Morgunblaðið - 10.01.1962, Síða 5
Miðvikudagur 10. jan. 1962
MoncT'NTtr, aðið
5
r Þriðja janúar s.L fæddust fjór-
burar í Englandi.
Frú Meaoham, móðir þeirra er
33 ára og átti fyrir einn son 7
ára.
Á meðan fjórburarnir voru að
fæðast á sjúkrahúsinu, var faðir
þeirra á kanínuveiðum með
bræðrum sínum.
I í sjúkrahúsinu reyndu menn
að ná sambandi við hann, því
hann þurfti að undirrita leyfi
um að gera mætti keisaraskurð
á konu hans. Það tókst ekki og
frú Mecham varð að undirrita
leyfið sjálf. SvO fæddust fjór-
buranir stúlka, drengur, stúlka,
drengur. Börnin voru öll mjög
lítil og voru sett í súrefniskassa.
Vinur föður þeirra, fór til að
segja honum tíðindin, þegar hann
kom heim af kaninuveiðunum.
Hann sagði: — Þetta kemur mér
svo sannarlega á óvart. Þegar ég
fór úr sjúkrahúsinu eftir að kon
an mín hafði verið lögð inn í gær,
var mér sagt, að hún myndi eklki
fæða fyrr en 18. janúar.
Læknir á sjúkrahúsinu sagði
að fæðingin hiefði gengið vel og
móðurinni liði prýðilega.
Hin sjö ára gamli bróðir fjór-
buranna sagði: — Er þetta ekki
stórkostlegt, pabbi?, Þegar hann
frétti, að hann hefði eignast fjög-
ur systkini.
Daginn .eftir að fjórburarnir
fæddut bökuðu kokkar sjúkra-
hússins stóra köku, sem þeir
færðu móðurinni. Kakan var
skreytt með bleikum og bláum
ís og á henni stóðu nöfn barn-
anna: Ohristopher, Yana, Lucille
Og Edward.
Hinar fjórar konurnar í Eng-
landi, sem eiga fjórbura sendu
þessari nýju stallsystur sinni
heillaóskaskeyti og buðust til að
gefa henni ráðleggingar um
Phoebe Meaoham, móðir fjór-
buranna.
hvernig ala ætti upp fjögur börn,
jafn gömul, í einu.
Karlm|ftins-armbandsúr
tapaoist á Þorl á ksmessu
nálægt Miðbænum. Finn-
andi vinsamlega skili á
lögreglustöðina gegn fund-
arlaunum.
Vil taka á leigfu
verzlunarhúsnæði fyrir sér
verzlun. Þarf ekki að vera
mjög stórt, en góður stað-
merkt: „7659“.
Kona
óskar að taka 1—2 böm
í gæzlu á daginn, eða alveg
í 2—3 mánuði. Tiliboð send
ist Mbl., merkt: „Klepps-
holt — 7660“.
Orgel
til sölu. Uppl. 1 síma
36773.
Til sölu
saumavél og tauruilla, selst
ódýrt. Uppl. í síma 14364.
Frímerkj asaf narar
sendið mér 25—50 ísl. fri-
merki og ég sendi yður þá
um hæl 50—100 erl.
Birgir Þórðarson
Suðurgötu 38, Akranesi.
íbúð óskast
2ja herbergja íbúð óskast
sem fyrst. Þrennt í heimilL
Uppl. í síma 34793.
Til leigu
4ra herb. íbúð. Fyrirfram-
greiðsla. Tilboð sendist
Mbl. merkt: „Ibúð — 742i7“
fyrir 12. þ. m.
-----------------------
Fjórburarnir. Myndin var tekin rétt eftir að þeir fæddust. Eins og sjá má eru börnin mjög lítil.
Þau vógu ekki nema rúm 12 pund til samans.
1 LOFTLEIÐIB H.F.: Þorflnnur karls-
efni væntanlegur frá N.Y. kl. 10.00.
Fer til Glasgow, Amsterdam og Staf-
angurs kl. 11.30. Snorri Sturluson er
væntanlegur frá Hamborg, Kaup-
mannahöfn, Gautaborg og Osló kl.
22.00. Fer tU New York kl. 23.30.
FLUGFÉLAG ÍSLANDS H.F.: Milli-
landaflugvélin Hrímfaxi fer til Glas-
gow og Kaupmannahafnar kl. 08:30 í
dag. Væntanleg aftur til Reykjavíkur
kl. 16:10 á morgun.
Innnlandsflug: í dag er áætlað að
fljúga til Akureyrar, Húsavíkur, ísa-
fjarðar og Vestmannaeyja. Á morgun:
Er áætlð að fljúga til Akureyrar (2
ferðir), Egilsstaða, Kópaskers, Vest-
mannaeyja og Þórshafnar, ^
Sigurður Skagfield,
söngvari — minning
Dagur er liðinn, hinzti söngur sunginn,
síðasti bergmálshljómur druklkinn er.
Leitar á hugann tónn svo tregaþrunginn
til þín í ljóði krveðju mína ber.
Minningin yljar, margt á hugann leitar,
man ég þig vinur, bæði í gleði og sorg.
