Morgunblaðið - 13.01.1962, Page 11

Morgunblaðið - 13.01.1962, Page 11
Laugardagur 13. jan. 1962 MORGVNBLAÐ1Ð 11 Aldarminning NÚTÍMAFÓL.K, sem er aðeins1 xniðaídra og yngra og lifir við j flest lífsins þægindi, á að von- i um erfitt með að gera sér í hug- arlund æfistrit og basl þess fólks, sem lifði á landi hér fyrir 100 j órum. >að verður aldrei metið | og aldrei skilið til fullnustu 1 favað baráttan var ægileg við að . halda lífi og byggðum hér á fs- | landi í gegnum aldirnar. >ó að , heldur væri farið að rofa til fyr- j ir 100 árum var þó flest enn í hinum gömlu og erfiðu skorðum , fátæktar og allsleysis, sem verið | hafði á undanförnum öldum. Átak þjóðarinnar í efnahagsmál- um síðustu 100 árin eru æfintýri líkust, og sannarlega má segja að æfintýrið, sem lifði á vörum þjóðarinnar, um karlssoninn sem reis úr öskustónni og vann kóngs ríkið. hafi fullkomlega ræzt. En til þess að svo mætti verða hefir þurft mikinn manndóm og at- orku manna sem í trú á fram- tíðina hikuðu ekki við að leggja mikið í áhættu, og voru óhræddir við að leggja út á nýjar braut- ir. Einn slikra manna á aldar- afmæli í dag. Fyrir 100 árum, 13. janúar 1862, fæddist lítill drengur i Bveinatungú í Norðurárdal. Hann var 11. barn fátækra for- e’dra, sem lifðu þá, eins og flest ómagafólk, við kröpp og erfið kjör. Hann var skírður Jóhann. Foreldrar hans voru Eyjólfur Jóhannesson, þjóðkunnugt skáld, sem þá var nú ekki talið til bú- drýginda og kona hans Helga Guðmundsdóttir. >au hjón voru foæði Hvítsíðingar að ætt og upp- runa. Mæður þeirra voru systur frá Kolsstöðum í Hvítársíðu. Vafasamt er hversu velkominn foessi litli sveinn hefir verið í heiminn. Ekki fjarri að ætla, að eftir þeirra tíðar hætti hafi ómagahálsinn í Sveinatungu þótt orðinn nógu langur, þó ekki bætt ist meira við. Jóhann Eyjólfsson ólst upp meS foreldrum sínum fyrst í Sveinatungu siðan í Síðumála og loks í Hvammi í Hvítársíðu, en þar bjó faðir hans í 36 ár og er oftast kenndur við þann bæ. Hann naut engrar menntunar í æsku, en mun bó hafa æfst nokk uð í skrift og reikningi. Á ver- tíðum stundaði hann sjóróðra strax og hann hafði aldur til, eins og þá var almennt siður ungra manna. Bræður hans fóru að heiman, en Jóhann var kyrr hjá foreldrum sínum og vann þeim eftir mætti. Upp úr 1880 komu mikil og erfið harðindaár sem kunnugt er. Urðu þá bágindi mikil og allskyns upplausn og fjöldi manna flýði land og fór til Ameriku. Ekki mun það hafa hvarflað að Jóhanni að fara af ( landi burt, því á þessum árum foeittist atorka hans meðal ann- ars að þvi að koma upp bóka- safni og lestrarfélagi í sveit sinni, Hvítársiðunni. Var hann duglegur við að safna bókum og til sparnaðar . keypti hann þær éinnbundnar en lærði sjálfur foókband til þess að geta bundið þær inn og varð það lestrarfélag inu ódýrara. Bækurnar voru síð- en látnar ganga boðleiðina um sveitina og urðu á hverjum bæ aufúsugestir. Fljótt fór að bera á því að Jó- hann var giöggur og fljóthuga ef um góð kaup var að ræða, og ekki síður hitt, að hann sá ýmsa möguleika þar sem aðrir sáu enga til úrlausnar ýmissa vanda- mála. Fékk hann því snemma orð fyrir að vera bæði duglegur og útsjónarsamur, enda efnaðist hann vonum fyrr, og áreiðan- leiki í viðskijtum var honum í mejg runnið frá bernsku. Árið 1888 réðist hann í það að kaupa fæðingarjörð sína Sveina- tungu í Norðurárdal og árið eft- ir hóf hann þar búskap. Allt var þá í hinni mestu niðurníðslu, eftir undangengin hallærisár. Fókk hinn ungi bóndi þar mikið verkefni við sitt hæfi að reisa þar allt úr rústum. enda var það gert. >rátt fyrir það hafði Jó- hann mörg fleiri járn í eldinum, flutninga, ferðalög og margskon- ar viðskipti stundaði hann líka af atonku. Tvö fyrstu árin var Guðbjörg systir hans bústýra hjá honum. 