Morgunblaðið - 10.01.1962, Page 8

Morgunblaðið - 10.01.1962, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. jan. 1962 ISamtal við Guðbrand Guðbrandsson frá Prestbakka sjötugan ■ t : I : : ; Á EINUM veggnum í stof- unni hékk mynd af síðfext- um, svipmiklum hesti. Fyrir ofan hana fallegt greni. Á öðrum vegg mynd af hús- freyjunni, Guðrúnu Auðuns- dóttur. Ég hafði gaman af að horfa k myndina af hestin- um. Yfir honum var kyrrlát reisn. Ég virti hann oft fyíir mér þann stutta tíma sem við Guðbrandur töluðum saman. Þegar ég fór var hesturinn eftir. Ég saknaði hans. „Sá sem ekki hlítir ráðum hestsins, getur haft verra af“, sagði Guðbrandur í samtal- inu. Hesturinn kallaði fram gamla endurminningu frá því ég kom drengur að Grænumýrartungu. í stof- unni voru tvær myndir, sem vöktu athygli okkar ferða- langanna; önnur fallegur í- saumur með orðunum „Drott inn blessi heimilið“, hin af Jónasi á Hriflu. Húsbóndinn virtist hafa sérstakar mætur á þessum upphengingum. Þá sagði einn gestanna við hann: „En væri ekki nóg að hafa myndina af Jónasi? Mundi það ekki gera sama gagn?“ Nú ev ísland Jónasar horf- ið. En hesturinn á sér víðar athvarf en uppi á stofuvegg hjá honum Guðbrandi. Þessar hugsanir leituðu sterkt á mig meðan á sam- talinu stóð, ég varð annars hugar. En samt ætla ég að reyna að rifja það upp, því Guðbrandur verður sjötugur í fiag. „Hvar ertu fæddur?“ „1 Hraunbóli á Brunasandi á Síðu. Þar bjuggu foreldrar mínir“. „Þú hefur verið fæddur í fátækt?“ „Heldur það. Þá voru vond veður í skammdeginu og erf- itt að bjarga sér. Það eina s$m fólkið hugsaði um voru hey á sumrin, skepnur á vetrum'*. „Þið hafið verið einangr- uð“. „Við fengum stundum heim sóknir af hafi, þegar skip villtust upp á sandana. Sum- ir dauðir, aðrir Ijfandi. Við báðum ekki um þessar heim- sóknir, en þær voru tilbreyt- ing: að fá ofurlítið af útlönd- um inn í stofu til sín. Og svo fóru nokkrir karl- menn á vertíð og stunduðu róðra frá Suðurnesjum. Við það var látið sitja. Þeir fóru gangandi alla leiðina. Aðeins hinir hraustustu menn lögðu út í þetta ævintýri. Öll vötn óbrúuð og þeir þurftu að vaða árnar, nema Þjórsá og Ölfus- á. Við Hólsá og Markarfljót fóru þeir úr buxunum, buðu gaddinum byrginn og óðu yf- ir berir að neðan, en í skinn- skónum. Þá voru fötin þurr, þegar yfir var komið, og unnt að halda förinni áfram. Ég gerði þetta einu sinni, þegar ég fór á vertíð. Þá var ég á sextánda ári og gekk alla leiðina, ég held við höf- um verið 11 daga á leiðinni". „En sú ferð hefur borgað . sig?“ „Ég hafði sextíu krónur upp úr mér yfir vertíðina, en hæsta kaup sem duglegir og vanir karlmenn fengu var 100 krónur. Það var mikið haft fyrir þeim aurum. „Var ekki hættulegt að vaða vötnin?“ „Nei. Ég var vanur vötn- um, alinn upp við vatnaklasa eins og ég var“. „Hvað bar helzt til tíð- inda í ferðinni suður?“ „Ekkert". j,Hvert fórstu á vertíð?" „Að Meiðastöðum í Garði. „En stunduðu þeir ekki sjóróðra?" „Lít'iS. Það þótti ekki á- renniiegt að storka briminu, eins og það var á söndun- um. Hefurðú séð það?“ „Nei, en ég hef séð brim á Stokkseyri". „Brim er hvergi eins“. „Var hugsað heimspekilega fyrir austan?“ „Það var hugsað um að hafa í sig og á. Engin flík keypt en allt unnið heima í höndunum úr ullinni. Þá var vakað fram til ellefu. Og lesið". „Það hefur verið leyft?“ „Hvað?“ „Að lesa“. „Já, upphátt. En það var illa séð, ef þeir sem voru stautfærir tóku sér bók í hönd, fóru út í horn og lásu í hljóði“. „Þú hefur auðvitað lært að lesa, Guðbrandúr? “ „Ég get lesið fyrir sjálfan mig. Þarna í skápnum eru íslendinga' sögumar eins og þú sérð. Ég hef lesið þær allar og sitthvað fleira“. „Heldur þú að fólk hafi lært margt utan bókar?