:10 Veðurfregnir 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk. — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl, — 17:00 Fréttir — Tónleikar). 17:40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Bakka- Knútur“ eftir séra Jón Kr. ís- feld; XI. (Höf. les). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Lög leikin á þjóðleg hljóðfærl frá ýmsum löndum. 19:00 Tilkynningar 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Merlin leikur létt lög á orgel. 20:20 Kvöldvaka? a) Lestur fomritaí Eyrbyggja saga; IV; (Helgi Hjörvar rit- höfundur). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. c) Snorri Sigfússon fyrrv. nám- stjóri talar um séra Magnúa Einarsson á Tjörn. d) Bergsveinn Skúlason flytup frásöguþátt: Frá Höskuldsey; fyrri hluti . 21:45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Upplestur: Sagan um pólstjðrn- una, indverskt ævintýri (Einar Guðmundsson kennari þýðir og les). 22:30 Næturhljómleikar: ..Hnetubrjót* urinn“, — balletttónlist eftir Tjaíkovskl. (Kór og hljómsveit Bolshoj-leikhússins f Moskvu flytja; Rosjdestvenskij stjórnar). 24:00 Dagskrárlok, Fimmtudagur 4. Janúar 8:00 Morgunútvarp. (Bæn. — 8:05 Morgunleikfiml: Valdimar Örn- ólfsson stjómar og Magnús Pét- ursson léikur undir. — 8:15 Tón leikar —- 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar — 9:10 Veðurfregnir 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónletkar 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 ,,Á frívaktinni; sjómannaþáttur (Sigríður Hagalín). 15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk, — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl, 17:00 Fréttir — Tónleikar). 17:40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18:00 Fyrir yngstu hlustendurna fGuð rún Steingrímsdóttir). 18:20 Veðurfr. — 18:30 Lög úr kvik- myndum. . 19:00 Tilkynningar 19:30 Fréttir. ’ 20::0 Af vettvangi dómsmálanna ^Há- kon Guðmundsson hæstaréttar- ritari). 20:15 Kórsöngur: Alþýðukórinn syngur Söngstjóri; Dr. Hallgrímur Helga son. a) ferjú íslenzk þjóðlög í útsetn^ ingu Jónasar Tómassonar. b) Þrjú íslenzk þjóðlög í útsetn# ingu Hallgríms Helgasonar. c) Þrjú kórlög eftir Sigursvein D. Kristinsson, Jónas Heiga- son og Hallgrím Helgason. 20:45 Austfirðingavaka: Dagskrá 'nljóð rituð eystra á Vegum Ungmenr.a- og íþróttasambands Austurlanas. I>ar koma fram Ármann Hall- dórsson kennari, Sigurður Ó. Pála son kennari, Þórarinn Þórarins- son skólastjóri, séra Marinó Kristinsson, Þórólfur Friðgeirs- son skólastjóri, Sigfús Magnús- son bóndi og Jón Ólafsson lög- gæzlumaður. Auk þess verða flutt lög eftir austfirsk tónskáld* 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 „Svalt er á seltu'*: Loftur Gu8 mundsson rithöfundur les bókar kafla eftir Oddmund Ljone í þý<f ingu sinni. 22:35 Harmoníkuþáttur (Högni Jónsson og Henry J. Eyland). 23:05 Dagskrárlok. Hann gleymdi að endurnýja! 'Happdrætti HÁSKÓLANS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.