Morgunblaðið - 20.01.1962, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 20. jan.1962
Dean Rusk, utanrakisráðh. Randaríkjanna telur
viðræður tímabærar
uvn samvinnu við Efnafiagsband*Jagið
Washington, 19. janúar
^p-ntb
JOHN F. Kennedy, Bandaríkja-
forseti og Dean Rusk utanríkis-
ráöherra hafa beint þeim til-
maelum til bandarískra matvæla
framleiðenda, að þeir geri sitt
ítrasta til þess að auka matvæla-
framleiðsluna með tilliti til auk-
ins útflutnings. Ennfremur skor-
uðu þeir á framleiðendur að
styðja þær aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar, sem miðuðu að auknu
samstarfi við eða aðild að Efna-
hagsbandalagi Evrópu.
Forsetinn og utanríkisráðherr-
ann töluðu á ráðstefnu 700 banda
rískra viðskipta- og fjármála-
manna, sem haldin er í Washing-
ton um þessar mundir. Ræða for-
seta tók aðeins fimm mínútur en,
að henni lokinni flaug hann til
New York, þar sem hann hafði
mælt sér mót við framkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna, U
Thant, og Adlai Stevensons, fastá
fulltrúa Bandaríkjanna hjá SÞ:
• 10% aukning nægileg
í ræðu sinni sagði Kennedy,
að 10% aukning útflutnings
myndi nægja til þess að leysa
vandamál í sambandi við greiðslu
jöfnuð á næstu mánuðum. Hann
skýrði frá því, að Bandaríkja-
:/rr • • " i
— Gagnbylting
Framh. af bls. 1.
væri mjög ánægð, að svo skjót-
ur endir skyldi bundinn á
stjórn samstjórnarinnar — sentí
var að meirihluta skipuð her-
foringjuim.
íbúarnir ánægðir
Það var liðsforingi í flug-
hernum, er ásamt mönnum sín-
um var staðsettur í flugstöðinni
San Isidro, sem handtók Echa-
varria hershöfðingja og lét síð-
an lausan Bonnelly fyrrum vara-
forseta landsins. Bonnelly var
þá í haldi í flugstöðinni ásamt
ríkisráði landsins, að skipan hers-
höfðingjans.
Á fyrsta fundi ríkisráðsins, er
það hafði aftur teikið við stjórn-
artaumum, var að samþykkja
lausnarbeiðni frá Balageur for-
seta og fá völd hans í hendur
Bonnelly. í dag átti einnig að
skipa nýjan yfirmann hersins.
Fregninni uim gagnbyltinguna
var forkunnarvel tekið af íbú-
um Santo Domingo. Þeir hópuð-
ust út á götumar sungu þar og
dönsuðu. Kirkjuklukkum var
hringt, verksmiðjur þeyttu sí-
renur og skip sem lágu bundin
í höfn þeyttu flautur sínar.
Andstaðan gegn herforingja-
stjórninni varð fljótt augljós og
magnaðist eítir því, sem leið á
miðvikudagiun. Gremja íbúanna
náði hámaiki sólarhring eftir
valdatökuna er átta manns biðu
bana í óeirðum, eftir að stjórnin
hafði tilkynnt ýmis ný lagaá-
kvæði og skipað nýjan forseta.
Á fimmtudag mátti heita, að allt
viðskiptalíí í borginni lægi niðri.
Starfsmenn hæstaréttar og meiri
hluti opinberra starfsmanna lagði
niður vinnu tii að andmæla nýju
stjóin'nr j Þá hafði stjórnin lög-
leitt ritskoðun, bannað að stofna
eða hvetja tii verkfalla og aug-
lýst heimPd til að víkja komm-
únist.um úr landi. Lýsti stjórnin
því yfir, að óii mannslát mætti
skrifa á reikning „Borgarflokks-
ims“ sem er mjög vinstrihneigð-
ur. — en herinn myndi halda
spekt í borginni, hvað sem það
kostaði. Einn af nánustu fylgis-
mönnum Trujilios, fyrrum ein-
ræðisherra. Hubert Bogaert, var
skipaður forseti. — Þá urðu megn
ar óeirðir, iius brennd og sprengj
um varpað víða í borginni. Linnti
ekki látunurn fyrr en tilkynnt
var að gagnbyltingin hefði verið
gerð og Echavarria handtekinn.
menn verðu þrem milljónum
Bandaríkjadala á ári til herstyrks
síns erlendis Og lagði áherzlu á,
að Bandaríkjamenn vildu ekki
fara að dæmi Breta, ef þeir létu
verða af því að minnka her-
styrk sinn erlendis vegna óhag-
stæðs greiðslujafnaðar. Þess í
stað þyrfti að hraða þróun efna-
hagslífsins, tryggja gildi doliar-
ans og halda jafnvægi í fjárhags
áætlunum ríkisins.