“ „Ekki meira en nú gerist, ætli það? En það var margt Fáein orð úr einveru Það var ævintýri líkast að koma í menninguna!“ „Hvað voruð þið margir saman á ferðaláginu? “ „Við lögðum átta af stað úr Skaftafellssýslu, austan Mýrdalssands, en á leiðinni bættust tíu við“. „Höfðuð þiðnóg aðborða?" „Við höfðum nesti með okkur. Þá voru engir pen- ingar til að kaupa fyrir mat“. „Hvað gerðirðu við þessar sextíu krónur, sem þú fékkst?“ „Helgi fékk þær, þegar ég kom heim“. „Helgi?“ „Já, Helgi Bjarnason á Núpum í Fljótshverfi. Hann var húsbóndi minn. Eg fékk 75 krónur á ári hjá honum, en svo gat hann sent mig hvert á land sem var eða því sem næst og tekið kaup- ið“. „Þetta hefur verið hálf- gert þrælahald?“ „Nei, ekki fannst mér það. Ég hef alltaf unnið hjá öðr- um, nema sextán síðustu ár- in áður en ég fluttist- hingað til Reykjavíku'r. Þá hokraði ég á Prestbakka". „Var farið vel með vinnu- fólkið?“ „Misjafnlega. En ég þurfti ekki að kvarta. Það var ekki auðvelt að vera hjú, menn þurftu að læra það“. „Þú varst alinn upp hjá foreldrum þínum?“ „Þangað til ég varð 11 ára. Þá brugðu þau búi og fóru í vinnumennsku. Tólf ára gamall fór ég að Prest- bakka til sr. Magnúsar. Tvö næstu ár, eða meðan fært var frá, var ég smali á Prestbakka. Svo vann ég með piltunum“. „Hvernig líkaði þér að sitja yfir?“ „Vel. Sauðfé er kannski ekki ýkja skemmtilegt, en það er ekki allt fólk heldur. Sauðfé er gott og þægilegt, meira en hægt er að segja um okkur hin“. „Þér þykir gaman að dýr- um?“ „Þau eru vinaleg og auð- velt að lóta sér þykja vænt um þau“. „Sástu nokkurn tíma huldu fólk í hjásetunni?" „Nei“. „En hvað sástu þá?“ „Ég sá fjöll". „Sástu Lómagnúp?“ „Ekki af heiðinni, þar sem ég sat yfir. Þaðan sá . ég Kaldbak. Hann var mín Esja“. „En Lómagnúpur?“ „Hann sóst frá Hraunbnli, fallegt fjall“. „Sástu Járngrím?“ „Nei, ekki varð ég svo frægur. Ætli hann sé til nema í Njálu? Annars höfðum við lítinn tíma til að glápa. Vinn an sat fyrir öllu. Að hafa ofan í sig að éta var fyrsta boðorð hvers dags. Og það tókst, með þrældómi. Stundum fórum við í sil- ungsveiði suður í Landbrots- vötnin og drógum fyrir. Það var erfitt verk vegna sand- bleytu. Gat verið hættulegt. Fyrir kom að menn færu í vötnin, en það var ekki að því spurt. Oft rak dauðan fisk á fjörurnar. Það hélt líftórunni í mörgum. Bezt þótti þegar fiskurinn korh spillifandi með briminu, það var kallað landhlaup. Þá var betra að vera einhvers stað- ar nálægt, því fuglinn var fljótur að gleypa hvern ætan bita. Það voru fleiri en við fyrir austan á þessum árum, sem börðust við að lifa“. „Hvaða fiskur var þetta?“ „Þorskur mest. Þá var miklu meiri fiskur á miðun- um en nú er. Hann var líka nær landi. Verið getur að forsjónin hafi séð fyrir því, að hann kæmist ekki út úr brimgarðinum, hún sér fyrir mörgu. Þegar lítið var að borða, heyrði ég að karlmenn imir sögðu: „Það er bezt að fara á fjöruna". Og oftast höfðu þeir eitthvað upp úr krafsinu". lært þá ekki síður en nú. En mundi ekki náttúran hafa ver ið bezti skólinn, vel gæti ég trúað því“. „Þú varst viðloðandi á Prestbakka?