Morgunblaðið - 13.01.1962, Síða 3
Laugardagur 13. jan. 1962
MORGUTS BLAÐIÐ
NÚ er tínri jólatrésskemmtana
liðinn. Það hefur verið glatt
á Hjalla í samkomuhúsum bæj
arins flesta eftirmiðdaga síð-
astliðnar tvær vikur. Jólasvein
ar hafa fyrir löngu sungið
sig hása og sumir jafnvel ekki
staðist freistinguna og fengið
sér einn til þess að mýkja
kverkarnar. eins og komið hef
ur fram í blöðum undanfarið.
A þessum samkomum hefur
sælgæti og ávextir verið hest-
húsað í tonnum og gosdrykk-
irnir hafa runnið um unga
há.isa í hektólítratali. — Ef öll
sú tónlist og gleði, sem þar
hefur farið fram, væri tekin
upp á segulband, þá m,yndi
það ná frá Reykjavik austur
á Selfoss, þaðan til baka til
Reykjavíkur og austur á Sel-
foss aftur. Hvað þurft hefur
marga lítra af blettavatni og
Iaxerolíu til þess að koma öllu
í samt lag aftur skal ósagt lát
ið, en eitt er vízt, að börnin
hafa skemmt sér konunglega
og er þegar farið að hlakka
til næstu jóla. Um það sann-
færðust blaðamaður og Ijós-
myndari Mbl. hér á dögunum.
þegar þeir litu inn á síðustu
skemmtunina í Sjálfstæðishús
inu.
EUUIHEIMIEIÐ
HELDUR BARNABALL.
ÞAÐ er Elliheimilið Grund,
sem gengst fyrir þessari jóla-
trésskemmtun. Gísli Sigur-
björnsson. forstjóri, segir okk
ur. að þetta sé í 15 sinn. sem
Grund haldi slíka skemmtun í
Sjálfstæðishúsinu Forstjóri
hússins, Lúðvík Hjálmtýrsson,
hefur í öll þessi ár gengist fyr
ir því, að allt starfsfólk húss-
ins vinni án endurgjalds við
þessa hátíð. f Sjálfstæðishús-
inu hafa annars verið haldnar
12 jólatrésskemmtanir í ár, og
hafa þær sótt að jafnaði um
350 börn, auk fullorðinna, sem
verið hafa börnunum til halds
og trausts við skemmtihaldið.
Meðfylgjandi aðgöngumiðan
um voru tveir litlir miðar,
sem börnin geymdu, eins og
sjáaldur auga síns, enda var
þarna um að ræða dýrmæt
verðbréf. Gegn beim var hægt
að fá súkkulaðibolla með
þeyttum rjóma, brjóstsykur
og ávexti. Og það var handa-
gangur í öskjunni.
Þarna voru ungir og gamlir,
allt frá þrem árum upp í
níunda tuginn. Og gamla fólk
ið virti bömin fyrir sér með
velþóknun. Stelpurnar döns-
uðu saman, en strákarnir
helguðu sig að mestu eltinga-
leik og feluleik. enda er það
mikið skemmtilegra, en að
dansa við stelpur.
TVEIR ÖLDUNGAR
VIÐ hittum tvo unga herra-
menn að máli. Þá Axel Eiríks-
son og Sigurð Þorsteinsson,
sem báðir eru 13 ára gamlir.
Þeir voru þarna með systkin-
um sínum og hafa farið á jóla
trésskemmtanir mörg undan-
farin ár. Þóttust þeir mjög
alþýðlegir að sækja slíka
barnasamkomu.
Er ekki gaman, spurðum
við.
Svolítið, en það er samt
miklu meira gaman á alvöru-
böllum í skólanum, svöruðu
þeir borginmannlega, þetta
eru tómir krakkar.
Þið dansið við stelpur?
Já já. við höfum verið á
námskeiði hjá honum Her-
manni.
Þið dansið þá eins og her-
foringjar?
Dansa þeit vel?
Ég meina. dansið þið velt
Svolítið?
