Morgunblaðið - 18.01.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.01.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. jan. 1962 mwgpnstMiiifrtfr Otgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjöri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (álom.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Krisíinsson. Ritstjórn: 'Vðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. UM HVAÐ VERÐUR KOSIÐ ? k NÆSTA ári eiga að fara fram almennar alþingis- kosningar. Þá verður fyrst og fremst kosið um það, hvort halda eigi áfram við- reisn íslenzks efnahagslífs og uppbyggingu bjargræðisveg- anna, eða hvort hverfa eigi aftur til styrkja og uppbóta- stefnu vinstri stjómarinnar, sem leiddi yfir íslenzku þjóð- ina verðbólguflóð, gengis- hrun og fjölþætt önnur vand ræði. Þá verður ennfremur kosið um þá framkvæmda- áætlun, sem núverandi ríkis- stjóm hefur unnið að með aðstoð erlendra sérfræðinga. Engum hugsandi manni mun blandast hugur um það, að næstu alþingiskosningar verða mjög örlagaríkar. All- ur almenningur man afleið- ingar verðbólgustefnu vinstri stjórnarinnar. Spor hennar hræða. Hún átti engin úr- ræði önnur en þau að leggja sligandi álögur á fólkið og ausa óhemju fjármagni í óseðjandi hít verðbólgu og styrkjastefnu. Þessi ólánsstefna hafði gengið sér svo gersamlega til húðar að vinstri stjómin neyddist til þess að segja af sér á miðju kjörtímabili. — Engum kemur til hugar að Hermann Jónasson hafi sagt af sér að gamni sínu. Hann gat ekki annað. Hann hafði siglt stjórnarskútunni ger- samlega í strand. Nú eygir þessi sami mað- og og aðrir leiðtogar Fram- sóknarflokksins ekkert úr- ræði annað en nýja stjórnar- myndun með kommúnistum. Afleiðingar slíkrar stjórnar- myndunar mundu verða ná- kvæmlega hinar sömu og á ámnum 1956—1958. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur. íslenzka þjóðin veit nú, hvað vinstri stjórn þýðir. Núverandi ríkisstjórn hef- ur markað raunhæfa við- reisnar- og framfarastefnu. Á miklu veltur einnig að þjóðin styðji hana til fram- kvæmdar hinnar miklu upp- byggingaráætlunar, sem sennilega verður fullbúin seint á þessu ári eða um næstu áramót. í henni felast mikil og glæsileg fyrirheit um bjarta framtíð og batn- andi hag íslenzku þjóðarinn- ar. Hagnýting auðlinda lands- ins er hið mikla verkefni framtíðarinnar. Að lausn þess verkefnis verða allir þjóðhollir íslendingar að Vinna. Um hana munu næsíu kosningar snúast. Ef þjóðin ber gæfu til þess að efla við- reisnar- og uppbyggingar- stefnuna, þá munu bjargræð- isvegir hennar verða fjöl- þættari og færari um að veita fólkinu raunverulega bætt lífskjör. Sigur þeirrar stefnu í næstu alþingiskosn- ingum felur í sér tryggingu aukinnar farsældar og stór- felldrar uppbyggingar og framfara í landinu. SIGUR KEKK- ONENS 17' ekkonen, Finnlandsforseti, “■ hefur unnið mikinn sig- ur í forsetakosningunum, sem fram fóru í Finnlandi nú í vikunni. Flokkur hans, Bændaflokkur inn, hefur að vísu ekki feng- ið hreinan meirihluta kjör- manna, en hann hefur eflt fylgi sitt að miklum mim. Auðsætt er að mikill fjöldi fólks úr öðrum stjómmála- flokkum hefur kosið fram- bjóðendur hans til þess að tryggja kosningu Kekkonens. Þar sem hann á vísan stuðn- ing kjörmanna frá ýmsum öðrum flokkum, er kosning hans örugg. Kekkonen hefur sýnt það, að hann er vitur og fram- sýnn stjórnmálamaður. Allir