Morgunblaðið - 13.01.1962, Page 23
Laugardagur 13. jan. 1962
MORGTJNBLAB1Ð
23
Styrkur til náms
í meðferö handrita
BLA.ÐINU hefur borizt eftirfar-
andi frá Kvenstúdentafélagi ís-
lands:
Þar sem nú hyllir undir far-
sæla lausn handritamálsins, og
von er á þjóðardýrgripum okk-
ar heim úr útlegðinni í Árna-
safni, vill Kvenstúdentafélag ís-
lands fyrir sitt leyti fagna end-
urheimt handritanna með því að
að veita þennan styrk. Jafn-
framt því sem þetta verður við-
leitni til að búa í haginn fyr-
ir heimkomu handritanna úr
Arnasafni, hefur félagið einnig
og ekki síður í huga öll þau
handrit, sem skipta þúsundum
í okkar eigin söfnúm, sem þarfn
ast meðhöndlunar og viðgerðar
sérfróðrar manneskju.
Stjóm félagsins hefur haft
samráð við Finn Sigmundsson
landsbókavörð, notið ágætrar
fyrirgreiðslu hans og hollráða
viðvíkjandi væntanlega námstil-
högun og dvalarstað styrkþega.
Fyrirhugað er, að námið verði
stundað í áföngum eftir því
sem henta þykir og í samræmi
við nármsárangur.
Samkvæmt því mun styrk-
þegi fyrst starfa nokkra mán-
uði á Landsbókasafninu til að
aðlagast og kynnast starfshátt-
um þar. Að því loknu hefur tek-
izt að útvega tilsögn í London
hjá vel hæfum manni, sem sér-
fróður er um meðhöndlun og
viðgerð handrita. Reynsaln mun
skera úr um, hve lengi verður
dvalið þar í einu.
Stjórn Kvenstúdentafélags Is-
lands telur æskilegt, að um-
sækjandi sé kvenstúdent, setur
það þó engan veginn sem skil-
yrði fyrir styrkveitingunni, svo
aðrar stúlkur með staðgóða al-
mennt menntun koma mjög til
greina, enda eru handlagni,
natni og áhugi á viðfangsefninu
atriði, sem tekið verður tillit til
við úthlutun styrksins.
Umsóknir um styrkinn ber að
stíla til stjórnar Kvenstúdenta-
félags tslands í pósthólf félags-
ins nr. 326, Reykj-vík.
Umsóknarfrestur er til 1. marz
n. k. Eyðublöð til umsóknar fást
í skrifstofu Háskóla IslandS.
Það er von félagsins, að ef
vel tekst til um val styrkþega,
megi vænta góðs árangurs af
starfi hans við söfn hér í fram-
tíðinni, jafnframt því sem við-
komandi stúlka tryggir sér ör-
ugga og góða atvinnu að námi
loknu.
(Frétt frá Kvenstúdentafél.)
Neptune könnunarflugvél af sömu gerð og flugvélin frá Keflavík.
B yl tingartilraun
ir athjúpaSar
Seoul, 12. jan. — (NTB) —
I DAG tilkynnti stjóm Suð-
ur-Kóreu, að hún hefði af-
hjúpað tvær tilraunir til að
ráða formann hyltingarráðs-
ins, Park Chung Hee, hers-
höfðingja, af dögum og
steypa herstjórninni í land-
inu af stóli.
-— * —
Lee Moon Kyu, formaður
þjóðlega sjálfstæðisflokksins í
Kóreu, sem leystur hefur verið
upp, stóð fyrir öðru samsær-
inu. Hann hefur verið tekinn
fastur og er sakaður lun að
hafa ætiað að ráða Park, hers-
höfðingja og Song Yo Chang,
forsætisráðherra, af dögum. Til
þess að geta komið þessari fyr-
irætlun sinni í framkvæmd,
hafði hann leigt 30 leyniskytt-
ur. —
Hitt samsærið var undirbúið
af Choo Hyones, öðrum féiaga
sama flokks. — Hafa 11 menn
verið handteknir fyrir að hafa
tekið þátt í undirbúningi sam-
særisins með Hyons. Menn Hy-
ons höfðu myndað „skuggaráðu-
neyti“, sem átti að vera reiðu-
búið til að taka völdin í sínar
hendur. Kim Changisook, 80 ára
sjálfstæðishetja, hafði verið út-
nefndur forsætisráðherra ráðu-
neytisinsr
Bæjarbíó I Hafnarfirði hefir
sýnt myndina Presturinn og
lamaða stúlkan síðan á jólum,
en nú fer sýningum að fækka.
Myndin, sem er þýzk og í lit-
um, hefir hlotið góða dóma.
Hún verður sýnd í bíóinu núna
um helgina.
— Viðræður ASÍ
Framhald af bls. 2.
atvinnulíf í heild risið af eigin
rammleik.