• Viðræður tímabærar
Dean Rusk lagði til, að sam-
starf við Efnahagsbandalag
Lyf reynt'
við bólu-
sótt
FRÁ LUNDÚNUM berast
þær fréttir, að nú sé í fyrstæ
sinn reynt nýtt lyf við bólu-
sótt, er fengið hefur til bráða-
birgða nafnið „Compound 33.“
Er hér um að ræða stórar, gul-
ar pillur, sem gefnar eru á 6
klukkutíma fresti. Tilraunir
með lyfið hafa verið gerðar á,
músum og gefið góða raun.
Gert er ráð fyrir, að það hafi
engin eituráhrif á líkama
mannsins.
Brezkum lækni, dr. Nor-
man Ainley, sem nú er í sótt-
kví eftir krufningu á líki
stúlku nokkurar frá Pakistan,
sem dó í Bretlandi úr bólu-
sótt, hefur verið gefið lyf
þetta. Ekki hefur enn verið
unnt að skýra frá áhrifum'
þess á lækninn og munu niður-
stöður ekki liggja fyrir, fyrr
en að nokkrum tima liðnum.
Þess má að lokum geta, að
ekkert lyf hefur hingað til
verið til við bólusótt.
— Laos
Frh. af bls. 1.
dt Barizt í Laos
Samtímis þessum fregnum
frá Genf bárust fregnir í dag frá
Laos um að til harðra bardaga
hefði komið í dag milli hermanna
Pathet Lao og hermanna stjóm-
arinnar. 1 opinberri tilkynningu,
sem gefin var út í Vientiane í
dag segir, að upplýsingar frá
ýmsum stöðum í landinu hermdu
að átök hægri og vinstri manna
hefðu heldur farið í aukana síð-
ustu tvær vikurnar.
Evrópu yrði aukið og lagði jafn
framt áherzlu á, að Vestur-
Evrópu ríkin yrðu öll að sam-
einast um átökin sem gera þyrfti
í varnarmálum og ennfremur til
stuðnings þjóðum, sem skammt
eru á veg komnar efnahagslega.
Þannig sameinuð gætu Vestur-
veldin borið sigur af hólmi í efna
hagskapphlaupinu við Rússland.
Hann taldi tíma til kominn að
hefja viðræður við Efnahags-
bandalagið um samræmdar að-
gerðir 1 tollamálum. Þótt Banda-
ríkjamenn biðu aðeins eitt ár,
gætu Efnahagsbandalagsríkin á
þeim tíma tekið mikilvægar á-
kvarðanir án þess rödd Banda-
ríkjanna heyrðist nógu tíman-
lega. Lagði utanríkisráðherrann
áherzlu á þá skoðun sína, að
Bandaríkjamenn ættu að tjá V,-
Evrópuþjóðunum, að þeir væru
reiðubúnir að gera tilslakanir
með tilliti til tollaákvæðanna á
næstu fimm árum.
f / A/A IS hnúior | »/ SV SOhnútor X Snfikomo * ú3i«m 7 Skúrtr K Þrumur W&S, KuMotkil ZS4 HihtkH HJtMmÍ G l&Lmgt 1
‘t% KL.fi \
-3>
f GÆR voru horfur á að lægð- an stinningskaldi en allhvass
in, sem er á kortinu suðaustur á miðunum, skýjað en úrkomu
af suðurodda Grænlands laust að mestu, vægt frost.
mundi halda sitt strik aust- Vestfirðir: Austan og NA
ur fyj'ir sunnan fsland. Þó stinningskaldi, él norðan tiL
mun hún valda A-hvassvirði Vestfjarðamið: Allhvass NA,
á Suðurlandi í dag með ein- él. Norðarland óg miðin: Aust
hverri snjókomu eða bleytu- an stinningskaldi og bjart í
hríð. Norðanlands verður kald innsveitum í nótt, allhvasst
ara, 'en sennilega úrkomulítið. Og él á rniðum ög annesjum á
morgun. NA-land og miðin:
Veðorspáin kl. 10 í gærkvöldi Austan stihningskaldi, él þeg-
SV-mið: Hvass austan en ár líður á nóttina. Austfirðir
stormur áuStan til, gengur á og mxðiní Allhvass austan,
með éljum. SV-land: Allhvass snjókoma. SA-land og miðin:
austan, dálítil él. Faxaflói, Allhvass austan en hvass á ®
Breiðafjörður og miðin: Aust miðunum, éljagangur. <®
Viðhorf æskunnar
Afstaða WAY í
mikilsverðum málum
EKKI alls fyrir löngu var
haldinn í Tókíó fundur fram
kvæmdanefndar World Ass-
embly of Youth (WAY), al-
þjóðlegu æskulýðssamtak-
anna, sem Æskulýðssamband
íslands (ÆSÍ) er aðild að.
