Morgunblaðið - 03.01.1962, Blaðsíða 20
Fréttasímar Mbl.
— eftir lokun —
Innlendai Iréttir: 2-24-84
Erlendar fréttir: 2-24-85
Áramótaávörp
Sjá bls. 8 og 11.
Verksmiðjan á Kietti:
10 þús. tonn
af síld í haust
Móttöku hætt í bili —
slæmar söluhorfur á lýsi
Hér sést hiuti af síidarbingunum miklu inni við Klett. Verksmiðjan þar tók á móti um 14
þús. tonnum af síld á s.l. ári. Hún hefur ná hæ tt móttöku í bili vegna óvenju mikillar sýru-
myndunar í hráefninu. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.).
Stálu peningum
og víni i Naustinu
SÍLDAR- og fiskimjölsverk-
smiðjan hf. á Kletti við Köllun-
arklettsveg hefur haft ærið nóg
að starfa að undanförnu, eftir
að haustsíldin fór að veiðast við
Suður- og Vesturland. Hún hef-
ur alls tekið á móti um 10 þús-
und tonnum af síld í október,
nóvember og desember, en fyrr
á árinu 1961 hafði hún tekið við
4 þúsund tonnum.
Móttöku hætt vegna
sýrumyndunar í síldinni
Afköst verksmiðjunnar eru
þau, að hún getur unnið úr um
500 tonnum af hráefni á sólar-
hring. Nú liggja inni á Kletti
vikubirgðir af hráefni, og verð-
ur verksmiðjan að hætta að
taka við meiri síld í bili, senni-
lega um nokkra daga. Ætlunin
er að vinna upp það, sem fyrir
hefur safnazt. Ástæðan til þess,
að verksmiðjan neyðist til að
hætta móttöku um stundarsakir,
eru þær, að þessi síld geymist
ekki vel. Hráefnið súrnar ó-
venju fljótt, svo að há sýrutala
verður í lýsinu. Þetta mál er nú
Karl A. Jónasson
vélsetjari, látinn
Karl Adolf Jónasson vélsetjari
við Morgunblaðið lézt í Heilsu-
verndarstöðinni á gamlárskvöld
eftir langa og erfiða legu. Hann
var einn af þremur elztu starfs-
mönnum blaðsins og átti að baki
lengstan starfsferil af prenturum
þess eða 46 ár, þar af starfaði
hann 38 ár sem vélsetjari. Hann
hóf nám í ísafoldarprentsmiðju
1. sept. 1915, en þar var Mbi.
prentað, eins Og kunnugt er, og
síðan fylgdi hann ætíð blaðinu
og var í senn góður starfsmaður
og tryggur félagi.
Karl A. Jónasson var fæddur í
Brunnhúsum í Reykjavík og varð
61 árs í nóv. s.l. Hann lætur eftir
sig konu og eina dóttur bama.
Þeir, sem unnið hafa með Karli
minnast þessa prúða og um-
gengnisgóða manns með þakk-
læti og hlýju, og samstarfsmenn
hans hér við Morgunblaðið senda
konu hans og dóttur sínar inni-
lcgustu samúðarkveðjur.
til athugunar í Rannsóknarstofn
un Fiskifélags Islands.
Verksmiðjan á Kletti tók
fyrst í haust á móti síld af öll-
um bátum, sem til hennar leit-
uðu, en neyddist síðar til þess
að takmarka sig við báta frá
Reykjavík og báta, sem hafa
haft og hafa föst viðskipti við
Reykjavík.
