Morgunblaðið - 30.01.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.01.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVISBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. jan. 1962 CTtgeíandi: H.f Arvakur. Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (átim.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. . Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kripíinsson. Ritstjórn: íV.ðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. A'-lrriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. VANTRA USTS YFIRL ÝSING Í Trslit stjórnarkosninganna í verkamannafél. Dags- brún eru tvímælalaus van- traustsyfirlýsing á kommún- istastjóm félagsins. Kommún istar lögðu meiri áherzlu á þessa kosningu en nokkra aðra. Þeir buðu út öllu liði flokks síns til þess að vinna að kosningunni. En niður- staðan varð engu að síður sú, að þeir töpuðu tæplega i 9% atkvæða, miðað við stjómarkosningarnar í fyrra. Listi lýðræðissinna bætti hins vegar við sig 4,4%. Það er einnig ómaksins vert að athuga, að við stjórnarkosningarnar í Dags- brún í fyrra er bilið milli kommúnista og lýðræðis- sinna 920 atkvæði. Nú hefur þetta bil minnkað niður í 750 atkvæði. Þetta þýðir, að kommún- istar eru örugglega að tapa fylgi í þessu stærsta verka- lýðsfélagi landsins. En þessar tölur sýna þó ekki sannleikann allan um raunverulegt fylgi kommún- ista meðal verkamanna í Reykjavík. Á kjörskrá við þessar stjórnarkosningar voru um 2500 manns, en sam- kvæmt upplýsingum frá skrifstofu Dagsbrúnar munu um 150—180 manns hafa fengið að borga sig inn á kjörskrá með því að greiða upp skuldir sínar. Raunveru- lega hafa því 2600—2700 manns átt rétt á að kjósa við þessar kosningar í Dags- brún. Þegar hins vegar komm- únistar kjósa til Alþýðusam- bandsþings, telja þeir að um 3500 manns séu í félaginu og eigi Dagsbrún því rétt á 35 fulltrúum! Loks má á það benda, að kommúnistum hefur með alls konar klækjum og of- beldi haldizt það uppi að halda fjölda verkamanna ut- an við Dagsbrún. Almennt er talið, að í Reykjavík muni vera milli 4000 og 5000 verka menn, sem rétt eiga á því að vera í félaginu. En með járn- hendi sinni og ofbeldisað- gerðum tekst kommúnistum að halda tölu Dagsbrúnar- félaga svo að segja óbreyttri frá ári til árs, jafnvel ára- tugum saman. Þegar á allt þetta er litið, benda allar líkur til þess, að kommúnistar séu raun- verulega í minnihluta meðal reykvískra verkamanna. Þessi kosningaúrslit íDags brún sýna einnig, að verk- fallastefna kommúnista, á þar þverrandi fylgi að fagna. Fleiri og fleiri verkamenn snúa við henni bakinu og gera sér ljóst, að kjörorð lýðræðissinna: Kjarabætur án verkfalla, er miklu giftu- samlegra en verðbólgu- og upplausnarstefna kommún- ista. Kosningaúrslitin í Dags- brún eru því mikill ósigur fyrir kommúnista. Þrátt fyr- ir trylltan áróður þeirra gegn viðreisnarráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar, þverr fylgi þeirra innan þess verkalýðs- félags, sem þeir hafa talið vera höfuðvígi sitt. En kommúnistar eru ekki aðeins að tapa meðal verka- lýðsins. Fylgi þeirra stendur nú mjög höllum fótum í landinu almennt. Undirlægju háttur þeirra við Moskvu- valdið og taumlaust ábyrgð- arleysi í innanlandsmálum, verður öllum hugsandi mörm um sífellt ljósari. ÍSÍ FIMMTÍU ÁRA íþróttasamband íslands minn ist um þessar mundir 50 ára afmælis síns. Þessi merku samtök íþróttaæskunnar í landinu hafa unnið mikið og gott starf. Þau hafa átt rík- an þátt í að auka skilning unga fólksins á gildi íþrótt- anna og stuðla þannig að auk inni hreysti og heilbrigði. Á undanförnum árum hef- ur mikið verið gert til þess, af hálfu hins opinbera, að bæta aðstöðu æskunnar til íþróttaiðkana. Sundlaugar og önnur íþróttamannvirki hafa verið reist um land allt. — Sundkunnátta er nú orðin svo almenn, að ekki er ólík- legt að hún sé almennari hér en í nokkru öðru landi. Á sviði frjálsíþrótta hefur æsk- unni fleygt fram og mörg ágæt afrek hafa þar verið unnin. En aðalatriðið er þó ekki að setja met og hljóta frægð. Hitt er miklu þýðing- armeira að íþróttirnar séu notaðar til þess að stæla lík- amlegt og andlegt þrek og viljastyrk unga fólksins. íþróttasamband íslands hef ur þegar unnið mikið og heillaríkt starf. Þjóðin þakk- ar forystumönnum þess, um leið og hún árnar samband- inu allrar farsældar í fram- tíðinni. MERK RÁÐSTEFNA Cíðastl. laugardag hélt félag- ^ ið Frjáls menning merka Ríkharður Ijðnshjarta II. Leopoldville, 26. janúar. NTB-AP. DR. STURE LINNER, sem senn lætur af störfum sem aðalfull- trúi SI» í Kongó, sagði fyrir