Morgunblaðið - 20.01.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.01.1962, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. jan. 1962 MORGU N BL AÐIÐ 3 BIFREIÐUM landsmanna fjölgar stööugt og aldrei meira en síðastliðiö ár. Það ár urðu einnig hvað flest banaslys af völdum bifreiða. Dauðaslys, þar sem ekið var á gangandi fólk, voru átta talsins á árinu, sem leið. Þá fáu daga, sem liðnir eru af þessu ári, hefur verxð ekið á sjö manns. Þessar hryggilegu tölur vöktu endurminningu í huga blaðamanns Mbl. af atburði, sem hann varð áhorfandi að sl. sumar. Stefnumóti þriggja manna við dauðann. Hjólbarðar spyrntu við malbikinu Það var óvenju heitur dag- ur. Klukkan var orðin rúm- lega fimm og eftirmiðdags- umxerðin jókst stöðugt. Skrif Enginn veit sína aevina, fyrr en öll er. Hvort hér er um mikil meiðsli að ræða, kemur í ljós á sjú krahúsinu. Stefnumdt við dauðann stofufólkið streymdi út á göt- urnar, sumir góndu upp í loftið og sólina, aðrir voru á hraðri íeið heim, eða eitt- hvað annað. Skyndilega hvein við sker- andi iskur, þegar heitir hjól- barðar spyrntu við malbik- inu, síðan varð allt hljóít. Þögult fólkið safnaðist sam- an í kringum bifreiðina. Kom hlaupandi úr öllum átt- um, eins og risastór segull drægi það til sín. Sumir sneru sér aðeins að náung- anum og spurðu hlutlausri röddu: Hvað, varð slys? Þeir vildu vera sjálfstæðir per- sónuleikar, ekki múgsálir. Þeim koma annarra manna slys ekki við. Vælið í sjúkra- bílnum, þessi váboði, sem svo oft fær okkur til þess að staldra við og hugsa um hverfulleik mannlífsins, minnti þó á, að hér var alvara á ferðum. Einn af harmleikum hversdagsins á þessum sólríka degi. Margir sneru sér við í dyrum ísbars- ins og hættu við" að fá sér ís. Á heimleið? Ef til vill hefur hann heit- ið Guðmundur, ef til vill eitthvað annað. Hann var að koma af skrifstofunni og var að flýta sér heim, því að hann og konpn hans ætluðu í heimsókn í kvöld í sumar- hús í nágrenni bæjarins. Eða átti hann sumarhús sjálfur, þar sem konan hans beið eftir kjötinu í kvöldmatinn? Hann ók þó ekki hratt, ekki eins og þessir stráka- bjálfar, sem nýbúnir eru að fá ökuleyfi. Hann ók alltaf gætilega, hefur ef til vill heiðursmerki tryggingarfélags í jakkabarminum til árétting ar tíu ára góðakstri. Hann á sjálfur börn, en þau eru í sveitinni, langt burtu frá hættum umferðarinnar. Góð- legur maður, sjálfsagt barn- góður og konan hans beið eftir kjötinu í kvöldmatinn. Að fara niður í bæ Hvort hann „Siggi“ litli var sendur niður í bæ til þess að kaupa eitthvað fyrir mömmu sina, vitum við ekki, eða hvort hann var bara að skoða allt fólkið í m'líbæn- um og þessa skrítnu útlend- inga, sem þar höfðu verið á sveimi í sumar, á stuttbux- um með bakpoka og í skíða- skóm. Honum hefur verið sagt, að þeir séu þýzkir. Var hann að velta því fyrir sér, hvort allir Þjóðverjar væru skátar, því að þeir voru allir klæddir, eins og bróðir hans, þegar hann fer í útilegur. Annars skrítið, að menn skuli vera að sofa í tjaldi uppi á fjöllum, þegar fullt er af húsum hér í bænum. Sennilega mundi „Siggi“ litli hefja skólagöngu sína í haust. Hann ætlar að verða •mikill maður, þegar hann verður stór. Hann ætlar að verða, eins og kallarnir í bíó. Og svo þarf hann að hlaupa yfir götuna.... Fylgst með æðaslögum í búðinni Kaupmaðurinn lék við hvern sinn fingur. Hann