Morgunblaðið - 20.01.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.01.1962, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 20. jan. 1962 CTtgelandi: H.l. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Rfatthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kris.íinsson. Ritstjóm: ÍVðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. HJARTA ÞEIRRA SLÆR í MOSKVU TTjarta íslenzkra kommún- únista slær í Moskvu. í>eir miða alla sína stjórn- málabaráttu hér á landi við það að þóknast hinum al- þjóðlega kommúnisma. „Sam einingarflokkur alþýðu, 'Sósía listaflokkurinn“, eða Alþýðu bandalagið svokallaða er ekki íslenzkur stjórnmála- flokkur í venjulegri merk- ingu þess orðs. Hann er að- eins deild úr alþjóðlegri hreyfingu, sem hefur það takmark að brjóta allan heiminn undir einræðis- og ofbeldisskipulag kommúnism ans. Þetta er staðreynd, sem lýð ræðissinnaðir menn um all- an heim gera sér nú ljósa. Kommúnistaflokkar hinna ýmsu landa ganga undir mismunandi nöfnum. — í Finnlandi heitir flokk- urinn t. d. „Lýðræðisbanda- lagið.“ Sá flokkur hefur á undanfömum árum bergmál- að hvers konar kröfur, sem kommúnistastjórnin í Moskvu hefur gert á hendur finnsku þjóðinni. Hann hefur aldrei tekið minnsta tillit til finnskra hagsmuna. Svo ná- in eru tengslin milli finnska og rússneska kommúnista- flokksins, að einn af höfuð- leiðtogum finnskra kommún- ista, Kuusinen gamli, ámeira að segja sæti í sjálfu „Æðsta ráði“ Sovétríkjanna. Greini- legar er ekki hægt að undir- strika það, að finnski komm- únistaflokkurinn er aðeins deild úr kommúnistaflokki Ráðstj órnarr ík j anna. ★ Hér á íslandi hefur komm- únistaflokkurinn gengið und- ir ýmsum nöfnum. Þegar hann var stofnaður í kring- um 1930 við klofning í Al- þýðuflokknum, tók hann sér nafnið „Kommúnistaflokkur Islands.“ En tæpum áratug síðar töldu íslenzkir komm- únistar rétt að dulbúast og breyttu um nafn á flokki sín um. Hét hann nú um all- langt skeið „Sameiningar- flokkur alþýðu, Sósíalista- flokkurinin.“ Nokkur ár liðu. Þá töldu kommúnistar sér þörf á nýrri gæru. Þá var stofnað hið svokallaða „Al- þýðubandalag11, sem ennþá á að heita að vera til. Heitir flokkurinn þannig í dag tveimur nöfnum, sem báðum er ætlað að breiða yfirkomm únistaeðlið! En þessi feluleikur komm- únista verður þeim stöðugt erfiðari. Ýmsir atburðir hafa gerzt undanfama mánuði, sem sýna að flokkurinn er algerlega fjarstýrður frá Moskvu. Þannig ’neituðu kommúnistar til dæmis að taka þátt í mótmælunum gegn hinum hrikalegu kjam- orkusprengingum Rússa í Norður-íshafi, sem haft gátu hin örlagaríkustu áhrif á líf og framtíð íslenzku þjóðar- innar. Þeir létu blað sitt einnig fyrir nokkmm vikum ljúga því upp, að Vestur- Þjóðverjar hefðu farið fram á herstöðvar hér á landi. Loks létu þeir í ljós full- komna samúð með herferð Sovétstjórnarinnar á hendur Finnum, Norðmönnum og Dönum á sl. hausti. Allt sannar þetta það, sem sagt var í upphafi að hjarta íslenzkra kommúnista slær austur í Moskvu. Þess vegna getur enginn sannur íslend- ingur stutt þennan flokk, sem ekki er íslenzkur stjóm- málaflokkur, heldur deiid úr hinum alþjóðlega skemmdar- verkaflokki kommúnista. VILLA SALAZARS CJalazar, einræðisherra Portú ^ gals, hefur ekki áttað sig á þeirri stórkostlegu breyt- ingu ,sem gerzt hefur í heim inum sl. 1% áratug. Hann heldur áfram að ríghalda í nýlendustefnuna, eftir að hún er löngu úrelt orði'n. Hin gömlu stórveldi, Bretland og Frakkland, hafa hins vegar haft forystu um það að leysa nýlenduskipulagið upp, gefa hinum gömlu nýlendum sín- um frelsi, og styðja uppbygg ingu og framfarir meðal þjóða þeirra. Þannig hafa um 800 millj. manna öðlazt frelsi undan oki nýlenduskipulags- ins síðan síðari heimsstyrj- öldinni lauk. