Morgunblaðið - 18.01.1962, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 18. jan. 1962
MORGVNBLAÐ1Ð
17
90 óra
Karl Einarsson
Þórarinn
verkstjóri
í DAG verður fluttur til hinnstu
hvíldar, Þórarinn Söebeeh verk-
stjóri, hann andaðist í sjúrkahúsi
hér í bænum þann 12. jan. á 72.
aldursári. Saga þessa merka at
©rkumanns og góða drengs verð
ur hér ekki rakin til neinnar hlít
ar, það hygg ég að betur verði
gert síðar.
Þórarinn Söebeoh var fæddur á
Reykj arfirði á Strönduim og ólst
jþar upp í foreldrahúsum til full
orðinsára. Foreldrar Þórarins
voru þau sæmidar hjónin: Friðrik
Söebeoh bóndi á Reykjarfirði oig
ikona hans Carolina Fabina Thor-
arensen, Jakobs kaupmanns Thor
arinsen á Kúkvikum í Reykjar-
firði. Æskuheimilið var allstórt
og oftast mun þar hafa verið
mannmargt, jörðin Reykjafjörð
ur með beztu jörðum sýslunnar
og þurfti mikils við, Reykjafjarð
areignina keypti Þórarinn eftir
lát foreldra sinna og reisti þar all
etór íbúðarhús, ýmis rak hann
sjálfur búskap á Reytkjafirði eða
leigði jörðina.
1 Um tvítugs aldur réðist Þórar
inn til Péturs Thorsteinson á
Ríldudal til jámsmíðanáms en
|>ar var á þeim tíma fullkomnasta
járnsmiðjan á Vestfjörðum og at
hafnasemi mikil.
Söebech
- Minning
Aðalstarf Þórarins Söebech var
yfirverkstjórn við síldarverkun
Norðanlands Og víðar, og marg-
háttaðar framkvæmdir við húsa
smíðar starfsfólks síldarstöðv
anna, svo ag bryggjusmíðar á-
samt lagningu „Plsineringa“ til-
heyrandi söltunarstöðivunum.
Kom hagleiki hans og stjórnsemi
þar að góðu haldi. Var afkasta
getu Þórarins viðbrugðið sem al
gjöru mieti við slí'kar framkvæmd
ir, og er mér sem þessar línur
skrifa gjörla kunnugt um að þar
er ekkert ofsagt, var enginn verk
stjóri jafn eftirsóttur við framan
greind störf sem hann, var trú
mennsku hans í hvívetna við-
brugðið. Síðustu 20 starfsárin var
Þórarinn fastur starfsmaður Stál
smiðjunnar h.f. hér í bænum, en
hafði ávalt með höndum nokk-
urra byggingarstarfsemi samhliða
sínu fasta starfi, ennfremur eigi
allfáar kindur á fóðrum, sem
hann heyjaði ávalt sjáifur fyrir
og sá um.
Þórarinn var með stærstu
mönnum og samisvaraði sér vel,
léttur í spori og fasmikill, sitap
maður nokkur en stillti skap sitt
vel, stundum nokkuð hrjúfur hið
ytra en það var létt húm á hans
góðu sál, raungóður og hafði
mikla gleði af að láta gott af
sér leiða.
í einkalífi sínu var Þórarinn
Söebech mikill gæfumaður,
hans mikilhæfa eiginkona Bmilía
Þórðardóttir Söebech bjó manni
sínum fallegt heimili með sinni
ágætu smekkvísi og reglusenii.
Þau hjón eignuðust tvo syni,
hina mestu myndar menn: Frið
rik vélsmið, giftan Ingu Theodórs
dóttir, Theodórs sál. Matthiesen
læknis, eiga þau hjón tvö börn.
Yngri sonurinn er Sigurður verzl
tmarstjóri, giftur Ólöfu Guð-
mundsdóttir, eiga þau þrjár dæt
ur barna.
Frú Emelíu, sonum þeirra og
fjöLskyldum flyt ég mínar ein-
lægustu saanúðarfcveðjur.