tók konurnar tali, sem komu til þess að kaupa jarðepli og sósulit. Hann þekkti þessar konur flestar, þær höfðu keypt þetta sama hjá honum í mörg ár. Ég þekki lífið, látið mig um það, hefur hann verið vanur að segja við kunningja sína, þegar þeir stálust til þess að fá sér „einn“ í kompunni á bak við hjá honum eftir lokun. Ég fylgist með æðaslögum mannlífsins hér við götima. Kaupmaðurinn var líklega glettinn náungi, skemmtileg- ur karl, eins og sagt er og mjög greiðvikinn. Það bætir „bisnessinn“ hefur hann hugs að méð sér. Hann skipti oft seðlum í krónupeninga fyrir þá, sem lagt höfðu bílum sinum að stöðumælum. Stxmd um keyptu þeir eitthvað smá vegis um leið. Á veggnum í búðinni er miði, sem á stendur: Símtalið kostar 1 krónu. Mörg stefnumótin höfðu verið ákveðin í gegn- xxm símann hans, og hvað er 1 króna fyrir ógleymanlega kvöldstund með fallegri stúlku. Skyndilega er búðarhurðinni hrundið upp og inn hleypur náföiur maður. Hvar er síminn, hvar er síminn, hrópar mað- urinn. Þrifur tólið, hringir, halló, halló, er það lögregl- an, sendið sjúkrabíl, eins og skot, já strax, það varð slys, lítill strákui-, fljótt.... Það er verið að bera litla drenginn inn í sjúkrabílinn. Hann er meðvitundarlaus. Þarna skall hurð nærrl hælum. Bílstjóranum tókst að stöðva vagninn á síðasta andartaki. Litla stúlkan liggur grátandi á götunni — en hefur aðeins hlotið smáskrámur. Móðir henn- ar hleypur til í örvæntingu, með yngra barn ið sitt í fanginu — en, guði sé lof. Telpunni er borgið. — Það er þvi miður sjaldan, sem slík saga endar svo vel. — Myndina tók blaða- Ijósmyndari nokkur í franska smábænum Bruay-en-Artois. Það léttir honum þjáningarn- ar í bili. Hvort hann er end- anlega laus við þjáningar mannlegs lífs, vitum við ekki. Hann var meiddur, seg- ir fólkið. Maðurinn við stýrið situr þar enn. Hann er mjög rauð- ur í andliti og reykir sígar- ettu í ákafa. Viljið þið ekki taka bílinn, segir hann við lögregluna, ég treysti mér ekki til að keyra heim. Ein- hver styður hann inn í búð- ina til kaupm.annsins og hann fær sér sæti á kassa á bak við. Aumingja maðurinn að lenda í þessu, segir fólkið. Má kannski bjóða þér „einn“, segir kaupmaðurinn, það hressir. Nei, takk, segir mað- urinn, áttu glas af vatni. Viltu koma með okkur suður á Fríkirkjuveg, segir lögreglan við manninn, við þurfum að skrifa skýrslu á þetta. Og maðurinn fer út með þjónum réttvísinnar. Konurnar halda áfram að kaupa kartöflur og sósulit hjá kaupmanninum. Þetta er þriðja slysið hér fyrir utan í sumar, segir kaupmaðurinn, óskapleg óvarkárni er þetta. Þetta var víst smástrákur, segja konurnar, var hann mikið meiddur? Hann var meðvitundarlaus, þegar þeir fóru með hann, segir kaup- maðurinn, tuttugu og átta krónur, takk. Ósköp voru að sjá manngreyið, sem lenti í þessu. Hann titraði allur og skalf. Þetta verður ábyggi- lega allt í blöðunum á morg- un. Gjörið svo vel, hver er næstur? Óvarkárni og óheppni Eftir nokkur augnablik gengur allt sinn vanagang á götunni. Fólkið heldur áfram að spóka sig í sólinni. Sumir ákveða að fá sér ís, þrátt fyrir allt. Slíkir atburðir gerast hér oft á götum Reykjavíkur. Alltof oft. Stundum er það óvarkárni ökumanns stund- um vegfarandans, stundum aðeins óskiljanleg óheppni. Átta harmleikir, svipaðir þessum gerðust á síðasta ári, banaslys, miklu fleiri, þar sem