Á fundi þessum voru gerðar
ályktanir um ýmis mál, at-
hyglisverðar flestar.
Berlín og Þýzkalandsmálin
í ályktun um Berlínar-málið
er lýst harmi yfir lokun landa-
mæranna niiili Austur- og Vest-
ur-Berlínar Og þeim ógnunum, er
frjálsar samgöngur við borgina
og frelsi fleiri milljónafólks þar
hefur orðið að sæta. Er þess
krafizt, að horfið verði frá þeim
aðgerðum, sem gripið hefur verið
til í þessum efnum. Ennfremur er
í ályktuninni sett fram krafa um,
að Sovétstjórnin virði sjálfs-
ákvörðunarrétt þýzku þjóðarinn-
ar og fallist á frjálsar kosningar
í Austur-Þýzkalandi, sem hún
íram til þessa hefur staðið þver-
iega gegn. Látin er í ljós von um,
Tungiskotinu frestað
Kanaverahöfða, 19. janúar
— AP — NTB.
TILRAUN bandarískra vísinda-
manna til að skjóta eldflaug til
tunglsins, sem fyrirhuguð var á
mánudaginn, hefur verið frestað
um rúman mánuð vegna ýmissa
tæknilegra vandkvæða. Eldflaug-
in, sem senda átti, heitir Ranger
III. Hún þarf 66 kls. til þess að
komast til tunglsins.
Tilgangur þessarar tilraunar ea-
að taka nærmyndir af tunglinu
og koma á land þar vísindatækj-
um, sem mæli hreyfingar á yfir-
borði tunglsins. Þessa tilraun er
aðeins unnt að gera, þegar tungl-
ið er í minnstu fjarlægð frá
jörðu — sem er 376.000 km.
Þegar hylki eldflaugarinnar
kemst í 3.800 km fjarlægð frá
tunglinu byrja sjónvarpsvélar að
senda myndir til jarðar og verð-
ur því haldið áfram þar til fjar-
lægðin að yfirborðinu er aðeins
25. km. Tekið verður á móti
myndunum í rannsóknarstöðinni
Goldstone í Kaliforníu.
Þegar hylkið er komið í 25 km
fjarlægð frá tungli verður hrað-
inn minnkaður úr 10.000 km. á
kls. í 130 km á klst., þ. e. a. s.
hraði sívalnings með vísinda-
tækjum, sem lenda eiga.
Aðrir hlutar flaugarinnar munu
rekast á tunglið með sama hraða
og eyðileggjast við lendingu
Ekki hefur verið upplýst hvaða
dag tilraunin fer fram, en það
verður alla vega ekki fyrr en
eftir 20. febrúar n.k. vegna af-
stöðU mánans til 5arðar.
Frá Kanaveralhöfða voru fyrir
hugaðar þrjár meiri háttar geim-
vísindatilraúnir í þessum mán-
uði. Sú sem hér hefur verið skýrt
frá, för John G. Glenn umhverf-
is jörðu og loks að senda á braut
umhverfis jörðu firnrn gerfitungl
með einni og sömu eldflaug.
Þýzkalandsvandamálunum ,
heild megi fá réttláta lausn og
sameining þýzku þjóðarinnar og
fullkomið frelsi hennar komast
á án styrjaldarátaka.
Kúba og ríki S-Ameríku
Þrjár ályktanir fjalla um mál-
efni Suður-Ameríku Og einstakra
ríkja þar. Er í þeim m. a. vikið
að hinni brýnu nauðsyn, sem fjár
vana þjóð'om þessum sé á erlendu
fjármagni, til efnahagslegrar upp
byggingar í löndum sínum, þó er
bent á, að í þeim ríkjum álfunnar,
sem einræðisstjórnir sitji að völd
um, sé það ekki almenningur, sem
nýtur góðs af slíku f jármagni. Er
bandaríska stjórnin því hvött til
að láta af fjárstuðningi við þau
lönd, sem svo sé ástatt um.
