Morgunblaðið - 18.01.1962, Blaðsíða 20
20
MORCVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 18. jail. 1962
Barbaia James:
Fögur
og feig
Hann var afskaplega auralaus.
Hann átti ekkert heimili og allar
eigur hans hefðu komizt fyrir í
einni handtösku. Fatabirgðir
hans voru upplitaðar buxur og
peysa og tvær slitnar sportskyrt-
ur. En hann var fullkomlega
ánægður í þessari fátækt sinni.
En lífið þarna í Westmouth var
ekki eintómur þrældómur. Eftir
æfingarnar fórum við í sjóinn.
Þá gleymdi Rory skopleikaran-
um og varð kátur strákur. Við
syntum á hverjum degi og hann
var ágætur sundmaður. Við fór-
um í knattleiki með hinu fólk-
inu, og stundum í áflog og elt-
ingaleiki. Við hlógum að næst-
um hverju sem var.
Nei, aldrei kæmi neitt sumar,
sem mundi jafnast við þetta sum-
ar í Westmouth. Eða er ég
kannske að verða óþarflega til-
finningasöm út af tveim hálf-
þroskuðum unglingum í þriðja
flokks skemmtiihóp á alvanaleg-
um baðstað?
Við vörum búin með helming-
inn af þessum fjögurra mánaða
ráðningartíma okkar, þegar Rory
sagði: Við verðum hvort sem er
alltaf saman, svo að það er eins
gott, að við giftum okkur bara.
Strax? spurði ég og ætlaði
varla að ná andanum.
Því ekki það? Ég elska þig og
ætla alltaf að elska þig. Og þú
segist elska mig.
Já, víst geri ég það.
Þá skulum við ákveða þetta.
Þú ert svo falleg, að ég vil vera
öruggur um að eiga þig alltaf.
Stundum held ég, að mig sé að
dreyma.
Þetta gekk vandræðalaust.
Pabbi maldaði eitthvað í móinn,
en ég gat talið honum hughvarf.
Mamma var löngu dáin og pabbi
hafði gifzt aftur og átti ung börn.
Honum þótti vænt um mig, en
lét mig samt sjálfráða um flest.
Hann kom svo til Westmount,
hitti Rory og hló sig máttlausan
að leik hans.
Ég get vel skilið. að þér lítizt
á hann, Rosie. Hann er alveg
stórkostlegur, en á hverju ætlið
þið að lifa?
O, það fer einhvernveginn.
Ég vildi bara óska, að ég gæti
hjálpað ykkur eitthvað, andvarp
aði hann, en ég á bara fullt í
fangi að komast af, eins og er.
Ég brosti. Hann þurfti nokkuð
mikið til að komast af.
Elsku pabbi, ég óska ekki eftir
neinu frá þér nema leyfi þínu.
Laglega andlitið varð vand-
ræðalegt Sem hygginn faðir
eir það nú einmitt það, sem ég
ætti ekki að gefa þér. Hver faðir
með fullu viti myndi telja það
óráð að bindast staurblönku
kvennagulli, eftir fárra vikna
viðkynningu.
Ég greip hönd hans. Þú ert
ekki þannig faðir. Þú hefur gert
sitt af hverju um dagana, alveg
hugsunarlaust og aldrei séð eftir
því. Og ég er dóttir föður míns.
Ég ætti ekki að gefa þetta eftir,
heldur heimta, að þið biðuð að
minnsta kosti í hálft ár.
En það gerirðu bara ekki. Hann
brosti framan í biðjandi andlitið
á mér.
Líklega ekki. Þá skaltu bara
hleypa til skipbrots og ég óska
ykkur allra heilla.
Þetta var alvara hans, en ég
hélt nú, að hann væri fyrst og
fremst feginn að vera laus við
alla á'byrgð á mér.
Við giftum okur rétt áður en
ráðningartíminn var á eada.
