Morgunblaðið - 03.01.1962, Blaðsíða 2
2
MORGVTSBLAÐIÐ
Miðvikudagur 3- jan. 1962
Fjölmennt spila-
kvöld Sjálfstæðis-
félaganna í kvöld
Annar
verður
Kl. 11.30 á nýj ársdag'smorg-
un kom í heiminn ungur mað-
ur, sonur Sveins Guðmunds-
sonar, garðyrkjubónda á
Reykjum og Þuríður Si'gur-
jónsdóttir konu hans. Hann er
nr. 1. á Fæðingardeild Land-
spítalans á árinu 1962 og
fyrsta barnið sem við vitum
um að fæðst hafi á bessu ný-
byrjaða ári. Pilturinn var bú-
inn að þrjóskast lengi við að
koma í þennan heim, móðir
hans kom á fæðingardeildina
fimmtudaginn 28. desember.
Öðrum ungum manni lá
meira á að sjá þessa syndum
spiltu veröld og ruddi sér
braut í heiminn á tveimur
tímum. Þar með hafði hann Litli hr. Höirus varð seinastur
það af að fæðast á árinu 1961, er hann
Wpífpii
.
Illlll
ÁRAMÓTASPILAKVÖLD
Sjálfstæðisfélaganna hér í
Reykjavík verður að vanda
mjög fjölmennt og fer fram
í tveimur skemmtihúsum
bæjarins, Sjálfstæðishúsinu
og Hótei Borg. Verður það í
kvöld og hefst kl. 20.30.
Spiluð verður félagsvist á
báðum stöðunum og verða góð
Höfrungur II.
aflahæstur
AKRANBSI, 2. jan. — Á gaml-
ársdag lönduðu hér 3 bátar, þeir
einu sem úti voru, samtals 2070
tunnum af síld. Aflahæst var
Anna með 1050 tunnur, annar
Sæfari 670 og þriðji Sigurfari
350 tunnur. Hinar stóru þrær
Síldar- og fiskimjölsverksmiðj-
unnar hér eru kúffullar og tvo
síðustu daga ársins var á 6 þús.
tunnum af bræðslusíld ekið í
binginn í holt, sturtað ofan í mal-
argryfju og breitt yfir þéttriðin
nót vegna veiðibjöllunnar.
Á gamlársdag var Höfrungur
II. búinn að fiska 18756 tunnur
síldar, hæstur Akranesbáta.
Landlega er hér í dag, enda
suðvestan ruddi og brim tals-
vert. — Oddur.
verðlaun veitt. Þá mun Gunnar
Thoroddsen, fjármálaráðherra,
flytja ávarp í Sjálfstæðishúsinu,
en Birgir Kjaran, alþingismað-
ur, ávarpar gestina að Hótel
Borg. Þá verður happdrætti í
sambandi við spilakvöldið og
verður dregið í því áður en
skemmtuninni lýkur. — Arni
Tryggvason leikari mun syngja
gamanvísur, m.a. eftir nafna
sinn Helgason frá' Stykkishólmi,
en hann er kunnur fyrir gam-
anskáldskap og ekki hvað sízt á
fundum og þingum Sjálfstæðis-
manna. Spilakvöldinu lýkur með
því að stiginn verður dans.
Viscount í
innanlandsflugi
VEL hefur gengið hjá Flug-
félagi íslands í innanlands- og
utanlandsflugi að undanförnu og
mikið hefur verið um flutning,
bæði farþega og vörur. í gær
voru farnar 3 ferðir til Akureyr-
ar, 2 til Egilsstaða og ein til
Kirkjubæjarklausturs, Fagurhóls
mýrar, Hornafjarðar, Sauðár-
króks og Húsavíkur. Báðar Vis-
countvélamar voxru í innanlands-
fluginu og verða þær öðru hvoru
í innanlandsflugi á næstunni.
Fara m.a. tvær ferðir til Isafjarð-
ar í dag, ef veður leyfir.
ári á undan í skóia
kl. 19.40. Þetta er Keflvíking-
ur, sonur Önnu og Knúts Höir-
us, verkstjóra hjá Esso, og
hann fæddist á Fæðingarheim
ili Reykjavíkurbæjar við
Eiríksgötu.
Báðir snáðamir hafa sýni-
lega haft sínar eigin skoð-
anir á því hvoi-t hagkvæmt
sé eða ekkí að vera skóla-
skyldur árinu fyrr eða seinna.
Sá sem fæddist á árinu 1961
verður einu ári á undan þeim
sem fæddist fyrsta dag ársins
1962 í skóla.