1891 kvæntist hann Ingibjörgu Jóhönnu Sigurðardóttur frá Geirmundarbæ á Akranesi, sem Ingibjörg J. Sigurðardóttir. Jóhann Eyjólfsson. Jóhann Eyjólfsson, Sveinatungu varð hans góði förunautur og hin ágætasta húsfreyja á hinu margmenna og stóra heimili sem alla tíð var hjá Jóhanni Eyjólfs- syni. Jóhann varð fljótlega stór- bóndi í Sveinatungu á þeirrar tíðar mælikvarða. Jörðin var stór og landkostir góðir, og þar mátti framfleyta miklu búi, þó erfitt væri og mannfrekt, ef dugnaður og útsjón var fyrir hendi, en það voru eðllskostir er Jóhann hafði i rikum mæli. Hann hóf þar þegar jarðabætur og byggingar úti'húsa í stærri stíl en áður hafði þar þekkst. íbúðarhús lét Jóhann byggja í Sveinatungu sumarið 1895. Er það fyrsta steinsteypuhúsið sem byggt var hér á landi. Um bygg- ingu þessa segir Kristján Björns- son á Steinum svo frá í Héraðs- sögu Borgarfjarðar, öðru bindi, bls. 230: „>að átti upphaflega að vera hlaðið úr tilhöggnu grjóti, eins og þá tíðkaðist um byggingu steinhúsa. og var í því augnamiði rifið upp mikið af ' kassa slétta að innan, er þeir höfðu rekið saman sem mót. Eftir tvo daga tóku þeir þessa steypu- steina úr kössunum. Reyndust þeir þá þegar furðu harðir, og eftir nokkra daga voru þeir svo harðir að Siguður taldi engan vafa á því, að hér væri um full- traust byggingarefni að ræða. Úr þannig blandaðri steypu voru svo veggir hússins steyptir. Tvennt er merkilegt við hús- veggi þessa: >eir eru hinir fyrstu þessarar tegundar hér á landi og um leið þeir sterkustu, sem enn munu hafa verið byggð ir, miðað við stærð hússins og þykkt veggjanna. En Jóhann hefur sagt svo frá, að þeir hafi ekki þorað að hafa steypuna veikari en þetta af ótta við það, að þeir gætu þá ekki vorið sinn eigin þunga og mundu því einn góðan veðurdag hrynja í rúst. Kjallarinn var hlaðinn úr höggnu grjóti og steinlímdur, en síðan voru allir veggir steyptir. Mótum var slegið upp allt í kring i í einu þremur borðaröðum, og Hús Jóhanns að Sveinatungu í Norðurárdal. grjóti haustið áður og fært sam- an í hrúgur, svo var þetta grjót dregið heim á sleðum um vetur- inn. Steinsmiðurinn eða stein- ‘höggvarinn, sem þá var kallað, var Sigurður Hansson bróðir Hannesar Pósts, afbragðsmaður að sögn Jóhanns. Um vorið, þeg- ar taka átti til starfa, reyndist grjótið mjög slæmt byggingar- efni, klofnaði illa og því erfitt að laga það til og ómögulegt að fá steina yfir dyr og glugga. >á var það, að þeim Jóhanni og Sig urði hugkvæmdist, hvort ekki mætti takast að steypa húsið að einhverju eða öllu leyti eða að minnsta kosti steina yfir dyr og glugga. En hvemig átti svo þessi steypa að vera? Og hvernig átti að gjöra tilraunina? Hún var gjörð þannig: >eir tóku nokkra steina og brutu þá niður í smá- mulning, álíka og steypumuln- ingur gjörist nú. Svo tóku þeir eina fötu af sementi, tvær fötur af sandi og hrærðu saman, bættu svo við tveim fötum af muln- ingi og viðeigandi af vatni. Með þessari blöndu fylltu þeir þrjá var reglan að steypa eina borð- breidd á dag og færa á hverjum