Þetta ástarævintýri okkar vakti
mikla eftirtekt í Westmouth, og
bæjarbiaðið var fullt af fréttum
um það. Allir voru glaðir. Okkur
barst fjöldi gjafa — mest frá
hrifnum áhorfendum Rorys eftir
sumarið. Við fórum auðvitað
ekki i neina brúðkaupsferð, enda
þurftum við að leika kvöldið eft-
ir að við giftumst. Og það var
himneskt og ógleymanlegt kvöld,
sem maður lifir ekki nema einu
sinni á ævinni. Litla leikhúsið
var troðfullt, og ég hélt, að áheyr
endurnir ætluðu aldrei að hætta
að klappa. Og blómin^ sem kast-
að var upp á sviðið voru ótelj-
■andi. Við svifum á skýjunum í
töfraheimi. Ekkert gæti mistek-
izt hjá okkur. Við höfðum áunn-
ið okkur vinsældir. Enginn gæti
efazt um, að við værum bæði á
góðum vegi að verða leikhús-
stjörnur — það var öruggt héð-
an af.
Og við vorum alveg jafn bjart-
sýn um haustið, þegar ferðinni
var lokið og við vorum komin til
London og bjugum þar í eins
herbergis íbúð í hrörlegu húsi,
skammt frá Viktoríustöðinni. Við
vorum að leita okkur atvinnu og
Rory var ekki sérlega duglegur
við það. Hann fór hjá sér þegar
hann talaði við leikhússtjóra eða
umboðsmenn, og virtist algjör-
lega ófær til að sannfæra þá um
hæfileika sína, sem annars voru
alveg einstakir. Þá dró hann sig
jafnan í hlé og varð einhvernveg-
inn alveg neikvæður. Við reynslu
æfingar var hann alltof hlédræg-
ur, þar eð hann skorti örvun frá
áheyrendum og brast þá alveg
örygg. Við réðum okkur í ein-
hvern ómerkilegan bendingaleik,
rétt fyrir jól, en þangað til feng-
um við ekki neitt að gera. Ég
vann við frammistöðu í Espresso-
kaffistofu, en Rory vann á nótt-
inni í rjómaísverksmiðju. Það
leit ekki sérlega efnilega út með
framann hjá okkur.
Og svona gekk það í tvö ár:
ómerkilegar smásýningar með
Lskyggilegum vinnuhléum á milli.
Það gekk ekkert né rak fyrir
obkur á okkar verksviði. Enginn
virtist neitt í þann veginn að
viðurkenna gáfu Rorys. En ég
trúði á hana, og þar varð engu
um þokað.
Þú ert ekki mikill, heldur stór-
kostlegur. var ég vön að segja
við hann og af fullri sannfær-
ingu, þegar hann var lengst niðri
— þegar hann hafði verið að
vinna einhverja líkamlega vinnu
og hafði ekki komið á leiksvið,
langtímunum saman.
Er ég það? svaraði hann. Stund
um finnst mér, að við séum bara
að blekkja sjálf okkur.
Þér er ekki alvara. Innst inni
hefur þú óbifanlega trú á sjálf-
um þér. Jafnvel þótt þessir naut-
heimsku leikhússtjórar og um-
boðsmenn vilji ekki koma til þín
— jafnvel þó að þú hafir enga
von um sjálfan þig, þá ertu nú
stórkostlegur samt. Það er hinna
tap og skaði ef þeir koma ekki
auga á það. En það gera þeir áður
en lýkur, vertu viss.
Vitanlega heppnast mér áður
en lýkur, sagði hann og skipti
nú snögglega skapi. Það er óum-
flýjanlegt. Ég verð mesti gaman-
leikari aldarinnar. Og þá skaltu
fá mink og demanta — nei, ekki
demanta, heldur safira — þeir
farabetur við augun í þér — og
s'vo skaltu fá hús úti í sveit.
Og þú skalt fá skrautbíl og
innisloppa úr alsilki og fínar golf
kylfur.
