Morgunblaðið - 30.01.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.01.1962, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. jan. 1962 Pokinn. Kjóllinn hafði hangið í löngum, plastfóðruðum cret- onne poka með rennilás eftir hlið inni og herðatré efst. Þetta var hreyfanlegur, möltraustur fata- poki, eins og það var kallað í auglýsingunum. Hann var nógu stór til að taka ei.na fimm kjóla, en ég notaði hann sérstaklega fyr ir þennan eina. Nú var hann horfinn. Loksins hafði ég hug- boð um, hvað gerzt hafði, en samt fannst mér það óhugsandi. Ég varð á undan í rúmið. Sem betur fór, í hitt rúmið. Ég svaf alltaf í því, sem nær er gluggan- um. Rory kom inn úr baðherberg inu, hann laut niður og kyssti mig — eins og eiginmenn kyssa konurnar sinar — nei, flestir hefðu gert þetta betur. Ég hafði aldrei tekið svefntöfl ur, en ég óskaði þess núna, að ég ætti þær. Einu sinni enn lág- um við svona. hvort í sínum heimi en í þetta sinn var engin iíkamleg snerting til að hugga. Heilinn í mér var óvenju starf- samur núna og fór yfir atburði dagsins aftur og aftur. Ég þóttist nú viss um að hafa séð nákvæm- lega það sem gerzt hafði. Rory og Crystal höfðu farið að rífast um hádegisverðarleytið og hann hafði sagt henni, að þau yrðu að gera endi á þessu sam- bandi sínp (líklega óskhyggja hjá mér?>. Svo höfðu þau skil- ið, ‘hann hafði farið í þessa upp- töku, en hún farið hingað. En hvernig hafði hún komizt inn? Hafði hún lykil? Nei, Rory hefði aldrei farið að láta hana hafa lykil að íbúðinni okkar. Og svo hafði hún framið siálfsmorð. að- eins og til þess að spilla fyrir hon um og eyðileggja hjónabandið hans — af eintómri illkvittni. Rory hafði komið þarna aftur og fundið hana, og þá fengið þessa fáránlegu hugmynd að setja hana í kjólpokann og flytja hana heim til hennar. Þetta var að vísu óhugsandi, en einhvernveginn hafði það verið framkvæmt. En hversvegna? Þetta var hon- um alveg ólíkt. Hann var hrein- skiptinn og heiðarlegur maður og mundi aldrei fara að reyna að leyna sannleikanum, hversu skað legur sem sá sannleikur væri hon um sjálfum. Jú, hann gæti hafa gert það — ekki sjálfs sín vegna heldur mín vegna og barnanna. Hann hafði framkvæmt þetta 'hættulega og kannske glæpsam- lega verk til þess að forða okkur hræðilegu hneyksli. Og svo hafði hann sjálfur haft orð á fatapok- anum til þess að firra sig grun af minni hendi. Þetta lá nú allt Ijóst fyrir. Við höfðum ægileg leyndarmál, hvort fyrir öðru. Einhverntíma mund- um við kannske nálgast hvort annað nægilega til þess að tala um þau, en þangað tii yrðum við að láta þetta kyrrt liggja eins og bezt gengi. Morguninn var einkennilega alvanalegur. Við fengið sent upp til okkar kaffi og ristað brauð, ásamt morgunblöðunum, en í þeim var lítið meira um Crystal en verið hafði í kvöldblöðunum daginn áður. Við forðuðumst bæði að minnast á það. Rory var að reyna að látast vera í góðu skapi og tókst það alveg furð- anlega. Við töluðum um kvik- myndahandrit, sem við vorum bæði búin að lesa. Hann tók jafn an bendingar mínar og álit um þá hluti til greir.a. Við ræddum þetta fram og aft ur og vorum bæði farin að hafa raunverulegan á'huga á því áður en lauk. Mig iangar að leika í þessari mynd. Ég held, að þú gætir gert þær breytingar, sem þarf ef höf- undurinn vildi vinna með þér. Ég varð hreykin Stundum hafði ég átt hugmyndir að leik- atriðum Rorys og ég hafði samið nokkur atriði sjálf og textann við sönglag, sem hafði orðið mjög vinsælt. Klæddu þig og svo skulum við fara gegn um það. Hann leit á úrið sitt. Ég hef klukkutíma þang að til æfingin byrjar. Meðan ég var í baðinu hafði ég næstum blekkt sjálfa mig nægi- lega til þess að vera orðin glöð aftur. Crystal Hugo var horfin úr lífi okkar, og ég átti ekki lengur neinn keppinaut. Rory yrði fljót- ur að gleyma henni. Allur raun- verulegur áhugi hans var hjá mér og heimilinu okkar og börn- unum. Til þess að vernda allt þetta hafði hann framið hræði- legt ofdirfskuverk og það sann- aði bezt ást hans á mér. Mér datt í hug, að hann hefði farið að