Morgunblaðið - 30.01.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.01.1962, Blaðsíða 10
10 MORGll N BLAÐIit Þriðjudagur 30. jan. 1962 MARGT var það sem vakti s hrifningu mína þegar ég gekk j um sali Borgarlistasafnsins í j Amsterdam. Þar gat að líta ? verk eftir Mondrian og Klee, í Van Dongen og Vincent van Gogh. Ein deild safnsins kom mér samt mest á óvart. í þeirri deild voru eingöngu samankomnar myndir eftir börn; hin og þessi hollensk börn, einnig börn sem af til- viljun höfðu átt leið um safn- ið í fylgd foreldra sinna og fengu þar að láni pappír og liti til að baeta við safnið. Ef þeim tókst vel gátu þau seinna litið myndir sínar hengdar smekklega á veggi hins víðkunna listasafns. Það er kunnara en frá þurfi að segja að mydlist barna er oft ótrúlega þróttmikil, þann- ig að stundum er eins og Jóhann Hjálmarsson Sköpunargáfa barnsins stserri og lærðari menn falli í skuggann fyrir óbeisluðum sköpunarkrafti barnsins. Börn in eru engu háð í tjáningu sinni. Þau láta hugarflugið ráða, velja litina af fögnuði litameistarans. Þessu fylgir tíðum óvenjulegur skarpleiki fyrir uppbyggingu myndflat- arins. í húsi einu í nágrenni Reykjavíkur hangir mynd eft- ir óþekktan snilling, sem nú er kannski orðinn fullorðinn og ekki snillingur lengur. Það er mynd af tveimur hestum run nótt, landslag að baki og þvílík mýkt í línunni að Mat- isse mætti vel við una. Hvað er það sem veldur því að börn gera oft stórbrotna hluti og nærri undantekningarlaust skemmtilega á sviði myndlist- ar. Er það ekki fögnuðurinn, gleðin að skapa, móia eitt- hvað, án þess nokkru sé fylgt nema upprunalegu viti og á- stríðu. Svo kemur reglustikan til sögunnar. Ef ég teikna þetta hús verður það líka að vera með fjórum gluggum, einn þeirra má ekki vera mun stærri og boginn niður á við. Hann verður að vera eins og hjá arkitektnum. Frumleikinn er úr sögunni. Á pappírnum blasir við glansmynd af húsi. Barnið er orðið fullorðið og snilligáfan horfin. Hús þess er ekki lengur hús allra húsa, þar sem hamingjan er ómeð- vituð og tær, heldur kaldur svipur nútímans. Þá er röðin komin að fullorðnu snilling- unum sem geta brugðið sér í barns líki og eru alltaf auð- mjúkir gagnvart listinni eins og börn. Kannski er Paul Klee þar fremstur í flokki. Þessi málari var með lærðustu lista mönnum Evrópu í myndlist. Hann vissi um mikilvægi þess að vera ferskur og leitandi og einlægur eins og barnið. Barnateikningar sýndu honum og kenndu margt sem hann hafði aldrei lært á heimsfræg- um skólum hjá þungthugs- andi prófesorum. Hann fór að mála í líkingu við bamið. Vit- anlega bætti hann við þekk- ingu sinni og reynslu. Upp- byggingin er lærðs manns og aldrei tilviljun, nema eftir þeim skilningi að öll list og raunar allt líf sé tilviljunar- kennt. Einu sinni sagði Klee, að málarar ættu ekki að ganga í skóla; þeir ættu að vinna eins og barnið, óhindrað og sigurglatt. Það verður að sjálfsögðu aldrei fullyrt hvað er myndlistarmanni fyrir bestu í þessum efnum. Einn getur notið strangrar skólun- ar, þó hinn sami lærdómur verði banamein annars. Hætt- ir mannanna eru eins fjöl- skrúðugir og jurtirnar sem bera mislit blóm. En er ekki athugasemd þessa miki'lmenn- is í hópi myndlistarmanna verð fullkomrar gaumgæfni. Oft