Morgunblaðið - 20.01.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.01.1962, Blaðsíða 13
Laugardagur 20. jan. 1962 MORGTl'NBl AÐIÐ 13 Nýjar götur olíubornar í Carðahreppi í vor tinnið er að gatnalaginu með stærstu tækjum á Flötunum, hinu nýja hverfi er rísa á við Vífilstaðaveginn, en ]»ar eru fyrstu 3 húsin fokheld. Síðan á að bjóða út allt framhaldsverk við göt- urnar, gangstéttagerð, leiðsluiagningu, olíuburð á yfirborð o.s.frv. TTýlega satmþyktoti hreppsnefnd Garðahrepps á fundi sínum fjár- veitingu til aS setja olíuborð á rúman km. af nýjum götum í íhreppnum, í hverfinu Flatir sem er að rísa við Vífilsstaðaiveginn og er ætlunin að þetta komi til framkvæmda í vor. Verða það fyrstu olíubornu götur á íslandi, en Svíar hafa á síðari árum kom ið upp olíubornum malarvegum fyrir innan við 1000 bíla umferð á sólarhring og telja þá mun ódýrari en malbikaða vegi eða steypta og á margan hátt hent- ugri. Olían ver malarvegi skemmdum af vatni og frosti, bindur £ þeim rykið og þykir hafa fleiri kosti. Sveinn Torfi Sveinsson. verk- fræðingur, kynnti sér slíka vega- lagningu í Svílþjóð í vor og flutti um síðustu helgi á útbreiðslu- fundi Félags ísl. bifreiðaeigenda é Akureyri, erindi um olíuborna malarvegi og tilraunir Svía varð andi þá. Blaðið leitaði fyrir nokkru upplýsinga hjá honum lun þessa nýjung. Hagkvæm aðferð eftir miklar rannsóknir Sveinn sagði, að Svíar hefðu látið fara fram dýrar og um- fangsmiklar rannsóknir á olíu- burði 1 vegi, áður en þeir fundu nægilega góða aðferð. Ekki reynd ist sama hvaða olía er notuð og hvernig, hún vildi ýmist harðna hjá þeim of mikið og brotna upp á vetrum eða harðna of lítið og vegurinn verða háll í rigningum og frostum. Olíuburðurinn hafði samt alltaf þann kost að verja vegina vatni og koma í veg fyrir frostskemmd ir. Árið 1954 höfðu Svíar komið sér niður á hvernig hagkvæmast væri að oliubtra vegina og tóku að nota þessa aðferð í stórum stíl. Fyrir innan við 1000 bíla umferð Sveinn sagði, að olíubornu veg- irnir væru eins að sjá og malbik- aðir vegir. Á þeim er olíublandað malaryfirboið, en áður en það er sett á, þarf að sjá til þess að ekki sé vatnsdrægt lag í undir- stöðum, sem sogar vatn úr jarð- veginum. Getur þurft að bæta undirlag eða skipta um að ein- hverju leyti. Þá er jarðolíu, sem er rúmlega 100 sinnum þykkari en húskyndingarolía, 'blandað í sterinefni og möl og því dreift með þar til gerðum dreifurum. Sterinið límir Olíuna, svo hún skolast ekki burt úr veginum. Ekki myndast hjólför í slíka vegi, en ef för verða eftir mikinn keðjuakstui má jafna yfirborðið með gaddatönnum og smáskófl- um, sem Svíar fundu upp árið 1955 til notkunar á þessum veg- um. Má jaír.a yfirborð þeirra á nokkurra ára fresti eða eftir þörf um með þessum tækjum. Sagði Sveinn, að Svíar væru fúsir til að láta í té ailar upplýsingar Um reynslu sína á þessu sviði. Þeir ölíubera nú yfirleitt vegi með 1000 bíla umferð eða minni á sólarhring, malbika þá sem hafa 1000—5000 bíla umferð og steypa vegi þar sem umferð er enn meiri. Hér á landi mun varla nokkur vegur fara yfir 1000 bíla umferð á dag. Sagði Sve-jnn að þessi aðferð væri mjög athugandi fyrir sveita- og bæjarfélög, sem hefðu hug á að malbika, þvi olíubornu vegirn ir væru býsna mikið ódýrari (5 sinnum að talið er í Svíþjóð), viðhald væri auðveldara, t. d. varðandi uppgröft fyrir leiðslum og annað og þar á ofan útheimti olíuofaníburður ekki eins feikna- sterka undirstöðu og steypt yfir- borð eða rralbikað. Hvað kostnað snerti, sagði hann að í Svíþjóð væri reiknað með s. kr. 