ráðgast um þetta leikrit við mig, aðeins til þess að sýna. að hann þarfnaðist mín. Það var hans að- ferð til þess að sýna að hann iðr- aðist eftir að hafa látið mig sjá sorg sína yfir Crystal. Ef það nú væri? Hann hafði um ofmargt að hugsa til þess að geta syrgt lengi. Það tæki auðvitað sinn tíma hjá honum að jafna sig eftir iðrun- ina og áfallið, en hann mundi nú samt jafna sig. Og ég skyldi hjálpa honum til þess. Ég skyldi vera meira með honum og ekki alltaf kúra heima. Ég hringdi Vandy up. Allt var í bezta lagi heima. Ég var að lesa um hana Crystal í morgun, sagði hún. Er þetta ekki hræðilegt? sagði ég. Hræðilegt, endurtók hún hvasst. Víst er það hræðilegt, en þó harma ég það ekki eins mikið og ég ætti kannske að gera. Mér finnst enginn hafa misst neitt, þó að hún færi. Þetta máttu ekki segja, Vandy. Kannske ekki. væna mín. Hérna er hann Tim og vill tala við þig. Ég talaði við Tim og síðan talaði Rory við hann. All- ur áhyggjusvipur datt af honum meðan hann talaði við drenginn. Svo heyrði ég, að Júlía var kom- in í símann. Svo hélt glaðværu samtali áfram í tuttugu mínútur. Loksins sátum við hlið við hlið og fórum að glugga í kvikmynd- arhandritið. Allt var orðið eins og það átti að sér — allt var í bezta lagi. Hjónabandið okkar hafði að vísu orðið fyrir áfalli, en það myndi lagast — og kannske verða eins og nýtt. Betra væri að segja honum ekki frá því, sem ég vissi. Betra að láta 'hann halda, að ég tryði því. að þetta hefði bara verið venjulegt sjálfsmorð heima hjá henni — af ástæðum, sem okkur væru óviðkomandi. Þetta atvik með Crystal var liðið — við skulum alveg gleyma þvi Nýtt handrit að nýrri kvikmynd var ólíkt lega sakleysisleg. Hvenær sáuS merkara. Ég var orðin svo niður- | þér ungfrú Hugo seinast? sokkin í handritið. að ég heyrði í Rory hikaði svo sem hálfa ekki í dyrabjöllunni. Rory stóð sekúndu. upp og gekk fram í litlu forstof- una til að opna, ogminútu seinna kom hann inn með gráklæddan mann, ósköp alvanalegan og lít- inn fyrir mann að sjá. Þetta er Wood lögreglufulltrúi — konan mín. Sælar. frú EVay. Ég stóð upp og heilsaði honum. Ég vona. að hann hafi ekki séð skelfingu mina, þegar ég vissi, að hann var frá lögreglunni. Hann var einkennilega litlaus — mér fannst hann jafngrár í framan og fötin hans voru. Og hann var með músgrátt hár sem var farið mjög að þynnast að framan, en annars virtist hann ungur. En augun voru blá og með löngum augnahárum og líktust skrítilega augunum í fallegri stúlku. Hann sagði fáein orð um sið- ustu kvikmynd Rorys. Spurði hvernig „Sólbruni og sæla“ gengi. kvaðst vonast til að geta einhverntíma séð það. Ég settist niður. Innra með mér var allt í uppnámi, en á ytra borðinu var ég róleg, þótt það kostaði mikla áreynslu. Ég ætlaði að fá að tala fáein orð við hr. Day. sagði hann og leit á mig, eins og afsakandi. Þá viljið þér losna við mig, svaraði ég léttilega. Jæja . . . En það er nú betra að ég fái að vita það versta, ef hann hefur framið einhvern glæp, sagði ég brosandi. Hvað hefur hann gert af sér? Lagt bílnum sínum skakkt eða ekið og hratt ? Ég var að vona að ég ýkti ekki léttúðina um of. Nei, ég fæst ek-ki við umferða- brot. Það var eins og hann væri dálítið hneykslaður. Afsakið þér . . . Hr. Wood ætlar að spyrja mig um Crystal. Rory leit á mig von- araugum. Það var auðséð. að hann vildi, að ég færi. En ég hleypti í mig þrjózku. Ég ætlaði ekki að hreyfa mig. Ég býst ekki við, að við getum hjálpað honum mikið, en vitan- lega svörum við þeim spurning- um. sem við getum, sagði ég. Rory hikaði við, en sneri sér síð- an að lögreglumanninum. Ég hef engu að leyna fyrir konunni minni. Ég vil helzt að hún sé viðstödd, ef hún má. Vitanlega. Ég vildi bara ekki gera nein óþægindi. Nei, því skylduð þér það. Ves- lings Crystal, þetta var sorglegt. Skyldi hræsnin skína mjög út úr orðunum? En ég varð að vera kyrr og hlusta á það, sem sagt yrði. Ef þeir hefðu skipað mér inn í svefnherbergið, hefði ég legið á skráargatinu. Mér skilst ungfrú Hugo hafi verið kunningi yðar ? Já, við vorum mjög