helgina, að hermenn SÞ myndu sennilega koma sér upp varnarstöð í Kindu í Kivu- héraði, tii þes að vinna þaðan bug á hinum herskáu Kongóher- mönnum, sem þar fara um með ránum o>g morðhótunum. Dr. Linner sagði, að Sean McKeown, hershöfðingi hefði far ið flugleiðis til Albertville til þess að undirbúa aðgerðirnar, en af öryggisástæðum yrði ekki skýrt frá undirbúningnum nán- ar. Dr. Linner' átti fund með fréttamönnum í Leopoldville. Hann er nú á förum frá Kongó, en í hans stað kemur Ghanamaðurinn Robert Gardin- er, sem hefur gengt mikilvægu embætti í aðalstöðvunum í New York. Dr. Linner sagði, að erfiðasta vandamálið í Kongó væri enn sem fyrr Katanga. Hann minnt- ist á samtal sem hann hefði átt við Tshomibe og stjórnina í Elisabethville. Sagðist hann hafa skorað á stjórnina að vinna með Sameinuðu þjóðunum en ekki á móti. Afstaða Tshombe nú hefði vakið honum bjartsýni og væri hann nú vonbetri en nokkru j sinni fyrr um að lausn þessa erf- iða vandamáls tækist. Morðum hótaff Kongóhermennirnir í Kindu hafa enn hótað hvítum mönnum morðum. Þeir beina hótunum sín um einkum að kaþólskum trú- boðsprestum — en mönnum er enn í fersku minni afdrif trú- boðsprestanna tuttugu og tveggja sem myrtir voru með hinum hroðalegasta hætti á nýjársdag sl. Brezkur starfmaður SÞ, Ric- hard Lawson, majór er nýkominn frá Kindu og hermir hann, að samskipti trúboðsfólksins og her- manna séu spennt til hins ítrasta. Lawson majór segir, að þegar hann hafi verið búinn að finna belgíska prestinn, Peter Jules Darmont — hann var sá eini, sem komst lífs af frá hryðju- verkunum á nýjársdag — hafi þeir farið frá Kongolo yfir Us- Kindu. Flugvöllurinn í Kindu var umkringdur hermönnum, en þeir höfðust ekkert að þegar flugvél SÞ kom og sótti þá. Síð- an 15. janúar hefur engin flugvél lent á flugvellinum utan stöku herflugvél — og er nú hætta á matvælaskorti yfirvofandi. Þegar Lawson kom til Kongolo stökk hann úr flugvélinni í fallhlíf og kom niður á flugvellinum. Þar voru fjöldi kongóskra hermanna umbura í Orundi og þaðan til fyrir en ekki dró til annaira tíð- inda en þeirra, að hann og einn hermannanna rifust dálitla stund. Þessi för Ricards Lawson til Kongölo þykir hin frækilegasta. Hann var með öllu óvapnaður og lét sig hafa að fara þetta einn sins liðs, vitandi að kongósku hermennirnir í kongó hafa lítt af sér sýnt síðustu daga annað en ribbaldahátt og villimennsku. Heima í Bretlandi hefur honum verið valin nafngiftin Richard Ljónshjarta II. Á myndinni hér að ofan er Riehard Lawson t. v. og til hægri kona hans Ingrid, sem er sænskr- ar ættar og níu mánaða sonar þeirra, Ulrik. Krafizt fundar Öryggisráðs SÞ Valerian Zorin, aðalfulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum hefur krafizt þess að Öryggis- ráðið komi saman til fundar hið fyrsta. Ástæðuna segja Rússar fyrst og fremst þá, að enn séu að starfi erlendir málaliðar í her Katanga, en auk þess sé brýn nauðsyn að SÞ verndi líf Ant- oine Gizenga. Gizenga er nú í Leopoldville, undir vemd fallhlífaliðs. ráðstefnu um sjálfstæði ís- lands og þátttöku í Efnahags bandalögum. — Ráðstefnuna sátu 57 menn — með mis- munandi skoðanir. Meðal þeirra voru flestir þeir, sem bezta þekkingu hafa á þessu máli, eða eru í sérstökum á- hrifastöðum í þjóðfélaginu, sem mál þetta snertir beint eða óbeint. Ráðstefna þessi var með nýstárlegu sniði. Menn fluttu þar fram skoðanir sínar í stuttu máli, báru fram ábend ingar og svöruðu athuga- semdum. Kom glöggt í ljós, að allir viðstaddir hugleiddu efni þetta af fyllstu ábyrgð- artilfinningu, mátu með- og gagnrök, og leituðust við að kryfja málið til mergjar. Blær sá, sem yfir ráð- stefnu þessari var, stakk mjög í stúf við þær ill- kvittnislegu og oft lítt rök- studdu umræður, sem við eigum að venjast hérlendis. Þar ríkti gagnkvæm virðing fyrir mismunandi sjónar- miðum og fullur vilji allra til að leita þeirrar lausnar, sem þjóðinni yrði fyrir beztu í bráð og lengd. Á félagið Frjáls menning miklar þakkir skildar fyrir að efna til þessarar ráð- stefnu, og vonandi að fleiri slíkar verði haldnar irm hin mikilvægustu málefni. Fé- lagið hefur ákveðið að gefa út umræðurnar og mun þeirri útgáfu verða hraðað. Fá landsmenn þá að kynn- ast því, hvernig hægt er að ræða hin viðkvæm- ustu vandamál af sanngirni og ábyrgðartilfinningu. Er enginn efi á því, að þessi ráð stefna mun auðvelda íslend- ingum að taka rétta afstöðu til þess mikla vanda, sem við stöndum frammi fyrir vegna samstarfs viðskiptaþjóða okk ar í Efnahaesbandalagi Ev- rópu. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.