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ræðir nú nýlendu- stjórn Portúgala í Angola. Tvö kommúnistaríki hafa flutt þar tillögur um refsiað- gerðir gagnvart Portúgal. Á þeirri tillögu er að sjálf- sögðu ekkert mark takandi. Rússar hafa sjálfir gerzt for- mælendur örgustu nýlendu- kúgunar sem um getur í sög- unni. Portúgalar verða hins veg- ar að gera sér Ijóst, að þeir geta ekki spyrnt á móti ó- hjákvæmilegri þróun. Full- trúi Brazilíu, sem er mjög vinveitt Portúgal og lítur á Portúgali sem bræðraþjóð, hvatti þá hins vegar í ræðu Glæsilegur si NÝAFSTÖÐNUM kjör- manaakosningum í Finn- landi lauk með glæsilegum sigri Kekkonens, forseta. — Flokkur hans, bændaflokkur inn fékk rúmlega 45% at- kvæða og 145 kjörmenn, en auk þeirra getur Kekkonen reiknað með fylgi 54 kjör- manna þriggja flokka, sem ekki bjóða fram til forseta- kjörs. Fylgi Kekkonens er það mesta, sem sögur fara af í finnskum kjörmannakosning- um og einnig var kjörsókn meiri, en áður hefur þekkzt, eða 78%. Mesta þátttaka, sem áður hefur verið í kjöranannakosn ingiurn eru 73,4%. Stuðningismenn hins vin- sæla forseta Paasikivis fengu aldrei meira en 37% atkvæða við kjörmannakosningar. Kjörmennimir 300, sem kosnir voru nú skiptast þann ig: Uhro Kekkonen (bænda- flokkiurinn) 145 kjörmenn. Paavo Aitio (kommúnisti) 63 kjörmenn. Emi'l Skog (óháður, sósíal- demokrati) 2 kjönmenn. Rafael Passio (sósíaldemó- krati) 36 kjörmenn. íhaldsflokkurinn 38 kjör- menn. Sænski þjóðarflokkurinn 15 kjörmenn. Finnski þjóðarflokkurinn 1 kjörmann. Kekkonen getur reiknað með atkvæðum kjörmanna hinna þriggja síðast nefndu flokka auk 145 kjörmanna bændaflokksins. Fær hann þá 199 atkvæði, en 151 hefði nægt til að tryggja horuun forsetaembættið næstu 3 ár. - • - Talning atkvæða hófst kl. 8 e.h. þriðjudaginn 16. jan. og stóð fram á miðvikudags- morgun. Er henni lauk kom í ljós að kosningamar voru fyrst og fremst persónulegur sigur fyrir Kekkonen. í síðustu kjörmannakosning um í Finnlandi hlaut bænda- flokkurinn aðeins 88 kjör- Kekkonens menn af 300. Aftur á móti töpuðu sósíal- demokratar fylgi. 1956 fengu þeir 72 kjörmenn, en nú að- eins 36. Orsakirnar til þessa eru taldar ástandið í utanrik- ismálum, sem olli því að Kekk onen fékk fleiri atkvæði, það að forsetaefni sósíaldemokrata var að þessu sinni áður óþekkt ur stjórnmálamaður, en 1956 var sósíaldemokrata-leiðtog- inn Karl-August Fagerholm í framboði fyrir flokkinn. Síð- asta, en ekki minnsta ástœðan fyrir tapi flokksins, er talinn klofningurinn er varð í hon- um 1958, þegar Emil Skog gekk úr honum og stofnaði ó- háðan flokk. Talið er að fylgi íhald.s- flokksins megi kallast gott, þar sem flokkurinn býður ekki fram til forsetakjörs. — 1956 var Tuomioja í framboði fyrir flokkinn og fékk hann þá 64 kjörmenn, en nú aðeins 38. Kommúnistaflokkurinn bætti við sig 7 kjörmönnum frá því 1956. Sænski þjóðarflokkurinn fékk 20 kjörmenn 1956, en 14 nú og finnski þjóðarflokkur- inn tapaði 6 mönnum, fékk 7 1956, nú einn. Ástæðan fyrir fylgistapi þessara tveggja flokka er tal in sú, að 1956 buðu báðir flokk arnir fram til forsetakjörs. Auk þess hafði hluti af kjör mönnum sænska þjóðarflokks ins og flestir kjörmenn finnska þjóðarflokksins lýst yfir stuðningi við Kekkonen. Hinar formlegu fiorsetakosn ingar fara fram 15. fehrúar og kjósa þá kjörmennirnir for- seta til næstu 6 ára. á allsherjarþinginu til þess að gefa Angola frelsi og breyta henni í sjálfstætt ríki, sem mundi verða eins vinsamlegt gagnvart Portúgal og Brazilía er nú. Á þetta vildi fulltrúi Portúgala ekki einu sinni hlusta. Hótanir Salazar um að segja land sitt úr Samein- uðu þjóðunum eru heldur ekki líklegar til þess að styrkja málstað hans. VOPN HANDA SUKARNO CJukarno Indónesíuforseti er nú að semja við Rússa um mikil vopnakaup til þess að geta framkvæmd fyrirætl- anir sínar um árás á hol- lenzku Nýju-Guineu. Er þar um að ræða hið mesta glæfra fyrirtæki. Hollendingar hafa marglýst því yfir, að þeir eru reiðubúnir til þess að fela Sameinuðu þjóðunum gæzluvernd hinna 700 þús. frumstæðu Papúa, sem byggja vesturhluta Nýju- Guineu. Þeir hafa einnig lýst því yfir, að sjálfsákvörðunar- réttur fólksins í þessum lands' hluta eigi að ráða um fram- tíð þess. Indónesíumenn vilja innlima Nýju-Guineu í veldi sitt. Þannig skýtur nýlendu- draugurinn upp hausnum hjá þeim þjóðum, sem sjálfar hafa nýlega öðlazt frelsi. Kröfur Sukarnos til Nýju- Guineu byggjast ekki á nein- um réttargrundvelli. Ibúar landsins eru fjarskyldir Indónesíumönnum. Þeir hafa aldrei lotið stjórn þeirra. Innrásartilraunir og hótanir Sukarnos munu því engan hljómgrunn fá meðal lýð- ræðissinnaðra þjóða, enda þótt þær séu andstæðingar nýlendustefnunnar. Kjarnorku- sprengja Washington, 18. janúar (AP) BANDARÍKJAMENN sprengdu i dag kjarnorkusprengju neðan- jarðar á tilraunasvææðinu i Nevada segir í tilkynn- ingu kjarnorkumálastjórnarinn- ar Sprengja þessi var lítil, þ. e. a. s. sprengiorka hennar innan við 20.000 ltstir af TNT sprengi- efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.