Við heimsóttum báða þessa
ungu menn í gær. Sveinn
Guðmundsson var að líta á
son sinn á Fæðingardeildinni,
og átti það Mbl. að þalcka að
hann þurfti ekki að skoða
harm gegnum gler, heldur
fór hann inn til móðurinnar.
Þetta er myndarlegasti piltur,
16 merkur og 200 gr. á þyngd
og 53 sm. á lengd. Og hann
hafði náð sér í glóðarauga um
áramótin, að dæmi ýmissa
honum eldri og reyndari í
því sem við á. Sá litli á fjögur
eldri systkini, trvo bræður og
tvær systur.
— Það er alltaf jafn gaman
að þessu, sagði Þuríður móðir
hans. Ég gæti hugsað mér að
eignast strax annað. Og þegar
við höfum orð á því við föður-
inn að gott sé að fá nóg af
strákum til að hjálpa til í
gróðurhiisunum, bætir hún
við. — Það er skrýtið með
pabbana, þeir eru alltaf svo
stoltir af að fá stráka, en svo
eru það stelpumar sem alveg
eiga þá. Mínar stelpur vefja
pabba sínum um fingur sér.
Ég get lært heilmikið í þeim
efnum af þeim.
Þá heimisóttum við seinasta
barnið á gamla árinu, barn nr.
927 á Fæðingarheimilinu við
Eiríksgötu. — Hann átti ekki
að koma fyrr en 10.—15. jan.
sagði Anna Höirus, móðir
hans. En honum lá svo mikið
á, að aka varð í hvelli með
mig frá Keflavik og hann var
kominn í heiminn klukkutíma
eftir að ég kom hér.
Þetta er annar þeirra hjón-
anna, allra kröftugasti snáði,
rúmar 13 merkur á þyngd og
50 sm. langur.
Ljósmóðirin sem kom inn
með drenginn til að við gæt-
um myndað hann, Arndís
Hólmsteinsdóttir, segir að
ekki sé fyllilega að marka
númerið 927, sem fest er við
úlnliði Önnu og sonar hennar.
Ekki hafi alveg svo margar
konur fætt á heimilinu yfir
árið, nokkrar hafi komið og
farið aftur án þess að fæða, —
lxklega hætt við allt saman.
Arndís sagði að rólegt hefði
verið á fæðingarheimilinu á
gamlárskvöld, en annríki á
nýjársdag, .
\ S HA IS hnúior !'*/■ SV S0 hnútar K SnjóÁomo 9 Oði V Strúrir II Þrumur WSs, Kuhkihil Hihskit H Hml L* Lmq1
/; ->m 't%i tz
VEÐUR er nú gerbreytt frá
því sem var fyrir áramótin.
Á hádegi var frostlaust um
allt land. Hitiim var þá 2 til
8 stig hlýjast á Austfjörðum
eins og tíðast er með vestan-
átt. Um vestanvexrt landið var
kominn útsynningur með élja-
gangi, og fór kólnandi, þegar
leið á daginn.
Horfur eru á óstiiltu tíðar-
fari og vindasömu næstu dag-
ana, því að undan Labrador-
strönd er lægð á breytingu í
áttina að Islandi og önnur á
eftir henni suður af Nova
Scotia.
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi:
SV-land tii Vestfjarða og
miðin: Allhvass SV með hvöss
um slyddu-eða hagléljum í
nótt og aftur annað kvöld,
hvass sunnan og rigning um
miðjan daginn.
Norðurland og miðin: SV
stinningskaldi, él vestan til.
NA-land, Austfirðir og mið-
in: SV kaldi eða stinnings-
kaidi, léttskýjað.
SA-land og miðin: SV
stinningskaldi. slydauei vest-
an til.
v.
Hann þrjóskaðist við að koma í heiminn fyrr en árið 1962 var geng-ið í garð. Fyrsta barnlð & ár-
inu ásamt foreldrum sinum, Sveini Guðm.undss yni, garðyrkjubónda, og Þuríði Sigurjónsdóttur.
— Hollendingar
Frh. af bls. 1.
tion öryggismálaráðherra lýsi
því yfir að áframhaldandi
stuðningur Ástralíu við málstaS
Hollands varðandi Nýju-Guineu
mæti vaxandi fjandskap 1 lndó>
nesíu.
Ulbricht
Frh. af bls. 1.
i milljónir marka eru eins árs
' tap Austur-Þýzkalands eða tap
i undanfarinna 16 ára.
■ Ulbricht sagði að eina leiðin
til sameúungar Þýzkalands vseri
að „framfaraöfl" í Vestur-
Þýzkalandi veltu stjórn Aden-
auers úr sæti. Þá sagði hann að
múrinn í Berlín væri til þess
gerður að halda vestrænum
njósnurum burtu frá Austur-