í sérstakri ályktun um Kúbu
kveður nú við nokkuð annan tón
en stundum áður.
Jafnframt því, sem lýst er
yfir stuðningi við byltinguna
— að svo miklu leyti sem hún
sé vottur um hina aðkallandi
þörf þjóða þar í álfu fyrír
efnahagslegar framfarir og
þjóðfélagslegt réttlæti þá er
mælzt til, að við þær athafnir,
sem nú sigli í kjölfar bylting-
arimnar, verði í heiðri haldnar
þær hugsjónir, sem mannrétt
indayfirlýsing Sameinuðu þjðð
anna sé reist á.
Kjarnorkutilraunir og afvopnun
Framkvæmdanefndin gerði álykt
un um kj arnorkutilr aunir. Er
þar lýst fordæmingu á því fram
ferði Sovétstjórnarinnar, að hef ja
á ný kjamorkutilraunir, sem
knýja kunni önnur stórveldi til
að gera slíkt hið sama. Eru stór-
veldin öll eindregið hvött til þess
að láta undan kröfu mannkyns-
ins um að hætt verði með öllu
slíkum tilraunum og eftirlit tekið
upp með því að enginn svíkist
þar undan merkjum.
Þá er æskufólk um gjörvall-
an heim hvatt til þess að
leggja sig í æ ríkara mæli
fram um að skapa það almenn
ingsálit, er leitt geti af sér
allsherjarafvopnun undir al-
þjóðlegu eftirliti og um leið
tryggt framtíð maiunkynsins.
Afríka og Asía
í öðrum ályktunum fram-
kvæmdanefndar WAY er m. a.
lýst yfir harmi vegna ástandsins
í Mið- og Suður-Afríku og víðar
þar í álfu, nýlendum Portúgala
og Nepal, þar sem lýðræði og
mannréttindi séu að meira eða
minna leyti fótum troðin. Því
er svo á hinn bóginn fagnað, að
blökkumaðurinn og stjórnmála-
leiðtoginn Jomo Kenyatta skuli
hafða öðlast frelsi á ný og lýst
yfir þeirri bjargföstu skoðun, að
það muni fara farsæla áhrif á
þróun mála í heimalandi hans,
Kenya.
— Vertíð
Frh. af bls. 1.
ingu ASÍ — samanber símskeyti
til félaganna dagsett 10. þ.m. —
um að lokið sé tilraunum til
heildarsammngs um kjör bátasjó
manna og þar sem málinu er vis-
að heim til hinna einstöku fé-
laga.
Eftirfarrmdi samþykkt var gerð
með samhljóða atkvæðum fund-
armanna:
„Þar sem meirihluti sambands-
félaga ASV — þ.e. um % fé-
laganna — sagði ekki upp báta-
kjarasamningnum og jafnframt
með tilvísun til þess, að þau fé-
lög, sem sögðu samningnum upp,
gerðu það fyrst og fremst til að
tryggja örugga aðild sjómanna-
samtakanna að ákvörðun um
fiskverð til sjómanna, en það
mál hefir nú verið leyst með
sérstakri löggjöf, telur stjórn
ASV og þeirra fulltrúa, sem á
fundi þessum eru mættir, að ekki
sé grundvöllur fyrir því að hefja
samninga um bátakjörin við út-
vegsmenn a Vestfjörðum að þessu
sinni.
Jafnframt samþykkir fundur-
inn að beina þeim ábendingum
til þeirra sambandsfélaga, sem
nú hafa lausan bátakjarasamn-
ing, að þau tilkynni sem fyrst
hlutaðeigandi útvegsmönnum, að
félögin heimili róðra samkvæmt
fyrri samningi dags. 14. febrúar
1961, út yfirstandandi vertíð og
síðan þar til öðruvísi verður á-
kveðið“.
12 litskuggamynd-
ir frá Öskju
KOMNAR eru á markaðinn 12
litskuggamyndir frá Öskju og ný-
afstöðnu Öskjugosi, sem fyrir-
tækið Sólarfilma s.f. í Kópavogi
gefur út.
Dr. Sigurður Þórarinsson jarð-
fræðingur hefir samið skýringar
með myndunum og tekið nokkrar
þeirra. Myndimar sýna gosstöðv-
arnar úr lofti, á jörðu niðri og
einnig áður en gosið hófsit. Auk
myndanna frá Öskju eru á mark-
aðnum 120 aðrar litskuggamynd-
ir, sem Sólarfilma hefir gefið út