Morgunblaðið - 20.01.1962, Blaðsíða 22
22
MORGI NBL AÐIÐ
Laugardagur 20. jan. 1962
Dan'r í undanúrslitum
í bfkarkeppni Evrópu
Unnu sænsku messiaranct með 21-19
og mæta Júgóslövum næsf
DANSKA handknattleiksliðið
AGF tekur þátt í bikarkeppni
Evrópu í handknattleik, en eitt
lið frá hverju landi, í flestum
tilfelliun nroistrarnir, hafa þátt-
tökurétt. AGF vann á miðviku-
dag enn einn sigur sinn i þess-
ari keppni. sigraði sænsku meist-
arna Vikingarna með 21—19 og
hefur danska Iiðið þar með
tryggt sér rétt til undanúrslita í
keppninni og á að berjast við
júgóslavneskt lið um sæti í úr
slitaleik um bikarinn.
★ Skyndiupphlaup
réðu úrslitum
Leikur Dana og Svía á mið-
vikudaginn var mjög spennandi.
AGF hafði þó alltaf forystuna ut
an einu sinni að Svíar jöfnuðu
13—13. En fyrir hálfleik höfðu
Danir aftur náð 14—13.
>að sem gerði gæfumuninn var
hraði Dananna. Með skyndiupp-
hlaupunum náðu þeir flestum
marka sinna e» fyrir þessum
upphlaupum stóð sænska vörn-
in harla opin.
★ Mikill áhugi
Gífurlegur mannfjöldi vildi
sjá keppnina og komust færri að
en vildu í íþróttahöllinni í Ár-
ósum. Varð meiri hagnaður af
þessum eina lei'k (4.500 d. kr.),
heldur en öllum leikjunum sem
þar hafa farið fram í yfirstand-
andi deildarkeppni í Danmörku.
Undanúrslitin
í undanúrslitum eiga Danir
að mæta júgóslavneska liðinu
Bjelova. Leikurinn á samkvæmt
! drættinum að fara fram á heima
velli Bjelova. Vilja Danir leika
| leikinn við þá annaðhvort 11.
febrúar en þá á AGF frí í deilda-
keppninni dönsku, eða 11. marz
en þá er danska keppnin búin.
Júgóslavneska liðið er að sögn
mjög gott. Sænsku leikmenn-
imir gátu sagt Dönum frá því
að þeir hefðu mætt þeim á velli
í keppni í Þýzkalandi og unnu
Júgóslavarnir örugglega. En
leikurinn var ólíkur handknatt-
leik. Júgóslavarnir léku svo
gróft og hart að enginn hand-
knattleikskunnátta komst að.
Handknattleiksmótid hefst i kvöld
Þýðingarmiklir
kvenna þegar fyrsta kvðldið
MYNDIN er tekin á sýningu
dávalds. Hún er tekin af
Sveini Þormóðssyni að HáJoga
landi og sýnir hve áhorfend-
ur þar geta orðið spenntir.
Þetta unga fólk var að horfa
á körfuknattleik Og enginn
'getur mælt á móti því að það
skemmtir sér prýðilega. Svona
getur góð iþróttakeppni lað-
að og skemmt.
Og á morgun mætast KR og Fram
i deild karla
MESTA og fjölmennasta íþrótta
mót sem her hefur verið haldið
hefst í dag Þetta er keppnin um
Islandsmeisiaratign og sigra í
handknattlcik. Aldrei hefur þetta
mikla rnót verið jafn fjölsótt og
umfangsmikið. Keppendur eru
um 900 talsrns og i mótinu mæt-
ast 82 lið, flest frá Reykjavík,
en einnig frá Akranesi, Hafnar-
BREIÐFIRÐINGABIJÐ
Gömlu dansarnir
eru í kvöld kl. 9,
Hljómsveit Þorsteins Eiríkssonar
Dansstjóri: Helgi Eysteinsson
Aðgangseyrir aðeins 30 ICr.
Sala aðgöngumiða hefst kl. 8. — Sími 17985.
/ Breiðfirðingabúð.
BiNGÓ - BINGÓ
Berklavörn Reykjavík
Bingóspii í Skátaheimilinu laugardaginn 20. jan.
kl. 20,30.
Glæsilegir vinningar:
Sindranúsgögn.
Permanent frá Fjólunni Austurstræti 20.
Tóbaksvörur frá lóbakssölunni Laugavegi 12.
Veitingai frá Klúbbnum Lækjarteig.
Mataríorði írá Skjaldberg.
Akstur með Hreyíli og margt fleira.
Aðgangur ókeypis. — Fjölmennið. — Dans.
NEFNDIN.
firði, Kópavogi og Keflavik. Mót
ið stendur • 5 mánuði og verða
leikkvöld 34 talsins.
• 24 meistaraflokkslið
Mikil gróska er í handknatt-
leiksíþróttinni, raunar undra-
mikil rniðað við þröng og ófull-
komið húsnæði. Nú leika t. d.