Ráðsteifnan telur þvi rétt, að
kaupgjaldsákvæðuan samninga
verði strax sagt upp, og að leit-
að verði eftir leiðréttingu á þeim
með það fyrir augum, að kaup-
máttur launanna verði eigi lægri
en hann var 1. júlí s.l. og ákvæði
sett í samningana, er tryggi var
anleiik kaupmáttarins. Ef annað
dugir ekki, telur ráðstefnan ó-
hjákvæimi'Iegt, að afli samtak-
anna verði þegar beitt til að
knýja fram þessa leiðréttingu.
Svo og að beita áhrifum verka-
lýðssamtakanna til þess, að Al-
þingi og ríkisstjórn verði við
kröfuim félaganna til að tryggja
varanleik kjarabótanna.
Ráðstefnan felur miðstjóm
ASÍ undirbúning þessarar bar-
áttu í saimráði við forystumenn í
verkalýðsfélögunum, sem hún
kveður sér til ráðuneytis“.
Síðan þessi ráðstefna var hald
hi, hefir miðstjóm Alþýðusam-
bandsins unnið það verk, sem
henni var falið.
Vegna ákvæðisins um aö beita
álhrifum verkalýðssamtakanna
tii þess, að Alþingi og ríkisstjórn
verði við kröfum félaganna um
*ð tryiggja varanleik kjarabót-
anna, samþykkir miðstjórnin, að
eftirfarandi kröfur verði nú born
ar fram og ræddar við ríkisstjórn
ina.
1. Vaxtalækkun.
Allir útlánsvextir lækki a.m.k.
í það, sem þeir vom í árslok 1959,
og verði tryggt, að vaxtalækkun
til atvinnuveganna komi öll fram
í hækkuSum launum.
2. Söluskattar og tollar verði
felldir niður á öllum nauðsynja-
vörum, og ríkinu í staðinn tryggð
ar auknar tekjur með fullkomn-
ara skattaeftirliti.
Skattar og útsvör verði inn-
heimt hjá launþegum jafnóðum
og tekjur falla tiL
3. Niðurgreiðslur á aðalneyzlu
vörum almennings verði eigi
rýrðar frá því sem nú er.
4. Aðflutningsgjöld og vátrygg
ingagjöld verði lækkuð og tryggt
að sú lækkun komi öll fram í
lækkuðu vöruverði.
5. Numið verði úr gildi hann
við greiðslu verðlagsbóta á laun
og tryggt, að samningafrelsi og
sjálfsákvörðunarréttur verka-
lýðsfélaganna verði ekki skert.
6. Átta stunda vinnutími verði
lögifestur sem hámarks vinniu
tími í þeim atvinnugreinum, sem
fært þykir og yfirvinna takmörk
uð sem allra mest að öðru leyti
allt án skerðingar heildarlauna.
Jafnframt verði yfirvinna barna
og unglinga innan 16 ára umfram
8 stundir á dag bönnuð með öllu.
7. Að lokum var sú krafa borin
fram við ríkisstjórnina, að hún
tryggi varanleik þeirra kjara-
bóta, sem samkomulag kynni
þannig að nást um.
Ennfremur var það fram tekið
af Alþýðusamlbandsins hendi, að
þessar kröfur, ef framkvæmdar
yrðu, væru metnar til jafns við
beinar kauphækkanir, og tekið
yrði til gaumgæfilegrar athugun
ar hvort ekki væri hægt, að kröf
unum fullnægðum, að falla frá
kauphækkunum fram til 1. júní
1962, er 4% kauphækkun á að
koma til framkvæmda.
Samkomulag varð um að ræð
ast við aftur mjög fljótlega.
Gagnrýna
de Gaulle
PARÍS, 12. jan. (NTB) — Þing-
menn franska íhaldsflokksins og
aðrir fulltrúar hans, samþykktu
í dag með yfirgnæfandi meiri-
hluta orðsendingu, sem felur í
sér gagnrýni á stefnu de Gaulle
í Alsírmálum og kröfu um, að
Alsír verði áfram franskt
Lítið um sil-
ung í Mývutni
Veiðar niður um
/s hefjasf um
mánaðamótin
GRÍMSSTÖÐUM, Mývatns-
sveit, 12. jan. — Hér hefur
verið leiðinlegt tíðarfar að
undanfömu, allmikill snjór
og þykkur ís á vatninu, sem
hefur verið lagt síðan í nó-
vember.
Engin silungsveiði er í Mý-
vatni núna, enda er það frið-
að fyrir veiði þar til um
mánaðamótin janúar-febrúar.
Fremur lítið virðist vera um
sUung í vatninu, en þó hefur
orðið. vart við uppvaxandi
silung. Búast má við að sii
ungurinn hafi minnkað i
vatninu vegna óhemju mik-
illar veiði á undanfömum ár-
um. — Gera má ráð fyrir að
veiði hefjist niður um ís um
næstu mánaðamót en óvíst
er hvort afli verður að ráði.