Og svo föðmuðumst við og vöfð
um teppunum úr rúminu um okk
ur heldur en að eyða einum shill-
ingi í gasofninn.
II.
Þetta rættist allt. Safírarnir
fóru vel við augun í mér, mink-
urinn var silfurblár og gljáandi
og sveitahúsið okkar var eins og
bezt varð á kosið. Bentleybíllinn
stóð fyrir dyrum úti .... og
fyrir augum mínum var þessi
brosandi mynd af Rory og Cryst-
al.
Það var næstum hlægilegt,
hvernig hjónabandið okkar hafði
eins og gengið eftir snúru. Æsku
ást, fátækt, erfiðleikar, snöggleg
velgengni, óhamingja og loks
hjónaskilnaður .... jæja, hann
var nú ókominn ennþá, en rétt
framundan. Allt þetta hafði ég
séð gerast með öðru fólki, en ég
hafði aldrei getað trúað, að það
gæti komið fyrir okkur. Svo vel
skildum við og elskuðum hvort
annað. Svo vorum við líka nógu
greind til að gera okkur svona
hættur ljósar. Og einmitt þess
vegna blekkti ég sjálfa mig.
Ég sat þarna með tárin í aug-
unum. Hefðum við bara getað
haldið áfram að vera fátæk, án
þess að Rory hefði verið upp-
götvaður. Ég gat vel verið án
minks pg safíra. Ég vissi svo sem
vel, að ég var að gylla fortíðina,
og gleyma viljandi öllum von-
brigðunum, óþægindunum, á-
hyggjunum og þessari lamandi
fátækt. Hefði framhald orðið á
þessu öllu. hefði það áreiðanlega
eytt mesta ljómanum af ást okk-
ar. Rory hefði orðið vonsvikinn
ef hann hefði ekki hlotið þessa
viðurkenningu, sem hann verð-
skuldaði fyllilega. En kannske
getur maður ekki unnið stóra
vinninginn, hvorki á einn né ann
an hátt. Ég var máttlaus og von-
laus og tárin runnu niður eftir
kinnunum á mér og gáfu mér
saltbragð í munninn.
Ég er búin að panta tvo kjúkl-
inga og rjóma heiman frá bæn-
um......
Ég hafði ekki heyrt Vandy
koma inn. Ég sneri höfðinu frá
henni og reyndi að þerra augun,
svo að lítið bæri á. Ég vildi ekki,
að neinn sæi mig grátandi.......
en ég varð of sein fyrir.
Guð minn góður. hvað gengur
að þér? tók hún fram í fyrir
sjálfri sér, steinhissa.
Ekkert .... það er ekkert,
stundi ég upp. f sama bili kom
hún auga á blaðið. Hún tók það
upp og leit á myndina.
Nú, er þessi dræsa aftur á ferð-
inni, sagði hún með ofsa. Ég
mundi ekki setja það fyrir mig,
elskan mín. Ég býst ekki við, að
þetta sé neitt. Þú veizt nú, hvern
ig þessi blöð geta látið.
Jlá, er það ekki það, sem við
höfum verið að telja okkur trú
um undanfarið, að það sé ekki
annað en blaðabull. Vandy?
Ég greip hönd hennar og and-
litssvipur hennar var fullur sam«
úðar og meðaumkunar.
Mig hetfur fyrr langað til að
tala um þetta við þig, sagði hún.
Það er bara, að .... þetta getur
verið svo viðsjált og ég vildi
ekki vera að sletta mér fram í
það.
æíltvarpiö
8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Monj
unleikfimi — 8:15 Tónleikar —
8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar —
9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar.
12:25 Fréttir og tilkynningar).
13:00 ,,Á frívaktinni“; sjómannaþáttur
(Sigríður Hagalín).
15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk.
— Tónl — 16:00 Veðurfregnir.
— Tónleikar — 17:00 Fréttir -•
Tónleikar).
17:40 Framburðarkennsla í frönsku og
þýzku.
18:00 Fyrir-yngstu hlustendurna (Gað-
rún Steingrímsdóttir).
