Morgunblaðið - 30.01.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.01.1962, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 30. jan. 1962 MORGVNBLAÐIÐ 17 Mótmæla aukafundi Oryggisráðslns Þannig var umhorfs er tekist hafði að ráða niðurlögum eldsins á Reykjavíkurflugvelli í gær. (Ljósm. Sveinn Þormóðsson) <*,---------------------------------------------------------------- Sinfóníutónleikar færaskipun, og strengjasveitin var átakanlega fáliðuð á móti málmblásurunum, einkum í lokaþættinum. Jón Þórarinsson. Bergen, 23. jan. (NTB) — Ú tgerðarfélagið I. Geiertsen í Bergen er nú að koma sér upp síldarverksmiðju í Pisaqua í Chile. Á verksmiðjan að vera fullbúin í haust. Lagos, 29. jan. (AP) ÞJÓÐARLEIÐTOGARNIR 19, sem saman eru komnir í Lagos í Nígeríu, sendu í dag símskeyti til Sameinuðu þjóð anna í New York og mót- mæltu því eindregið, að Ör- yggisráð samtakanna yrði kallað saman á miðvikudag, eins og boðað hefur verið — til þess að ræða Kongómálið. Það er Valerian Zorin, aðal- fulltrúi Rússa, sem krafizt hef- ur aukafundar Öryggisráðsins á þeim grundvelli, að Mosie Thsombe aðhafist ekkert til að framfylgja samþykktum Öryggis ráðsins um brottflutning er- lendra málaliða úr her Katanga —- og ennfremur þar sem líf Antoines Gizenga sé í hættu. Ákveðið var fyrir helgi, að fundur ráðsins skyldi haldinn á miðvikudag, en margar þjóðir samtakanna hafa lýst sig and- vígar þessum fundi — talið hann vita ástæðulausan, enda gangur mála í Kongó með bezta móti. Adoula, forsætisráðherra miðstjórnarinnar í Leopoldville, hefur einnig mótmælt fundinum — Hann segir, að Tshombe sé einmitt nú að vinna að því, sem þeir urðu ásáttir um á fundin- um í Kitona á dögunum og Antoine Gizenga sé engin hætta búin. Hann sé ekki í fangelsi heldur í gæzluvernd og væsi ekki um hann á neinn hátt. — Þingið hafi tekið ákvörðun um að mál hans og framkoma Miklirflutningar á Afríkuleiðum — Stórbruni Framh. af bls. 8. ar hjálpuðu til að flytja tæki og útbúnað úr turninum — og all- mikill hluti ratsjárinnar var meira að segja rofinn úr sam- bandi og fluttur út í sendiferða- bíl í einu vetfangi. Þarna voru mörg mjög verðmæt tæki og var seinlegt að fást við sum þeirra. Fjarritar veðurstofunnar héldu áfram að sknfa enda þótt mikill reykur væri kominn í húsakynn- in, menn hlaupandi út og inn með fangið fullt af ýmsum útbún aði. Bjuggust allir við að þurfa að yfirgefa bygginguna — og töldu menn mikla heppni, að búið var að flytja umferðarstj-órnina á N.-Atlantshafi út í nýja turn- inn. Húsakynni veðurstofunnar í nýja turninum eru líka tilbúin. Samsöngur Þjóð- leikhússkórsins ' Þ JÓÐLEIKHÚSKÓRINN efndi til samsöngs í Kristskirkju í Landakoti 1 fyrradag til heiðurs hinum látna stjórnanda sínum, dr. Viktor Urbancic, og til styrktar minningarsjóði hans. Kórinn söng undir stjórn Her- berts Hriberscheks, Árni Arin- bjarnarson lék einleik og ann- aðist undirleik á orgel, og ein- söng sungu Eygló Viktorsdóttir, Snæbjörg Snæbjarnar og Hjálm ar Kjartansson. Efnisskráin, sem var mjög fjölbreytt, hófst með t>ví, að kórinn flutti þrjá þætti úr messu fyrir þríradda kór eft- ir dr. Urbancic, og var það fal- legt og vel við eigandi upphaf á þessum tónleikum. Önnur við- fangsefni voru eftir ýmsa ágæta höfunda, flest trúarlegs efnis, og var hátíðablær yfir tónleikun- tun, svo sem við átti. Allir, sem þarna komu fram, leystu verk- efni sín vel af hendi og sumir með ágætum. Jón Þórarlnsson. 