Morgunblaðið - 03.01.1962, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 3. jan. 1962
— Aramótaávarp
Framh. af bls. 11.
iftnd*. Hitt er annað mál, að
menn þurftu að vinna langan
tíma, lengur en yfirleitt tíðkast
í nágrannalöndum okkar, til að
ná þeim tekjum, er þeir raun-
verulega höfðu. Sæmileg af-
koma manna nú, sem m. a. lýs-
ir sér í óvenju mikilli verzlun
nú um jólin, bendir til þess, sem
önnur rök styðja einnig, að
vinnutími í ár hafi sízt verið
skemmri. Viðfangsefnið hlýtur
að vera að stytta þennan tíma
án þess að launþegar eða vinnu
veitendur missi nokkurs í. Ef
marka má reynslu annarra, hlýt
ur að vera unnt að ná þessu
marki í mörgum atvinnugreinum.
En það krefst góðvildar og ein-
beitts'vilja allra aðila til að ná
árangri.
Tillöguflutning Bjöms Jóns-
sonar og félaga hans varð að
skoða sem útrétta hönd til sam-
starfs um að brjótast úr sjálf-
heldunni og taka up árangurs-
vænlegri vinnubrögð en nú um
langt skeið hafa verið tíðkuð.
Með þeim skilningi var tillaga
þeirra að meginefni samþykkt
einum rómi á Alþingi. Nú er
eftir að sjá, hvort hugur fylgir
máli — hjá öllum aðilum. Fyr-
irfram vil ég ekki efa að svo sé,
svo mikið sem er í húfi, ekki
einungis fyrir afkomu og lífs-
kjör einstaklinga og þjóðar-
heildar, heldur og um, að þjóð-
in standi sem styrkust að vígi,
þegar að því kemur að ákveða,
hvort og ef á reynir með hverj-
um hætti eigi að taka þátt í því
nána efnahagssamstarfi, sem nú
er verið að efna til meðal þeirra
þjóð, sem við höfum nánust
samskipti við. Þá ríður á, að
ekki þurfi vegna sjálfskapaðra
erfiðleika að ganga að neinum
nauðungar-skilyrðum.
★
Því miður hefur það oftar en
einu sinni hent í stjórnmálabar-
áttu okkar á þessari öld, að
menn hafa haldið áfram að
deila eftir að deiluefnið sjálft
var úr sögunni. Þaer aðfarir
hafa ætíð orðið þjóðinni til
tjóns og eru eftir á taldar til
ávirðingar þeim, sem hlut áttu
að máli. Látum þau víti verða
okkur til vamaðar. Hættum
þráteflinu og þeirri gagnslausu
kjarabaráttu, sem allir flokkar
hafa þegar þeir báru ábyrgð á
stjóm landsins, neyðzt til að
gera ráðstafanir gegn. Tökum
í þess stað upp heilshugar bar-
áttu fyrir þeim kjarabótum,
sem eins og nú til háttar einar
megna að verða að gagni og all-
ir hafa lýst sig samþykka. Eng-
in hætta er á, að ekki verði
samt nóg um að deila. En deil-
um ekki einungis til að deila
heldur þar sem raunverulegur
málefna-ágreiningur er fyrir
hendi.
Látum ekki persónlegar vær-
ingar eða flokksstreitu róða
gerðum okkar. Sýnum í verki, að
þrátt fyrir smæð þjóðarinnar
kunnum við að hugsa stórt.
Að svo mæltu óska ég öllum
íslendingum árs og friðar og
vona, að þjóðar okkar bíði gæfa
og gengi nítján hundrwð sextíu
og tvö.
<■ Enska knattspyrnan
Markfhæstu leikmennimir í
Englandi eru nú þessir:
1. deild.
Phillips (Ipswich)
25 m.irk
— Aramótin
Framhald af bls. 6.
gekk Kvenfélag Sauðárkróks fyr-
ir barnaskemmtun kl. 5 og
skemmtun fyrir fullorðna kl. hálf
níu. Var dansað á eftir skemmti-
atriðum. — Jón
Á SIGLUFIRÐI
SIGLUFIRÐI: — Siglfirðingar
áttu ánægjuleg og róleg áramót.