vita að hann er mikill and- stæðingur kommúnista og einlægur lýðræðissinni. En hann hefur borið gæfu til þess að skapa sér traust, ekki aðeins meðal vestrænna lýð- ræðisþjóða, heldur og hjá hinum voldugu nágrönnum í austri. Hann hefur fylgt þeirri stefnu, sem Paasikivi, fyrirrennari hans á forseta- stóli markaði og byggðist fyrst og fremst á því að halda góðri sambúð við Sovétríkin, jafnhliða því að bægja kommúnistum frá á- hrifum í innanlandsmálum Finna. Embættisferill Kekkonens síðastliðið kjörtímabil hef- ur ekki verið dans á rósum. Rússar hafa gert ítrekaðar tilraunir til að hafa áhrif á finnsk innanlandsmál, en Kekkonen hefur með lagni og þolgæði tekizt að tryggja sjálfstæði Finnlands ogkoma í veg fyrir að Rússar gerðu það að leppríki sínu, eins og önnur nágrannalönd sín í Austur- og Mið-Evrópu. Lýðræðissinnar á Norður- löndum og um heim allan munu fagna sigri Kekkon- ■ Nýtt lyf gegn timburmönnum drykkjusýkina. Þetta lyf getur einnig orðið lögreglu mjög að liði og vænt- f RANNSÓKNARSTOFU í ir hann gjöf lyfsins ásamt gjöf Malmö hefur verið framleitt B-vitamíns væntanlega til lyf, sem eflaust á eftir að ?Óðf_,áía_n.ÍUrS 1 baráttunni við verða afskaplega vinsælt og létta mörgum manninum þung ar Þrautir. Þeir eru ekki svo anlega orðið m að takmarka fáir, sem bólva „deginum eftir handtökur ölvaðra manna. daginn í gær „timburmönniun- Einnig má þá fyrr hraða yfir- um“ sem lemja mann í haus- beyrzlu manna, sem teknir ... hafa verið undir áfengisáhrf- ínn svo oþyrmuega eftir , _ . , ^ , um og iiggur a að spyrja í . skemmtilcgt kvöld með ljúfar þau]a_ í>á er ekki síður mikils 1 veigar í fallegum glösum. vert, að lyfið hefur reynzt Lítil tafla, sem rekur á brott ákriíarikt. *egn /mjfS. k0nar salsykiskostum drykkjusjukl- alla timburmenn og hefur auk inga Hinsvegar bendir ekkert þess þann kost, að hafa reynzt til þess að menn verði háðir áhrifamikið lyf gegn ofnautn notkun þess eins og venjuleg- áfengis. Lyf, sem ekki inni- um deyfilyfjum. heldur eiturefni, heldur víta- mín. Rannsóknarstofnunin í » . „ . . . .« . . ... Framleiðsla þessa lyfs í rann Malmo biður nu emimgis leyf- . , is heilbrigðisyfirvaldanna til sóknarstofunni í Malmö er þess, að unnt sé að hef ja eins konar víxlspor stofnunar- framleiðslu lyfsins í stórum jnnar — en þar var verið að rannsaka aminosýrur. Hug- Mikilvægasta efnið í þessu myndin var áður komin frá nýja lyfi er tegund af gluta- Bandaríkjunum. Þar voru minsyru, sem hefur þau ahrif, r að alkohol í líkamanum klofn- n°kkrir menn, sem gafu sig ar í úrgangsefni í lifrinni. Lyf fram sem sjálfboðaliða, lokað- ið er kallað „Quiescon" og er jr jnni j herbergjum, þar sem nokkuð dýrt — framleiðsla þeir átu drukkið eins mikið hreins glutamms 1 fimmtiu , töflur kostar um það bil 700 afenSl °2 Þelr vlldu — vlskl> kr. íslenzkar. En fyrirhugað er konjak og aðra sterka drykki að samræma framleiðsluhætti — en þeir urðu jafnframt að sænskra Og bandarískra vís- neyta matar, sem innihélt , indamanna á glutamíni og má glutamín Það reyndist svo, að þá vænta þess, að verðið lækki mennirnir drukku minna, þeg- allverulega. ar þeir höfðu neytt matarins „ ,, » _og sumir vildu alls ekki snerta Rannsoknum a notkunar- ? möguleikum þessa nýja lyfs g verður haldið áfram um Glutamín er flutt inn til Dan nokkra hríð. Það hefur verið merkur frá Bandaríkjunum og reynt á nokkrum