verða góð myndlistarefni skoplegar efirhermur læri- meistaranna, þau ná aldrei út fyrir garð þeirra pg storkna eins og grýlukertin í hellum íslands. Má ég þá heldur biðja um mynd eftir hana Siggu litlu eða hann Nonna, sem teikna eins og aldrei hafi ver- ið gerð mynd í heiminum. Það er tilefni þessa spjalls máns að nýlega las ég í blöð- unum um framsækinn og virð- ingarverðan kennara, sem veit ir nemendum sínum að alira áliti heppilegt listrænt upp- eldi. Maður þessi er Vígþór H. Jörundsson, skólastjóri í Hólmavík. 1 samkeppni sem erlent ríki efndi til hlutu tvö börn úr skóla hans viðurkenn- ingu: Hlynur Andrésson, 11 ára, (sjá meðfylgjandi mynd) -og Svava Ásgeirsdóttir, 12 ára. Slíkt hefði varla komið fyrir um tvö börn frá sama byggðarlagi nema sérstök á- hersla hafi verið lögð á mynd listarnám i skóla þeirra. Kunnugir segja að vorsýning- ar á verkum nemenda skól- ans í Hólmavík styrki mjög þann myndlistaráhuga sem ríki meðal barnanna í þorp- inu. Ég minnist á þetta sem ein- dregið fordæmi fyrir skóla landsins. Ég veit að í flestum þeirra má finna börn sem gera skemmtilegar og jafnvel verðmætar myndir. Hvers vegna ekki að stofna til safns á verkum íslenskra barna. í höndum kunnáttumanna ætti það að verða girnilegt til fróðleiks. Auðvitað bœri mörgu að hafna, en hver veit nema ýmislegt varðveittist á þann hátt, sem annars færi forgörðum. Ég sé fyrir mér glæsilegt myndlistarsafn á ís- landi með verkum eftir fremstu myndlistarmenn okk- ar, búið sérstakri deild sem tileinkuð væri íslenskum börn um. Hún þyrfti ekki að vera stór. Hægt væri að skipta oft um myndir. Og kostnaður lít- ill við öflun mynda; skólarnir og börnin létu þær ábyggilega af hendi án endurgjalds. Við- urkenningin væri þeim fyrir öllu. Þegar Listasafni íslenska ríkisins verður reist veglegri og umfangsmeiri húsakynni með betri starfsmöguleikum, sem hlýtur að koma að hjá þjóð sem byggir tilveru sína á menningarlegum grunni, ætti myndlistardeild barnanna að verða forráðamönnum þess gleðiefni og þjóðinni í heild til sóma. KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * K 5 BÆJARBÍÓ: Ævintýraferðin ÞEIR sem ala þrá í brjósti að bregða sér í hópferð um ýms lönd á meginlandi Evrópu geta stytt sér .(eið og sparað fé og tíma með Því að taka sér ferð á hendur suður í Hafnarfjörð og í Bæjarbíó Þar geta menn, sem sé, tekið þátt í bráðskemmtilegri hópferð, sem ein af ferðaskrif- stofunum í Kaupmannahöfn hef- ur efnt til. Er ferðast til Múnchen, Tyrol, Rómaborgar og Feneyja, og farið ýmist með flug vélum eða þægilegum langferða- bílum. Ferðalangarnir eru fólk af öllum stéttum og ólíkt um margt, en eftirvæntingin er þeim sameiginleg. Og Christensen er þaulvanur íararstjóri, og þreyt- ist aldrei á að svara fyrirspurn- um farþegana og gefa upplýsing- ar um það, sem fyrir augun ber. Hér er komið við í fögrum borg- um og notið þar margskonar gleðskapar og farið um unaðsleg fjallahéruð og gist þar í góðum gistihúsum En hámarki nær hrifning ferðafólksins þegar kom ið er til Rómarborgar, þessarar dásamlegu borgar, sem á engan sinn lika um glæsilegar bygg- ingar og fornar minjar. Þegar ferðin hefst eru ferðalangarnir yfirleitt hlédrægir og samræðurn ar nokkuð þvingaðar, en þegar á líður ferðina er fólkið