10% fækkun ferðamanna Berlin, 29. jan. — NTB Reuter. STJÓRNMÁLASPENNAN í Ber- 3ín hefur haft það í för með sér að fjöldi erlendra ferðamanna þangað hefur minnkað um 10%. Formaður ferðaskrifstofu Berlín- arborgar, Dr. Ilse Wolff, segir, að í mánuðunuim ágúst-nóvemiber sl. bafi 156.542 manns kcmið til Ber- línar frá Vestur-Þýzkalandi og erlenduna þjóðum en á sama túna árið 1960 voru slíkir ferða- merm 175.771. TÓNLEIKAR Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, sem haldnir voru í samkomuhúsi Háskólans sl. fimmtudagskvöld undir stjórn Jindrichs Rohans, hófust með því að leikin var „íslenzk svíta“ fyrir strokhljómsveit eft- ir Hallgrím Helgason. Svítan er í sex þáttum, sem allir byggjast á íslenzkum þjóðlögum, og segir höfundur í efnisskrá, að hér sé gerð „tilraun til að sýna hve mikil auðlegð og einfaldur lag- línukraftur býr með íslenzku þjóðlagi". Þjóðlög okkar eru um margt merkileg, og í þeim býr vissu- lega frumstæður kraftur. En þau eru vandmeðfarin. Hverri þeirri „útsetningu", sem á að sýna þau í réttu ljósi, verður að stilla svo í hóf, að hún færi ekki í kaf sjálfan lagikjarnann. Það verður að telja, að í þessu verki hafi dr. Hallgrími ekki tekizt sem skyldi sú hófstilling. Fylgiraddir hans eiga of ann- ríkt, hafa of margt og mikið að segja, til þess að hin hljóðláta rödd þjóðlagsins fái notið sín. Engu að síður er svíta hans vandað og vel unnið verk. En þjóðleg einkenni þess mundu hafa komið skýrar fram og verkið um leið orðið áheyri- legra, ef úrvinnslan í heild hefði verið íburðarminni en blæmuWur meiri á meðferð lag- anna. Cellókonsertinn eftir Dvorák var það verk, sem hæst bar á þessum tónleikum. Einleikarinn, hinn ágæti cellósnillingur próf. Frantisek Smetana, og hljóm- sveitarstjórinn eru báðir sam- landar tónskáldsins. Þeir stilltu hér saman krafta sína til þess að þetta öndvegisverk tékkneska tónbókmennta fengi notið sín sem bezt, og tókst með ágætum. Konsertinn mun verða eitt af minnisstæðustu viðfangsefnum á sinfóníutónleikum það sem af er starfsári hljómsveitarinnar. „Symphonie fantastique“ eftir Hector Berlioz er íburðarmikið verk hið ytra en ekki efnismik- ið að sama skapi, þrátt fyrir „prógrammið", sem fylgir því, og allar þær hamslausu hugar- hræringar, sem það á að „túlka“. Rómantíkin ríkir hér einráð, og ekki í sinni geðfelld- ustu mynd. Höfuðstyrkur verks- ins liggur í snilldarlegum rit- hætti fyrir hljómsveitina (instru mentation), en einmitt að því leyti skorti mest á að það nyti sín að þessu sinni. Hljómsveitin gerði að vísu allt, sem af henni verður krafizt með nokkurri sanngirni, en það var að þessu sinni ekki nóg: nokkrar breyt- ingar þurfti að gera á hljóð- NÝLEGA var hér á ferð Torben E. Hartvig, aðalfulltrúi belgiska flugfélagsins SABENA í Kaup- mannahöfn. Erindi hans var að endurnýja gömul kynni við Flug félagsmenn, þvi milli félaganna er ágæt samvinna og annast Flug félag íslands farmiðasölu fyrir SABENA hér. Fréttamaður Mbl hitti Hartvig að máli og sagði hann, að í hans umdæmi væru ísland. Grænland og Færeyjar. — SABENA fengi hins vegar enga farþega frá Grænlandi og Færeyjum, en allt- af væri slangur af Flugfélagsfar- þegum, sem færi áfram með SABENA frá endastöðvum Flug- félagsins erlendis. SABENA á nú 5 Boeing-707 þotur, sem eru á flugleiðum yfir Atlantshaf og til Afríku. Þá á félagið 8 Caravelle- þotur. sem eru á flugleiðum innan Evrópu auk allmikils fjölda af flugvélum eldri gerða. Hartvig sagði, að SABENA hefði verið mjög önnum kafið á flugleiðinni til Kongó allt síðan ólætin byriuðu þar, enda væri þetta ein bezta flugleið félagsins. Það hefur og nána samvinnu við hið nýstofnaða flugfélag Air 24 þús. umferða- slys. 890 létust Helsingfors, 29. janúar — NTB — Reuter. Á ÁRINU 1961 urðu 24 þúsumd umferðaslys i Finnlandi. Um átta hundruð manns týndu lífinu og 10.500 særðust meira og minna. Til samanburðar er