vistmönn- Japan. Það hefur verið notað um Karlsviks-drykkjumanna- í matvælaiðnaðinn í smáum , hælisins í Danmörku með stíl — einkum til að bragð- ' ágætum árangri. Segir for- bæta kjöt Framleiðsla lyfsins stöðumaður hælisins Erik Hult verður víst litlum erfiðleik- en, að þetta lyf virðist geta. um bundin — það er með þetta orðið mikilvægur áfangi í við- eins og svo mörg önnur lyf, leitninni til þess að venja rannsóknirnar og tilraunirnar menn af ofneyzlu áfengis. Seg taka lengstan tíma. ens, um leið og þeir óska finnsku þjóðinni gæfu og gengis í hinni erfiðu bar- áttu hennar gegn ásælni og yfirgangi kommúnista, bæði utan frá af hálfu Sovétríkj- anna og í landinu sjálfu. HANDBENDI KOMMÚNISTA Svo virðist nú sem til sam- komulags dragi milli Kongóstjórnar og Tsjombe, leiðtoga Katangamanna. En þá skapast nýtt vandamál, sem raunar er ekki nýtt. — Gizenga, varaforsætisráð- herra, hefur gerzt ber að fjandskap við Leopoldville- stjórnina og hefur Adoula orðið að víkja honum frá embætti. Það hefur verið á allra vit orði undanfarna mánuði, að Gizenga er algert hand- bendi Rússa. Hann hefur engan áhuga haft á að raun- verulegt samkomulag næðist milli Tsjombe og Adoula. Þvert á móti hefur hann vilj- að nota þau átök til þess að kynda elda upplausnar og vandræða í Kongó. Upp á síðkastið hefur hann hrein- lega snúizt gegn stefnu Leo- poldvillestjórnarinnar og setzt sjálfur að í Stanley- ville, þar sem hann hefur fram til þessa notið nokkurs fylgis. Þetta atferli Gizenga, sem er harðskeyttur Moskvu- kommúnisti, sannar svo að ekki verður um villzt, að Sovétríkin reyna eftir fremsta megni að spilla öll- um sáttum í Kongó. Þau hafa reynt að torvelda málamiðl- unarstarf Sameinuðu þjóð- anna og nota nú handbendi sitt til þess að berjast gegn einingu landsins. Hvers vegna er hún í fréttun- um þessi? Jú, einfaldlega af þvi að hún er nýtízku Afríkustúlka. Hún gengur í tízkukjól frá Evrópu og með nýmóðins hár- greiðslu frá Afríku. Hjálp til Sómalíu vegna flóða Alþjóða heilbrigðismálastofn- unin (WHO) sendi nýlega 375.000 töflur gegn mýrar- köldu, 15.000 skammta af þurrkuðu kúabólu-móteitri og 10.000 skammta af móteitri gegn taugaveiki til Mogadishu í Sómalíu til að girða fyrir þær farsóttir, sem búizt er við að komi í kjölfar flóðanna þar. í héruðunum Benadir og neðra Juba, bar sem stöðugt hefur rignt j 4 mánuði, er rúmlega 600.000 manns ógnað af hungursneyð, en sjúkdómar sem berast með vatni, eins og t. d. blóðsótt og taugaveiki, herja geigvænlega á íbúana, sem eru orðnir viðnámslitlir af hungri og þjáningum. Mat- vælaástandið í landinu er enn alvarlegra fyrir þær sakir, að þurrkarnir á s.l. vori eyði- lögðu uppskeruna á víðáttu- miklum svæðum. Flóðin og rigningin undan- farnar vikur hafa m. a. eyði- lagt helminginn af banana- uppskerunni. og alla maís- og hirsi-uppskeruna. Kvikfénað- ur hefur drukknað eða soltið til bana í þúsundadali, þar eð vatnsflaumurinn hefur eyði- lagt beitilöndin. Sömuleiðis hafa villt dýr — fílar, gíraff- ar, villinaut og antílópur —- flúið af stórum svæðum. Þá hafa kvikfjársjúkdómar kom- ið í kjölfar náttúruhamfar- anna. Matvæla- og landbún- aðarstofnunin (FAO) hefur sent brezkan dýralækni, F. W. Priestley, á vettvang til að meta tjónið, sem orðið hef- ur á skepnum, og gera tillög- ur um leiðir til björgunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.