Magnús Einarsson,
KARL JÚLÍUS EINARSSON,
fyrrv. alþingismaður og sýslu-
maður, er níræður í dag, fæddur
18. janúar 1872 í Miðhúsuim í Eiða
þingtoá, sonur Einars bónda þar
og síðar veitingamanns á Seyðis
firði Hinrikssonar og síðari konu
hans Pálinu Vigfúsdóttur.
Karl varð stúdent 1895 og tók
lagapróf frá Kaupmannahafnar-
háskóla 1903. Á árunum 1904—
1905 var hann settur sýslumaður,
um stuttan tíma, fyrst í Rangár-
vallasýslu og síðan í Skaftafells
sýslu og síðan settur aðstoðarmað
ur í 3. skrifstofu stjórnarráðsins
frá 1906 til 1909, en var þá jafn-
framt yfirréttarmálafluttnings-
maður í Reykjavík. Árið 1909 var
hann skipaður sýslumaður í Vest
mannaeyjum og gengdi því em-
bætti til 1924. Alþingsmaður
Vestmanneyinga var hann 1914
til 1923.
Eftir að Karl lét af embætti í
Vestmannaeyjum hefur hann
starfað í fjánmálaráðuneytirau,
lengstum að endurskoðunarstörf-
um, og eftir að ríkisendurskoðun
in var skilin frá öðrum þáttium
ráðuneytisins hefur hann starfað
þar langt fram yfir bað, sem
aldur venjulega leyfir mönnum.
Þótt hann sé nú fyrir 10 árum
síðan látin af störfum þar að
nafninu til, hefur oft komið fyr
ir síðan að til hans hefur verið
leitað með verfcefni, og lítinn eða
engan bilbug virðist enn vera
að finna á skarpskyggni hans.
Karl hefur átt stormasama ævi.
Þegar leiðir ofckar lógu fyrst
saman hafði hann strítt leragi við
veikindi sín og sinna og stríddi
miklu lengur við þau en flestum
er boðið. En svo bar hann hærri
hlut og varð æ rauraberti starfs
maður sem árin bættust á hann
og þegar að því aldiursmarki kom
sem flestir hætta störfium á og
byrja að missa starfsgetu sína,
virtist Karl vera að ná hámarki
starfsþróttar síns.
Þetta óskiljanlega þrek er nú
að vísu farið að þverra, en það
entist ótrúlega lengi, og skýr-
leiki hans í hugsun virðist jafn
mikill eran sem fyrr.
Kynni mín af þessum manns-
óska honum og öllu hairas fólki,
aldri eldra starfsbróður hafa ver
ið mjög góð, og eru nú þegar orð
in löng, þótt þau hafi ekki einu
sinni staðið þriðjung ævi haras.
Hann á miklum metum og vin
sældum að fagna hjá starfsbræðr
um sínum, og ég veit að ég mæli
fyrir munn þeirra allra er ég
sem hann hefur fórnað sirani
löngu ævi, alls hins bezta.
Karl hefur lengi búið hjá
tengdasyni sínum og dóttur í
Stangarholti 28. f dag mun hann
eikki dvelja heima.
Einar Bjarnason.
Landlega hjá
Akranesbátum
Akrrnesi, 15. jan.
LANDLEGA ei hér í dag Og var
í gær. Aðfaranótt sunnudags
voru aðeins þrír hringnótabátar
héöan útti á veiðum; í Miðnes-
sjó. Heimaskagi fékk 1107 tunn-
ur, (Hann kastaði og í annað
siitn, en nótir* hvolfdi úr sér, af
þvi að mikil alda var. Vindur
vaí austlægur, misvinda, hvasst
annað veifið, en nálgaðist logn á
milli). Anna fékk 600 tunnur.
Nótin rifnaði hjá Fiskaskaga, fór
í skrúfuna. Línubátarnir fiskuðu
á laugardag frá 600 kg upp í 3
tonn á bát. Sl. föstudag reru 6
trillur., (hæstur var Höfrungur,
900 kg.) og tveir þilfarsbátar. Jó-
dís fékk 1 5 tonn og Ingvi 900 kg.