Þó skyggði það á gleði borgar-
anna að fresta varð fyrirhuguð-
um álfadansi og brennu þar eð
vindátt olli því að talið var að
hættulegt yrði fyrir nærliggjandi
hús. Hinsvegar tókst vel skreyt-
ingin í Hvanneyrarskála og fjalls
hlíðinni fyrir ofan bæinn. Þar
hafði verið komið fyrir blysum
sem mynduðu ártölin 1961 og
1962. Ennfremur voru nokkrar
áramótabrennur í fjallshlíðinni.
Álfabrennan mun fara fram við
fyrsta h^ntugt tækifæri. Óvenju
mórg skip voru hér í höfn og
miklu skotið af flugeldum. Ára-
mótadansleikur var að Hótel
Höfn og fór hann vel fram.
— Stefán
1 STYKKISHÓLMI
STYKKISHÓLMI: — Hér var SV
gola og gott veður fram eftir
nóttu, en þá gerði þíðu og rign-
ingu og á nýársdag var rigningar-
slitur. Fjórar brennur voru í
bænum og um kvöldið gekkst
Lúðrasveit Stykkishólms fyrir
dansleik. Var hann mjög fjölsótt-
ur og fór hið bezta fram í alla
staði. Heldur minna var skotið
af flugeldum og blysum en oft
áður en þó mikið víðar um bæ-
inn en áður. — Fréttaritari.
HÖFÐASTRÖND
BÆ: — Skemmturi var hér á
gamlárskvóid eins og vanalega
og niun hún hafa farið vel fram.
Brennur voru á nokkrum stöðum,
en végna sunnan storms ekki eins
víða og búizt hafði verið við. Hér
héfur verið sunnan hálka yfir
áramótir og er snjóa óðum að
taka upp. Dálítið er þó enn hállt
á vegum. Töluvert var skotið af
flugeldum á gamlárskvöld.
— Björ-i
Chamley (Blackpool) 22 —
Charnley (Ipswich) 22 —
Dick (West Ham) 17 —
Kevan (W.B.A.) 17 —
Pointer (Burnley) 17 —
Tambling (Chelsea) 17 —
2. deild.
Thomas Scunthorpe) 30 —
Clough (Sunderland) 24 —
Hunt (Liverpool) 2' —
Peacock (Middlesbrough) —
3. deild.
Holton (Northampton) 25 —
Bedford (Q.P.R.) 22 —
Hunt (Port Vale) 21 —.
Atyeo (Bristol City) 20 —
4. deild.
Hunt (Colchester) 25 __
King (Colchester) 21 —
Metcalf (Wrexham) 21 —
Lord (Crewe) 19 —
Eins og áður hefur verið skýrt
fró, fer 3. urnferð ensku bikar-
keppninnar fram n. k. laugardag.
64 lið eru nú eftir í keppninni og
munu þau berjast næstu vik-
urnar um að komast í úrslita-
leikinn, sem fram fer á Wem-
bley-leikvanginum 5. maí n. k.
Hér er ekki eingöngu verið að
berjast um heiðurinn heldur og
er það mjög mikið fjárhagslegt
atriði fyrir félög að komast áfram
í bikarkeppninni.
Athygli flastra beinist venju-
lega að liðunum úr I. deild og þó
sérstaklega þeim, sem skipa efstu
sætin í deildinni. Að þessu sinni
fara fram þrír leikir milli liða
úr I. deild. þ.e. Manohester U. —
Bolton; Birmingiham — Totten-
ham og Blackpool — W. B. A.,
srvo þrjú lið úr I. deild falla því
örugglega úr í þessari umferð.
Einnig má reikna með að ýmis
önnur falli úr og má í því sam-
bandi minna á, að í 3. umferð í
fyrra féllu úr t.d. Arsenal,
Chelsea, Everton, Fulham, Black-
pool, W. B. A. og N. Forest.