að „hristast saman“ og er áður en lýkur orðið eins og ein stór fjöl- skylda. Farþegarnir eru þekktir danskir leikarar á öllum aldri, ungt fólk og ástfangið, miðaldra hjón, piparmeyjar og gömul og elskuleg hjón í gullbrúðkaups- ferð o. fl. o. fl. Myndin er prýðisvel gerð og ágætlega tekin, og margt svo undrafagurt sem fyrir augun ber, að það hlýtur að vekja löngun áhorfandans til að njóta í raun- veruleikanum slíkrar ævintýra- ferðar. Hafnarbíó: CONNY OG STÓRIBRÓÐIR ALLIR hér kannast við Conny, hina ungu þýzku kvikmynda- leikkonu, því að margar myndir með henni hafa verið sýndar hér á undanförnum árum. Conny er mjög geðfelld telpa, full af gleði og æskufjöri. Hún syngur laglega og er létt eins og fiðrildi í hreyf- ingum. Fyrir aila þessa kosti nýt- j ur Conny mikilla vinsælda viða, er flestar eða kannski allar mynd | irnar, sem hún leikur í og hér hafa sézt eru iéttmeti og eigin- * lega hver annari líkar. En þess- ar myndir fyrst og fremst gerð- ar fyrir unglinga enda er Conny mjög vinsæi meðal þeirra. — í mynd þeirri, sem hér er um að ræða er Conny í umsjá Freds bróður síns, sem er vinsæll dæg- urlagasöngvari og allmiklu eldri en hún. Conny er honum erfið systir. Hann er kvenhollur í meira lagi, en Conny hefur lag á því að eyðileggja fyrir honum ástarbrellur hans. Hann hegnir henni með því að setja hana í heimavistarskóla. En Conny hef- ur bara áhuga á söng og dansi og hún fellur á prófi í skólanum og fer þaðan af vissum ástæðum og kemur Fred þar mjög við sögu. Hún neyðir Fred til að stofna með sér hljómsveit. Það tekst og í hljómsveitinni, eru að meiri hluta starfsmenn hótelsins sem þau búa í. Þau verða að æfa á hinum ótrúlegustu stöðum og gerist þar margt skoplegt þar til þau loks geta haldið fyrstu hljómleikana. Conny hrósar sgiri og það gerir reyndar Gwendoiin, vinkona Freds líka Hún er um- boðsmaður söngvara og hálft í hvoru trúlofuð Fred og tókst að herja út úr hcnum bónorðið í leikslok. Eins og áður er sagt er mynd þessi ósköp lítilfjörleg og stendur að baki flestum öðrum Conny-myndum, sem ég hef séð. GUNNAR JÓNSSON LÖGMAÐUR við undirrétti og hæstarétt Þútglioltsstræti 8— Sími 18259 Engor skuld- bindingur í GREIN í dagblaðinu Þjóðvilj- anum í gær er gefið í skyn, að ríkissjóður „tapi milljónum“ á ríkisábyrgð, sem veitt hafi ver- ið Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna samkvæmt heimild í 22. gr. fjárlaga 1960 til að reisa hraðfrystistöð í Hollandi. Út af þessu tekur ráðuneytið fram, að þetta hefir eigi við nein rök að styðjast. Hinn 28. febrúar 1961 var Sölumiðstöðinni veitt ríkis- ábyrgð á láni að fjárhæð 250 þús. dollara, sem fyrirhugað var að taka hjá Export-Import bank anum í Washington. Nam það I ísl. kr. 9% millj. með þáver- andi gengi. Fyrir þessari ábyrgð setti Sölumiðstöðin að kröfu fjár málaráðuneytisins sem trygg- ingu 1. veðrétt í fasteignum, sem metnar voru á rúmlega 20 millj. kr. Úr framangreindri lántöku varð ekkert og hefir ábyrgðar- yfirlýsingu ríkissjóðs nú verið skilað aftur til ráðuneytisins, ásamt yfirlýsingu frá bankan- um um að engar skuldbinding- ar hafi stofnazt samkvæmt láns samningnum. (Fréttatilkynning frá fjármálaráðu- neytinu, 26. jan. 1962).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.