1.73 á ferm. miðað við að vegurmn væri lagður út í tveimur lögum og endanleg þykkt 4. cm., en það jafngilti því að vegurinn til Akureyrar kostaði olíuborinn 35 millj. Þess má geta að á stríðsárun- um báru Bandaríkjamenn smur- oliu Ofan í veginn upp að Ála- fossi. Það reyndist vel í eitt sum- ar, en síðan harðnaði olían, og fór illa með bíladekk. Nú mun bæði fynrtækið Möl og Sandur á Akureyri og eins vegamála- stjórnin hafa hug á að láta olíu- malbera vegi til reynslu. Guðmundur L. Friðfinnsson, rithöfundur, skrifar Vettvanginn i dag. Embættis- menn eru engar fastastjörnur sólkerfisins — Hlutverk presta eitt ábyrgðar- mesta starf, sem hægt er að velja sér skóga prestanna“. Greínina nefnir höfundur: „Litið í lauf- í 278. tibl. Tímanis birtist sú fréitt, að á almennum kirkjufundi, sem haldinn var í Reykjavik s.l. haust, hafi verið samþykkt tillaga þess efnis, að prestskosningar verði lagðar niður en prestsembætti veitt að tillögu biskups. Hér er (því á ferðinni mál, sem varðar alla meðlimi þjóðkirkjunnar og því ekki óeðlilegt, að tekið sé til íhugunar og umræðu. Skal þá fyrst vikið að afgreiðslu þess á áðurnefndum fundi Og verður stuðst við fyrrgreinda frétt, sem höfð er eftir fundarstjóra og hlýt ur því að vera rétt. □ Eflaust er almennur kirkju- fundur opinn hverjum, som þang að vill sækja, en ekki hefur mér tekizt að afla mér óyggjandi upplýsinga um það, hverjir hafa þar eiginleg fundarréttindi. Virð ist jafnvel að ekki geti allir prest ar veitt óyggjandi upplýsingar, hvað þetta snertir. En eftir þvi sem ég kemst næst, eru það að sjálfsögðu allir prestar landsins, prófastar, vígsluibiskupar og bisk up, svo og sóknamefndarmenn all ir (sumir segja þó aðeins einn úr hverri sóknarnefnd og safnaðar- fulltrúar. Sjálfsagit hefur fundur,--sem ætl að var að afgreiða ályiktun um ekki ómerkara mlál, verið boðað- ur mjög rækilega — eflaust aug- lýstur í blöðum og útvarpi og dagskrá birt, þótt allt slíkt hafi raunar farið framhjá þeim, er iþessar línur ritar, enda munu margir, sem störfum eru hlaðnir, eyða litlum tíma í lestur auglýs- inga og að hiusta á auglýsingar útvarpsins. Og þótt fylgzt hafi verið með þessu, lítur út fyrir, að ekki sé öllum fullkunnugt, ihverjir hafa þarna fundarrétt- indi. Slíkt kann að bera kirkju- iegum áhuga óglæsilegt vitni. En er hægt að ætlast til að fólk viti þá hluti, sem ekki eru nægilega kynntir? Ef til vill hefði verið umsvifaminnst að fela prestum að Bnnast þetta fundarboð. En ég hef óstæðu til að ætla, að þetta hafi ekki verið gert. Tillaga sú, sem hér um ræðir, var undirbúin og flutt af 5 manna «efnd. Áttu þar sæti 3 prestvígð- ir menn Og 2 leikmenn. Og í áður nefndri blaðafrétt segir svo orð- rétt: .Tillagan náði samþykki með 41 greiddu atkvæði gegn 19, 10— 20 sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una. Margir voru fjarverandi, þegar atkvæðagreiðslan fór fram, en 120 voru skráðir til fundar- ins“. Síðar í sömu tilkynningu segir, að þetta hafi orðið mikið hitamál á fundinum, og er sízt að undra. Allt þetta segir sína sögu. Prestar hafa meiri hluta í nefnd, sem undirbýr réttindaafsal safn- aðanna á ákveðnu sviði, síðan er málið tekið til afgreiðslu á fundi, þar sem mættir eru 120 menn af ég veit ekki hve miklum fjölda, sem munu hafa þar fundarrétt- indi. Og loks er það samþykkt með um það bil þriðjungi at- kvæða skráðra fundarmanna, margir eru fjarverandi, en af þeim, sem mættir eru til fundar, greiða allmargir atkvæði á móti og margir sitja hjá. Finnst mönn- um líklegt að slík fundarsam- þykkt verði