12 lið í 1. og 2. deild karla.
Deildaskiptingu varð einnig að
taka upp hjá mefstaraliðum
kvenna. I fyrstu deild verða 6
efstu iiðin frá í fyrra, Ármann,
KR, Valur. Fram, FH og Vík-
ingur. f 2. deild verða Þróttur,
Breiðablik og Keflavík. Enginn
önnur íþróttagrein getur státað
af 24 meistaraflokksliðum. Að-
eins í þeim flokki eru keppend-
ur 270.
• Leika í kvöld
Mótið hefst í kvöld og verða
þá 4 leikir. f 2. flokki karla (A
iið, B-riðli) verða tveir leikir. I
Fyrst léika Fram og Þróttur en I
síðan KR og Víkingur. I
í 1. deild kvenna verða og
tveir leikir. Fyrst leika Valur og |
Fram og siðan KR og FH. Hafa
þarna dregizt í 1 umferð mjög
sterk lið saman, svo víst er að
þessir tveir leikir kvenna geta
haft mikil áhrif á endaleg úr-
slit mótsins.
• Leikir annað kvöld
Annaf kvöld sunnudag verða
3 leikir. í 3. flokki karla leika
Haukar og Þróttur. Síðan leika
í 2. deild karla Þróttur og Hauk-
ar, en Haukar eru nú með aftur
eftir langt hlé. Eitt mark skildi
þessi lið í hraðkeppni á dögun-
um. Allt getur skeð nú. Loks er
á sunnudag leikur milli Fram og
KR í 1. deild. Þarna mætast tvö
af þrem sterkustu félögum
Reykjavíkur, og leikurinn því af-
drifaríkur fyrir þau. Það verður
því spenna og tvísýna þegar í
upphafi á þessu mikla móti.
Japanir gersigruðu
Nýsjálendinga í sundi
JAPANSKI baksundsmaðurinn
Fushushima bætti á þriðjudaginn
heimsmetið í 200 yáirda baksundi.
Synti hann vegalengdina á 2.17.8
mín en gamla heimsmetið átti
Ástralíumaðurinn Monktion en
það var 2.18.4.
Japönsku sundmennirnir hafg
keppt víða 'í Nýja Sjálandi oig
heimsmetið var sett í Wellington.
Japönsku sundimennirnir kepptu
áður í Ástralíu og hafa nú einnig
gersigrað Nýsjálendinga.
Vön stúlka óskast
til skrifstofustarfa. Gott kaup. Umsóknir
með upplýsingum um fyrri störf sendist
Mbl. fyrir 23. þ.m. merktar: „7705“.
Sex til sjö herb. íbúð
eða einbýlishús
Sex til sjö herbergja íbúð með borðkrók í eldhúsi eða
einbýlishús að svipaðri stærð óskast til kaups. Þarf
að verða laust til íbúðar einhvern tíman fyrir næst
komandi áramót. Til mála getur komið að láta upp
í greiðslu 4V2 herbergja íbúð á hæð eða 3 herbergja
kjallaraíbúð. hvoru teggja á hitaveitusvæði á góðum
stað í bænum. Tilboð merkt: „Milliliðalaust—7804“
sendist blaðinu fyrir n.k. föstudag 26. janúar.
Af sigrum þeirra í öðrum
greinum má nefna að Fukui setti
nýsjálenzkt met í 440 yarda skrið
sundi 4.31.8 mín.
Tveir Nýsjálendingar bættu
landsmet í sundi. Það voru Isi-
hara í 100 yarda skriðsundi á 58.2
sek og Shigematsu sem sigraði í
220 yarda bringusundi á 2.39.9.
Fjórsund eín-
sloklinga í
fyrsía sinn hér
SUNDRÁÐI Reykjavíkur hefur
verið falið að halda afmælis-
sundmót ÍSÍ, sem verður 1 Sund-
höll Reykjavikur, þriðjudaginn
13. febrúar n.k. Ráðið hefur á-
kveðið þessar keppnisgreinar:
50 m skriðsund karla. 700 m
skriðsund karla, 100 m bringu-
sund karla, 50 m baksund
karla, 50 m skriðsund kvenna,
50 m bringusund kvenna, 50 m
bringusund unglinga (piltar 18
ára og yngri), 100 m skriðsund
drengja (16 ára og yngri), 50 m
bringusund telpna, 50 m bringu-
sund sveina (14 ára og yngri),
4x25 m fjórsund karla, einstak-
lingar, 1x50 m bringusund
kvenna, 4x50 m skriðsund karla.
Tilkynnmgar um þátttöku
skulu berast til formanns SRR,
Péturs Kristjánssonar, Austur-
bæjarbíó, i síðasta lagi, þriðju-
dagskvöld 6. febr. n.k. Vonazt er
eftir þátttöku frá öllum sund-
félögum landsins.