Slæmar horfur á síldar-
lýsismarkaðnum
Lýsismarkaður hefur hríðfall-
ið imdanfarið, og eru nú miklir
örðugleikar á sölu lýsis, aðal-
lega vegna framboðs Perú-
manna. Þeir veiða ansjósu, sem
er feitur fislcur, en þó ekki
eins feitur og síldin. Hins veg-
ar veiða þeir svo mikið magn
af henni, að framleiðsla þeirra
hefur mikil áhrif á heimsmark-
aðsverð, en fiski olíumarkaður
er tiltölulega takmarkaður. Áð-
ur þótti framleiðsla Perúmanna
léleg vara, vegna þess hve mik-
il feitisýra var í lýsinu. Nú
hafa þeir hins vegar reist sér-
stakar hreinsunarstöðvar („raf-
fineringar“-stöðvar), þar sem
þeir hreinsa lýsið. Framleiða
þeir nú mun betra lýsi og bjóða
það til sölu með mjög lágri fitu
sýrutölu. Þykir það jafnvel
betra en framleiðsla okkar ís-
lendinga, og eru menn ekki
bjartsýnir, að þetta ástand
Frh. á bls. 19
Á laugardaginn kl. 5 e.h. fór
fram í salarkynnum Þjóðminja-
safnsins hin árlega styrkveiting
úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarps-
ins. Formaður sjóðsstjórnar, dr.
Kristján Eldjám, flutti stutta
tölu og Skýrði frá því, að sjóður-
inn hefði starfað síðan 1956 og
hefðu alls verið veittir úr honum
styrkir til átta skálda og rit-
höfunda á síðast liðnum fimm
árum. Hann gat þess, að til-
gangurinn með styrkveitingunum
væri m.a. sá, að gera rithöfund-
um kleift að fara utanlands, og
Mikið sjúkraflug
fyrir norðan
í SKÝRSLU Slysavamafélags-
ins, sem birtist hér í blaðinu á
gamlársdag, vantaði frásögn um
sjúkraflug Tryggva Helgasonar á
AkUreyri.
Tryggvi flaug samtals með 64
sjúklinga í 61 ferð frá 18 stöðum
á landinu og þá aðallega frá
Norðausturlandi. Flestir hafa
sjúklingarnir verið sóttir til
Vopnafjarðar eða alls 11 og þar
næst 8 frá Þórshöfn. Samtals
hafa þessi sjúkraflug tekið 126
klst. 35 mín. og vegalengdin er
samtals 30490 km.
AÐFARANÓTT gamlársdags
var brotizt inn í veitinga-
húsið Naust og þar stolið
bæði peningum og víni. Ekki
hefur enn tekizt að hafa
hendur í hári þjófanna.
Á gamlársdag varð þess vart er
starfsfólk Naustsins kom til vinnu
smnar, að brotizt hafði verið inn
væri til þess ætlazt að Ríkisút-
varpið nyti góðs af nýju efni,
sem frá þeim kæmi á árinu, en
hér væri þó fremur um að ræða
ábendingar en fyrirmæli.
Dr. Kristján gat þess að styrk-
urinn í ár væri nokkru riflegri
en áður, eða 30,000 krónur, og
hefði sjóðsstjórnin ákveðið að
skipta honum milli tveggja fel-
þekktra Ijóðskálda, Jóns úr Vör
og Matthíasar Johannessens. Að
svo mæltu afhenti hann styrk-
þegunum tilkynningu og ávísion
sjóðsstjórnar.
f stjórn Rithöfundasjóðs Ríkis-
útvarpsins eiga sæti fimm menn,
tveir skipaðir af Ríkisútvarpinu,
tveir af rithöfundafélögunum og
einn af menntamálaráðherra, og
ér sá formaður sjóðisstjórnar.
Auk dr. Kristjáns Eldjárns eiga
sæti í stjórninni þeir Vilhjálmur
Þ. Gíslason og Andrés Björnsson,
tilnefndir af útvarpinu, og Helgi
Sæmundsson og Ólafur Jóhann
Sigurðsson, tilnefndir af rithöf-
undafélögunum.
Þess má að lokum geta, að
síðustu ljóðabækur Jóns úr Vör
voru „Vetrarmávar“ (1960) og
„Þorpið" (2. útg. aukin, 1956),
en síðustu ljóðabækur Matthíasar
Jóhannessens voru „Hólmgöngu-
| ljóð“ (1960) og „Jörð úr ægi“
1 (1961).