stórt tromp í máli, sem varðar allan almenning í landinu? Og ef fundarboðuninni hefði svo verið eitthvað ábóta- vant. Um það fullyrði ég ekkert, en sóknarnefndarmenn og safn- aðarfulltrúar geta svarað því sjálfir, hyer fyrir sig. Skylt er þó og sjálfsagt að geta þess, að fundurinn vísaði málinu heim í prófastsdæmin til álits héraðs- fundanna éður en tillögurnar verða lagðar fyrir næsta kirkju- þing. Loks fjallar svo Alþingi um málið. □ En svo er það málið sjálft, sem sérstaklega er vert gaumgæfni og umræðu. Kosningaréttur í núverandi mynd er ems og allir vita ekki rrijög gamait fyrirbæri á landi hér. Áður voru prestar valdir eftir öðrum leiðum, enda þá annar hugsunarháttur ríkjandi Og hugmyndir manna um margt ólík ar því, er nú tíðkast. Nú líta menn t. d. ekki á embættismenn, sem einskönar fastastjörnur sól- kerfisins, sem allt annað eigi að snúast umhverfis Og þjóna, held- ur sem ómissandi einingar í þjóð- arlíkama, þar sem enginn kemst af án annars, en hver þjónar öðrum eftir þeim siðgæðis- og réttarreglum sem ríkja á hverj- um tíma. Það er hartnær tvö þúsund ára vizka og raunar miklu eldri, að boðendur réttlætis, friðar og kær- ieika ættu að hljóta að standa nærri kviku þeirrar lífveru, sem telur sig eiga þessa jörð. Og það vegna þess, að þrátt fyrir æsku skammsýni og ófullkomleika þrá- ir manneskjan án efa í innstu veru sinni frið, réttlæti og vizku kærleikans. En kærleikur er æðsta vizka svo sem kunnugt er af trúarbók kristinna manna. Ekki þarf því að efa, að þeir menn, sem hafa valið sér það háleita hlutverk að boða lífshug- sjón meistarans frá Nasaret og færa inn í mannlegt líf, eiga er- indi út á meðal fólksins, og að þetta þjónshlutverk á að vera og er eðli sínu samkvæmt þýðingar- og jafnframt ábyrgðarmesta starf ið, sem hægt er að velja sér á þessari jörð. Af þessu má ljóst vera, að staða prestsins er ekki sambærileg við neitt annað starf eða stöðu innan þjóðfélagsins, jafnvel ekki kennara og lækna. En þessar þrjár stéttir ættu að hafa miklu nánara samstarf en nú mun algengast. Á þessa sérstöðu presta hefur verið bent, vegna þess að heyrzt hefur, að ein forsenda tillagn- anna sé sú, að prestar telji sig eiga rétt tii embætta sinna eftir sömu leiðum og aðrir þeir, er svo- kallaða embættismannastétt skipa, og sýnist þetta raunar hvorki ósaringjörn né óeðlileg krafa, sem þo, því miður, verður að vísa frá, og skal það rökstutt enn nokkru nánar síðar í þessari grein, enda engin neyð að vera valinn til starfs vegna traustsyfir lýsingar þeirra, sem þjóna skal. En sá sem kosinn er lögmætri kosningu stendur með slíka traustsyfirlýsingu meirihlutans í höndunum. Aldrei verður fundin sú leið, er ekki má eitthvað að finna, svo að ekki geti orðið ágreiningur um val. Þá hefur það verið fundið prestskosningum til foráttu, að þar gæti pólitískra sjónarmiða, sem Valdi æsingum og jafnvel óvild meðal safnaðarfólks, og er þarna einmitt komið að atriði, sem vert er að staldra við og athuga, svo sem föng eru á í stuttri blaðagrein. Frjáls hugsun og ákvörðunar- réttur einstaklingsins innan þeirra takmarka að ekki verði öðrum til tjóns, er einn af aðal- hornsteinum lýðræðislegra hug mynda og manneskjunni nauð- synlegra en flest annað til að ná þroska og eignast ábyrgðar- tilfinningu. Virðist þetta gilda hér allt að einu, þótt mistök verði, sem valda óþægindum í bili, enda er slíkt sammannlegt fyrir- bæri, sem verður að þöla. And- stæðan við þetta er svo auðvitað sú, að einn ræður fyrir marga. Ef vel tekst Og sé sá vitur, getur þetta sjálfsagt skapað