18:20 Veðurfregnir.
18:30 Lög úr kvikmyndum.
19:00 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir.
20:00 Af vettvangi dómsmála (Hákon
Guðmundsson hæstaréttarritari).
20:20 íslenzkir organleikarar kynna
verk eftir Johann Sebasiian
Bach; Haukur Guðlaugsson leik-
ur. Dr. Páll ísólfsson flytur inn-
gangsorð að þessum tóniistar-
þáttum.
a) Prelúdía og þreföld fúga í
Es-dúr.
b) Þrír sálmaforleikir: ,,Ástkæri
Jesú“, ,,Jesú Kristí þig kalla
ég á“ og ,,Vakna, Síons veröir
kalla*'.
20:45 Erindi Þorlákur O. Johnson og
Sjómannaklúbburinn; síðara er-
indi (Lúðvík Kristjánsson rit-
höfundur).
21:15 Tónleikar: Hljómsveit Borgar-
óperunnar í Berlín leikur foneik
inn „Konungsbörnin* eftir Hum«
perdinck; Artur Rother stj.)
21:25 Upplestur: „Félagar mínir", bóka
kafli eftir Antoine de Saint-Exu
péry, í þýðingu Erlings Halldórs
sonar (Erlingur Gíslason leikari).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Kvöldsagan: „Refaskyttur" saga
eftir Kristján Bender; síðari
hluti (Valdimar Lárusson).
22:30 Harmonikuþáttur: Jan Moravek
og félagar hans leika í íæt+inum,
sem stjórnað er af Högna Jóns-
syni og Henry Eyland.
Föstudagur 19. janúar
8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg
unleikfimi — 8:15 Tónleikar —
8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar —
9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12:25 Fréttir og tilkynningar).
13:15 Lesin dagskrá næstu viku
13:25 „Við vinnuna": Tónleikar.
15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk.
— Tónl — 16:00 Veðurfregnir. —
Tónleikar — 17:00 Fréttir «
Endurtekið tónlistarefni).
17:40 Framburðarkennsla í esperanto
og spænsku.
18:00 „Þá riðu hetjur um héruð": GuS
mundur M. Þorláksson talar um
feðgana Ólaf pá og Kjartan.
18:20 Veðurfregnir.
18:30 Harmonikulög.
19:00 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir.
20:00 Daglegt r.iál (Bjarni EinarssoH
cand. mag.).
20:05 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds
son og Tómas Karlsson).
20:35 Frægir söngvarar: X: Heinrich
Schlusnus syngur. ^
21:00 Ljóðaþáttur: Einar Ólafur Sveins-
son prófessor les kvæði eftir
Jónas Hallgrímsson.
21:10 Píanótónleikar: Svjatoslav Rikht
er leikur Fantasiestticke op. 12
eftir Schumann.
21:30 Útvarpssagan: „Seiður Satúrnus-
ar“ eftir J. B. Priestley; V. —»
(Guðjón Guðjónsson).
22:00 Fréttir og veðurfregnir
22 :10 Um fiskinn (Thorolf Smith frétta
maður).
22:30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tónlist.
Útdráttur úr óperettunni „G?.la
thea in fagra" eftir Franz von
Suppé (Elisabth Roon, Waide-
mar Kmentt, Kurt Preger og
Otto Wiener syngja með KÓr og
hljómsveit Ríkisóperunnar í Vín
arborg. Stjórnandi: Anton Paul-
ik. Jón R. Kjartansson kynnir
verkið).
23:30 Dagskrárlok.
— Þér eruð perla, fröken Guðríður, en sanr.t engin kúltúrperla.
Xr X- X-
GEISLI GEIMFARI
Xr >f
•— Opnið hurðina Gar lækiur! læknir. Það er Klimmer lögreglu- foringi og Geisli. Eitthvað hefur
*— Kveiktu á hurðargluggafium brugðizt. Ég verð að hverfa aftur!