þar um nótlina. Við nánari at-
Imgun Kom í ljós að þjófurinn,
eða þjófarnir, höfðu farið inn um
bakdyr, eftir að hafa verið búnir
að losa gluggarúðu úr á jarð-
hæð. Höfðu þeir lösað lista er
héldu rúðunni, en síðan gátu þeir
opnað dyr hússins. Nokkurn usla
gerðu þeir í eldhúsi staðarins, en
höfðu þó ekkert á brott með sér
þaðan.
• Fóru á barinn
Síðan munu þeir hafa farið upp
á loft og þar brutust þeir inn í
skápa, er þjónar hafa, og geyma
í ýmislegt er þeim heyrir til. Á
barnum höfðu þeir brotið upp
skápa og höfðu þaðan á brott
með sér 15 flöskur af víni, ýms-
um tegundum, og er það metið
á um 4.500 kr. Þá fóru þeir í
peningakassa barþjónsins og stálu
úr hönum skiptimynt alls um
2500 kr. Einnig höfðu þeir á brott
með sér gjaldeyri, sem svarar
1000 ísl. krónum, en þráfaldlega
kemur fyrir að útlendingar greiða
beina sinn með erlendum pening-
um.
• Brutu upp sex skápa
Alls brutu þjófarnir upp 6
skápa á barnum og í herbergi
inn af honum. Alla jafna er
þarna ekki skilið eftir teljandi
veiðmæti, en skiptimynt var að
þessu sinni venju fremur mikil.
Vínföng eru hinsvegar oft tals-
verð í læstum skápum barsins.
Kristján Alberts-
son kominn heim
KRISTJÁN ALBERTSSON, rit-
höfundur, var meðal farþega með
Loftleiðaflugvél er kom hingað
til Reyikjavíikur frá New Yo<rk á
Gamlársdag. Hann hef-ur eins og
kunnugt er verið einn af fulltrú-
um íslands á 16. Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna.
BAIMASLVS
Á ÍSAFIRÐI
I fsafirði 2. jan. Það sviplega f
| slys varð hér skömmu eftir I
| hádegið á gamlársdag að 101
jára telpa, Helga María Frið-j
I riksdóttir, rann á Ijósastaur, |
[ er hún var að ieika sér á |
■ skíðasleða á Urðarvegi og slas-f
i aðist svo illa, að hún var flutt j
[á sjúkrahúsið og lézt skömmuj
j síðar.
j Helga María var dóttir h jón- f
janna Friðriks Bjarnasonarj
! málarameistara og Finnborg- j|
jar Jónsdóttur. A.K.S.!
i •
Júlatrésskemmt-
anir Varðar
í gær var haldinn í Sjálfstæðis-
húsinu Jólatrésfagnaður fyrir
börn á vegum Sjálfstæðisfélags-
ins Varðar og sóttu hann á þriðja
hundrað börn.
Skemmtunin verður endurtek-
in í dag. Þarna koma fram jóla-
sveinar, en Baldur Hólmgeirsson
stjórnar skemmituninni. Veiting-
ar eru fyrir börnin Og þau fá
sælgætispoka með sér heim f
nesti.
Leitin ber engan
árangur
EINS og skýrt hefir verið frá I
fréttum hvarf ungur sjómaður af
togaranum Frey, þar sem hann
lá í Bremerhaven (Þýzkalandi)
aðfaranótt 27. desember. Maður-
inn heitir Hilmar Guðmundsson
og er 23 ára að aldri. Hefir tals-
vert verið leitað að honum í borg
inni, en sú leit hefir enn engan
árangur börið. Lögreglan hefir
framkvæmt leit á hótelum, sjúkra
húsum og víðar, en ekki eir ráð-
gerð nákvæmari leit að sinni,
enda ekki verið farið fram á
það.
Hilmar er kvæntur maður og
á tvö ung börn. Hann á heima
við Hjarðarhaga í Reykjavík.
Hann hafði verið um skeið á
Frey, nú síðast smyrjari í véL
Tvö IJóðskáld hlutu styrk
'úi RithÖfundasjóði Ríkisutvarpsins
Jón úr Vor og Matthías Johannessen