morgni hið neðsta umfarið upp fyrir hin tvö, sem óhreyfð voru. >annig var haldið áfram, þar til er veggirnir voru fullgerðir. >ykkt veggjanna er 26 sm. Tveir menn voru allt sumarið að mylja grjótið í hæfilegan smá- gerðan steypumuning. >á er rétt að minnast á heim- flutning byggingarefnisins, þvi að hér var um mikið verk að ræða að flytja svona mikið bygg ingarefni á klökkum eins og þá var kallað (þ. e. á reiðinshest- um) svo langa vegalengd eins og hér var um að ræða, eða 50— 60 km. í húsið fóru 120 tunnur af sementi, 20 föt af leskjuðu kalki eða 300 hestburðir, og ann að efni svo sem timbur, þakjárn, múrsteinn og margt fleira, lítið eitt minna. Hér var því í dá- litið að horfa. Flutningarnir voru framkvæmdir þannig: >rír dugn aðarmenn voru í ferðum allt sumarið til rétta með efni þetta frá Borgarnesi, sömu mennirn- ir hér um bil allar ferðirna, og einn þeirra, >osteinn Guðmunds son vinnumaður í Sveinatungu, fór þær allar. í ferðinni voru 20 reiðingshestar og 3 reiðhestar. >rír dagar fóru í hverja ferð, komust 'þvi heim 40 hestburðir á viku. Hestastyrkurinn var tvö- faldur ,eða 46 hestar. Voru þess- ir tvennir 23 hestar til skipta, fór því hver hestur eina ferð á viku. Hestar þessir voru aldrei snertir til heimilisþarfa. Eftir þessu er það ljóst. að hestatal- an hefur verið nokkur alls, þvi á þeim árum var í Sveinatungu aldrei borið á færri en 10—13 hestum af engjum. >etta vor keypti Jóhann hm 50 hesta, flesta unga, með það fyrir aug- um að geta selt þá um haustið á markað, og gjörði hann það. Mun hann hafa fengið líkt verð fyrir þá og hann gaf fyrir þá um vor- ið. Húsið í Sveinatungu er ein hæð með kjallara, porti og kvistL“ Af þessari frásögn má ráða að hér var um mikið átak að ræða og það var meira en með- almannsverk að yfirstíga alla þá erfiðleika sem þessari byggingu var samfara. Bygging Sveinatunguhússins markaði tímamót í iðnsögu fs- lands. >ó var almennt ekki farið að steypa hús fyr ej> um 10 ár- um síðar. Næsta steinsteypta hús ið var lika byggt af borgfirzkum bónda, baróninn á Hvítárvölium, sem þremur árum síðar lét steypa fjós sitt við Barónsstíg- inn hér í Reykjavík. Húsið í Sveinatungu stendur enn í sömu skorðum og blasir við augum allra vegfarenda sem fara um þjóðveginn yfir Holta- vörðuheiði milli norður- og suðurlands. Við getum ímyndað okkur gieði fólksins á hinu fjölmenna heimili þegar stríðið var unnið og það flutti um haustið úr hin- um gömlu moldarkofum í hið glæsilega hús. Um hátiðarnar, á þriðja í jólum fæddist svo fyrsta barnið í hinu nýja húsi. Var það drengur, sem fékk nafn afa síns og var skírður Eyjólfur. Hann varð síðar þjóðkunnur athafna- maður eins og kunnugt er og jafnan kenndur við Sveinatungu. Var hann þriðja barn þeirra hjóna. Eldri voru Guðrún og Guðmundur, en alls áttu þau hjón ellefu börn og náðu átta þeirra fullorðins aldri, giftust og áttu afkomendur. Eru það, auk þeirra sem að framan eru talin, Helga, Sigurður, Vagn, Lára og Skúli. >að liggur því Ijóst fyrir að húsfreyjan í Sveinatungu hef- ir haft nóg að gera og um að ’hugsa á þessu stóra og mann- marga heimili. Ingibjörg Jóhanna Sigurðar- dtótir var fædd 1. apríl 1872 á Akranesi. en dó í Reykjavík 20. febrúar 1934. Auk allra barna þeirra voru tengdaforeldrar henn ar og móðir hennar í umsjón henn i ar sín síðustu æfiár, Jóhann Jónsson, bróðursonur Jðhanns Eyjólfssonar ólst upp á heimili þeirra frá