“ „Já, ég fór þangað aftur, þegar ég var 17 ára. Það þótti mér skemmtilegt, því þar var menningarheimili. Ég var látinn fara margar kaupstaðarferðir til Víkur með lestirnar, stundum einn stundum í fylgd með'öðrum. Fyrsta ferðin er mér einkar minnisstæð; ég var einn og það þótti hálfgerð forsend- ing, eins og ó stóð. En ferðin gekk vel. Ég var með fimm hesta og átti að sækja timb- ur. Þó ég hefði farið þarna um einu sinni áður á suður leið, sá ég margt nýtt, óg hafði gaman af að koma í Vík. Hún var í mínum aug- um stórborg. Síðan hefur hún minnkað. Á heimleiðinni fann ég flösku með spíritus, sem ein- hver hafði týnt í troðning- unum. En ég var ekki orð- - brotið, villtist ég. Þá setti ég fundið á þér vín?“ „Það hef ég gert, siundum jum of“. „En þegar þér kólnaði í póstferðum?" „Nei, aldrei þá“. „Bar ekki stundum eitt- hvað til tíðinda í póstferðun- um?“ „Ekkert. Það gekk allt ágætlega, nema þegar ég hreppti vonda veðrið. Það var rétt fyrir jól 1938. Ó- fært til Víkur nema syðri .leiðina, og hún var illfær. Þegar ég kom út á miðjan Mýrdalssand, gerði aftaka- veður með stórhríð. Múla- kvísl og Kerlingardalsá upp- blásnar af krapa, og þó einkum hin síðar nefnda. Með Víkurhömrum er svo misvindasamt, að heita má óstætt í slíkum veðrum, og ætlaði ég því að brjótast nið- ur að sjó, en sú leið er ekki nema 150 faðmar. Ég komst ekki niðureftir, en gekk I hringi og lenti aftur í mín- um eigin sporum. Þegar ég hafði gengið þannig nokkra hringi, tók ég til bragðs að teyma hestana og fika mig áfram upp hlíðina og heim að Suðurvík til Jóns Hall- dórssonar. Það var erfitt ferðalag. Þegar við komum í Suðurvík, var okkur vel tek- ið öllum fjórum. Ég var með þrjá hesta, tvo undir burði og einn til reiðar, þann rauða þarna uppi á veggn- um. En svo var snjóþungt, að ég varð að skilja hestana eftir í túnskafli eins og tíu faðma frá bænum. Ég ' fór inn og heilsaði. Fólkið þóttist hafa heimt mig úr helju. Sumir hrósuðu mér fyrir, að mér skyldi hafa tekizt að komast í húsaskjól. En það var ekki lofsvert. Ég get ekki séð, að það sé lofs- vert að langa til að halda lífinu. Verða ekki úti í hríð- inni. Svo var mér hjálpað að troða snjóinn heim að bæn- um og þá gat ég teymt hest- ana í hús. Þá leið mér bet- ur. En það sagði fólkið, að Mýrdælingar, sem höfðu lagt af stað heim á leið, hefðu snúið við þarna í brekkunni og haldið útundir aftur. Ég hélt svo heim á Prest- bakka nóttina fyrir aðfanga- dag og var á ferðinni allan daginn og kom ekki heim fyrr en á jóladagsmorgun, þegar verið var að mjólka kýrnar. Þá hafði ég verið 21 klukkustund á leiðinni. Þegar ég kom upp í Land- inn nógu veraldarvanur til að sýna slíkum kostagrip þann sóma, sem við átti. Ég opnaði flöskuna, hellti lögg út í kaffið, en ekki nógu stórum skammti, því ekkert gerðist. Þá varð ég hræddur um að séra Magnús fyndi lykt af mér og henti flösk- unni. Þannig er þetta stund- um: Við finnum flösku af spíritus, tökum tappann úr henni, dreypum á, ójú gott er það og hressandi og —. En þá allt í einu kemur ábyrgðartilfinningin upp í okkur og fylginautur hennar, óttinn við samvizkuna sem við getum kallað Magnús eða Jón, og við fleygjum flösk- unni. Og ekkert hefur gerzt“. „Þið hafði fengið rauðvíns- kúta, þegar skip strönduðu?“ „Við fengum kúta“. ‘,,Þú hefur kannski aldrei töskuna á þann rauða og sleppti honum, en hann sneri við og skilaði okkur heilum á húfi að Klaustri, þar sem var póstafgreiðslan. En það er aukageta. Margir hafa treyst sjálfum sér betur en hestinum, og haft verra af“. „Þetta hafa verið svaðil- farir?“ „Mér þótti gaman að þeim; en þegar ég var kom- inn heim og búinn að ylgra mér dálítið langaði mig allt- af út í vosbúðina aftur“. „Þú hefur verið hraust- menni?“ „Nei“. „En þér hefUr þótt vænt um hestana, Guðbranduf“.^'‘ Hann horfði upp á vegg- inn á þann rauða. Sagði ekkert. M.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.