— Jóhannes.
— Þróttur
Frh. af bls. 1.
verkalýðsfélög sömdu og skyldu
Þrótt eftir einan, sem endaði með
því að Þróttur varð að ganga að
verri samningum en félagið hafði
haft fyrir verkfallið. Einar og
félagar höfðu í þessu. sambandi
sérstaklega treyst á skoðana-
bræður sína f Dagsbrún, en þeir
virtu Einar ekki einu sinni við-
lits. _ _____
Á framboðsfundi er haldinn var
í félaginu i fyrradag var svo af
Einari dregið, að hann treysti
sér ekki til að gefa nein frekari
loforð um það hvernig ætti að
leysa úr þeim vanda sem hann
sjálfur hefur komið félaginu í Og
getur af áfram heldur sem horfir
riðið þessu gamla Og áður trausta
verkalýðsíélagi að fullu.
Þróttarfélagar þaS er í ykkar
valdi nú í kosningunum um helg
ina aS hefja merki félags ykkar
aS nýju meS því aS veita B-list-
anuin þann stuSning sem nægir
til þess aS ná kosningu. Á þeim
lista eru menn sem hafa vilja og
möguleika til þess aS hef ja starf-
semi Þróttar upp úr þeirri niSur-
lægingu sem kommúnistar hafa
komiS félaginu í.
Þróttarfélagar kjósið snemma
og veitið lista ykkar, — B-list-
anum — sigur.
— Flugvélin
Frh. af bls. 1.
beint að Grænlandshafi, en þar
var flugvélin stödd, er síðast
var vitað af henni. Hafrót og
slæmt veður hamla leit úr lofti
og af sjó, Og hafa íslenzkir togar
ar og önnur skip leitað til hafnar
vegna veðurs. HafSs þékur þrjá
fjórðu hluta hafsins milli íslands
og Grænlands, og verður leitinni
beint að ísbreiðunni og nágrenni
hennar þær klukkustundir, sem
dagsljósið endist. — Síðusbu frétt
ir af þessum slóðum herma að
skýjahæð sé þar aðeins 200 fet,
skyggni um 300 m, og vindur um
11 vindstig.
BenzíniS búiS.
Neptune flugvélin hafði benzíti
til flugs þar til kl. 21:56 . gær-
kvöldd, eftir íslenzikum tíma, og
eftir þann tíma gat hún ekki ver
ið lengur á flugi.
— Sjómannafél.
Frh. af bls. 1.
formaður félagsins, Jón Sigurðs*
son, sem hafði verið ritari félags-
ins í 10 ár, er hann var kjörinn
formaður við síðustu kosningar.
Hilmar Jónsson er í varafor-
mannssætinu. Hann var á sjó frá
1926 til 1954, er hann gerðist
starfsmaður Sjómannfél. Reykja
víkur. Pétur Sigurðsson, stýrimað
ur, sem nú á sæti á Alþingi, er
í ritarasæti. í gjaldkerasæti er
Sigfús Bjarnason, sem var á sjó
fram til ársins 1948, þegar hann
hóf störf fyrir félagið. Óli Bárð-
dal er í sæti varagjaldkera. Hann
var um 10 ára skeið á kaupskip-
um, en hafði áður stundað sjó á
bátum og togurum frá barnsaldri.
Nú fæst hann við seglasaum og
gúmmíbátaviðgerðir, eins og
kunnugt er. Ólafur Sigurðsson er
í sæti meðstjórnanda. Hann fór
ungur til sjós og var árum sam-
an háseti og bátsmaður. Síðan
1959 hefur hann unnið hjá Tog-
araafgreiðslunni. Karl E. Karls-
son er einnig í sæti meðstjórn-
anda. Hann er á togaranum Fylki
Varamer.n á listanum eru Jón
Helgason, háseti á Esju, Sigurð-
ur Siguxðsson, vélamaður á Sel-
fossi, og Þorbjöm D. Þorbjöms-
son, bátsmaður á Agli Skalla-
grímssyni.
BELGRAD, 12. jan. (NTB) — Á
föstudagsnóttina voru skráðir 9
jarðskjálftakippir i Júgóslavfu.
Fjórir hafa látið lífið í jarðskjálft
unum.
LONDON, 12. jan. (AP) — Mik
ill stormur geisaði á Bretlands-
eyjum í gær og í dag. 9 manns
hafa látið lífi® í ofviðri þessu,
nokikrir smábátar sokkið í höfn-
um og eignatjón af völdum veð-
ursins er talið nema þúsuindum
sterlingspunda.
bbbbbbbbbbbbbfcbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb
INiVKOIHIÐ FRA
STAHLWILLE
Stakir lyklar í tommu- og
millímetramáli
Stakir toppar í tommu- og
millimetramáli
Slml 35697
Laugoveg 178
millimetramáli
■ •pyggingavörur h.f.
b
b
b
b
b
b
b
.b