barnæsku sem eitt af börnum þeirra. Ingibjörg var 19 ára kaupstaðarstúlka er hún gift- ist Jóhanni og varð húsfreyja i Sveinatungu. Hennar beið þar mikið verkefni en það var ein- róma álit allra er 'il þekktu að hún hafi leyst það vel af hendi. Ekki hefi ég annarsstaðar vitað meira ástríki til móður sinnar en hjá þeim Sveinatungusystkinum öllum sem ég hefi kynnst. Sig- urður Norðdal prófessor, sem eitt sinn var heimilismaður i Sveinatungu, skrifaði mjög lof- samleg eftirmæli um frú Ingi- björgu er hún andaðist og minnt ist hennar fyrir ástríki, glaðværð og háttprýði um allt heimiiis- hald. Jóhann Eyjólfsson var þing- maður Mýramanna 1914—16. >ó að persónulegt fylgi og álit fleytti honum inn á aliþingi, var hann enginn sérstakur baráttu- maður í stjórnmálum, enda voru þá hinir gömlu flokkar að riðl- ast á ýmsa vegu. Áh-ugi hans og starfsorka hafa því varla notið sín verulega á þinglbekkjum. >ó var hann þar við tvö mál rið- inn sem kunnugt er. Annað var um afnám hinna gömlu tíundar- laga, er hann hafði sem oddviti sveitar sinnar fundið allmikla annmarka á. Fyrir atbeina hans var þeim lögum breitt í eðlilegra horf og í samræmi við breytta tíma. Hitt málið sem Jóhann flutti á alþingi var um sauð- fjármörk. Vildi hann þar lög- festa hvaða mörk mætti nota, hvemig mörkin væru gerð og hvað þau hétu, en allt slíkt var þá óformað og mismunandi í hin um ýmsu byggðarlögum. Tillaga Jóhanns fékk lítinn byr á «1- þingi og var það tilefni þess að Andrés Björnsson, er þá var þingskrifari, orti hina alkunnu visu: Eyrnamörk eru óþörf hér i salnum, þekkist allur þingsins fans á þessum parti líkamans. Mörgum öðrum trúnaðarstðrfv um gegndi Jóhann fyrir sveit sína og hérað. Hann var oddviti sveitarstjórnar bæði í Norðm-- árdal og á Kjalarnesi. Sýslu- nefndarmaður og margt fleira. Óhætt mun að fullyrða að flest eða öll frajpfaramál héraðsins hafi hann verið aðaldriffjöður i, því það traust hafði hann að eí til alvarlegra eða mikilla atburða kom þóttu engin ráð ráðin nem hann væri þar með. Má til dæm- is nefna að hann var einn helsti hvatamaður þess að >verárrélt Var flutt í byggð og byggð úr steinsteypu 1911. Er það fyrsta steinsteypta fjárrétt á íslandi. Merkur samtímamaður hans I héraðinu, Kristleifur >orsteins- son á Stóra Kroppi minnist Jó- hanns á þessa leið: „Hann var fluggreindur, mælskur, snarráð- ur og skjótur til úrræða. Varð hann aldrei ráðþrota og sá ótal leiðir , þar sem aðrir sáu engar. Ekki var hann æfinlega heflað- ur, en djarfur og hispurslaus, skilvís og áreiðanlegur." Árið 1915 seldi Jóhann Sveina- tungu og keypti Brautarholt á Kjalarnesi. Hafði hann þar stór- bú og stundaði auk þess verzlun og flutninga. Árið 1923 seldi hann jörðina og flutti til Reykja ví'kur. Keypti hann þar húsið Hafnarstræti 18. byggði ofan á það og rak þar margskonar við- skipti í mörg ár. Eg kynntist ekki Jóhanni Eyj- ólfssyni fyrr en hann var kom- inn yfir áttrætt. >að sem vakti athygli mína við fyrstu sýn var það að hvar sem maður sá hann á götu hljóp hann við fót sem kallað er. Við nánari kynningu undraðist ég áhuga hans og ófoil- andi starfsvilja og skildi þá að hann hafði sannarlega haft full- an vilja á því að komast áfram í lífinu og oft þurft að flýta sér. Síðustu árin tók hann upp þá iðju er hann hafði lært fyrir nærri 70 árum og fór að binda Framhi.ld á bls .14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.