SIGGI BEIT f EPLIÐ
SVO snúum við okkur að
stelpunum. Þær standa þar
nokkrar i hóp með pappirs-
hattana sína og drekka
appelsín af stút.
Við erum frá Mbl. Megum
við taka mynd af ykkur?
Jiminn, svara þær allar í kór
kallinn ætlar að taka mynd.
Þið eruð alltaf að dansa. Af
hverju dansiði ekki við strák-
ana, eru þeir ekki skemmti-
legir?
Nehei, það er ómögulegt að
dansa við pá þeir kunná
ekkert og svo eru þeir svo
vitlausir.
Nú, hvernig eru þeir vitlaus-
ir?
Þeir eru alltaf í eltingaleik
og allskonar hasar.
Fjórir ættliðir skemmta sér. F.v. Jónína Gunnarsdóttir,
(3 ára), Fríða Frímannsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir og
Þorgerður Sigurðardóttir (83 ára).
Donsum ekkl við straka.
mitt áðan, segir ein ungfrúin,
og er lítt ánægð með frammi-
stöðu karlþjóðarinnar. Þú get-
ur þó alltaf dansað við bróð-
ur þinn, segjum við. Nei, hann
er alveg jafn vitlaus og hinir.
Og dansinn dunar. Baldur
Hólmgeirsson syngur af raust
í hljóðnemann. Sumir strák-
anna eru svo herralegir að
bjóða ömmum sinum í dans og
þær verða ungar ; annað sinn.
Ólafía, hvar er Vigga, Fyrst á
réttunni og svo á röngunni,
Hausinn oní maga, magann
oní skó, er sungið og dansað
með viðeigandi tilbrigðum.
\
JÓLASVEINN
EÐA VENJULEGUR
KALL
SKYNDILEGA fer kliður um
salinn. Jólasveinninn er kom-
inn. Yngstu börnin verða mjög
alvarleg og fylgjast með lotn-
ingu og eftirvæntingu með
þessari dularfullu persónu,
sem hefur það á valdi sínu,
hvort þau fá bíl. dúkkulísur
og rakettubyssu í jólagjöf eða
r
hvort þau fá ,,linan“ pakka.
Þeir eru mjög óhagstæðir og
innihalda venjulega einhver
föt.
Eldri börnin eru dularfull
á svipinn. Þau vita.
Ég veit, að þetta er bara
venjulegur kall, segir pattara-
legur smásveinn, rjóður í
kinnum. Hann pabbi á svona
föt og skegg inn í klæðaskáp.
Það er bara bómull. Eldri
systir hans sussar á hann.
Hvaða vitleysa. víst er þetta
jólasveinn, svona Siggi, ekki
þurrka þér á sparifötunum
bínum . . .
FJÓRIR ÆTTLIÐIR
um við fyrir fjóra ættliði,
sitjandi við eitt borðið. Það
er Þorbjörg Sigurðardóttir,
sem er 83 ára gömul og virð-
ist ekki skemmta sér síður en
ungviðið. Dóttir hennar,
Jónína Guðmundsdóttir, dótt-
urdóttirin, Fríða Frímannsdótt
ir, og dótturdótturdóttir henn
ar Jónína litla Gunnarsdóttir
3 ára. Hún er of lítil til að
dansa, en sá jólasveininn. Hún
er enn hugsi.
Nú er tími jólatrésskemmt-
ana liðinn. Við göngum út í
lognfrostið og alvara lífsins
mætir okkur strax í útidyrun-
um. Það er nokkuð skjót breyt
ing frá þessum fagnaði
áhyggjulausrar æsku og ró-
lyndrar elli. Jónína litla fer
ekki aftur á ball fyrr en að
ári og langamma hennar, Þor-
gerður, sjálfsagt ekki heldur.
En þó þær létu þess ekki sér-
staklega getið. þá gátum við
ekki varast þá tilfinningu, að
þær sé báðar farið að hlakka
til næstu jólagleði.