Hann seldi til Reykjavíkur.
Iðnaðarhúsnœði
óskast til leigu. Stærð ca. 70—120 ferm.
Helzt á götuhæð. Uppl. í síma 2-43-33.
Laus staða
Yfirhjúkrunarkonustaðan við Fjórðungssjúkrahúsið
á Isafirði auglýsist hér með laus til umsóknar.
Staðan veitist frá 1. júní 1962. Umsóknarfrestur
til 1. marz 1962.
Laun samkvæmt launalögum ríkisins. Upplýsingar
gefur yfirlækmrinn í síma 20 og 345.
Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði.
Magríús Þorsteinsson
forstjóri — Minning
MIG setti hljóðan, þegar ég
heyrði lát vinar míns, Magnúsar
Þorsteinssonar fyrrverandi for-
stjóra Sælgætisgerðarinnar
Freyju, og flugu mér þá í hug
margar g óðar endurminningar
frá iiðnum arum.
Ég átti því láni að fagna að
ráðast sem starfsmaður til hans
árið 1933, og starfaði hjá honum
þar til haustið 1938, og tókst með
©kkur góð vinátta, sem hélzt
tiðan. Á síðustu árum hefur fund
um ckkar þó ekki oft borið sam
an, þar sem ég fluttist úr bæn-
um. Engan mann sem ég hef haft
sem húsbónda. hefur mér fallið
jafnvel við. Magnús var afburða
duglegur og cserhlífinn og reynd-
ist öllu sínu starfsólki hollur Og
góður húsbóndi. Fyrsta árið, sem
ég starfaði hjá Magnúsi, keypti
hann húsið sem nú er Lindargata
14, Og flutti hann verksmiðjuna
þangað, Og bætti við miklu af
nýjum vélum. Síðar keypti hann
næstu lóðir við Og byggði nokkru
seinna húsið nr. 12, og stækkaði
verksmiðjuna. Þegar ég byrjaði
nð starfa í Freyju, störfuðu þar
i|im tíu manns; en þegar ég hætti
var starfsfólkið orðið milli þrjá-
fiu og fjörutíu, og var Freyja ein
af stærstu fyrirtækjum í sinni
grein hér á landi. Magnús var
giftur Fannyju Ásgeirsdóttur,
hinni ágætustu konu, og var þeim
engra baina auðið, en tóku kjör-
*on, Ólaf, sem nú rekur Nærfata-
gerðina Carabella. Ég og kona
mín vörum oft gestir þeirra
hjóna, voru þau skemmtileg heim
að sækja og kunnu vel að taka á
móti gestum. enda var þar oft
gestkvæmt, og eigum við hjónin
margar góðar endurminningar
frá þeim tímum. Síðari árin gekk
Magnús ekki heill til skógar og
seldi fyrirtæki sitt Freyju, fyrir
nokkru, og er mér ekki grunlaust
um að honum hafi þá verið nokk-
ur söknuður í hug.
Sendi urn leið frú Fannyju og
syni þeirra hjóna okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Jóhann Karlsson.
Fékk á sig brotsjó
PATREKSFIRÐI, 16. jan. — Ver-
tíð hófst hér strax upp úr ára-
mótum. Gæftir hafa verið mjög
slæmar, og af þeim sökum lítill
afli. 14. jan. reru allir bátar og
hrepptu versta veður. Helgi
Helgason fékfc á sig brotsjó;
braut hann stjórnborð, og meidd-
ust tveir menn lítils háttar. Tog-
arar hafa legið hér inni vegna
veðurs, og eru hér núna í kvöld
fimm togarar tveir íslenzkir,
tveir ensfcir og einn færeyskur.
— Trausti.
Sjónvarpstæki
margar gerðir.
Verð frá kr. 15.100.—
Sjáum einnig um loftnet
og uppsetningu.
G]örið svo vel að líta inn.
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Raftækjadeild
O. JOHNSON & KAASER
Hafnarstræti 1.
H.F.