vélasam- stæðu, sem um stundarsakir geng ur óaðfinnanlega, jafnvel mjög vel, en hlutar hennar verða samt sem áður, ef langt er gengið, lítið annað en dauð hjól, svipt möguleikanum að vaxa. En þetta virðist í óþægilegri andstöðu við þá voldugu hugsjón Og skipun meistarans „verið fullkomin“, hvað prestarnir kannast að sjálf- sögðu vel við, þótt hér sé um órafjarlægt takmark að ræða. Réttur hins almenna borgara til þess að velja ýmsa þjóna sína og fulltrúa er menningarfyrir- bæri, og að eignast þennan rétt hefur kostað baráttu. Þann rétt má ekki skerða, vegna þess að það klýfur ofurlitla flís úr mann- gildi einstaklingsins — þeim dýr- mæta höfuðstól. Gildir jafnvel einu þó að stundum geti orkað tví mælis, hvort vér kunnum með þennan rétt að fara. Enda er þeim einum þá sæmst að senda oss skeyti, sem sjálfir standa ekki í deilum og kunna ávallt full skil þess rétta. En þeir ætla ég að séu raunar torfundnir. Vel má vera, að biskupar réðu oft betur vali presta í embætti, en af þeim ástæðum, sem ymprað hefur verið á hér að framan virð- ist þó einstætt að vísa þeirra hug mynd á bug, enda barátta Og áróður eigi horfið að heldur. Það fæiist aðems til frá hinum al- menna borgara yfir á hendur fárra manna. Eða hver trúir því, að í landi íámennis og kunnings- skapar yrði ekki reynt að hafa áhrif á þáð va’ bæði af prestum og öðrum aðiljum, er aðstöðu hafa til? Og með fyllsta trausti til biskupa, með virðingu fyrir em- bætti þeirra og gáfum og siðferð- isþroska, verður þó að játa, að þeir eru aðeins menn. Það hefur ævinlega þótt léleg lækning að leggja plástur yfir kýli og segja svo að meinið sé bætt, en hitt aftur vænlegra til sigurs að leita rótar meinsins og hefja aðgerðir þar. Væri hér ekki líklegra til árangurs að leita innri orsaka? Sé það satt, að greindir og prúðir börgarar geti í vissum tilvikum úthverfzt, ef kjósa á prest, hlýtur það að stafa af samfélagslegri veilu, sem t. d. gæti átt rætur að rekja til annar- legrar afstöðu til presta eða starfs þeirra eins og það er rækt og skipulagt nú. Nýtur prestsstarfið þess trausts og virðingar sem efni standa til? Hverju er um að kenna? Hefði ekki vor virðulegi kirkjufundur og kirkjuþing haft þarna nokkurt byrjunarverkefni? Þótti ekki kirkjufundinum alvar- legt mál, að margar prestskosn- ingar eru ólögmætar vegna tóm- lætis safnaðarmanna? Var ekki meiri ástæða til að skipa eða kjósa nefnd til að athuga eitt- hvað af þessu en að taka það ómak af mönnum að hugsa og ákveða sjálfir og dapra þannig þau litlu lífsmerki, sem einstaka sinnum sjást innan safnaðanna, þótt eitthvað kunni að fara þar á annan veg en æskilegt væri? Og raunar er skoðanamunur að- eins náttúrlegt fyrirbæri með þeirri lífveru, sem hefur þörf fyr- ir að hugsa, reynir að meta, hvað rétt sé og hvað rangt og hvað hún vill eða vill ekki. Ég held, að vér þurfum þarna fremur á vegsögn yðar að halda, sem vitr- ari eruð, en að þér takið að yður að hugsa fyrir oss og ákveða, hver hlutur vor verður. Verða ekki deilur með meiri hógværð og still ingu. ef boðendur kirkjulegra hug sjóna flytja þegar þau friðarorð á milli, sem ber. Væri ekki betra að kennimenn kæmu dálítið meira út úr kirkjuhúsunum en víða hefur tíðkazt og — sem prest ar? Þrátt íyrir mikilvægi þess, sem þar íer fram, á þó ekki að loka lífsbróun meistarans þar inni. Hún á að verma og vökva lífsakurinn í brjósti hvers manns hvern einasta dag ævinnar. Þarna skilst mér, að kennimaðurinn og sálusorgarinn gegni starfi hins FramhUd á bls .14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.