góðir vinir. Og það varð eitthvert umtal um þessa vináttu ykkar ? Já, blöðin reyndu að gera sér mat úr henni. Mér þótti það leið- inlegt, og konunni minni ekki síð ur. Þið, sem eruð undir smásjá almennings eigið alltaf við eitt- hvað slíkt að stríða. Mér fannst tónninn kaldranalegur. En bláu augun voru afskap- •— Úr því Pétur er enn laus finnst mér að við ættum að stöðva þessar Mystikus-sýnin ga r. — Nei, lögregluforingi. Ég vona að ég verði hér margs vísari. — Allt í lagi, ábyrgð á þessu. Geisli. En þú berð Við borðuðum hádegisverð saman á þriðjudag. Hvar ? í veitingahúsinu hintimegin við hornið, — það er nú annars hér í húsinu. Og höfðuð þið mælt ykkur mót þar? Bara að Rory gæti játað þessu. En auðvitað gerði hann það ekki, til þess var hann of gagnheiðar- legur. Nei, hún kom hingað upp f íbúðina. Við drukkum eitt glas saman og fórum síðan í veitinga- húsið. Við flýttum okkur frekar að borða, afþví að ég þurfti að mæta til upptöku á eftir. Það var búið að minnast eitt- hvað á ykkur í blöðunum. Ef þið vilduð forðast umtal hefði þaS þá ekki verið ráðlegra að hittást alls ekki ? ajtltvarpiö I>riðjudagur 30. janúar. 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Tónleikar — 9:20 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, riik, — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl. — 17:00 Fréttir. — Endurtekið tónlistarefni). 18:00 Tónlistartími barnanna (Sigurð- ur Markússon). 18:20 Veðurfregnir — 18:30 l_.ög ÚT óperum. 19:00 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 Þjóðlög frá Slésvík-Hoístei.n: — Þýzkir listamenn syngja og leika. 20:15 Framhaldsleikritið „Glæstar von ir“ eftir Charles Diekens og Old ' field Box; þriðji báttur. Þýðandi: Áslaug Árnadóttir. — Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. Leikendur: Gísli Alfreðsson, Stefán Thors, Helgi Skúlason, Herdís Þorvalds- dóttir, Haraldur Björnsson, Gest ur Pálsson, Helga Valtýsdóttir. Sigrún Kvaran, Emilía Borg, Karl Guðmundsson, Þóra Borg og í»orsteinn Ö. Stephensen. 20:45 íslenzk tónlistarkynning: Jón Leifs tónskáld skilgreinir Sögu- singfóníu sína, II. kafla: Guðrún Ósvífursdóttir (Borgarhlj ómsveit in í Helsinki leikur; Jussi Jalas stjórnar). 21:10 Erindi Vinabæjarhreyfingm á Norðurlöndum (Sveinn Ásgeirs son hagfræðingur). 21:35 Tónleikar: Sellósónata eftir Jo- hann Christian Bach (Gaspar Cassado leikur á selló og Chieko Cassado á píanó). 21:50 Söngmálaþáttur þjóðkirkjunnar (Dr. Róbert A. Ottóson söiig- málastjóri). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Jakob Möller). 23:00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 31. janúar. 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Tónleikar — 9:20 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk, — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl, — 17:00 Fréttir — Tónleikar). 17:40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Nýja heímilið" eftir Petru Flagestad Larsen; V. (Benediikt Arnkels- i son). 18:20 Veðurfregnir. ■ 18:30 Lög leikin á mismunandi hljóð- færi. 19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. ‘ 20:00 Varnaðarorð: Gísli Sigurðsson raí virkjameistari talar um notkun rafmagns við byggingarfram- kvæmdir. 20:06 „Sígaunaástriður" André Kostél anetz og hljómsveit hans leika. 20:20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Eyrbyggja saga; VIII. (Helgi HjÖrvar rit höfundur). b) Lög eftir ýmis Islenzk tón- skáld. c) Séra Jón Kr. isfeld flytur frá söguþátt: Margt hefur skeð á Eskif jarðarheiði). d) Jóhannes skáld úr Kötlum lea úr þjóðsögum Jóns Árnason- ar. e) Dr. Símon Jóh. Ágústson prö fessor kveður stemmur af Ströndum. 21:45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Veraldarsaga Sveins frá Mælf- fellsá; II. lestur (Hafliði Jóns- son garðyrkj ustj óri). 22:30 Næturhljómleikar: Frá tónleik- um Sinfóniúhljómsveitar íslande I Háskólabíói 25. þjn. Stjómandis Jindrich Rohan. Symphonie Fantastique eftir Hector Berlioz. 23:20 Dagskrárlok-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.