afleiðingarnar urðu ekki svo alvarlegar. Hvað verða mörg slys á þessu ári? Þótt stundum sé óheppni um að kenna, þá er óvar- kárni miklu oftar orsök mik- illa meiðsla eða bana. Ef öku menn hafa kapp með forsjá og flýta sér hægt, þá mun skerandi vein sjúkrabílsins sjaldnar trufla hugleiðingar okkar eða hugsunarleysi á göngu um bæinn. J. R. STAKSTEIIilAR AJlsstaðax stjórnmál Kommúnistum er fyrirskipað ■ eins og kunnugt er — að beita stjórnmálaáróðri hvarvetna í félögum, á vinnustöðum og í einkaviðræðum. Og fá munu þau félagasamtök almennings, sem þeir ekki hafa reynt innreið í. En í seinni tíð hefur sérstaklega borið á. því, að þeir og raunar líka Framsóknarmenn reyndu að hagnýta ungmennafélögin fyrir áróður sinn. Fyrir skörr.mu birt- ist í íslendingi grein eftir Kristján Þórlxallsson, þar sem f jallað er um ræðu, sem Þorgi ' n- ur Starri Björgvinsson í Garði hélt á samkomu ungmennafélags. Þar segir: ,,Það duldist víst engum hvað Starri var hér að fara, þ. e. um Efnahagsbandalag Evrópu, enda nefndi hann það. Mér finnst, og mörgum fleiri, mjög óviðeigandi að taka það mál til umræðu á þessu stigi og það á skemmtisam- konr.u ungmennafélags — og ég fullyrði: í áróðursstíl. Þess vegna geri ég þetta að umtalsefni. Ég vil mjög alvarlega vara menn við því að reyna að gera ung- mennafélögin vettvang stórpóli- tískra ágreiningsmála. Því mið- ur hefur að undanförnu á því borið hér í sýslu.“ Almenningshlutafélög oc framtíðin Á öðrum stað í blaðinu birtist grein eftir forseta kauphallar New York borgar um almenn- insghlutafélög og þátttöku almennings í atvinnurekstri víða um heim. Er grein þessi hin merkilegasta og skal öllum þeim, sem á.huga hafa á stjórnmálum, ráðlagt að kynna sér efni henn- ar. Eitt meginstefnumið fram- sækinna lýðræðisflokka er nú hvarvetna það að örfa þátttöku almennings í atvinnurekstri, dreifa auðlegðinni, án þess. að draga úr afköstum fyrirtækj- anna og tryggja fjárhagslegt sjálfstæði sem allra flestra þjóð- félagsþegna. Á þann hátt er hægt að safna saman miklu fjármagni til að hrinda í framkvæmd stór- um verkefnum og jafnframt er fyrirbyggt að fjármálalegt ofur- vald safnist á fáar hendur, hvort heldur er einstaklinga eða stjórnmálamanna og flokka þeirra. Á þessu sviði, eins og ýmsum öðrum i efnahagsmáJum, höfum við Islendingar dregizt aftur úr i hinni öru þróun, en nú þarf að vinda bráðan bug að því að koma á fót verðbréfamark- aði og stofnsetja almennings- hlutafélag, svo að allur Iandslýð- ur eigi þess kost að taka virkan þátt í atvinnurekstri. A Uivghsverðar uniræðui Umræðurnar í borgarstjórn í fyrradag um launamál voru hin- ar athyglisverðustu. Fulltrúar allra flokka lýstu því þar yfir, að þeir teldu að launamismunur væri orðinn of lítill hérlendis og hefði það berlega kornáð fram i deilum verkfræðinga og lækna og kröfugerð háskólamenntaðra manna yfirleitt. Geir Hallgríms- son, borgarstjóri, benti á, að góð kjör tæknimenntaðra manna og góð starfsskilyrði þeirra mundi leiða til kjarabóta annarra stétta. Þess vegna yrði að búa vel að þessum mönnum. Hinsvegar gæti ekki komið til greina að taka verkfræðinga eina út úr og ganga að öllum kröfum þeirra, eins og kommúnistar óskuðu, m. a. vegna þess að þeir yrðu þá sumir m.eð um helmingi hærri laun en for- stöðumenn bæjarstofnana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.