— J. R.
m * » m-+ #,0.« m
S ÍAKSTtl WIS
„MorgunLlaðslygi
Þeir, sem leggja á sig að lesa
málgagn heimskonMnúnismans á
íslandi, kannast við orðið „Morg
unbláðslygi‘‘. í því orði er fólg-
in öll „röksemdarfræðsla" kom-
múnista, þegar reynt er að fá
þá til að tala
um þjóðfélags-
ástandið í kom-
múnistaríkjun-
um og glæpi þá,
sem þar eru dag
lega framdir.
Svo kynlega
bregður þó við,
að „Morgun-
blaðslygin" um
Sovétrikin í nokkra áratugi er
nú allt í einu orðin sannleikur,
meira að segja að dómi kom-
múnistamálgagnsins. I gær rifj-
aði Morgunblaðið upp gamla
sögu af því, þegar íslenzkir
kommúnistar dæmdu Túkatsjev-
ski samkvæmt skipun húsbænða
sinna. Tilefnið var það, að dag-
inn áður hafði Þjóðviljinn sýkn-
að þann sama Tugatsjevski,
einnig samkvæmt fyrirmælum
að austan. Það var árið 1937,
sem þessi frægi marskálkur var
dæmdur að boði Stalins og þann
12. júní þ. á. sagði kommúnista-
málgagnið á fslandi um þær full
yrðingar Morgunblaðsins, að hér
væri verið að frem.ja réttarmorð:
„Þannig eru Sovétfréttir Morg-
unblaðsins rakalausar lygar og
ósvífinn uppspuni, sem ritstjór-
arnir verða að éta ofan í sig svo
að segja samstundis."
Kommúnistar tala að vonum
lítið um það núorðið, að aðrir
þurfi að „éta ofan í sig“. Sann-
leikurinn er lika sá, að hvert
orð, sem Morgunblaðið hefur
áratugum saman sagt um réttar-
far í Sovétríkjunum, hefur nú
verið sannað að var sannleikur.
✓
, ’Bókmenntagfagnrýni' *
Hér birtist sýnishorn úr grein
um Matthías Johannessen í
Þjóðviljanum í gær, eftir bók-
menntagagnrýnanda blaðsins:
„Það er ekki aðeins móðgun
við öll skáld lífs og liðin að verð-
launa þann ómengaða leir, sem
„ljóða“-bækur Mr. Johannessens
hafa inni að halda. Með því er
líka verið að svívirða hinn al-
menna, hrekklausa lesanda og
segja rangt til vegar þeim, sem
vilja af einlægni kynna sér nú-
tímaskáldskap. Mr. Johannessen
er ekki skáld, því miður. Til þess
þarf annað og m«ira en átta her-
bergja íbúð, lúxusbil og ritstjóra
embætti við Morgunblaðið. Það
verður engin strompfígúra skáld
þótt hún eignist tiu ritvélar og
hamri á þær allar daglega og
reyni síðan að dreifa moðryki
sínu útum heim með krafti aug-
lýsinga: „M. Johannessens nye
digtsamling er tilligemed Hannes
Péturssons „I sommerens dale“
blandt de betydeligste digtsam-
linger i de sidste ár ikke blot
i Norden. men i hele Europa".
Dagens Nyheder hefur þetta
eftir dönskum idjót Poul Peder-
sen að nafni.
„Mín frægð kemur að utau.“
segir kúnstner Hansen. „Skáld-
skapur" Mr. Johannessens á sér
hvergi rætur. Hann grundvallast
ekki á neinni undirstöðu. ©g
minnir einna helzt á sápukúlu,
sem Iyftir sér ögn og springur.
Þetta stafar af því að Mr. Jo-
hannessen hefur ekkert að
segja. Hann veit ekkert um. lífs-
baráttu mannanna. Hann hefur
ekki hugmynd um að tveir þriðj-
ungar mannkynsins svelta, og ef
hann veit það, þá er honum al-
veg sama. Enda hefur hann selt
sig í þjónustu þeirra, sem þeim
hörmungum valda. Þar safna
menn ekki öðru en peningum og
spiki.“