Þú áttir brjóstsins lindir hjartaheitar,
höfðinginn glæsti í söngsins riku borg.
Þegar á lagsins háa raddstyrk reyndi
ríklátur varstu, bæði að heyra og sjá.
Sönggleði þinnar ástar ei sér leyndi
einlægni þín hvern tón að skilja og þrá.
Lífið er rnörgum harms og hetjusaga,
heiðríkja býr í strengnum, sem það knýr.
Mannsæfin, sigur fárra dýrðardaga
— draumur, sem aftur til sín heima snýr.
Ljóðkveðjur týnast, líður senn á daginn,
Xeitar minn hugur oft til þess, sem var.
Góðvini mína sé ég hverfa á sæinn,
safnast til hinna, bak við djúpið þar.
Því ber að virða allt, sem unnizt hefur,
æfinnar fögnuð, stríð og harmabót.
Eilífðarhiminn ástargeisluan vefur
upprisu þinnar fögru vegamót.
Kjartan Ólafsson,
EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS H.F.:
er í Reykjavík. Dettifoss fór frá
Dublin 30. des. til New York. Fjallfoss
fór frá Deningrad 3 jan. til Rvík.
Goðafoss fer frá Fáskrúðsfirði í dag
til Eskifjarðar, Norðfjarðar, Akureyr-
ar, ÓladÉsfjarðar, Sigluf jarðar, Vest-
fjarða og Faxaflóahafna. Gullfoss fer
frá Kaupmannahöfn 9 jan. til Deith
og Reykjavíkur. Dagarfoss fór frá
Akranesi í gær til Reykjavíkur, og
þaðan í kvöld til Deith, Korsör og
Póllands. Reykjafoss kom til Reykja-
víkur 5 jan. frá Rotterdam. Selfoss
kom til Reykjavíkur 6 jan frá New
York. Tröllafoss kom til Hamborgar
5 jan frá Rotterdam. Tungufoss er í
Stettin.
HAFSKIP H.F.: Laxá er á Ísaíirði.
EIMSKIPAFÉLAG REYKJAVÍKUR
H.F.: Katla er í Esbjerg. Askja er á
leið frá Canada til Noregs.
H.F: JÖKLAR: Drangjökull fer frá
Grimsby í dag áleiðist til Amsterdam.
Dangjökull er á Akranesi. Vatnajökull
lestar á Norðurlandshöfnum.
SKIPADEILD S.Í.S.: Hvassafell er
í Reykjavík. ArnarfelU er á Raufar:-
höfn. Jökulfell er á Homafirði. Dísar-
felll fór í gær frá Gufunesi til Kópa-
skers og Húnaflóahafna. Litlafell er á
Akureyri. Helgafell er á Dalvík.
Hamrafell kemur til Reykj avíkur í
dag frá Batumi. Skaansund er vænt-
anlegt til Hull á morgun. Heeren
Gracht er í Reykjavík.
Góðu börnin gera það:
guð að lofa’ og biðja,
læra’ að stafa’ og lesa’ á blað,
líka margt gott biðja.
Illu börnin iðka það:
æpa, skæla’ og hrína;
hitt og þetta hafast að,
heimta, brjóta’ og týna.
(Húsgangar).
Illa liggur á henni,
af því hún hefur kvefið;
allt er fallegt á henni,
augun bæði’ og nefið.
Illa liggur á honum,
enginn má það lá honum,
það er farið frá honum
fljóðið, sem var hjá honum.
(Lausavísur),
Radial-sög
Lítið notuð 14“ Radial-sög og steypu
Vibrator til sölu. — Upplýsingar
G. Þorsteinsson & Johnsson
Grjótagötu 7 — Sími 24250
Skrifstofuhusnœði
1—2 herb. óskast sem næst Miðbænum. — Tilboð
sendist Mbl. merkt. „7219“, fyrir 15. þ.m.
Bílstjóri
Reglusamur og öruggur bílstjóri, sem er góður í
reikningi óskast. Framtíðaratvinna. — Umsóknir
merktar: „í'ram — 7533“, sendist afgr. Mbl. fyrir
föstudagskvöld.
Sendisveinn
óskast hálfan daginn.
SETBERG
Freyjugötu 14 — Sími 17667
Afgreiðsl usfarf
Afgreiðslumann eða stúlku vantar nú þegar.
Upplýsingar í verzlun Axels Sigurgeirssonar,
Barmahlíð 8. Ekki í síma.
Skrifstofustarf
Innflutningsfyrirtæki vantar nú þegar duglega
skrifstofustúlku til aigengra skrifstofustarfa. Vél-
ritunar- og bókfærslukunnátta nauðsynleg. — Upp-
lýsingar um menntun og fyrri störf leggist inn á
afgr. Mol fyrir 15. janúai 1962 merkt:
„Skrifstofustarf — 447“.
Lækningastofu
hefi ég opnað í Holtsapóteki, Langholtsvegi 84.
Viðtalstími þnðjudaga og föstudaga kl. 3—4 og
eftir umtali.
Sérgrein: Barnasjúkdómar.
BJÖRN JÚLÍUSSON. læknir
Heima-sími 18118. Stofusími 38240