þess getið að árið 1960 hafi umferðaslys verið 22 þúsund 765 manns farizt og 9.716 særzt. ! Congo. Hafa Kongómennirnir fengið gamlar flugvélar frá SABENA svo og tæknilega að- stoð. Hið belgiska flugfélag flýgur til tveggja borga á Norðurlönd- um, Kaupmannahafnar og Stokk hólms, á Caravelle. — Keflavik Framhald af bls. 3 hana áfram til yfirstjórnar þeirra svæða, sem flugvélin fer um eða til. Þeir 70 íslendingar, sem starfa við flugafgreiðsluna á Keflavíkurflugvelli hafa unn- ið mörg snör handtök við þessa flugvél, sem við höfum afgreitt hér á síðunni. Nettó- tekjur af flugafgreiðslunni voru 4.7 milljónir 1959. Þess má geta, að starfsfólkið þarna syðra á heimsmet í fljótri af- greiðslu á þotum PAA flug- félagsins. Það voru 25 mín. frá því hreyflar stöðvuðust og þar til vélin var ræst á ný. Það er mjög nauðsynlegt að flugaígreiðslan á vellinum sé ávallt í góðu lagi. Það er bæði fjárhagslegt atriði og eins einu kynni fjölda fólks af landi voru og þjóð. Þótt til- koma hinna stóru farþegaþota, sem fljúga viðstöðulaust yfir Atlantshuf. hafi dregið tölu- vert úr umferð um völlinn, þá eru alltaf í notkun minni vél- ar hjá iitlu flugfélögunum, sem þuría á þjónustu vallar- ins að -lalda Ef þessi þjónusta er ekki fyrsta flokks, þá beina flugfélögin vitaskuld umferð sinni til annarra flugvalla, því að samkeppnin um flugum- ferð er ekki minni, en sam- keppnin um farþeganna milli flugfélaga. — J.R. skyldi rannsökuð og muni í öllu verða fjallað um það samkvæmt lögum landsins. Adoula er nú á leiðinni heim til Leopoldville en fer þaðan beint til New York og gefur forseta Öryggis- ráðsins skýrslu. Alls eru það um fjörutíu þjóðir sem hafa lýst sig and- vígar þessum fyrirhugaða auka- fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. %%%%%%%%%%%% 4. umferð í sveitarkeppni meist araflokks hjá Bridgefélagi Reykjavíkur fór fram s.l. þriðju dagskvöld og urðu úrslit þessi: Sveit Stefáns vann sveit Hilm- ars 80:56 (6—0). Sveit Agnars vann sveit Jó- hanns 76:47 (6—0). Sveit Júlíusar vann sveit Egg- rúnar 89:53 (6—0). Sveit Brands vann sveit Þor- steins 85:17 (6—0). Sveit Einars vann sveit Elínar 93:54 (6—0). Að fjórum umferðum loknum er röð 6 efstu sveitanna þessi: Sveit Einars Þorfinnss. 24 stig Sveit Agnars Jörgenss. 23 stig Sveit Stefáns Guðjohnsen 18 stig Sveit Júlíusar Guðm.dss. 17 stig Sveit Jóhanns Láruss. 12 stig Sveit Brands Brynjólfss. 12 stig 5. umferð fer fram n.k. þriðju dagskvöld í Skátaheimilinu við Snorrabraut. FYRRI hálfleikurinn í leiknum milli Belgíu og Englands á Evrópumótinu í Torquay var mjög jafn og skemmtilegur. Að hálfleiknum loknum var staðan 35:30 Belgíu í vil og sést á því, að Belgíuemennirnir hafa ekkert gefið eftir. í síðari hálfleiknum tóku Eng- lendingarnir vel á, og tókst þeim þá að yfirbuga andstæðingana og unnu leikinn með miklum yfirburðum eða 108 gegn 44. Spilið, sem hér fer á eftir er úr fyrri hálfleiknum og var útkom- an sú sama á báðum borðum. En það sem einkum er skemmtilegt við spilið er mismunandi sagnir til að ná lokasögninnL A K-8-3 V A-D-10-7-6-3 ♦ A-9-2 A 2 A A-4 V — ♦ K-10-8-5-4-3 A Á-K-10-9-6 Á borðinu þar sem Belgíu- mennirnir voru N.—S. gengu sagnir þanmg: Suður Norður 1 Tígull 1 Hjarta 3 Lauf 4 Tíglar 4 Spaðar 5 Hjörtu 5 Grönd 6 Tíglar Þar sem Englendingarnir sátu .—S. gengu sagnir þannig: Suður Nórður 1 Tígull 1 Hjarta 2 Lauf 2 Spaðar 3 Tíglar 5 Tíglar 6 Tíglar Pass Spilið vannst á báðum borðum og „féll“ því spilið eins og mörg önnur í fyrri hálfleik. Skemmti- legt er að bera saman sagnir og virðast sagnir ensku spilaranna öllu rólegri, að minnsta kosti í byrjun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.