Ekki hefur verið rætt og rit-
að um hvaða lið muni sigra, í
þessari vinsælu keppni, að þessu
sinni. Hafa margir talað um
Everton, Burnley og Tottenham
og í því samibandi bent á hve
vel þessum liðum hefur gengið
það, sem af er keppnitímabilinu.
Nokkrir hafa minnst á West Ham,
Arsenal og Liverpooi og bent á
að þessi lið geti leikið vel og
sigrað hvaða lið sem er.
tw. Ói iífe
Meinhægt gamlárskvöld
í höfuðstaönum
SAMKVÆMT umsögn lög-
reglunnar var gamlárskvöld-
ið hér í Reykjavík í heild
fremur rólegt, þótt að vísu
hafi lögreglan haft nokkuð
umleikis og verið mikið á
ferðinni. Kom þó ekki til al-
varlegra átaka né neinna
æsinga.
Rúmlega 100 brennur loguðu
víðsvegar um bæinn við enda
ársins og dreifði það mjög
fólki og var þetta vinsælt. —
Fjöldi Unglinga, og raunar einn-
ig fullorðinna, horfði á brennur
þessar, sem flestar voru tendr-
aðar um kl. 22. Kl. 23 var
kveikt í brennu Reykjavíkur-
bæjar í Kringlumýri, en hún
var hið mesta mannvirki. Við
margar brennurnar var söngur
og gengið í kringum þær á
meðan. Einna mestur virtist
Hvernig nú sem keppnin fer,
þá er eitt öruggt, að það lið sem
sigrar þarf að vera heppið. Ekki
i eingöngu í leikjum sínum, held-
; ur og í sambandi við það, að
I lenda ekki gegn öllurn sterku lið-
unum og að leika sem oftast á
heimavelli. Einnig hefur mikið
að segja í þessari keppni að þurfa
j ekki að hafa áhyggjur af deildar-
' keppninni, því bi'karkeppnin ein
er nægilega erfið hverju liði.
Tottenham sigraði í bikarkeppn-
i inni í fyrra.
gleðskapurinn við stærstu
brennuna við Ægissíðu.
Logandi köttur
Þar gerðist hinsvegar hinn
raunalegi atburður, að nokkru
eftir að loga tók í brennunni
stökk út úr henni lifandi köttur
og logaði feldur hans allur.
Voru vein kattarins ömurleg en
unglingar brugðu við hart og
kæfðu í honum eldinn með
snjó, en hann var þá svo illa
brunninn að ekki var fært ann-
að en stytta honum aldur. Tal-
ið er líklegt að þarna hafi verið
um flækingskött að ræða, en
talsvert er um þá í bænum.
Hafi hann verið búinn að koma
sér fyrir í bálkestinum, sem
hefur verið í byggingu í nokkr-
ar vikur.
í Fossvogi var allmikil
brenna innarlega í dalnum. í
bálinu varð mikil sprenging
nokkru eftir að hún tók að
loga. Gaus upp geysihá eldsúla
og við enda hennar myndaðist
eld- og reykjarkökkur, líkt og
er, er atomsprengjur sundrast.
Af þessu hlauzt ekkert slys svo
vitað sé, en hús og gluggar
nötruðu í nágrenninu. Niðri í
bænum var að vanda allmikið
um sprengingar og þar var
margt um uhglinga, en ekki
urðu þó illindi þótt galsi væri
í strákunum.
Umferð var geysimikil S
gamlárskvöld og nýársnótt en
ekki hlutust þó slys af. Nokkr-
ar rúður voru brotnar en ekki
tilkynnt um þær fyrr en á ný-
ársdag og er talið að þær hafi
sprungið vegna þess að sprengj-
ur hafi komið of nálægt þeim.
Dansleikir stóðu yfirleitt til
kl. 4 í samkomuhúsum. Pústrar
urðu nokkrir í sambandi við þá
og höfum við fregnað að þurft
hafi að lagfæra eina tvo manns-
kjálka.
GleðSkapur var hinsvegar all-
mikill og söngur kvað víða við,
sem telst þó ekki til stórtíð-
inda,' á þessum tómamótum.
Unglinga
vantar til að bera blaðið
víðsvegar um bæinn